Fréttablaðið - 26.10.2003, Side 41

Fréttablaðið - 26.10.2003, Side 41
SUNNUDAGUR 26. október 2003 FÓTBOLTI Reading, lið Ívars Ingi- marssonar, vann Sheffield Utd. 1:2 í ensku 1. deildinni í fótbolta í gær. Ívar spilaði allan leikinn fyr- ir Reading og þótti standa sig vel í sínum fyrsta leik með liðinu. Reading er í 9. sæti deildarinnar eftir sigurinn. Brynjar Björn Gunnarsson og félagar í Nottingham Forest unnu Bradford með tveimur mörkum gegn einu á útivelli. Liðið er í 8. sæti ensku 1. deildarinnar með jafn mörg stig og Reading. Brynj- ar hóf leikinn á bekknum en fékk að spreyta sig þegar skammt var til leiksloka. Barnsley, lið Guðjóns Þórðar- sonar í ensku 2. deildinni, gerði markalaust jafntefli við Grimsby á heimavelli. Barnsley er í 5. sæti deildarinnar eftir 15 leiki. Liðið hefur leikið einum leik færra en liðin sem eru ofar í töflunni. Plymouth er efst í deildinni með 30 stig, fjórum fleiri en Barnsley. Peter Ridsdale, fyrrum stjórn- arformaður Leeds, hefur nú tekið við stjórnartaumunum hjá Barnsley eftir langar samninga- viðræður við fyrrum eiganda liðsins, Peter Doyle. Lýsti Rids- dale yfir mikilli ánægju með samkomulagið í gær. ■ Reading vann Sheffield Utd: Ívar lék allan leikinn Óhræddur við Arsenal Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton mæta Arsenal í dag. Mætum afslappaðir og óhræddir til leiks, segir landsliðsmaðurinn. Ánægðir með árangurinn en megum alltaf gera betur. FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton mæta Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Íslenski landsliðsmaðurinn segir leikinn leggjast vel í sig: „Við mætum afslappaðir til leiks. Erum búnir að vinna þrjá síðustu leiki og erum því óhræddir,“ segir Hermann. „Arsenal er búið að vera í topp- baráttunni í langan tíma og er með eitt besta lið deildarinnar, þannig að þetta verður erfið viðureign.“ Hermann er kominn á fullt skrið eftir að hafa meiðst á æfingu hjá lið- inu í síðasta mánuði og skor- aði meðal ann- ars sigurmarkið gegn Blackburn á mánudag. „Það er alltaf gaman að skora en það er mikilvægara að vinna,“ sagði Hermann spurð- ur um markið, sem var hans fyrsta fyrir Charlton. Charlton hefur komið á óvart í deildinni það sem af er tímabil- inu. Liðið er í tíunda sæti með fjórtán stig og á leikinn í dag til góða. „Við erum að sjálfsögðu ánægðir með árangurinn en það má alltaf gera betur,“ segir Hermann, en markmið Charlton á þessu tímabili er að vera með- al tíu efstu liðanna. „Staðan er fljót að breytast. Við vorum í botnbaráttunni með fimm stig eftir sex leiki en nú erum við komnir með fjórtán stig. Ef við höldum áfram á þessu róli eru líkur á því að við náum mark- miðinu.“ Þó nokkrir leikmenn Charlton eiga við meiðsli að stríða. Varn- armennirnir Luke Young, Gary Rowett og Richard Rufus eru all- ir meiddir og sömu sögu er að segja af sóknarmönnunum Kevin Lisbie, Shaun Bartlett og Carlton Cole. Hjá Arsenal eru Patrick Vieira fyrirliði og Martin Keown meidd- ir en Fredrik Ljungberg kemur aftur inn í hópinn. ■ ■ ■ LEIKIR  17.00 Stjarnan tekur á móti Hauk- um í Ásgarði í suðurriðli RE/MAX-deildar karla í handbolta.  19.15 FH og Breiðablik eigast við í Kaplakrika í suðurriðli RE/MAX-deildar karla í handbolta.  19.15 Haukar mæta ÍR-ingum á Ásvöllum í Intersport-deild karla í körfu- bolta.  19.15 KFÍ tekur á móti KR-ingum á Ísafirði í Intersport-deild karla í körfu- bolta.  19.15 Tindastóll og topplið Grindavíkur eigast við á Sauðárkróki í Intersport-deild karla í körfubolta.  19.15 Breiðablik mætir Hamri í Intersport-deild karla í körfubolta. Leik- urinn fer fram í Smáranum.  19.15 Snæfell tekur á móti Þór frá Þorlákshöfn í Intersport-deild karla í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  12.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  13.45 Charlton tekur á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Leikur- inn er sýndur beint á Sýn.  15.50 Tottenham mætir Middles- brough í ensku úrvalsdeildinni. Leikur- inn er í beinni á Sýn.  17.00 Markaregn. Öll mörkin úr þýska boltanum á Rúv.  18.00 Sýnt frá evrópsku PGA-móta- röðinni í golfi á Sýn.  19.00 Útsending á Sýn frá hnefa- leikakeppni í Berlín í Þýskalandi. Á með- al þeirra sem mættust voru Hector Velasco, heimsmeistari WBO-sam- bandsins í millivigt, og Bert Schenk.  21.00 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. (e).  21.35 Helgarsportið. Íþróttir helgar- innar á Rúv.  22.30 Fréttaþáttur Meistaradeildar Evrópu á Sýn.  23.00 Endursýndur leikur úr enska boltanum á Sýn. ÍVAR INGIMARSSON Lék allan leikinn með Reading í ensku 1. deildinni í gær og stóð sig með prýði. hvað?hvar?hvenær? 23 24 25 26 27 28 29 OKTÓBER Sunnudagur HERMANN HREIÐARSSON Hermann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Charlton gegn Blackburn á mánudag með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu. „Það er alltaf gaman að skora en það er mikil- vægara að vinna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.