Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 4
4 9. nóvember 2003 SUNNUDAGUR Er framkoma Varnarliðsins eðlileg gagnvart íslenskum starfsmönn- um sem sagt hefur verið upp störfum eða kjörum? Spurning dagsins í dag: Ertu sátt/ur við hækkun afnotagjalda ríkisfjölmiðlanna? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 71% 29% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Deilur um stjórn Palestínumanna: Arafat hefur betur RAMALLAH, AP Jasser Arafat, leið- togi Palestínumanna, og Ahmed Qureia, forsætisráðherra í stjórn Palestínumanna, þokuð- ust nær samkomulagi um ráð- herraskipan í nýrri stjórn. Und- anfarnar vikur hefur flest verið óljóst um skipan nýju stjórnar- innar vegna deilna milli þeirra. „Ég vona að okkur takist að klára stjórnarmyndun á allra næstu dögum,“ sagði Arafat. „Við tilkynnum það eins fljótt og mögulegt er.“ Svo virðist sem Qureia for- sætisráðherra hafi látið af kröf- um sínum, annars vegar um það hver verði innanríkisráðherra nýju stjórnarinnar, og hins veg- ar hvernig háttað verði yfir- stjórn öryggissveita Palestínu- manna. Qureia hefur staðfest að samkomulagið felist í því, að ör- yggissveitunum verði stjórnað af tólf manna öryggisráði, þar sem Arafat situr í forsæti. Qureia hafði krafist þess að innanríkisráðherrann hafi yfir- stjórn öryggissveitanna á sinni hendi, en Arafat tók það ekki í mál. ■ Eldsvoði í litlu Reykjavík Kveikt var í nokkrum íbúðarhúsum í Horsens í Danmörku í fyrrinótt. Íslendingar eru fjölmennir í hverfinu, sem kallað er litla Reykjavík, og má teljast mildi að allir sluppu lifandi. ELDSVOÐI „Guð má vita hvað hefði gerst ef ekki hefði tekist að vekja fólkið sem bjó í húsunum sem brunnu,“ segir Guðmundur Hreinsson, íbúi í Horsens í Danmörku. Kveikt var í nokkrum íbúðarhúsum þar í fyrrinótt og brunnu þrjú tveggja hæða íbúðar- hús til grunna áður en slökkvilið kom á staðinn. Var 25 manns gert að yfirgefa hús sín tímabundið þar sem óttast var að að eldarnir breiddust út. „Það má segja að heppnin hafi verið með Íslendingum því við erum mjög fjölmennir í þessu hverfi sem um ræðir. Mér telst til að íslenskar fjölskyldur séu um 40% þeirra sem hér búa en fyrir hreina tilviljun var ekki kveikt í húsum þeirra.“ Að sögn Guðmundar urðu eng- in íbúðarhús Íslendinga fyrir tjóni vegna íkveikjanna en ein bifreið í eigu íslenskrar fjölskyldu varð eldinum að bráð. „Það sem vekur mesta furðu hér er sá tími sem það tók slökkvilið að koma á stað- inn. Það tók klukkutíma og nokkur hús brunnu til grunna á þeim tíma. Þegar þeir svo létu sjá sig virkuðu ekki þessir fáu brunahan- ar sem skyldi og allt slökkvistarf tók ægilega tíma vegna þess. Í Horsens búa um 50 þúsund manns og algerlega óásættanlegt að eld- varnarmál séu í ólestri í borg á stærð við þessa. Sér í lagi þar sem íkveikjur eru ekki nýtt vandamál hér á þessum slóðum.“ Lögregla í Horsens handtók 17 ára unglingspilt skömmu eftir að eldarnir brutust út. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna íkveikjutilrauna og telur lögregla góðar líkur á að hann hafi staðið að verknaðinum. Hann hefur ver- ið dæmdur í gæsluvarðhald vegna málsins en neitar allri sök. Horsens er ein af stærstu ný- lendum Íslendinga í Danmörku. Borgin er á Jótlandi, miðja vegu milli Árósa og Vejle. ■ VINNUSLYS AÐ KÁRAHNJÚKUM Maður meiddist á baki í vinnu- slysi þegar klakastykki féll á hann á Kárahnjúkasvæðinu í gærmorgun. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofn- un Austurlands á Egilsstöðum til skoðunar. Maðurinn var við vinnu sína á virkjunarsvæðinu þar sem unnið er að borun ganga og féll klakastykkið af bergi þar fyrir ofan. TVEIR ÁREKSTRAR Tvö umferðar- óhöpp urðu á Reykjanesbraut í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi á laugardag. Enginn slasaðist í árekstrunum og var hægt að aka öllum bifreiðum á brott. Þá var einn tekinn fyrir ölvunarakstur aðfaranótt laugardags. REYKJANESBÆR Sameiginlegur kostnaður er mun hærri en hjá sveitarfélögum í grenndinni. Lífeyrisskuldbindingar Reykjanesbæjar: Kostnaður margfaldast SVEITARSTJÓRNIR Sameiginlegur kostnaður, reiknaður á hvern íbúa, er hæstur í Reykjanesbæ ef litið er til sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu eða rúmlega 60 þúsund krónur árið 2002. Reynir Valbergs- son, fjármálastjóri Reykjanesbæj- ar, segir að þarna sé alls ekki um það að ræða að launakostnaður sé svo miklu meiri en gerist í ná- grannasveitarfélögunum. Árið 2002 hafi verið farið í það að end- urreikna lífeyrisskuldbindingar bæjarins og komið hafi á daginn að þær hafi verið stórlega vanmetnar. „Við höfðum reiknað með því að þær væru 20 milljónir króna en tryggingafræðingur komst að þeirri niðurstöðu að þær væru 420 milljónir króna. Það er skýringin á þessari háu tölu,“ segir Reynir. ■ JAPANSKUR HVALFANGARI Fimm hvalveiðiskip héldu úr höfn í fyrra- dag. Japanir: Veiða 410 hrefnur TÓKÍÓ, AP Fimm japönsk hvalveiði- skip héldu í fyrradag til hrefnu- veiða í Suðurhöfum. Um 200 manns eru um borð í hvalbátunum en ætl- unin er að veiða allt að 410 hrefnur í leiðangrinum. Eitt skipanna fimm er móðurskipið NisshinMaru, rúm- lega 7.600 tonna skip. Shuji Sato, talsmaður japönsku fiskistofunnar, segir að veiðarnar séu vísindaveiðar. Niðurstöðum úr ferðinni verði skilað til Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Leiðangur japönsku hval- fangaranna stendur fram í apríl á næsta ári en þetta er sautjándi leiðangurinn sem farinn er síðan hvalveiðibann tók gildi árið 1986. Talsmenn dýraverndarsamtaka segja þetta atvinnuveiðar undir yf- irskyni vísinda, enda muni megnið af kjötinu enda í veitingahúsum. ■ edda.is „fia› er ánægjulegt a› sjá myndasögu eins og Bló›regn sem ætti ekki sí›ur a› höf›a til fullor›inna en barna - ætti einfaldlega a› höf›a til allra sem kunna a› meta gó›ar sögur.“ Úlfhildur Dagsdóttir, október 2003 Úr rústum Njálsbrennu 3. sæti Penninn Eymundsson 29. okt.–4. nóv. Barnabækur LAGT HALD Á 80 KÍLÓ AF HERÓÍNI Öryggisverðir á alþjóð- lega flugvellinum í Islamabad í Pakistan fundu 80 kíló af heróíni í farangri pakistansks farþega á leið til Bretlands. Efnið var í plastpokum í þremur ferðatösk- um. Þetta er mesta magn heróíns sem lagt hefur verið hald á á flugvellinum. Heróínið er upp- runnið í Afganistan. ÓKEYPIS MEÐFERÐ FYRIR HIV- SMITAÐA Yfirvöld í Kína segjast ætla að veita fátækum alnæmis- sjúklingum ókeypis meðferð til að reyna að hefta útbreiðslu sjúk- dómsins. Um 5000 sjúklingar fá ókeypis meðferð á næsta ári. 840.000 Kínverjar eru smitaðir af HIV-veirunni og hefur fjölgunin verið 30% á ári að undanförnu. SENDIMAÐUR HITTI SUU KYI Sendifulltrúi frá Mannréttinda- stofnun Sameinuðu þjóðanna fékk að hitta mjanmarska lýð- ræðissinnann Aung San Suu Kyi. Paulo Sergio Pinheiro, sem stadd- ur er í Mjanmar til að rannsaka meint mannréttindabrot herfor- ingjastjórnarinnar, hefur ekki viljað tjá sig um fundinn. Suu Kyi hefur verið í stofufangelsi síðan í maí. Breyttir útreikningar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga: Áttu ekki að koma neinum á óvart SVEITARSTJÓRNARMÁL Árni Magnús- son félagsmálaráðherra vísar því alfarið á bug að breyttir útreikn- ingar fjárframlaga til sveitarfé- laga úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga hafi ekki verið kynntar nægi- lega vel. Lækkuð framlög sjóðsins hafa komið bæði bæjarstjórn Sandgerðis og bæjarstjórn Mýr- dalshrepps ásamt fleirum í opna skjöldu og mun hafa alvarleg áhrif á stöðu viðkomandi bæjar- sjóða. „Samband sveitarfélaga átti þrjá fulltrúa í þeirri endurskoðun- arnefnd sem fór yfir breytingarn- ar. Málið var kynnt á fulltrúaráðs- fundi sambandsins og á fjármála- ráðstefnu sem fram fór í fyrra. Það lá alveg ljóst fyrir að framlag úr sjóðnum myndi lækka og það átti ekki að koma neinum á óvart.“ Árni segir viðræður hafa farið fram við forsvarsmenn sambands sveitarfélaga en ágreiningur sé uppi og óljóst á þessari stundu hvert framhaldið verði. ■ Jarðhræringar: Hrinur við Vatnajökul SKJÁLFTAVIRKNI Enn eru talsverðar jarðhræringar norður af Vatna- jökli á milli Öskju og Herðubreið- ar. Skjálfta varð vart þar á mánu- daginn var og hafa um 30 skjálft- ar mælst á svæðinu síðan þá. Einnig er fylgst með Mýr- dalsjökli en talsverðra hræringa hefur orðið vart þar. Margir vís- indamenn telja að stutt sé í eldgos á því svæði. ■ AHMED QUREIA Forsætisráðherra Palestínumanna ræðir við blaðamenn í gær. ■ Lögregluféttir ■ Asía FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Segir fráleitt að breyttir útreikningar Jöfn- unarsjóðs hafi komið mönnum í opna skjöldu. AP /M U H AM M ED N AS SE R AÐSTÆÐUR Í HORSENS Eldur var borinn að nokkrum íbúðarhúsum í stóru Íslendingahverfi í Horsens á Jótlandi. BRANN TIL ÖSKU Þrjú íbúðarhús brunnu til kaldra kola og minnst sex bifreiðir urðu eldinum að bráð. LJÓT AÐKOMA 25 íbúar voru fluttir á brott til öryggis en aðkoman var ljót þegar fólkið sneri til baka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.