Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 18
Hverju myndi það breyta í þínum huga fyrir Ísland ef Noregur gengi inn í Evrópusambandið? „Ekki miklu. EES-samningnum yrði þó eitthvað að breyta og hugs- anlega yrði niðurstaðan tvíhliða samningur milli Íslands og ESB. Í Noregi beita ESB-sinnar þeirri að- ferð að segja: „Íslendingar munu senn ganga í ESB. Þess vegna verð- um við Norðmenn þegar að sækja um því að ella lendum við í vand- ræðum“. Hér á landi er á sama hátt reynt að hræða landsmenn með yf- irvofandi aðild Norðmanna. Hvort tveggja er áróðursbragð. Báðar þjóðirnar eru þverklofnar í afstöðu sinni. Norðmenn hafa tvívegis fellt aðild í þjóðaratkvæði og þriðja til- raunin verður vafalaust ekki gerð fyrr en öruggt er talið að svarið verði jákvætt. Fyrr á þessu ári mátti greina uppsveiflu til stuðn- ings norskri aðild en hún var skammvinn og virðist nú gengin hjá garði.“ Skiptir stækkun Evrópusam- bandsins máli fyrir Ísland? „Ekki stóru máli. Ísland hafði ágæta viðskiptasamninga við nýju aðildarríkin og þau vildu helst halda þeim óbreyttum, meðal annars toll- frjálsum fiskútflutningi frá Íslandi. En við ESB-aðild glata þau réttinum til sjálfstæðra samninga við önnur ríki. Yfirstjórn ESB hefur hins veg- ar nýtt sér stóraukin völd sín í mál- um þeirra til að þrengja að útflutn- ingi Íslendinga og Norðmanna og þvinga þá til að greiða miklu hærri framlög til sjóða ESB en gilti sam- kvæmt EES-samningnum.“ Fáir og smáir kostir Hvaða helstu gallar, fyrir Ísland, fylgja aðild að Evrópusambandinu? „Það er eðli ESB-aðildar að ákvörðunarvald flyst á fjölmörgum sviðum frá aðildarríkjum til Bruss- el. Yfirráðin yfir fiskimiðunum utan 12 mílna yrðu í höndum stofn- ana ESB, sem jafnframt tæki af okkur réttinn til að semja við önnur ríki um veiðar á deilistofnum, svo sem síld, úthafsrækju, loðnu, út- hafskarfa og kolmunna. Jafnframt glötum við rétti til sjálfstæðra við- skiptasamninga, til dæmis við Bandaríkin, og yrðum að hækka tolla á ýmsum vörum sem við flytj- um inn frá ríkjum utan ESB. Við yrðum vafalaust að fórna eigin mynt og taka upp evru, sem er óhagkvæmt vegna þess að hag- sveiflur á Íslandi eru sjaldnast í takti við hagþróun á meginlandinu. Auk þess myndi ESB-aðild leiða til hærri skatta.“ Hvaða kostir? „Það verður að segjast eins og er að kostirnir eru fáir og smáir. Vissu- lega fengjum við aukinn aðgang að fundum og ráðstefnum og gætum betur fylgst með. En stjórnkerfi ESB er margbrotið og nefndafjöldi gífurlegur. Það yrði dýrt ef því ætti að sinna af viti og útheimtir fjöl- mennan her sendimanna. Menn ættu ekki að láta blekkja sig með yfirborðsáróðri um lækk- aða vexti og „Evrópuverð“ á mat- vælum. Vextir á Íslandi eru háir vegna þess að hér er stöðug þensla og mikil atvinnuþátttaka. Á megin- landinu er hagvöxtur hægur og stórfellt atvinnuleysi. Vaxtamunur íslenskra banka er einnig of mikill og þjónustugjöld of há. Einu mat- vörurnar sem lækka við aðild eru þær sem tollaðar eru til verndar ís- lenskum landbúnaði. En það er mál sem við eigum við okkur sjálf.“ Glatað sjálfstæði Myndir þú vilja aðild ef Ísland fengi undanþágu í sjávarútvegsmál- um, frá stofnsáttmála Evrópusam- bandsins, og þar með full yfirráð yfir auðlindinni? „Fischler, sjávarútvegsstjóri ESB, svaraði því afdráttarlaust í sumar að við yrðum að ganga að gildandi reglum ESB í sjávarút- vegsmálum og gætum ekki haldið fullum yfirráðum yfir auðlindinni. Vangaveltur af þessu tagi eru því draumórar. En jafnvel þótt við fengjum full yfirráð yfir landhelg- inni hafna ég aðild vegna þess að margir aðrir þættir sjálfstæðis okkar glatast, eins og fyrr var nefnt.“ Íslenskur sjávarútvegur virðist standa nokkuð traustum fótum og hefur meðal annars haslað sér völl erlendis, þar á meðal í Evrópu. Út- hafsveiðiskipafloti landsins stækk- ar á meðan floti annarra Evrópu- þjóða minnkar. Er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu íslensks sjávarút- vegs, ef Ísland gengi inn? „Svo sannarlega! Úthafsveiði- flotinn skilar okkur um 30% af verðmæti aflans sem kemur hér á land eða sem svarar til 35-40 millj- arða króna á ári. Við aðild fengi ESB rétt til að semja fyrir hönd Íslend- inga um þessar veiðar og myndi skammta íslenskum útgerðum kvóta úr þessum fiskistofnum. Við höfum afar slæma reynslu af sam- skiptum okkar við ESB á þessu sviði, samanber ósvífni ESB gagn- vart Íslendingum varðandi kol- munnaveiðar.“ Úr öskunni í eldinn Geta smáríki haft áhrif innan Evrópusambandsins? „Hefur einn þingmaður frá af- skekktri byggð einhver áhrif á Al- þingi? Jú, að sjálfsögðu hefur hann einhver áhrif. Miðað við Nice-samn- inginn fengi Ísland þrjú atkvæði af 345 í valdamestu stofnuninni, ráð- herraráðinu, og fimm þingmenn af 732 á þinginu. Sem sagt innan við 1% áhrif. Smáþjóð hefur vissulega einhver áhrif í ESB en þó enga möguleika til að tryggja að ekki sé gengið fyrr eða síðar gegn hags- munum hennar í örlagaríkum mál- um, eins og til dæmis sjávarútvegs- málum.“ Hversu miklu máli skiptir það fyrir þessa þjóð hvort hún er innan eða utan Evrópusambandsins? Með öðrum orðum: Er þetta lykilspurs- mál fyrir framtíð hennar? „Það er lykilspursmál fyrir Ís- lendinga á komandi áratugum að hafa örlög sín í eigin hendi, að svo miklu leyti sem þeir geta það. Ekk- ert knýr á um aðild.“ Því hefur verið haldið fram að EES-samningurinn hafi þegar haft það mikil áhrif á fullveldi landsins, að það sé betra að fara inn í ESB úr því sem komið er. Hver er þín skoð- un á þessu? „Það er rétt að með EES-samn- ingnum tókum við á okkur þá kvöð að hafa sams konar reglur um við- skipti og vöruframleiðslu eins og ESB. Við höfum tekið við þúsundum tilskipana á þessu afmarkaða sviði. Með ESB-aðild færum við hins veg- ar úr öskunni í eldinn því að þá fengi yfirstjórn ESB úrslitavald á miklu víðtækara sviði. Lög ESB verða sjálfkrafa lög í aðildarríkjum. En það á ekki við um löggjöf sem berst til okkar gegnum EES. Við höfum rétt til að neita að lögfesta þau ef við teljum að lífshagsmunir okkar séu í húfi. EES-aðild er allt annars eðlis en ESB-aðild og hefur miklu minni áhættu í för með sér.“ ESB er ekki Evrópa Er hægt að komast að því hvort Ísland eigi erindi í Evrópusamband- ið öðruvísi en að sækja um og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um mál- ið? „Forystumenn ESB hafa marg- sinnis upplýst hvað við yrðum að sætta okkur við ef til aðildar kæmi. Að sjálfsögðu mætti kanna það frekar. Hins vegar ættum við ekki að hefja formlegar aðildarviðræður nema meirihluti þjóðarinnar vilji það ótvírætt. Það er afar óhagstætt fyrir samskipti Íslands og ESB að semja um aðild sem síðan yrði felld í þjóðaratkvæði. Því fylgir vond samningsaðstaða í framhaldinu eins og Norðmenn fengu að reyna, eftir að þeir höfnuðu aðild sem þeir sömdu um en þeir hafa síðan búið við verri samninga við ESB en við.“ Hvernig sérðu fyrir þér framtíð Íslands í sambúðinni við Evrópu? Hvert er hið varanlega fyrirkomu- lag? „ESB er ekki Evrópa. Og mark- aðssvæði íslensks útflutnings er margfalt stærra en ESB. Hið varan- lega fyrirkomulag felst í því að Ís- land afsali ekki fullveldisréttindum sínum heldur varðveiti frelsi sitt til viðskipta í austur, suður og vestur utan við tollmúra ESB. Sjálfstæðið hefur gert Íslendingum kleift að bregðast við sérhverjum vanda út frá eigin aðstæðum. Þess vegna hefur okkur vegnað betur en þjóð- unum í ESB-ríkjunum. Við vitum hvað við höfum en ekki hvað við hreppum.“ kolla@frettabladid.is 18 26. október 2003 SUNNUDAGUR Rökræður um hvort Ísland eigi að ganga inn í Evrópusam Nú síðast hefur hugsanleg aðild Norðmanna blásið lífi í fylgismann aðildar, Eirík Bergmann Einarsson, stjórnmá Ragnar Arnalds, formann Heimssýnar og einn mesta and þeirra eru eins ó Ekkert knýr á um aðild RAGNAR ARNALDS „Það verður að segjast eins og er að kostirnir eru fáir og smáir. Vissulega fengjum við aukinn aðgang að fundum og ráðstefnum og gætum betur fylgst með. En stjórnkerfi ESB er margbrotið og nefnda- fjöldi gífurlegur. Það yrði dýrt ef því ætti að sinna af viti og útheimtir fjölmennan her sendimanna.“ mót i Menn ættu ekki að láta blekkja sig með yfirborðsáróðri um lækkaða vexti og „Evrópuverð“ á mat- vælum. Vextir á Íslandi eru háir vegna þess að hér er stöðug þensla og mikil at- vinnuþátttaka. Á meginland- inu er hagvöxtur hægur og stórfellt atvinnuleysi. Vaxta- munur íslenskra banka er einnig of mikill og þjónustu- gjöld of há. Einu matvörurn- ar sem lækka við aðild eru þær sem tollaðar eru til verndar íslenskum landbún- aði. En það er mál sem við eigum við okkur sjálf. ,,Kaupum! - peningar í boði fyrir silfurmuni, postulín, kristal, gler, skartgripi, útskorna muni, kistur og koparhluti. Gamlar dósir, bækur, frímerki, ljósmyndir og póstkort. Ljósakrónur, málverk og eldri húsgögn. Antikbúðin Laugaveg 101 867 5117 og 552 8222 –––––––––––––––––– Geymið auglýsinguna!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.