Fréttablaðið - 26.10.2003, Síða 6

Fréttablaðið - 26.10.2003, Síða 6
6 26. október 2003 SUNNUDAGUR ■ Leiðrétting Veistusvarið? 1Hvað heitir „Ísmaðurinn“ semheimspressan er á höttunum eftir að hann drap hákarl með berum höndum? 2Hver leikstýrir næsta áramótaskaupi? 3Hver hefur verið ráðinn sem þjálfariungmennalandsliðs karla í flokki 21 árs og yngri? Svörin eru á bls. 46 Útúrdrukkinn og uppdópaður þingmaður í Finnlandi: Gekk berserksgang á heimili sínu HELSINKI, AP Finnski þingmaðurinn og fyrrum atvinnumaður í hnefa- leikum, Tony Halme, hefur verið ákærður fyrir ólöglegan vopna- burð, notkun fíkniefna, smygl og ölvun við akstur. Þingmaðurinn á yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og missi þingsætis, verði hann sakfelldur. Ari-Pekka Koivisto, ríkissak- sóknari í Finnlandi, segist hafa ákveðið að ákæra þingmanninn vegna alvarleika brotanna. Þau voru framin í júlí í sumar á heim- ili þingmannsins. Hann var útúr- drukkinn og undir áhrifum eitur- lyfja og skaut af skammbyssu sinni á allt sem fyrir var og stefndi lífi konu sinnar í hættu. Þingmaðurinn var fluttur rænu- laus á sjúkrahús eftir uppákom- una og þurfti að dvelja þar í nokkrar vikur. Auk skotárásarinn- ar er þingmaðurinn ákærður fyrir smygl á fíkniefnum til Finnlands, notkun amfetamíns og ölvun- arakstur. Hann neitar öllum ákæruatriðum nema að hafa hleypt af skotum heima hjá sér. Tony Halme, sem einnig gengur undir nafninu „víkingurinn“, er einkum þekktur fyrir andstöðu gegn öðrum kynþáttum og þá hef- ur hann einnig verið ötull talsmað- ur aukinnar löggæslu og hertari baráttu gegn fíkniefnum. ■ WASHINGTON Öldungadeild banda- ríska þingsins hefur samþykkt að aflétta banni við ferðalögum Bandaríkjamanna til Kúbu. Tæplega tveir þriðju hlutar þingmanna greiddu atkvæði með lagafrumvarpi sem kemur í veg fyrir að hægt verði að nota fé úr ríkissjóði til að fylgja ferða- banninu eftir. Fulltrúadeild Bandaríkja- þings samþykkti sams konar lagabreytingu í síðasta mánuði en nú þurfa þingdeildirnar að samræma tillögur sínar og leggja frumvarpið fyrir forset- ann. Embættismenn í Hvíta hús- inu hafa þegar lýst því yfir að George W. Bush forseti ætli að beita neitunarvaldi gegn frum- varpinu ef ekki verði horfið frá því að aflétta ferðabanninu. Bush hefur ekki neitað að sam- þykkja lagafrumvörp þingsins síðan hann tók við embætti for- seta fyrir þremur árum. Ákvörðun öldungadeildarinn- ar er mikið áfall fyrir forsetann þar sem flokksbræður hans eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Ríkisstjórnin hefur lagst hart gegn því að slakað verði á viðskiptaþvingun- um gegn Kúbu og lagt áherslu á að sjá til þess að ferðabanninu sé framfylgt. Þeir sem stutt hafa frumvarp- ið hafa bent á það að engin rök séu fyrir því að banna Banda- ríkjamönnum að ferðast til Kúbu á meðan þeim sé heimilt að fara til kommúnistalanda á borð við Norður-Kóreu. „Þó viðskipta- þvinganir og ferðatakmarkanir hafi verið í gildi í 40 ár er Fidel Castro enn jafn grimmur og ólýðræðislega þenkjandi. Fyrr eða síðar verðum við að horfast í augu við það að stefna okkar hefur ekki borið árangur. Reyn- um eitthvað nýtt,“ segir repúblikaninn Jeff Flake. Kúbversk stjórnvöld hafa fagnað lagafrumvarpinu enda eru bundnar vonir það að straumur bandarískra ferða- manna til Kúbu muni verða lyftistöng fyrir efnahag eyjar- innar. John F. Kennedy Bandaríkja- forseti lagði á bann við ferðalög- um til Kúbu árið 1963. Bannið var afnumið árið 1977, í forseta- tíð Jimmy Carter, en Ronald Reagan setti það á að nýju fimm árum síðar. Bandaríkjamenn sem virða ferðabannið að vettugi geta átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. ■ Kolmunnafloti Íslendinga: Veiðir í færeysku lögsögunni SJÁVARÚTVEGUR Allur íslenski kolmunnaflotinn hefur verið að veiðum í færeysku fiskilögsög- unni að undanförnu. Þokkaleg veiði hefur verið og hafa skip Eskju frá Eskifirði, Jón Kjartans- son og Hólmaborg, fengið 300-400 tonn eftir 12-15 tíma tog. Skip Eskju hafa aflað 80 þús- und tonna á árinu en 25 þúsund tonn eru enn eftir af kolmunna- kvóta fyrirtækisins. ■ SLÁTURHÚS INNSIGLAÐ Lögeglumenn frá Blönduósi innsigluðu húsnæði Ferskra afurða á Hvammstanga. Ferskar afurðir: Sláturhús innsiglað LÖGREGLUMÁL „Að mínu mati er þetta ólögmæt aðgerð,“ segir Erik Jensen, framkvæmdastjóri Ferskra afurða, en sláturhús fé- lagsins á Hvammstanga var inn- siglað af lögregluyfirvöldum að beiðni Búnaðarbanka Íslands. Stutt er síðan Héraðsdómur Norðurlands hafnaði beiðni Ferskra afurða um áframhaldandi greiðslustöðvun en skuldir félags- ins umfram eignir nema tæplega 150 milljónum króna. Erik sagði lögmann sinn vinna áfram í málinu og vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu. ■ GETNAÐARVARNARPILLAN Neyðargetnaðarvörn í formi hormónataflna er talin hafa haft áhrif á fækkun fóstureyð- inga frá árinu 2001. Notkun neyðargetnaðar- varnar eykst: Fóstur- eyðingum fækkar HEILBRIGÐISMÁL Fóstureyðingum hefur fækkað um tæplega 6% milli áranna 2001 og 2002. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum Land- læknisembættisins voru fram- kvæmdar 984 fóstureyðingar á ár- inu 2001 en 926 á árinu 2002. Talið er að notkun neyðargetnaðar- varna í formi hormónataflna hafi haft einhver áhrif á fækkunina en notkunin hefur aukist talsvert undanfarin ár samkvæmt sölutöl- um frá lyfjaheildsölum. Þá hefur heilsugæslan lagt sig fram um að koma til móts við þarfir unglinga og hafa nokkrar heilsugæslu- stöðvar sett upp sérstakar ung- lingamóttökur. Þá er einnig ljóst að ófrjósemis- aðgerðum hefur fækkað frá árinu 2000 en athygli vekur að fjölgun hefur orðið á ófrjósemisaðgerðum meðal karla meðan fækkun hefur átt sér stað meðal kvenna. ■ VÍKINGURINN Tony Halme, þingmaður í Finnlandi, fyrrum hnefaleikakappi og fjölbragðaglímumeistari, á nú yfir höfði sér fangavist og missi þing- sætis fyrir margvísleg brot sem hann framdi ofurölvi og undir áhrifum lyfja. HAVANA Hátt í 160.000 Bandaríkjamenn heimsóttu Kúbu á síðasta ári. Hægt er að sækja um sérstakt ferðaleyfi eða fara ólöglega í gegnum önnur lönd. Vill aflétta ferðabanni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur gengið þvert á vilja forsetans og samþykkt lagafrumvarp sem kveður á um að banni við ferðalögum Bandaríkjamanna til Kúbu verði aflétt. Sigurður H. Einarsson var full-trúi Verkalýðsfélags Akraness á þingi Starfsgreinasambands Ís- lands. Hann er ekki formælandi félagsins eins og misritað var í blaðinu á föstudag. Ísraelsher: Innrás í sjúkrahús VESTURBAKKINN, AP Grímuklæddir ísraelskir hermenn réðust inn í tvö palestínsk sjúkrahús í fyrrinótt og voru tveir grunaðir hryðjuverka- menn, annar illa haldinn, handteknir. Hermennirnir, sem voru með svartar grímur, tóku annan mann- inn úr sjúkrarúmi sínu, en hinn fannst í kjallara sjúkrahússins. Að- gerðin hefur verið fordæmd af mannréttindasamtökum og Palest- ínumönnum, sem hafa áhyggjur af því að sjúkrahús séu ekki lengur hlutlaus svæði í átökum Ísraela og Palestínumanna. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.