Fréttablaðið - 26.10.2003, Side 16

Fréttablaðið - 26.10.2003, Side 16
16 26. október 2003 SUNNUDAGUR ■ Viðskipti Sala stoðtækjafyrirtækisins Öss-urar fyrstu níu mánuði ársins nam tæplega 5,2 milljörðum ís- lenskra króna. Söluaukning í Bandaríkjadölum milli ára jafn- gildir 9% innri vexti, en í stað- bundinni mynt 2%. Rekstrarhagnaður var 577 milljónir króna og dróst saman um tæpar 140 milljónir milli ára. Hagnaður fyrstu níu mánuði árs- ins var 431 milljón og dróst saman um 23% frá fyrra ári. Árshlutareikningur þriðja fjórðungs 2003 fyrir félagssam- stæðu Össurar hf. var samþykktur á stjórnarfundi á miðvikudaginn. Sala þriðja ársfjórðungs nam 22,4 milljónum Bandaríkjadala, sem er nánast sama upphæð og sala annars fjórðungs. Það sem einkennir sölu þriðja fjórðungs er að í heild hefur hægt á vexti. Sam- dráttur hélt áfram í Norður-Am- eríku og dróst sala þar saman um tæp 7% miðað við sama fjórðung í fyrra. Sala á þessum markaði dróst saman um 3% á öðrum árs- fjórðungi en jókst um 1% á þeim fyrsta. Samstæða Össurar hf. sam- anstendur í meginatriðum af Öss- uri hf. á Íslandi, samstæðu Össur Holdings Inc. í Bandaríkjunum, samstæðu Össur Holding AB í Svíþjóð og Össur Europe B.V. í Hollandi. Rekstur Generation II fyrirtækjanna, sem Össur keypti í byrjun október, kemur ekki inn í rekstrarliði uppgjörsins. ■ Össur seldi fyrir 5,2 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins: Hagnaður dróst saman um 23% Google áformar almennt hlutafjárútboð: Talið 25 milljarða dollara virði VIÐSKIPTI Bandaríska netfyrirtækið Google hyggst brátt fara í fyrsta almenna hlutafjárútboðið í sögu fyrirtækisins. Google rekur eina öflugustu leitarvél á Netinu í dag. Fregnir herma að stjórnendur Google hafi leitað til fjölmargra fjármálastofnana til að hjálpa til við undirbúning útboðsins, sem mun að stærstum hluta fara fram á Netinu í upphafi næsta árs. Samkvæmt spám sérfræðinga gæti markaðsvirði Google orðið allt að 25 milljarðar dollara, rúm- ir 1.900 milljarðar íslenskra króna. Þetta er ívið meira en netversl- unin amazon.com er metin á. Google hefur ekki veitt upplýs- ingar um fjárhag sinn en talið er að fyrirtækið vaxi hratt og að tekjur þess nemi nú hálfum til einum milljarði dollara á ári, 38 til 76 milljörðum króna. Varlega áætlað nemur hagnaður Google um 100 milljónum dollara á ári, um 7,6 milljörðum króna. ■ DEILT UM SKRÁNINGU JENSINS Bandarísk stjórnvöld hafa krafist þess að kínversk stjórnvöld létti hindrunum sem ætlaðar eru til þess að halda gengi gjald- miðils þeirra, jeni, lágu. Bush Bandaríkja- forseti staðhæfir að þessi „gervigengis- skráning“ valdi því að staða Kínverja gagn- vart viðskiptalöndum verði ójöfn, þeir nái forskoti á kostnað keppinautanna og hafi jafnvel störf í stórum stíl af Bandaríkja- mönnum. Þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa hótað viðskiptaþvingunum skrái Kín- verjar ekki gengi jensins rétt. ÖSSUR Það sem einkennir sölu þriðja fjórðungs er að í heild hefur hægt á vexti. Þjónustugjöld banka: Megnið vegna verðbréfaviðskipta Sigurjón Þ. Árnason, banka-stjóri Landsbanka Íslands, benti í tilefni af umræðum um þjónustugjöld banka á að þau komi að megninu til vegna verð- bréfaviðskipta. Þannig sé rúm- lega helmingur af þjónustu- gjöldum Landsbankans til kom- inn af verðbréfastarfsemi. Sig- urjón sagði þetta við kynningu á níu mánaða uppgjöri Landsbank- ans á fimmtudag. Tekjur bankans af þjónustu- gjöldum nema 4,5 milljörðum króna, en þar af koma tæpar 500 milljónir vegna útlána og tæpar 600 milljónir vegna greiðslu- korta. Þóknunartekjur bankans af verðbréfaviðskiptum og eigna- stýringu námu 1,6 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs, sem er næstum tvöfalt hærra en á sama tíma í fyrra. Í uppgjörinu kom fram að hagnaður bankans nam 2,5 millj- örðum króna á fyrstu níu mánuð- unum eftir skatta. Rekstrartekj- ur bankans jukust um þriðjung og rekja Landsbankamenn þá aukingu meðal annars til batn- andi stöðu á verðbréfamarkaði og meiri umsvifa, einkum í verð- bréfastarfsemi, fyrirtækjaráð- gjöf og heildareignum. Greiningardeild Íslandsbanka segir að þótt níu mánaða uppgjör Landsbankans sé gott og stefni í góða afkomu Landsbankans á ár- inu, hafi það ekki staðist vænt- ingar sem Greining Íslandsbanka gerði til þess. Tveir liðir sem ekki var hæt að sjá fyrir skýrðu allt að 400 milljóna króna gengis- tap hlutabréfa á síðustu þremur mánuðum sem kom á móti mikl- um gengishagnaði skráðra hluta- bréfa. Greiningardeild Kaupþings Búnaðarbanka telur uppgjör Landsbankans í samræmi við væntingar. Eins og við var að búast var gengishagnaður mikill á tímabilinu enda aðstæður á innlendum og erlendum verð- bréfamörkuðum mjög góðar. Greiningardeildin segir að bankinn sé nú orðinn áhættu- sæknari en áður, sem megi meðal annars sjá af því að áhættugrunnur sem hlutfall af heildareignum hafi í lok septem- ber verið 84% en hafi verið á bil- inu 76%-80% síðustu ár. Kaupþing Búnaðarbanki telur að horfur hjá Landsbankanum séu ágætar það sem eftir lifir árinu og stefnir í að arðsemi bankans verði vel umfram markmið um 13%-15% arðsemi að öllu óbreyttu. Bendir greiningardeild Kaupþings Búnaðarbanka á að Landsbankinn hafi ekki leyst inn allan gengishagnað ársins og segir að því geti skjótt skipast veður í lofti ef lækkanir verða á verðbréfamörkuðum. ■ LANDSBANKINN Níu mánaða uppgjör stóð ekki undir vænt- ingum Íslandsbanka. SIGURJÓN Þ. ÁRNASON Þóknunartekjur Landsbankans af verðbréfastarfsemi og eignastýringu tvöfölduðust milli ára. ÖFLUG LEITARVÉL Google er orðið verðmætara en Amazon. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.