Fréttablaðið - 26.10.2003, Side 33

Fréttablaðið - 26.10.2003, Side 33
33SUNNUDAGUR 26. október 2003 Málverk vikunnar Málverk vikunnar er eftirhinn umdeilda Helga Þor- gils Friðjónsson (f. 1953), Fiskar sjávar, og er frá árinum 1995. Verkið keypti Listasafn Íslands árið 1998 á 750.000 krónur en það er 220x200 sentimetrar á stærð. Myndmál Helga Þorgils hefur alla tíð verið mjög persónulegt en þó með mikilvægum skírskot- unum til sögulegra og menning- arlegra tákna. Undanfarin ár hefur samband mannsins við um- hverfi sitt einnig orðið æ fyrir- ferðarmeira í verkum hans. Þó að myndefni Helga Þorgils eigi sér raunverulegar fyrirmyndir er samhengið yfirleitt annað en við eigum að venjast og oft leyn- ast spaugilegar þverstæður á myndfletinum þegar að er gáð. Í málverkum hans sjáum við til dæmis yfirleitt fólk eða dýr í for- grunni en landslag í bakgrunni, pensilskriftin er án átaka og yfir- borðið slétt og áferðarfallegt, auk þess sem teikningin hefur ávallt skipað veglegan sess í verkum hans. Helgi Þorgils Friðjónsson hóf feril sinn sem myndlistarmaður um miðjan áttunda áratuginn og hefur hann unnið með margs konar miðla, til dæmis teikning- ar, grafíkverk, bækur og skúlpt- úra unna í leir. Það er hins vegar málverkið sem hefur ætíð skipað stærstan sess í myndsköpun Helga Þorgils og hefur hann átt mikilvægan hlut að máli við endur- nýjun málverksins í íslenskri mynd- list. ■ FISKAR SJÁVAR Myndefni Helga Þor- gils á sér yfirleitt raunverulegar fyrir- myndir en samhengið ef til vill annað en við eigum að venjast. Spaugilegar þverstæður McCarthy að hætta að nota orða- lagið „flokksbundnir kommúnist- ar“ því að slíkt væri ekki hægt að sanna, og nota þess í stað orð eins og „laumukommar“ eða „rússa- dindlar“. McCarthyismi og nornaveiðar Með dyggum stuðningi J. Edg- ar Hoover hóf McCarthy nú kommúnistaofsóknir sínar af full- um krafti, og allt í einu varð það lífshættulegt að hafa einhvern tímann umgengist kommúnista. Leikritaskáldið Lillian Hellman var sett á svartan lista og í at- vinnubann vegna þess að sambýl- ismaður hennar, reyfaraskáldið og handritshöfundurinn Dashiell Hammett, var kommúnisti. John Melby, starfsmaður utanríkis- ráðuneytisins, sem átti óaðfinnan- lega feril að baki og var saklaus af allri vinstrivillu, missti vinnuna af því að hann hafði átt í ástar- sambandi við Lillian Hellman – sem aftur hafði saurgast af sam- búð sinni með kommúnista. Það var skopmyndateiknarinn Herbert L. Block (Herblock) við Washington Post sem fann upp á því að kalla starfsaðferðir McCarthys einfaldlega McCart- hyisma – en þessar „nornaveið- ar“ í nútímanum breiddu út ótta og skelfingu, þannig að Banda- ríkjamenn fyrir hálfri öld óttuð- ust kommúnista meira en þeir óttast hryðjuverkamenn nú á tímum. McCarthyisminn skaðaði gagnnjósnastarfsemi BNA Starfsmenn alríkislögreglunnar eins og Robert Lamphere, sem unnu að gagnnjósnum, voru skelf- ingu lostnir yfir athæfi McCarthys. „Nornaveiðar McCarthys gerðu mikið ógagn,“ sagði Lamphere, „vegna þess að hann var að eltast við eitthvað sem enginn fótur var fyrir. Vissulega voru njósnarar að störfum í Bandaríkjunum á þess- um tíma, en þeir voru ekki allir í utanríkisráðuneytinu. Vandamálið var að McCarthy laug til um allar upplýsingar sem hann sagðist hafa undir höndum og laug til um allar tölur sem hann lagði fram. Hann lagði fram ákærur á hendur sak- lausu fólki. McCarthyisminn stór- skaðaði gagnnjósnir Bandaríkj- anna gegn Sovétríkjunum vegna þess að nornaveiðar hans vöktu mikla andúð meðal þjóðarinnar. Og allan tímann gerði Hoover allt sem hann gat til að hjálpa honum.“ Seildist of langt Sem betur fer stóðu nornaveið- ar McCarthys ekki lengi yfir. Árið 1953, fyrir hálfri öld, var hann á hátindi ferils síns. Ári síðar hafði hann orðið uppvís að of mörgum mistökum, og hann hafði seilst of langt inn í valdahring Bandaríkj- anna, þegar hann hugðist leggja til atlögu við ímyndaða kommúnista í bandaríska hernum. Fjölmiðlar snerust gegn honum og hann varð áhrifalaus. 2. maí árið 1957 dó Joseph R. McCarthy úr bráðri lifrarbólgu. Það voru fjölmiðlar sem hófu hann á stall, og það voru fjölmiðlar sem steyptu honum af stalli. Enn þann dag í dag á McCarthy eigi að síður marga aðdáendur sem sjá í honum verndardýrling Bandaríkj- anna gegn hinum illa dreka komm- únismans. Nornaveiðar að hætti hans hafa verið stundaðar víða um lönd, og viðgangast sums staðar jafnvel enn þann dag í dag, þótt hálf öld sé liðin frá því að norna- veiðarinn frá Wisconsin reið um héruð. thrainn@frettabladid.is LEONARD BERNSTEIN Hinn frægi stjórnandi var talinn kommúnisti.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.