Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 6
6 9. nóvember 2003 SUNNUDAGURVeistusvarið? 1Hvar voru hús rýmd vegna hugsan-legrar hættu á aurskriðu í síðustu viku? 2Hvaða erlendi dýralífsfræðingur var íheimsókn á Íslandi? 3Hverrar þjóðar var maðurinn semhandtekinn var í Leifsstöð, grunaður um mansal? Svörin eru á bls. 30 Ásakanir á hendur Karli Bretaprinsi: Fjölmiðlum meinað að segja frá LUNDÚNIR, AP Karl Bretaprins vís- ar á bug ásökunum um að hann hafi átt aðild að ósæmilegu at- hæfi sem fyrrum þjónn hans á að hafa orðið vitni að. Breskir fjöl- miðlar hafa undir höndum upp- lýsingar um atvikið en mega ekki greina frá því. Michael Fawcett, fyrrum starfsmaður konungsfjölskyld- unnar, leitaði á náðir dómstóla og tókst að koma í veg fyrir að Mail on Sunday birti frétt um atvikið sem á að hafa átt sér fyrir nokkrum árum. Dagblaðið Guar- dian fór einnig með málið fyrir rétt og fékk leyfi til að nafn- greina Michael Fawcett. Þrátt fyrir að fjölmiðlum hefði verið meinað að greina frá atvik- inu ákvað Karl Bretaprins að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann viðurkenndi að þessar ásak- anir snerust um hann. Prinsinn fullyrti þó að þær væru ósannar og ítrekaði að umrætt atvik hefði aldrei átt sér stað. Nafn þjónsins sem kom fram með ásakanirnar hefur ekki verið birt opinberlega en að sögn BBC er það ekki Fawcett. Michael Peat, einkaritari Karls, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina Sky News að sá þjónn þjáðist af áfallaröskun og ætti við áfengis- vandamál að stríða. ■ Rauði krossinn gefst upp á Írak GENF, BAGDAD, AP Alþjóða Rauði krossinn ætlar að hætta að mestu allri starfsemi í Írak vegna hættu- ástands í landinu. Frá þessu var skýrt í gær, en áður hafði Rauði krossinn búið sig undir að draga verulega úr starfsemi í Írak. Tveir bandarískir hermenn fór- ust í Írak í gær. Richard Amitage, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, lýsti ástandinu þar sem „stríðsástandi“, en taldi þó að Bandaríkjamenn hefðu yfirhönd- ina í því. „Við höfum ákveðið, í ljósi gíf- urlega hættulegs óvissuástands, að við ætlum tímabundið að loka skrifstofum okkar í Bagdad og Basra,“ sagði Florian Westphal, talsmaður Alþjóðanefndar Rauða krossins í Genf. Rauði krossinn þurfti að finna bráðabirgðahúsnæði undir starf- semi sína í Bagdad eftir að höfuð- stöðvar samtakanna voru að miklu leyti eyðilagðar í sjálfsmorðsárás í síðasta mánuði. Tveir íraskir starfsmenn Rauð krossins fórust í árásinni ásamt tíu mönnum sem staddir voru utan við bygginguna. Árásum á bandaríska hermenn og bandamenn þeirra í Írak hefur fjölgað mjög og svo virðist sem andstæðingar innrásarliðsins séu færir um að gera árásir hvar og hvenær sem er. Í þessum mánuði hafa 32 bandarískir hermenn fall- ið í Írak. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í arabísku dagblaði að árásirnar á banda- ríska hermenn í Írak væru alvar- legt vandamál, en ekki endilega „martröð“. Powell sagði jafnframt í viðtali að ekki væri ljóst hverjir stæðu að þessum árásum. Bandarísku hermennirnir tveir, sem féllu í gær, voru ásamt félög- um í bifreið sem ekið var eftir götu í bænum Mosul, sem er um það bil 400 km norður af Bagdad. Vitni sögðust hafa séð skotið á bif- reiðina sem stöðvaðist og særðir bandarískir hermenn hlupu burt. Eftir að þeir voru farnir kveiktu heimamenn í bifreiðinni. „Þeir eru að hernema allan heiminn,“ sagði Shazad Ahmed, eitt vitnanna, um Bandaríkja- menn. „Hvað viljið þið að fólk geri? Kyssi þá?“ spurði hann. Hann varð vitni að árásinni á Bandaríkjamennina í gær, þar sem tveir féllu. ■ FANGABÚÐIRNAR Frakkar hafa vaxandi áhyggjur af sex frönskum ríkisborgurum sem Bandaríkja- menn hafa haldið án dóms og laga. Frakkar áhyggjufullir: Vilja vitja um sína menn PARÍS, AP Frönsk stjórnvöld hafa farið fram á að fá að senda lög- fræðinga og stjórnarerindreka til fangbúða Bandaríkjamanna í Gu- antanamo-flóa. Þar hefur 660 mönnum verið haldið föngnum vegna gruns um tengsl við hryðju- verkasamtökin al-Kaída. Meðal fanganna í Guantanamo eru sex franskir ríkisborgarar og óttast frönsk stjórnvöld um afdrif þeir- ra. Lögmenn fjögurra franskra fanga í Guantanamo leituðu fyrir skömmu ásjár Sameinuðu þjóð- anna og báðu samtökin að beita sér gegn því sem lögmennirnir nefndu andlegar pyntingar á föngunum. Í bréfi til Sameinuðu þjóðanna sögðust lögmennirnir ekki hafa fengið að hitta skjól- stæðinga sína í hálft annað ár. Þá hafi engin ákæra verið birt, tveimur árum eftir handtöku. Fulltrúar franska utanríkis- ráðuneytisins hyggjast ræða mál fanganna í Guantanamo við stjórnvöld í Washington. ■ Njósnapar í Svíþjóð: Vísað úr landi STOKKHÓLMUR, AP Pari, sem hand- tekið var í Svíþjóð á mánudag vegna gruns um njósnir, hefur nú verið sleppt úr fangelsi og var fólkinu vísað úr landi í gær. Lög- regla gefur litlar upplýsingar um málið. Þó liggur fyrir að fólkið, sem kom frá ríki utan Evrópu, var að grennslast fyrir um einstak- linga sem leitað höfðu hælis í Sví- þjóð. ■  M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 0 0 3 KARL BRETAPRINS Almenningi í Bretlandi leikur forvitni á að vita í hverju ásakanirnar á hendur prinsin- um felast. ÚTLAGINN Charles Taylor, fyrrum forseti Líberíu, sem nú er í útlegð í Nígeríu. Líbería: Stöðugleik- ann skortir SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Þrátt fyrir að þrír mánuðir séu nú síðan bund- inn var endi á borgarastyrjöldina í Líberíu, telur öryggisráð Samein- uðu þjóðanna ekki fært að létta við- skiptaþvingunum af landinu. Öryggisráðið samþykkti við- skiptaþvinganir gegn Líberíu á tím- um Charles Taylors forseta. Auk blóðugrar borgarastyrjaldar heima- fyrir, kynti Talyor undir ófriði í ná- grannaríkjum Líberíu, meðal ann- ars í Sierra Leone. Öryggisráðið telur enn skorta á stöðugleika í Líberíu. Þá telur ör- yggisráðið Taylor ekki hafa staðið við gerða samninga þegar hann fékk hæli í Nígeríu heldur hafi hann skipt sér óspart af málum í Líberíu. ■ Eitt tilboð í Móa: Niðurstaða um helgina ATVINNUMÁL Eitt tilboð hefur borist í allar eigur þrotabús kjúklingabúsins Móa. Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson, hrl, sem er skiptastjóri þrota- búsins. Ástráður segir að í ljós komi nú um helgina eða á mánudaginn hvort þrotabúið telji tilboðið vera aðgengilegt en tíminn sé naumur til þess að ganga frá sölu á þrota- búinu áður en kröfur verði inn- kallaðar. Að sögn Ástráðs verða öll tilboð í reksturinn skoðuð. Kaupþing-Búnaðarbanki og félag því tengt eru stærstu kröfuhafar í kjúklingabúið. ■ LEIKUR AÐ VOPNUM Stúlka í Írak leikur sér að hlutum úr íröskum vopnum sem hafa verið tekin í sundur. Bandaríkjamenn segja stríðsástand ríkja í Írak. Alþjóða Rauði krossinn hættir starfsemi sinni í Írak vegna þess hættuástands sem þar ríkir. Á fjórða tug bandarískra hermanna hafa fallið í þessum mánuði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.