Fréttablaðið - 05.10.2003, Side 38
Foreldrar
Sýnum ábyrgð
Áfengi má ekki selja, veita eða afhenda
ungmennum undir 20 ára aldri.
38 5. október 2003 SUNNUDAGUR
Auðvitað veit enginn nákvæmlegahvað framtíðin ber í skauti sér.
Árni Bergmann rithöfundur þykist
þó vita hvað bíður sín.
„Ég þarf að skrifa smá pistil fyrir
Stúdentaleikhúsið sem ætlar að setja
upp leikritið 1984 sem byggt er á
samnefndri sögu George Orwell,“
segir Árni. „Ég var beðinn um að
velta því fyrir mér hvað lifði af
þeirri sögu í dag þar sem hún er
skrifuð á allt öðrum tímum. Til dæm-
is ætla ég að velta mér upp úr því
hvað hefur orðið af hinum fræga
stóra bróður sem þar er á hverjum
vegg.“
Orwell skrifaði þá merku bók árið
1948 og sneri öftustu stöfunum ein-
faldlega við. Sú bók og aðrar stað-
leysubókmenntir hafa fylgt Árna í
nokkur ár, þar sem hann hefur kennt
bókmenntanemum Háskóla Íslands
sögu þeirrar greinar í nokkur ár.
„Þetta námskeið byrjaði þannig
að þegar árið 1984 gekk í garð fékk
ég áhuga á því að rýna ofan í þessa
bók og sögu þessarar bókmennta-
greinar. Um þessa staði sem ekki
eru til, eða ekki til ennþá. Þetta er
skrýtið fyrirbæri að fram að alda-
mótunum 1900 eru staðleysusögur
um heima sem ekki eru til frekar
bjartsýnar og eru að lýsa vonum
manna. Eftir það eru þessar sögur
að lýsa með ýmsum hætti við hvað
menn eru hræddastir á þessum
tíma. Saga þessarar greinar er því
ekki lengur saga hinna fögru hug-
mynda, heldur saga óttans.“
Árni bendir einnig á að margt
sem fyrst hafi birst á síðum slíkra
bóka sem skáldskapur hafi síðar
orðið að veruleika, eins og „lífrænt
fitl“ eins og hann orðar það og aukið
eftirlit innan þjóðfélaga. Árni hefur
þó ekki sagt skilið við staðleysurnar
því í komandi viku hyggst Árni
byrja á nýjustu bók Margaret
Atwood sem fjallar um ótíðindi eftir
stórslys.
Nemendur Árna í rússneskum
bókmenntum í Háskólanum getasvo
hlakkað til þess klárað verður að
fara yfir feril Tolstoj og hafist handa
á að kryfja feril Tsjekov.
„Annars langar mig mest í haust-
litaferð til Þingvalla,“ segir Árni
hálfdreymandi í lokin. „Ég er bara
að bíða eftir haustlitunum, þeir
hljóta að fara sýna sig næstu daga.
Það er einhver mestu fríðindi sem
Íslendingar geta státað sig af, að
geta labbað um í haustlitunum.“
biggi@frettabladid.is
Vikan sem verður
ÁRNI BERGMANN
■ Ætlar að sökkva sér enn og aftur ofan
í bókina 1984 eftir George Orwell, vonast
svo eftir haustlitunum.
Fréttiraf fólki
Aftur til ársins 1984
■ Hugleiðingin
„Hina leyndu uppsprettu húmorsins er
ekki að finna í gleðinni, heldur í sorginni.
Það er enginn húmor á himnum.“
Mark Twain, bandarískur
rithöfundur, 1835-1910.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Robin Cook.
Magnús Gunnarsson.
Nói albinói.
Brosið
Það er von hann brosi. Flest geng-
ið í haginn með ævintýralegum
hætti og peningar ekki lengur
vandamál. Og þá er hægt að brosa
svo um munar. Hver á brosið?
(Magnús Þorsteinsson í Samson.)
OPIÐ KL 11.00-22.00
Föstudag og Laugardag frá 10.00-18.00
Kaffihúsið við stíginn
RAFSÓL
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Sími:
553 5600
ENDURNÝJUN
OG VIÐHALD
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
2
6
6
.0
0
2
Hesthús!
Nýtt 12 hesta hús í Hafnarfirði til sölu. Hlaða og haug-
hús undir stíum, hitaveita, kaffistofa og gott gerði.
Langtímalán. Upplýsingar í síma 898 3165. Til sýnis í
dag sunnud. 5. okt. kl. 16-18, að Sörlaskeiði 17, beint
á móti Íshestum við veginn að Kaldárseli.
Sjá einnig www.centrum.is/leikir/hesthus
Mist Hálfdanardóttir,
15 ára,
Hagaskóla
Þegar fólk er tilbúið tilþess andlega.“
Sindri Eldon,
17 ára, Borgarholtsskóla
Sko, það eru voðaflókin og skrýtin
lög um þetta allt sam-
an. Það vita náttúru-
lega allir að svona lög
sem takmarka eitt-
hvað eru ekkert að
virka. Þeir sem vilja
komast í kynlíf, áfengi
og fíkniefni verða sér
úti um það á hvaða aldri sem er.“
Dagbjört Hákonardóttir,
19 ára, Menntaskólinn
við Hamrahlíð
Það er afskaplegaeinstaklingsbund-
ið. Bresk lög miða við
sextán ára aldurinn
og mér finnst það
ágætis viðmið. Það
verða að vera lög til
þess að eldra fólk
notfæri sér ekki
börn.“
Atli Þór Árnason,
15 ára, Hvassaleitisskóla
Það fer bara algjör-lega eftir þroska
fólks. Það ætti ekki
að vera bundið við
neinn aldur og fólk
byrjar bara þegar það
er tilbúið til þess.“
Lárétt:
1 stærstan, 7 drykkjumennina, 8 óreiða,
9 hluti af danmörku, 11 átt, 12 telur rétt,
15 ekki, 16 tveir eins, 17 staður á norður-
landi.
Lóðrétt:
1 hæg suða, 2 fæði, 3 menntasetur, 4
mæla, 5 kofi ...., 6 dýrategund, 10 kær-
leikar, 13 dýr, 14 slæm, 15 keyri.
Lausn:
Stef leitar nú að höfundi lags-ins Bruggverksmiðjan
springur í loft upp en viðkom-
andi á inni peninga frá Dan-
merku. Þar er þetta lag víst í
spilun og Stef, sem sér um höf-
undarréttarmál fyrir íslenskt
tónlistarfólk, situr uppi með
ávísun frá frændum vorum Dön-
um sem höfunudur lagsins á að
fá. Mikil leit stendur yfir og hef-
ur verið hringt í marga af helstu
tónlistarmönnum landsins en
þeir vita ekki hver eða hverjir
sömdu þetta lag.
Viðkomandi höfundur er beð-
inn að hafa samband beint við Stef
en allar ábendingar eru vel þegn-
ar og hægt að senda tölvubréf á
hvar@frettabladid.is ■
Ég hef aldrei eldað svona stórtkjötstykki eins og löpp og bök
sem fólk er svo hrifið af. Ég vil
miklu frekar elda eitthvað góm-
sætt eins og indverskan veislu-
kjúkling með alls kyns gúmme-
laði,“ segir Ragnheiður Eiríksdótt-
ir hjúkrunarfræðingur.
Hún segir mann sinn á hinn bóg-
inn vera mikið fyrir bök og lappir
og hann sjái um þá hlið elda-
mennskunnar. „Ef ég ætla að gera
eitthvað ægilega fínt hef ég mun
meiri ánægju af að elda eitthvað
sem þarf að hafa fyrir eins og lí-
banskan mat sem er í ógurlega
miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir
hún og bætir við að heimilisfólkið
hjálpist við að sneiða niður græn-
metið og aðstoða. „Mér finnst það
samt alltaf voða gott þegar maður-
inn minn tekur sig til og eldar löpp
eða bak með öllu tilheyrandi eins
og brúnni sósu, Ora grænum og
rabbabarasultu frá ömmu,“ segir
Ragnheiður og hlær hjartanlega.
Hún minnist þess að þegar hún
var lítil stelpa á Sauðárkróki hafi
alltaf verið farið til langömmu á
Hofsósi í mat í hádeginu á sunnu-
dögum. „Þá var alltaf langömmu-
læri, kraumað í gegn með öllu til-
heyrandi og klukkan fjögur var
boðið upp á súkkulaði og kökur.
Maður fór ekki svangur heim þann
daginn,“ segir Ragnheiður.
Á æskuheimilinu var ekki eldað
í hádeginu á sunnudögum heldur á
laugardags- eða sunnudagskvöld-
um. „Þar var ekki mikið um klass-
ískan hefðbundinn mat. Það var
aldrei neitt fast, frekar einhverjir
spennandi fiskréttir og kjötréttir
sem ekki voru hefðbundnir.“
Á heimili Ragnheiðar eru
skiptar skoðanir á mat svo ekki sé
meira sagt. Eiginmaðurinn er
mikið fyrir venjulegan íslenskan
heimilismat á meðan hún heldur
sig við indverskt og framandi.
Hún viðurkennir að eftir að hún
hóf búskap hafi hún sæst við ým-
islegt sem henni hefði ekki dottið
í hug að setja inn fyrir sinn munn
áður. „Mér finnst oft gott að fá hjá
honum bjúgu með uppstúfi og
kartöflumús eða eitthvað því
líkt,“ segir Ragnheiður Eiríks-
dóttir, sem hefur komist að raun
um að bæði lappir og bök og ann-
ar heimilismatur er fjarri því eins
vondur og hann var í minning-
unni. ■
Leitað að höfundi 17
8
9 10
12 13
15 16
14
17
2 3 4 5
11
6
Lárétt: 1mestan,7alkana,8ólag,9láland,11
sa,12trúir, 15ei,16 ll,17krafla.
Lóðrétt: 1mall,2el,3skólar, 4tala,5anan,6
nagdýr, 10ástir, 13úlf, 14ill,15ek.
Ung ráð
■ Unga fólkið býr oft yfir opnum
og skemmtilegum skoðunum
um hin ýmsu málefni.
Kynlíf?
RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR
Fékk langömmusteik á Hofsósi í hádeginu þegar hún var lítil.
Sunnudagssteikin
RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR
■ Hún hefur verið lítið fyrir hefðbundinn
heimismat og eldar helst eitthvað sem
krefst langrar eldamennsku og natni.
Þeim stundum fjölgar þó að hún gleðjist
yfir að fá bjúgu og uppstúf, svo ekki sé
minnst á læri og hrygg.
Elda aldrei
lappir og bök
ÁRNI BERGMANN
Kennir rússneskar bókmenntir
í Háskóla Íslands.
Frægt er orðið að Brimkló mis-skildi upptökutíma á Popp-
punkti í síðustu viku og mætti
ekki þegar taka átti upp viður-
eign hljómsveitarinnar gegn Pöp-
um. Um tíma leit út fyrir að
Brimkló yrði ekki með í þættin-
um en nú eru allir sáttir. Í vik-
unni verður líklega tekinn upp
þáttur með Pöpum og Brimkló.