Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 20
20 9. nóvember 2003 SUNNUDAGUR Bókaútgáfa er náttúrlega ver-tíðarbransi að hluta og því gengur oft á með miklum hvellum og látum, en eðli starfseminnar er þannig að flest sem þar gerist er bundið trúnaði og ekki hægt að segja frá - ekki þá fyrr en í sjálfsævisögunni ef maður skyldi taka upp á því í brjálsemi ellinnar að skrifa slíka bók - hverju guð forði. Þá myndi ég til dæmis segja frá því þegar ég var tekinn sem gísl upp í skuld. Menn geta hins vegar lesið afspyrnu skemmtilega lýsingu á bókaforlagi í nýjustu skáldsögu Einars Kárasonar, Stormi, sem er rétt óútkomin. Einn höfuðstarfi útgáfustjóra er að lesa yfir handrit sem berast til útgáfu, sem skipta hundruðum á hverju ári, og það er satt og rétt sem sagt er. Sérhver Íslendingur gengur með bók í maganum, fyrst og fremst skáldsögu, en eftir því sem árin færast yfir breytist hún í ævisögu. Mesta ánægjan í starf- inu er oft tengd því að fá óvænt inn bitastæð handrit eftir fólk sem þú þekkir hvorki haus né sporð á - og hún vegur upp öll höfnunarbréfin og neiin sem þú þarft að færa vel meinandi og ágætu fólki. Ég minnist eins atviks þar sem inn á borð til mín kom mjög óvenjulegt handrit, afar óhugnan- leg saga þar sem hreinræktað ill- menni og brennuvargur rifjar á kaldrifjaðan hátt upp sitt arma líf. Efnið var fráhrindandi á marga vegu en frásögnin var svo hnit- miðuð og ögrandi, og í henni svo óvenjulegt jafnvægi að ég sat lengi á eftir og hugsaði að annað- hvort væri þetta handrit eftir geð- sjúkling eða mikið talent. Ég boð- aði höfundinn á minn fund og man að ég beið nokkuð órólegur eftir því hvor manntegundin myndi dúkka upp. Og ég man líka hvað ég varð hissa þegar prúður og glaðbeittur piltur birtist inni á gólfi hjá mér. Bókin kom síðan út undir heitinu Myrkravél og höf- undurinn var Stefán Máni.“ ■ Bókaútgefendur standa í stórræðum þessa dagana og taugarnar eru þandar til hins ýtrasta enda jólabókakapphlaupið að hefjast fyrir alvöru. Útgefendur mæðast í mörgu og starfið er fjölbreyttara en margan grunar. Fréttablaðið fékk nokkra þeirra til að segja lesendum frá ýmsu sem á daga þeirra hefur drifið: Ævintýri útgefandans Starf útgefandans er í hugumflestra – þ.e. þeirra sem hafa leitt hugann að því – í tiltölulega föstum skorðum. Þaulsetur á skrifstofunni; lesa erlendar bæk- ur með það fyrir augum að finna eitthvað félegt til þýðingar, lesa handrit sem berast, taka til þess afstöðu hvort þar sé eitthvað þess virði að gefa út, vera svo einskon- ar ritstjóri höfunda sinna og berja svo handritið í gegnum prent- smiðju. Þá er að koma bókinni í búðir og leggja drög að kynning- arstarfi. Upplestrum og ekki síst að halda höfundum að fjölmiðlum og fjölmiðlum að höfundum. Með öðrum orðum. Eftirsóknarverður starfsvettvangur! En starfið er líklega fjölþætt- ara en ætla má í fljótu bragði. At- hygli vakti að í lítilli frétt um megrunarkúr Lindu Pétursdóttur á dögunum upplýsti fegurðar- drottningin fyrrverandi að útgef- andi sinn hefði skipað sér að láta af sykuráti! Þannig virðist sem ekkert mannlegt sé útgefendum óviðkomandi. Þó svo að Fréttablaðinu sé vel kunnugt um að forleggjarar eru nú önnum kafnir við að koma bók- um sínum á framfæri, þeim sem nú streyma á markaðinn, leitaði blaðið til fjögurra reyndra og val- inkunnra útgefenda, neyddi þá til að líta upp úr sölutölum og bað þá um að segja sér af atviki sem má heita lýsandi fyrir fjölbreytileika starfsins – stutta reynslusögu úr heimi forleggjarans sem sannar- lega mæðist í mörgu. jakob@frettabladid.is Ítilefni af útgáfu barnaplötuMegasar, Nú er ég klæddur og kominn á ról, hjá Iðunni fyrir margt löngu ákvað ég að hún skyl- di kynnt með miklum bravúr á Hótel Holti. Megas var klæddur upp í snjakahvít jakkaföt og rós sett í hnappagatið. Ég réð Henný Hermanns sem stílista til að taka útliti hans tak að öðru leyti enda upplit hans kannski ekki upp á hið besta um þær mundir. Hann var strokinn hátt og lágt, farðaður og klipptur og leit út eins og Greifinn af Grímsey að meðferð lokinni og hófst þá blaðamannafundurinn sem haldinn var í Þingholti, hátíð- arsal Hótel Holts. Veitti ég vel af þessu tilefni og fór fundurinn hið besta fram og vakti stórkostlegt útlit Megasar mikla athygli. Þegar líða tók á fundinn og veitingarnar farnar að hafa sín áhrif og myndatökum fjölmiðl- anna að mestu lokið, enda farið að sjá á hvítum fötum Megasar, barst leikurinn út á bílastæðið fyrir framan salinn þar sem blaðaljósmyndarar vildu fá síð- ustu myndirnar. Hljóp þá í mig fullmikill leikur og ég stillti mér upp við glansandi nýjan BMW sem stóð á bílastæðinu og fyrr en varði var ég kominn upp á þak hans og tók þar létt dansspor og blaðaljósmyndari festi þetta á filmu í gríð og erg. Ekki man ég mikið meira af þessum fundi en gleðin barst eitt- hvað út í bæ að honum loknum. Um kvöldið var mér gert viðvart um að Þjóðviljinn hyggðist birta ljósmyndina af mér dansandi á bíltoppnum í blaðinu daginn eftir og brá mér þá illilega í brún enda áhrif veitinganna farin að fjara út. Ég fór í dauðans ofboði í að reyna að stöðva myndbirtinguna sem mér tókst naumlega. Ekki tók betra við þegar ég vaknaði við það morguninn eftir að Skúli Þorvaldsson, hótelstjóri á Holti, hringdi og var heldur óhress. Hann reyndist eigandi þessa glænýja bíls sem ég hafði tekið steppað á kvöldið áður og það sem verra var þá hafði ég með þessum asnaskap dældað þak bílsins rækilega og hann vildi vita hvað ég hyggðist gera í því máli. Nötrandi og skjálfandi bauðst ég að sjálfsögðu til að bæta tjónið að fullu og reyndist það væn upphæð og er þessi blaðamannafundur mér sá dýrasti sem ég hef haldið um tíðina.“ ■ ÁRSTÍÐ BÓKARINNAR Útgefendur eru nú í önnum. Það er sá tími ársins. Kapphlaupið um metsöluna er alls- ráðandi. Fréttablaðið píndi nokkra valin- kunna forleggjara til að líta upp úr sölutöl- um og áróðursstríði og segja frá ýmsu sér- kennilegu sem hefur hent þá í útgáfu- bransanum. Páll Valsson, útgáfustjóri Máls og menningar og Þjóðsögu: Handrit eftir hugsanlegt illmenni PÁLL VALSSON MÁL & MENNING OG ÞJÓÐSAGA Hvers konar maður er það sem skrifar handrit þar sem sálarlífi brennuvargs og morðingja er lýst út í hörgul? Jóhann Páll Valdimarsson, forleggjari á JPV: Steppað á þakinu á JÓHANN PÁLL VALDIMARSSON - JPV Dýrasti blaðamannafundur sem hann hef- ur haldið var til kynningar á plötu Megasar „Nú er ég klæddur og kominn á ról“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.