Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 42
■ ■ KVIKMYNDIR  Sjá www.kvikmyndir.is Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800, Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900, Háskólabíó, s. 530 1919, Laugarásbíó, s. 553 2075, Regnboginn, s. 551 9000, Smárabíó, s. 564 0000, Sambíóin Keflavík, s. 421 1170, Sambíóin Akureyri, s. 461 4666, Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500.  15.00 Beitiskipið Potjomkin, hin fræga kvikmynd Sergeis Eisensteins frá 1925, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatns- stíg 10. Sýnd verður útgáfa myndarinnar með tónlist eftir tónskáldið Edmund Meisel. Enskur texti. Aðgangur er ókeyp- is og öllum heimill.  20.00 Myndirnar Hugo Chavez - Inside the Coup og The Trials of Henry Kissinger verða sýndar í Nelly’s Café á heimildarmyndahátíð Gagnauga og Fróða. Frítt inn. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Sinfóníuhljómsveit Norður- lands heldur upp á tíu ára afmæli sitt með tónleikum í Akureyrarkirkju. Á efnisskrá eru verk eftir J. Haydn, M. deFalla, Z. Kodaly og G. Bizet. Einleikari á trompet er Ásgeir H. Steingrímsson. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnars- son.  16.00 Gerrit Schuil leikur á píanó verk eftir Beethoven, Schubert, Schumann og Chopin og ræðir þess á milli við Bergþóru Jónsdóttur um tón- listina í lífi sínu á síðdegistónleikum, sem Samtökin ‘78 efna til í tónlistarhús- inu Ými við Skógarhlíð.  17.00 Schola Cantorum heldur tónleika í Hallgrímskirkju. Kórinn hefur þekkst boð um að taka þátt í alþjóðlegri kórakeppni í Tolosa á Norður-Spáni, sem haldin verður dagana 29. október til 2. nóvember.  20.00 Finnski baritónsöngvarinn Jorma Hynninen og píanóleikarinn Gustav Djupsjöbacka flytja sönglög eft- ir Vaughan-Williams, Hugo Wolf, Got- honi, Rautavaara og Sibelius á ljóðatón- leikum í Salnum, Kópavogi.  21.00 Guðlaug Ólafsdóttir söng- kona heldur djasstónleika ásamt kvartett á Caffé Kúlture við Hverfisgötu, gegnt Þjóðleikhúsinu. ■ ■ SKEMMTANIR  21.00 Bubbi á tónleikaröðinni „Þúsund kossa nótt“ í Hótel Höfn, Hornafirði.  Hera Björk með vel valin lög á Gauknum. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Leikritið Heiðarsnælda verð- ur sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm.  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren í Borgarleikhúsinu.  14.00 Dýrin í Hálsaskógi á stóra sviði Þjóðleikhússins.  16.00 Völuspá eftir Þórarin Eldjárn verður sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm.  17.00 Dýrin í Hálsaskógi á stóra sviði Þjóðleikhússins.  17.00 Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir verðlaunaleikritið Gauks- hreiðrið í Valaskjálf á Egilsstöðum. Leikstjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson, en um þrjátíu manns taka þátt í sýning- unni. Tónlist er eftir Charles Ross og Unnur Sveinsdóttir hannar leikmynd.  20.00 Leikritið Pabbastrákur eftir Hávar Sigurjónsson verður sýnt á litla sviðinu Þjóðleikhússins.  20.00 Með fulla vasa af grjóti á stóra sviði Þjóðleikhússins. Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson fara á kostum.  20.00 Púntila og Matti eftir Bertolt Brecht á Stóra sviði Borgarleikhússins. Þetta er síðasta sýningin á þessu verki.  20.00 Stúdentaleikhúsið sýnir 1984 í Tjarnarbíói.  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson verður sýnt í sal Frumleikhússins í Keflavík. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. ■ ■ SAMKOMUR  10.00 Kynjakettir. Kattasýning Kattaræktarfélagsins heldur áfram í dag í reiðhöll Gusts í Kópavogi. Sýningin er opin til klukkan 18.  14.00 Handverksmarkaður verður haldinn í Lista- og menningarhúsinu á Stokkseyri (Hólmaröst). Hann stendur til klukkan 18. Allir velkomnir.  15.00 Eldri borgarar frá Eskifirði og Reyðarfirði búsettir í Reykjavík og nágrenni halda árlegt vetrarkaffi sitt í dag í Félagsheimili eldri borgara, Gull- smára 13, í Kópavogi. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  Í dag lýkur sýningu Þorsteins Helga- sonar í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akra- nesi. Þar sýnir hann 44 olíumálverk. ■ ■ SÝNINGAR  Sýningu Birgis Andréssonar, Sig- urðar Sveins Halldórssonar og Hlyns Sigurbergssonar í Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23, lýkur á morgun. Kling og Bang gallerí er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18.  Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýn- ing á málverkum eftir Kristin Breiðfjörð og Guðrúnu Þorbjörgu Guðmundsdóttur og leirmunum eftir Helgu Jóhannsdótt- ur, Helgu Pálínu Sigurðardóttur, Ingþór Sigurð Ísleifsson og Snorra Ásgeirsson. Þetta er önnur sýningin í röð myndlistar- sýninga listahátíðarinnar List án landa- mæra í norðursal Kjarvalsstaða, nýjum sal Listasafns Reykjavíkur. Sýningunni lýkur á morgun.  Sýningu Þorsteins Helgasonar í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, lýkur á morgun. Þar sýnir hann 48 olíumál- verk. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18.  Yfirlitssýningu á verkum Júlíönu Sveinsdóttur í Listasafni Íslands, „Vefur lands og lita - Júlíana Sveinsdóttir“, verð- ur framlengd um viku eða til 2. nóvem- ber vegna mikillar aðsóknar. Á sýning- unni eru málverk og myndvefnaður og spannar hún allan feril Júlíönu sem er einn af frumkvöðlunum í íslenskri myndlist og ein fyrsta íslenska konan sem gerði myndlist að ævistarfi sínu.  Opnuð hefur verið sýning í Barna- spítala Hringsins á myndum sem gerð- ar hafa verið í listasmiðjunni Gagn og gaman í Gerðubergi í Reykjavík.  Í Gerðarsafni í Kópavogi standa yfir þrjár sýningar. Á neðri hæð er sýning Huldu Stefánsdóttur, Leiftur, þar sem hún telfir saman óræðum ljósmyndum og eintóna málverkum. Í vestursal eru Þræðir Guðrúnar Gunnarsdóttur þar sem hún sýnir þrívíddarteikningar á vegg. Í austursal eru valin málverk úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, sem hefur að geyma margar af perlum frum- herja íslenskrar málaralistar.  Yfir bjartsýnisbrúna – Samsýning alþýðulistar og samtímalistar nefnist sýning sem Listasafn Reykjavíkur hefur unnið í samstarfi við Safnasafnið á Sval- barðsströnd við Eyjafjörð. Hér leiða sam- an hesta sína tuttugu og fimm lista- menn sem ýmist kenna sig við alþýðu- list eða samtímalist. Sýningin verður í Hafnarhúsinu til 2. nóvember.  Úr Byggingarlistarsafni, sýning á húsateikningum og líkönum íslenskra arkitekta stendur yfir í Hafnarhúsinu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá stofun byggingarlistardeildar við Listasafn Reykjavíkur. Í safni deildarinnar eru varð- veitt söfn teikninga eftir ýmsa af merk- ustu frumherjum íslenskar byggingarlist- ar á 20. öld. Sýningin stendur til 2. nóv- ember.  Vögguvísur nefnist innsetning Bryn- dísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wil- sons í Listasafni Reykjavíkur – Hafnar- húsi, sem stendur til 2. nóvember.  Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á 6. hæð í Grófarhúsinu stendur yfir yfirlits- sýning á verkum Magnúsar Ólafssonar (1862-1937), eins helsta frumherja í ís- lenskri ljósmyndun. Verk Magnúsar, sem eru kjölfestan í safneign Ljósmyndasafns Reykjavíkur, varpa ljósi á tímabilið frá aldamótum 1900 fram undir miðbik 20. aldar. Safnið er opið 12-19 virka daga, 13-17 um helgar. Sýningin stendur til 1. desember. Aðgangur er ókeypis.  Alan James sýnir teikningar í sýning- arsal Íslenskrar grafíkur, sem er hafnar- megin í Hafnarhúsinu.  Sýningin „Humar eða frægð - Smekkleysa í 16 ár“ stendur yfir í Þjóð- arbókhlöðunni í Reykjavík. Menningar- borgarsjóður styrkir sýninguna, sem stendur til 23. nóvember.  Lovísa Lóa Sigurðardóttir myndlist- armaður er með sýninguna „Af því bara er ekkert svar“ á Kaffi Karólínu, Akur- eyri. Sýningin stendur til 7. nóvember.  Sýning á verkum Péturs Halldórs- sonarÝstendur yfir í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Í Sverrissal og apóteki Hafnarborgar stendur einnig yfir sýning á leirlist Sig- ríðar Erlu Guðmundsdóttur.  Á Kjarvalsstöðum er til sýnis brot af verkum Jóhannesar S. Kjarvals.  Sýningin „Áfram stelpur!“ er í Gróf- arhúsi, Tryggvagötu 15. Sýnd eru skjöl og munir tengdum kvennahreyfingum á borð við Úurnar, Rauðsokkur, Kvenna- framboðið, Kvennalistann, Bríeturnar og Feministafélag Íslands. Sýningin er opin mánudaga til fimmtudaga 10-20, föstu- daga 11-19 og um helgar 13-17. Hún stendur til 2. nóvember og er aðgangur ókeypis.  Ljósmyndasýning Öldu Sverrisdóttur í húsakynnum Reykjavíkurakademí- unnar við Hringbraut 121, 4. hæð, ber titilinn Landslag. Sýningin stendur til 6. nóvember og er opin alla daga nema sunnudaga frá 13-17.  Níræður listamaður, Jóhannes Ara- son,er með sýningu sem ber yfirskriftina „Þetta þarf skýringar við“ í Listasafni Borgarness. Á sýningunni eru útskornar klukkur, leirmunir og málverk ásamt völdum ljósmyndum af grjóthleðslum Jóhannesar og endurbyggingum á gömlum torfhúsum.  Ásgeir LárussonÝhefur opnaðÝsýn- ingu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Að þessu sinni sýnir Ásgeir 24 olíu- myndir, allar af stærðinni 18x24. Sýning- in er opin virka daga frá 10-18 og laug- ardaga 11-16. Henni lýkur 30. október.  Þórdís Þórðardóttir, listakona á Eyr- arbakka, sýnir vatnslita-, pastel- og tepokamyndir í Rauða húsinu, Eyrar- bakka. Sýningin stendur til 19. nóvem- ber.  Á bókasafni Háskólans á Akureyri stendur yfir sýning Stefáns Jónssonar myndlistarmanns. Sýningin, sem Stefán nefnir „Listaverkahrúga“, stendur fram í miðjan nóvember.  María Pétursdóttir, Helga Þórsdótt- ir, Helga Óskarsdóttir og Marta Val- geirsdóttir eru með sýningu í Slunka- ríki á Ísafirði.  Sigurður Þórir listmálari sýnir nýleg málverk í Vélasalnum í Vestmannaeyj- um. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 42 26. október 2003 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 23 24 25 26 27 28 29 OKTÓBER Sunnudagur Baritonsöngvarinn JormaHynninen hefur áþekka stöðu í Finnlandi og Diddú hér á landi. Hann er þjóðareign Finna, söngv- arinn sjálfur með stórum staf og ákveðnum greini. Nú er hann mættur hingað til lands og ætlar að syngja í Salnum í Kópavogi. Hann hefur með sér píanóleikarann Gustav Djupsjö- backa, sem ekki síður er virtur á sínu sviði. „Við erum gamlir vinir, höfum unnið saman allt frá árinu 1975,“ segir Hynninen. Báðir kenna þeir við Síbelíusarakademíuna í Helsinki. Djupsjöbacka er þar deildarstjóri ljóðasöngsdeildar og Hynninen var prófessor þangað til síðasta sumar, en heldur enn nokkrum nemendum. Báðir hafa þeir komið áður til Íslands. Djupsjöbacka var hér á síðasta ári, en í ár eru þrjátíu ár lið- in frá því Hynninen kom hingað fyrst. „Ég kom hingað árið 1973 þegar Vestmannaeyjagosið var. Þá voru haldnir styrktartónleikar og ég var fulltrúi Finnlands á þeim tónleik- um. Það var fyrsta ferð mín til Ís- lands, en ég hef komið einu sinni eða tvisvar síðan.“ Það var Timo Heikki Koponen, sendiherra Finnlands á Íslandi, sem bauð þeim hingað. Þeir Hynni- nen eru gamlir skólafélagar úr menntaskóla og hafa því brallað margt saman um ævina. „Þegar hann var sendiherra í Rúmeníu bauð hann okkur Gustav þangað til að halda tónleika. Svo hittum við hann á Norðurlanda- ráðsfundi í fyrra og hann spurði hvort við vildum ekki koma hing- að.“ Þeir þekktust boðið og ætla að flytja í kvöld sönglög eftir Vaugh- an-Williams, Hugo Wolf og Finnana Gothoni, Rautavara og Sibelius. Þeir Hynninen og Djupsjöbacka sögðu annars þau tíðindi frá Finn- landi að þar hefði nú í vikunni ver- ið samþykkt að reisa tónlistarhús á besta stað í höfuðborginni. Um það mál hefur verið rætt og deilt árum saman þar í landi, líkt og hér. „Þess vegna ríkir nú mikill fögnuður meðal tónlistarfólks í Finnlandi,“ segir Djupsjöbakka. ■ ■ TÓNLEIKAR Kom fyrst eftir gosið í Eyjum JORMA HYNNINEN Þessi finnski stórsöngvari ætlar að syngja í kvöld í Salnum í Kópavogi ásamt píanóleikar- anum Gustav Djupsjöbacka. SVART-HVÍTAR ANDSTÆÐUR Í sal Íslenskrar grafíkur, sem er hafnarmegin í Hafnarhúsinu, stendur nú yfir sýning á blý- antsteikningum eftir Alan James. Hann nefnir sýningu sína „Elusive Moorings – A kaleido- scopic world of visiual disorientation“. Þetta eru ný verk svart-hvítra andstæðna þar sem síbreytilegt skipulag formfræðinnar stríðir við að afmá allar vísbendingar um yfirborð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.