Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 40
40 26. október 2003 SUNNUDGAGUR TROÐSLA Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, treður boltanum í körfuna í æf- ingaleik gegn Sacramento Kings. Bryant náði sér ekki á strik í leiknum og skoraði aðeins 6 stig. Hann hefur lítið sem ekkert leikið undanfarið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun. Kings vann leikinn 93:87. Körfubolti Þýska Bundesligan: Stuttgart ósigrað á toppnum FÓTBOLTI VFB Stuttgart endur- heimti efsta sæti þýsku Bundeslig- unnar í fótbolta þegar liðið vann Wolfsburg 1:0 í gær. Þetta var tí- undi leikurinn í röð sem Stuttgart leikur án þess að bíða ósigur. Grikkinn Ioannis Amanatidis skoraði sigurmark leiksins á 74. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Stuttgart er nú tveimur stigum á undan Bayer Leverkusen, sem er í öðru sæti. Brasilíumaðurinn Ailton skor- aði tvö mörk fyrir Werder Bremen, sem vann Freiburg 4:2. Þar með komst Bremen í þriðja sæti deild- arinnar og hefur nú jafn mörg stig og Leverkusen. Bayern München, sem er í fjórða sæti, vann Kaiserslautern auðveldlega 4:1. Sebastian Deisler og Hollendingurinn Roy Makaay skoruðu sín tvö mörkin hvor fyrir Bayern. Hertha Berlin, sem hefur átt í miklum vandræðum upp á síðkast- ið, vann Hansa Rostock 1:0. Þetta var fyrsti sigur Hertha á tímabil- inu. Brasilíumaðurinn Luizao skor- aði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir sigurinn er Huub Stevens, þjálfari Hertha, enn undir miklum þrýstingi. Liðið þarf að vinna Rostock á ný í bikarkeppn- inni næsta þriðjudag ef hann á að halda starfi sínu. Í dag tekur Bayer Leverkusen á móti Borussia Mönchengladbach og Íslendingaliðið Bochum mætir Borussia Dortmund. ■ Fyrsta tapið í 13 mánuði Manchester United tapaði sínum fyrsta heimaleik í 13 mánuði þegar liðið beið ósigur fyrir Fulham 1:3. Chelsea komst á toppinn með sigurmarki frá Jimmy Floyd Hasselbaink. FÓTBOLTI Lee Clark kom Fulham óvænt yfir gegn United með marki á þriðju mínútu. Diego Forlan jafn- aði metin fyrir United undir lok fyrri hálfleiks en Steed Mal- branque kom Fulham yfir á 66. mínútu. Það var síðan hinn jap- anski Junichi Inamoto sem innsigl- aði sigur Fulham 13 mínútum síðar. Þetta var í fyrsta sinn í 39 ár sem Fulham ber sigurorð af Manchester United. Þess má geta að Sir Alex Ferguson, stjóri United, fylgdist með sínum mönnum úr stúkunni vegna tveggja leikja banns. Chelsea tyllti sér á topp deildar- innar með 1:0 sigri á Manchester City. Jimmy Floyd Hasselbaink skoraði sigurmarkið á 34. mínútu eftir fyrirgjöf frá Adrian Mutu. Chelsea lenti undir mikilli pressu í lokin en náði að standast hana. Varði Carlo Cudicini m.a. frábær- lega frá Robbie Fowler. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk Chelsea. Liverpool náði að rétta úr kútn- um eftir slæmt gengi að undan- förnu með 3:1 sigri á Leeds. Michael Owen kom heimamönnum yfir á 35. mínútu með sínu níunda marki á leiktíðinni. Alan Smith jafnaði metin fyrir Leeds undir lok fyrri hálfleiks. Danny Murphy kom Liverpool yfir á ný með marki úr umdeildri aukaspyrnu snemma í síðari hálfleik og Florent Sinama- Pongolle skoraði síðan þriðja markið á 84. mínútu. Þetta var fyrsta mark hans fyrir Liverpool. Newcastle heldur áfram sigur- göngu sinni. Nú vann liðið Portsmouth með þremur mörkum gegn engu á heimavelli. Gary Speed kom Newcastle verðskuldað yfir á 17. mínútu og fyrirliðinn Alan Shearer skoraði úr víti tíu mínútum síðar. Þetta var 230. mark Shearers í ensku úrvalsdeildinni. Shola Ameobi bætti loks þriðja markinu við um miðjan síðari hálf- leik. Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Wolves sem vann Leicester City 4:3 á ótrúlegan hátt eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik. Jóhannesi var skipt út af á 21. mínútu leiksins þegar staðan var 0:2 fyrir Leicester. Les Ferdinand skoraði tvö mörk fyrir Leicester í leiknum og Colin Cameron setti tvö fyrir Wolves. Það var Henri Camara sem skoraði sigurmark Wolves fjórum mínút- um fyrir leikslok. Blackburn tapaði fjórða deildar- leik sínum í röð þegar liðið beið ósigur fyrir Southampton 2:0. James Beattie og Leandre Griffit skoruðu mörk heimamanna sem voru afar langþráð. Fyrir leikinn hafði liðið ekki skorað mark í rúma sjö og hálfa klukkustund. Birmingham City vann Bolton 1:0 með marki Mikael Forssell á 31. mínútu. Þetta var fyrsti sigur liðs- ins á Bolton síðan 1965. Bolton er nú í slæmum málum með aðeins 8 stig eftir 10 leiki. Loks gerðu Everton og Aston Villa markalaust jafntefli í bragð- daufum leik. ■ KLUIVERT Segist ekki vera á leið til Englands. Patrick Kluivert: Ekki á leið til Englands FÓTBOLTI Patrick Kluivert er ekki á leið í ensku úrvalsdeildina þegar leikmannamarkaðurinn opnar að nýju í janúar. Hollenski framherj- inn lýsti þessu yfir í gær en hann hefur verið orðaður við þrjú ensk lið að undanförnu. Hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá Barcelona upp á síðkastið og ekki skorað eitt einasta mark. „Ég hef ekki rætt við Arsenal né önnur ensk lið og ég er ekki á leið til Englands,“ sagði Kluivert. Talsmaður Barcelona segir þó að Newcastle hafi sýnt leikmann- inum áhuga og að Arsenal og Chelsea hafi spurst fyrir um hann. Talsmaðurinn taldi þó ólík- legt að Kluivert færi til Newcastle. ■ Jóhann Þórhallsson: Samdi við KA FÓTBOLTI Knattspyrnufélag Akur- eyrar og Jóhann Þórhallsson hafa skrifað undir samning þess efnis að leikmaðurinn gangi til liðs við KA og spili með félaginu næstu tvö árin. Jóhann Þórhallsson mun því spila með KA í Landsbankadeild karla næsta keppnistímabil. Jó- hann er 23 ára sóknarmaður og hefur spilað bæði með Þór og KR í efstu deild. Að sögn Jóhanns er hann ánægður með að samkomulag hafi náðst við KA, það sé skemmtilegt að breyta til og hjá honum ríki til- hlökkun að takast á við nýtt verk- efni. ■ JÓHANN Lék með Þórsurum í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Liðið komst ekki upp í úrvalsdeildina. AMANATIDIS Grikkinn Ioannis Amanatidis skoraði sigurmark Stuttgart gegn Wolfsburg í þýsku Bundesligunni í gær. AP /M YN D AP /M YN D STAÐAN: L U J T S Chelsea 10 7 2 1 23 Arsenal 9 7 2 0 23 Man. United 10 7 1 2 22 Birmingham 10 5 4 1 19 Fulham 10 5 3 2 18 Southampton 10 4 4 2 16 Man. City 10 4 3 3 15 Newcastle 10 4 3 3 15 Liverpool 10 4 2 4 14 Charlton 9 4 2 3 14 Portsmouth 10 3 3 4 12 Tottenham 9 3 2 4 11 Everton 10 2 4 4 10 Aston Villa 10 2 4 4 10 Wolves 10 2 3 5 9 Blackburn 10 2 2 6 8 Bolton 10 1 5 4 8 Leeds 10 2 2 6 8 Middlesbrough 9 2 1 6 7 Leicester 10 1 2 7 5 FORLAN Diego Forlan og Zatyai Knight eigast við í leik Manchester United og Fulham. Forlan jafn- aði metin fyrir United í leiknum en það dugði ekki til. ÚRSLIT GÆRDAGSINS: Aston Villa-Everton 0:0 Bolton-Birmingham 0:1 Chelsea-Man. City 1:0 Liverpool-Leeds 3:1 Man. Utd.-Fulham 1:3 Newcastle-Portsmouth 3:0 Southampton-Blackburn 2:0 Wolves-Leicester 4:3 LEIKIR DAGSINS: Charlton - Arsenal Tottenham - Middlesbrough AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.