Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 8
Internetið er spennandi tæki tilfréttamiðlunar og hefur þann augljósa kost fram yfir dagblöð að það er hægt að dúndra „skúbb- unum“ umsvifalaust inn á Netið án þess að þurfa að eyða tíma í umbrot, prentun og dreifingu eins og gengur og gerist á prentmiðl- um. Hver einasta mínúta er sem sagt „deadline“ eins og þeir orð- uðu það töffararnir sem ætluðu að breyta fjölmiðlaumhverfinu þeg- ar netbólan alræmda náði há- marki. Bólan er vitaskuld löngu sprungin og „gömlu“ miðlarnir eru enn leiðandi. Sú staða kemur þó vitaskuld enn upp af og til að hlut- irnir gerast hratt og þá geta vaskir netskúbbarar stolið boltanum. Hrafn Jökulsson náði góðum árangri með Pressunni sinni á Strik.is fyrir nokkrum misserum og tókst ótrúlega oft að „skúbba“ aðra miðla í hinum ólíklegustu málum. Fréttahaukurinn vaski, Steingrímur Ólafsson hefur náð að fylla ágætlega upp í það skarð sem Hrafn og félagar skyldu eftir sig með vef sínum www.frett- ir.com, þó það sé ákveðinn eðlis- munur á síðunum. Hraðinn sem netfréttamennsk- an býður upp á gerir það nefni- lega óhjákvæmilega að verkum að skúbbgredda hleypur í menn og þeir freistast til að slengja heimildum sínum og vitneskju fram án þess að rannsaka málin í þaula. Eitthvað sem blaðamaður- inn sem þarf hvort eð er að stilla vinnu sína í takt við prentvélarn- ar getur hæglega gert. Hraðinn getur þannig gert það af verkum að það sem virðist bláköld stað- reynd þegar því er skutlað á Net- ið er orðið að óljósum orðrómi skömmu seinna. Þannig fullyrti Steingrímur fyrstur að samningar hefðu náðst „um að Fréttablaðið yfirtaki rekstur DV og blöðin tvö verði sameinuð undir einni yfir- stjórn.“ Að kvöldi dags hafði þetta gjörbreyst og fréttir bárust af því að ekkert hefði orðið af samning- um. Steingrímur hafði sem sagt skotið yfir markið. En stundum eru menn heppnir í netskúbbun- um þar sem mörkin eru á stöðugri hreyfingu og skömmu seinna var upprunaleg frétt Steingríms stað- fest og hann gat staðið við hana „bara á aðeins öðrum forsendum en upphaflega“ eins og hann orð- aði það sjálfur. Fréttir Steingríms eru í eðli sínu skyldari slúðri en „fréttum“ en slúðrið er óstaðfest og getur verið kærulausara þó oft verði það að fullþroskaðri frétt í fyll- ingu tímans og Steingrímur gæti því gengið enn lengra og skemmt sér enn betur ef hann tæki upp klassíska aðgreiningu slúðurs og frétta eða breytti nafni síðunnar hreinlega í www.sludur.com. Þá myndi hann alltaf skora þó hann skyti yfir markið. ■ 8 9. nóvember 2003 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 ■ Af Netinu Smáaletrið ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ pælir í fréttum og slúðri. Íaðsendri grein í Fréttablaðinufyrir viku, undir nafninu Sandra B. Jónsdóttir, kom fram harkaleg gagnrýni á fyrirætlanir líftækni- fyrirtækisins ORF um verðmæta próteinframleiðslu í byggi og plöntulíftækni almennt. Rétt er að ítreka að ORF hvorki framleiðir erfðabreytt (eb) matvæli né fóður. Greinin er full af fullyrðingum og rangfærslum (skástrikað).Tökum dæmi: 1) Stórfyrirtækið ORF sleppir erfðabreyttum plöntum í íslenska náttúru, og án samráðs við stjórn- völd. Svar: Engum plöntum hefur verið sleppt eða mun verða sleppt í íslenska náttúru. Byggið er ræktað á ökrum og getur ekki dreift sér í villtri íslenskri náttúru enda er af- mörkun þessarar ræktunar einn af hornsteinum í starfsemi ORF. Ræktun og leyfi ORFs eru í fullu samræmi við íslensk lög og tilskip- anir Evrópubandalagsins. Íslensk sprotafyrirtæki teljast seint til stórfyrirtækja þó þau kunni að skapa ný störf í landinu. Upplýst umræða? 2) Þegar erfðabreytt efni kom- ast í fæðukeðju neytenda munu heilsufarsvandamál koma upp (ein- sog gerst hefur í BNA). Svar: Það eru engin skráð tilfelli um sjúk- dóma sem má rekja til neyslu (10 ár á markaði) á erfðabreyttum mat- vælum að mati Bandarísku lækna- samtakanna (AMA). Að sömu niður- stöðu komust Vísindaakademía BNA, Indlands, Kína og Þriðja heimsins í sameiginlegri skýrslu sinni (Júlí 2000). Fullyrðingar um annað er hreinn hræðsluáróður. 3) Neysla á erfðabreyttri máltíð leiðir í 3 tilvikum af 7 til þess að þarmabakteríur taki upp erfðavísi. Svar: Ef rétt væri myndu þarma- bakteríurnar okkar beinlínis fyllast af erfðavísum ættuðum úr kjöti, fiski og grænmeti! En hefur þetta gerst? Aldrei, skv. skýrslum Banda- rísku læknasamtakanna, Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar og Mat- vælastofnunar Sameinuðu Þjóð- anna (WHO/FAO). 4) Meiriháttar umhverfisslys varð í BNA við blöndun 18 milljóna lítra af soja baunum við „lyfjama- ís“ – gífurlegur fjölda neytenda með ofnæmi. Kostnaður nam 77 miljörðum króna. Svar: Mistök áttu sér stað í Nebraska 2002 er bóndi hóf ræktun á soya á akri sem árið áður hafði verið ræktaður á „lyfjamaís“ án þess að eyða spír- andi maísplöntum frá árinu áður. Mistökin uppgötvuðust þegar soya- uppskeran var komin í vöru- skemmu og fór aldrei á markað. (USDA fréttatilkynning, 13. nóv. 2002). Að þetta hafi borist til neyt- enda, hvað þá valdið ofnæmi, er einfaldlega uppspuni. Kostnaður við sektir og eyðingu á uppskerunni nam 160 milljónum króna, ekki 77 milljörðum. 5) Greinarhöfundur vitnar í nýja breska rannsókn sem leiddi í ljós mikið tjón á umhverfinu. Svar: Í ljósi þessarar tilvitnunar er vafa- samt að Sandra hafi nokkurn tíma lesið skýrsluna. Niðurstöður leiddu í ljós að tegundafjölbreytnin var svipuð í ökrum með eb-plöntum og ökrum með óerfðabreyttum plönt- um. Fjöldi skordýra einstaklinga var heldur minni innan um rófu og repju en meiri innan um erfða- breyttan maís. Jarðvegslíf var svo meira í erfðabreyttum ökrum. Nið- urstöður rannsókna á öryggi um- hverfis og neyslu eb-plantna á veg- um EB frá 400 rannsóknarhópum yfir 15 ára tímabil voru samhljóma; ekkert neikvætt kom í ljós. Enda aflétti EB nýverið tímabundinni frystingu á leyfisveitingum til ræktunar eb-plantna til manneldis. Upplýst umræða er nauðsyn- leg. Ábyrgðarlaus hræðsluáróður skaðar ímynd Íslands sem upp- lýsts þekkingarsamfélags og kem- ur óorði á þarfa umræðu um um- hverfismál. Umræðan verður vera málefnaleg og byggja á þekkingu og staðreyndum, ekki flökkusögum og bábilju. Nær væri skoða til hlítar alla þá mögu- leika sem plöntuerfðatæknin hef- ur til að auka matvælaframleiðslu í heiminum með sjálfbærum hætti, sérstaklega meðal fátækra þjóða (skv. mati FAO, Þróunar- stofnunar SÞ ofl.) til að draga úr notkun eiturefna í landbúnaði, eða til að lækka framleiðslukostnað á þörfum lyfjum svo að þau verði ekki bara fyrir fáa útvalda. Svo er ekki verra ef hún skapar störf. Það er auðvelt að rífa niður, reyn- um frekar að byggja upp. Það kom á óvart að frétta að Sandra B. Jónsdóttir heitir í raun Sandra Lee Best. Er ekki lágmarkskrafa að fara rétt með og villa ekki á sér heimildir? ■ Heimildir: American Medical Association, Council on Scientific Affairs, skýrsla des. 2000 Safety aspects of genetically modified foods of plant origin. Genf, Sviss, WHO 2000 USDA fréttatilkynning, Was- hington 13. nóv. 2002 American Medical Association, Council on Scientific Affairs, skýrsla des. 2000) (Safety aspects of genetically modified foods of plant origin. Genf, Sviss, WHO 2000). Skotið á hreyfanlegt mark Andsvar ■- Dr. Björn L.Örvar og Dr. Einar Mäntylä, plöntusameindalíffræðingar og starfsmenn ORF Líftækni, svara gagnrýni á plöntulíftækni. ÍFréttablaðinu 30. október síðast-liðinn var frétt sem bar yfir- skriftina: Gæslan áfram í gjör- gæslu. Í umræddri frétt er talað um fjármál og fjársvelti Landhelg- isgæslunnar. Sparn- aður í opinberum rekstri er að sjálf- sögðu góðra gjalda verður en það má færa rök fyrir því að sparnaður í rek- stri öryggisstofnana eins og landhelgis- gæslu, lögreglu, tollgæslu og útlend- ingaeftirlits, geti verið dýr og stjórnvöld þurfa að meta hvar eigi fyrst og fremst að spara. Varnarmál við breyttar að- stæður Í umræddri grein Fréttablaðsins eru teknir saman útivistardagar varðskipa og flugvéla Gæslunnar. Þar kemur fram að útivistardagar stærri skipanna Ægis og Týs á ár- unum 2000 til 2003 eru svipaðir þ.e. Ægir var að jafnaði 267 daga á sjó á ári og Þór 263 daga. Hugmyndir frá árinu 1979 um nýtt og öflugt varð- skip virðast vera komnar niður í skúffu, enda hvað eigum við að gera með nýtt varðskip sem stjórn- völd hafa ekki efni á að gera út, eða hvað? Á s.l. vori varð ljóst að Bandaríkjamenn myndu draga verulega úr umsvifum á Keflavík- urflugvelli og jafnvel loka stöðinni, væntanlega vegna þess að þeir telja ekki lengur þörf fyrir orustuvélar á svæðinu. Og er það ekki einmitt þetta, sem öll íslenska þjóðin von- aðist til, á sínum tíma þegar varnar- samningurinn var gerður, að ein- hvern tíma yrði ekki lengur þörf fyrir erlendan her í landinu? Nú er tækifærið, nú skulum við rétta úr okkur og sýna sjálfum okkur og öðrum að við erum sjálfstæð þjóð og höfum efni á því og í framhaldi spyr ég hvort stjórnvöld skuldi okkur „háttvirtum kjósendum“ ekki ábyrga stefnu í varnarmálum við breyttar aðstæður, þar sem þau skilgreina hugsanlega hættu sem steðjar að og hvernig þau ætla að bregðast við henni. Fimmtudaginn 12. júní s.l. spurði Fréttablaðið tvo alþingis- menn, þá Ögmund Jónasson þing- mann Vinstri grænna og Sigurð Kára Kristjánsson nýkjörinn þing- mann Sjálfstæðisflokksins eftirfar- andi spurningar: Á Ísland að stofna eigin her? Eftir fréttina s.l. vor um væntanlegan samdrátt og/eða lokun varnarstöðvarinnar kom þessi spurning aftur í almenna umræðu og sitt sýnist hverjum eins og geng- ur. Hvernig svo sem menn svara spurningunni hver fyrir sig getum við væntanlega verið sammála um að við skoðum þetta ásamt öðrum þáttum sem varða öryggi landsins. Við þurfum að sjálfsögðu að taka tillit til þess hvernig heimurinn er í dag og þeim aðferðum sem ýmsir öfgahópar beita. Eftirlit á sjónum Varnarstyrkur okkar fellst að verulegu leiti í legu landsins, hing- að koma menn ekki akandi á skrið- drekum eða herbílum, þeir verða að koma sjóleiðina eða með flugvél- um. Þess vegna held ég að það sé skynsamlegt að beina augum okkar að þessum aðkomuleiðum. Ég sé ekki fyrir mér að við höfum bol- magn til að koma upp eftirlitsflug- sveit, sem geti haft eftirlit með óæskilegum flugvélum, það öflugri að hún veitti öryggi að þessu leiti og því liggur í augum uppi að eftir- litsflugvélar nærliggjandi NATO- ríkja líti til með okkur í þessum efnum, enda í samræmi við NATO- samninginn skilst mér. Við ættum því að beina sjónum okkar að eftir- liti á sjóleiðinni. Hvernig gerum við það? Jú einmitt með því að efla þær stofnanir sem til eru í landinu þ.e. Landhelgisgæsluna, Tollgæsl- una,Útlendingaeftirlitið og Lög- reglu. Ég tel að þessar stofnanir verði að vinna saman en fyrst þarf að skilgreina vandamálið. Ég hef fulla samúð með Suðurnesjamönn- um, sem missa vinnuna á Keflavík- urvelli ef og þegar Bandaríkja- menn draga úr umsvifum þar, en þetta eru tvö óskyld mál sem ekki má blanda saman. Nauðsynlegt að efla toll- gæsluna Menn verða að gera það upp við sig hvað mikið eftirlit með skipa- umferð umhverfis landið við þurf- um og erum tilbúnir að borga fyrir og hvað stór skipa- og flugfloti Gæslunnar þarf að vera til að ná því markmiði. Ég tel að jafnhliða því að við eflum eftirlit með skipa- ferðum umhverfis landið sé nauð- synlegt að efla Tollgæsluna við vit- um jú að megnið af þeirri vörum sem flutt er sjóleiðis til landsins er flutt í gámum og í flestum tilfellum segja farmskýrteini sem fylgja gáminum rétt til um innihald hans. Þarna er þó veikur hlekkur að mínu mati sem vert er að taka til skoðun- ar því ef menn eru að flytja eitt- hvert ólöglegt efni eða tæki setja þeir það ekki á farmskýrteini. Ég sé ekki að hægt verði að opna hvern gám og skoða innihaldið, það yrði of tímafrekt og kostnaðarsamt. En er ekki í sjónmálinu tæki til að gegn- umlýsa hvern gám og bera niður- stöðuna saman við farmskýrteini (og e.t.v. er tollgæslan þegar með slíkt tæki til umráða ? ef ekki er þarna verkefni fyrir íslenska tæknimenn að finna upp nothæft tæki til þessa brúks). Mér finnst full ástæða til að gefa þessu atriði gaum því þarna er möguleiki á að koma óæskilegum tækjum og/eða efnum inn í landið. Það er síðan hlutverk Útlendingaeftirlitsins að hafa auga með óæskilegum ferða- mönnum og má engu til spara til að það eftirlit verði öflugt. Óaldarflokkar, stofnaðir innan- lands eða aðkomnir, til að fremja hryðjuverk er hugsanlegur mögu- leiki, sem við skulum ekki vanmeta. Öflug lögregla er að sjálfsögðu svar við því. Að lokum, ég tel farsælast að við byrjum á að skoða hvort þær stofn- anir sem þegar eru til í landinu ásamt aðild okkar að NATO full- nægi ekki markmiðum okkar í varnarmálum. ■ ■ ég tel farsælast að við byrjum á að skoða hvort þær stofnanir sem þegar eru til í landinu ásamt aðild okkar að NATO fullnægi ekki markmiðum okkar í varnar- málum. Gæslan og varnarmálin Umræðan HRAFNKELL GUÐJÓNSSON ■ fyrrverandi kennari, skrifar um NATO Makalaus árás á nýsköpun Baráttumál Vestfirðinga Samgöngumál eru eitt helsta hagsmunamálið í baráttu Vest- firðinga fyrir viðunandi búsetu- skilyrðum og þar með tilveru- rétti okkar sem byggjum Kjálk- ann. Í sorglega mörgum tilvik- um hefur tillögum verið drepið á dreif, mál verið þvæld og í þeim hrært þar til skarð hefur verið rofið í samstöðuvegginn. Niður- staðan verður oft sú að í ör- væntingu sinni hrópar lands- byggðin á að „eitthvað“ verði gert - og þá gera menn bara eitt- hvað. Því miður. ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR Á KREML.IS Til hægri við Alþýðuflokkinn Á sínum tíma varð Vinstrihreyf- ingin - grænt framboð til sem andsvar. Stofnun hennar var fyrst og fremst viðbrögð þeirra sem þóttu sameiningartilraunir Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista einkennast af óljósri stefnu en að slíkur flokk- ur myndi trúlega verða hægris- innaðri en bæði Alþýðubandalag og Kvennalisti. Ekki verður full- yrt hér að sú niðurstaða hafi verið óumflýjanleg. Hins vegar er ljóst að hrakspár um hægri- stefnu Samfylkingarinnar hafa ræst. Stefna þess flokks er til hægri við Alþýðuflokkinn sál- uga, ef eitthvað er. SVERRIR JAKOBSSON Á MURINN.IS Nauðungar- áskrift Menntamálaráðherra telur það við hæfi að heimila 5% hækkun nauðungaráskriftar að Ríkisút- varpinu á sama tíma og aðrir fjölmiðlar berjast í fyrir lífi sínu; flestir fækka nú starfsfólki, DV varð gjaldþrota og Norðurljós þurfa að færa hlutafé eigenda sinna niður um 80%. Ríkisút- varpið tekur stóran skerf af því auglýsingafé sem fjölmiðlum stendur til boða og einnig því fé sem heimilin verja til kaupa á fjölmiðlum.Hækkun á nauðung- argjöldum af þessu tagi er raun- ar aldrei við hæfi. Það er óhæfa að fólki sé ekki treyst til að velja sér fjölmiðla. ÚR GREIN Á ANDRIKI.IS Hver ber ábyrgðina? Mikil umræða hefur verið í þjóð- félaginu undanfarið um að taka upp skólagjöld við Háskóla Ís- lands, til að ráða fram úr þeim rekstrarvanda sem þessi stofn- un býr við. Einkareknu háskól- arnir fá styrki frá ríkinu til jafns við Háskóla Íslands, og rukka auk þess skólagjöld. Skiljanlegt er því að Háskóla Íslands finn- ist að sér vegið, og stjórnendur þess vegna leitandi leiða til að bæta rekstrargrundvöll sinn. En hver ber ábyrgðina á þeim slæma rekstrargrundvelli sem þessi næstum aldargamla stofn- un býr nú við? Eiga nemendur að borga brúsann, eða kemur það í hlut hins opinbera að axla þessa ábyrgð? ANDRÉS FJELDSTED Á POLITIK.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.