Fréttablaðið - 26.10.2003, Side 12

Fréttablaðið - 26.10.2003, Side 12
12 26. október 2003 SUNNUDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli Park Chung-Hee, forseti Suður-Kóreu, varð fyrir voðaskoti á þessum degi fyrir 24 árum. Það var yfirmaður leyniþjónustu hans, Kim Jea-Kyu, sem skaut forsetann sinn en fimm manns, meðal annars líf- vörður forsetans, voru drepnir á sama degi. Atvikið átti sér stað í höfuð- stöðvum leyniþjónustunnar en þar var haldið matarboð til heiðurs for- setanum. En við matarborðið braust út rifrildi á milli Kim Jea- Kyu og lífvarðar forsetans, Cha Chi-Chul, og upphófst skothríð og forsetinn endaði á spítala. Þrætur Kims og Chas höfðu staðið yfir lengi og fjölluðu um hvort það ætti að taka upp harðar refsiaðgerðir gegn pólitískum and- stæðingum forsetans. Þetta var flókið deiluefni og erfitt að vita hver sagði hvað því það hafði geng- ið svo lengi. En eftir að forsetinn lést var kallað til neyðarfundar hjá ríkisstjórninni og herlög sett á. Það leið samt ekki á löngu þar til landið komst í jafnvægi aftur enda mikill þrýstingur frá Bandaríkjum þess efnis að kosinn yrði nýr forseti auk þess sem almenningur mótmælti mjög herlögunum. Park Chung-Hee varð forseti 1961. Hann var þekktur fyrir að vera ákveðinn, jafnvel harður stjórnandi, og fyrir að halda vel utan um málefni Suður-Kóreu í deil- unni við Norður-Kóreu. Þegar hann dó hafði hann þegar lifað af eina morðtilraun en það var 1971. Konan hans lá í valnum eftir þá árás. ■ DYLAN MCDERMOTT Golden Globe og Emmy-verðlaunaleikar- inn Dylan McDermott, sem er einna best þekktur fyrir að leika í Practice-þáttunum, er 41 árs í dag. Eftir kjördæmaviku sem staðiðhefur síðan á mánudag ætla ég að slaka á og grilla humar og lax með nágrönnum mínum við Hraunbrautina í Kópavogi,“ segir Margrét Frímannsdóttir alþingis- maður, sem staðið hefur í ströngu vikuna sem er að líða. Margrét hóf vikuna með því að heimsækja Suðurnesin og sveitar- félög þar. „Það kom í minn hlut sem fyrsti þingmaður kjördæmis- ins að skipuleggja vikuna ásamt þeim sem hlut eiga að máli og þetta var býsna ströng dagskrá sem endaði í gær með fundi á Kirkjubæjarklaustri,“ segir hún og bætir við að vikan hafi verið ótrúlega fróðleg og skemmtileg. „Á þriðjudeginum fórum við Ölf- usið og á miðvikudeginum mætt- um við snemma um morguninn á Laugarvatni. Í þessari yfirreið áttum við fundi með fulltrúum sveitarfélaganna og var farið yfir stöðu mála. Á fimmtudeginum enduðum við á Höfn þar sem við gistum.“ Margrét ók heim á hverju kvöldi fram á fimmtudag og þótti notalegt að fá góðar móttökur hjá eiginmanninum, Jóni Gunnari Ottóssyni. „Hann var oftast búinn að elda góðan mat og kveikja á kertum þegar ég kom heim. Það var ósköp ljúft að fá slíkar viðtök- ur og varla að ég vissi af þreytu fyrir vikið,“ segir hún hlæjandi. Á miðvikudagskvöldið kom formaður flokksins í heimsókn og mikið var spjallað. „Við áttum notalega kvöldstund með honum hjónin og það er alltaf gaman að fá auðfúsgesti,“ segir Margrét og játar að hún hafi ekki alveg náð fullri orku enn eftir veikindi í fyrravetur. „Ég hlakka óskaplega til að hitta nágranna mína úr göt- unni í kvöld. Það verða bæði full- orðnir og börn, sem gerir þetta enn skemmtilegra,“ segir Mar- grét, sem ætlar að taka á móti fólkinu heima hjá sér. ■ Vikan sem var MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR ■ Hefur verið á þeysireið um kjördæmið í vikunni og hitt bæði marga og séð ým- islegt fróðlegt sem kemur henni til góða á þingi. Hún ætlar að slaka á í kvöld og skemmta sér með nágrönnum. ÓLÖF NORDAL Notar hamar og nagla á Kjarvalsstöðum. ??? Hver? Ólöf Nordal myndlistarmaður. ??? Hvar? Á Kjarvalsstöðum. ??? Hvaðan? Ég er bland í poka af öllu landinu. ??? Hvað? Er að hengja upp sýninguna Ferðafuða, sem er farandsýning sem hefur farið um allt land. ??? Hvernig? Með hamri og nagla – mjög eindregið. ??? Hvers vegna? Vegna þess að listin skiptir okkur máli. ??? Hvenær? Búið að opna og lokar ekki fyrr en í jan- úar. ■ Persónan ■ Nýjar bækur Það var fyrir rúmu ári síðansem þrjár vinkonur, Hrefna Björk Sverrisdóttir, Steinunn Helga Jakobsdóttir og Erna María Þrastardóttir, fengu þá prýðishug- mynd að koma á fót ókeypis mán- aðarblaði fyrir stelpur, skrifað af stelpum. Fyrsta blaðið kom svo út fyrir ári síðan en það voru ekki allir sem spáðu því velgengni í fyrstu. „Þegar við byrjuðum held ég að það hafi enginn haft trú á þessu nema við sjálfar,“ segir Hrefna, markaðsstjóri blaðsins. „Það töldu allir ómögulegt að hægt væri að fá auglýsingar í þessa miðla. Auglýsendur hafa þó tekið ótrúlega vel í þetta og það er þeim að þakka að við höfum verið í þessu í ár.“ Auglýsendur sjá aðallega hag í því að blaðinu skuli vera dreift í alla framhaldsskólana og er nú hvert blað því fullt af auglýsing- um frá fatabúðum, drykkjafram- leiðendum, bönkum, símafyrir- tækjum og veitingahúsum sem vilja ná til skólafólksins. „Við stelpur erum svo neysluglaður hópur,“ útskýrir Hrefna. „Ég held að við tökum mest mark á auglýs- ingum af öllum.“ Framleiðsla blaðsins er orðin stöðug og Orðlaus-hópurinn hefur nú bætt við sig einni stúlku, Hildi Sif Kristborgardóttur, sem var nýlega ráðin í fullt starf þar sem hinar þrjár eru allar í skóla með ritstjórnarstörfum. Fjöldi penna, hönnuða og ljós- myndara kemur svo að blaðinu. Hrefna segir ritstjórnina svo alltaf vera opna fyrir nýjum pennum. Af innihaldi blaðsins hafa stúlkurnar fengið mestu við- brögðin við opinskárri kynlífsum- fjöllun þeirra og öðrum föstum liðum. Ekki undarlegt í ljósi þess að kynlífsumfjallanir, skrifaðar af stúlkum, hafa hingað til átt erfið- ara með að komast upp á yfirborð- ið. Karlmenn lesa þær svo auðvit- að af mikilli forvitni líka. „Við erum með síðu fulla af myndum af strákum og allar stelpur virðast elska það. Svo fáum við góð viðbrögð á kyn- lífsumfjallanirnar. Kannski of mikið því oft þegar fólk er að senda okkur greinar þá er eins og það haldi að við viljum bara svo- leiðis. Við fáum rosalega mikið af sögum af stefnumótum og kynlífi. Sem er fínt og við erum ófeimnar við að birta þær en viljum bara ekki hafa of mikið þar sem fólk hefur áhuga á fleiru en bara kyn- lífi,“ segir Hrefna að lokum. biggi@frettabladid.is Afmæli ORÐLAUS 1 ÁRS ■ Kvennatímaritið Orðlaus sem er gefið út í dagblaðaformi mánaðarlega er eins árs. Blaðið hefur vakið mikla lukku jafnt meðal kvenna sem karla sem vilja for- vitnir fá að skilja allt hið óskiljanlega í fari kvenna. HILLARY RODHAM CLINTON Hillary kellingin er 56 ára í dag. 26. október ■ Þetta gerðist 1881 Doc Holliday gengur í klíku þeirra Earp-bræðra, Wyatt, Virgil, og Morgan. 1944 Bardaganum við Leyete-flóa lýkur. 1956 Ungverska byltingin dreifir sér um landið. 1966 Reach Out I’ll Be There með Four Tops er á toppi bandaríska listans. 1970 Eftir þriggja og hálfs árs hlé mætir Múhammeð Ali Jerry Quarry í hringnum í Atlanta og kýlir hann kaldann. 1986 Andrés önd er sýndur í fyrsta skipti í Kína. 1994 Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels, og Abdel Salam Majali, forsætisráðherra Jórdaníu, undir- rita friðarsamning. PARK CHUNG-HEE Á þessum degi fyrir 24 árum var forseti Suður-Kóreu skotinn. PARK CHUNG HEE ■ Var skotinn til bana á þessum degi fyrir 24 árum. Það voru lífvörður hans og yfir- maður leyniþjónustunnar sem rifust í matar- boði og tóku svo að skjóta á hvorn annan. 26. október 1979 Orðlaus í eitt ár Forseti Suður-Kóreu skotinn ORÐLAUS-HÓPURINN Á kaffihúsum bæjarins sést oft til karlmanna með nefið djúpt ofan í kvennatímaritinu Orðlaus. „Þegar maður stílar blaðið bara fyrir stelpur, þá er það orðið spennandi fyrir stráka að kíkja líka,“ útskýrir Hrefna. „Ég er a.m.k. viss um að ég myndi fletta blaði, ef það væri bara strákablað.“ MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR Í vikunni kom formaður flokksins í heim- sókn og áttu þau hjón skemmtilega stund yfir kaffibolla með Össuri. Grillað með nágrönnunum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Vaka Helgafell hefur nú látiðendurbæta bókina Samtíðar- menn frá 1993. Í nýrri bók er fjall- að um 1.700 einstaklinga, athafna- fólk á öllum aldri. Gerð er grein fyrir fjölskyldu, menntun og starfsferli hvers samtíðarmanns og birtar myndir af öllum sem um er fjallað. Yfir 30 þúsund manna- nöfn og fæðingardaga er að finna í bókinni því getið er um foreldra, systkin, maka og svo framvegis. Bókin er rúmlega 900 blaðsíður. Út er komin hjá Máli og menn-ingu bókin Eyjadís. Í fréttatil- kynningu segir að draumar séu það dýrmætasta sem við eigum en samt kemst Eyjadís að því að pabbi hennar á sér engan draum lengur og ásamt vinum sínum leggur hún upp í mikla háskaför yfir úthafið mikla til að bæta úr því. Eyjadís er dularfull ævin- týrasaga og fyrsta barnabók Unn- ar Þóru Jökulsdóttur, sem sjálf hefur lent í ævintýrum á úthöfun- um, eins og hún lýsti í bókum sín- um Kjölfari Kríunnar og Kría siglir um Suðurhöf. Bókaforlagið Bjartur hefur gef-ið út skáldsöguna Landslag er aldrei asnalegt eftir Bergsvein Birgisson. Sagan segir frá lífi nokkurra trillukarla í deyjandi sjávarbyggð á Íslandi og grát- broslegum tilraunum þeirra til að finna þorskinn, ástina og guð. Þeir þurfa allt í senn að berjast við óblíð náttúruöfl, kvótakerfið og eigið sálartetur. Í fréttatilkyningu frá útgefanda segir að hér sé á ferðinni glæsileg frumraun ungs skáldsagnahöfundar, bók sem er full af andagift, fyndni og alvöru. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Jóhanna R. Kristjánsdóttir, Kaplaskjóls- vegi 29, Reykjavík, lést fimmtudaginn 23. október. Ágúst Auðunsson, Hrafnistu, Reykjavík, lést fimmtudaginn 23. október. Ásta Margrét Magnúsdóttir lést fimmtudaginn 23. október. Jóhann Vestmann Róbertsson lést þriðjudaginn 14. október. Útförin fór fram í kyrrþey. Unnur Helgadóttir frá Staðarhöfða, Innri Akraneshreppi, lést laugardaginn 11. október. Útförin fór fram í kyrrþey. Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur, 56 ára.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.