Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 31
31SUNNUDAGUR 9.nóvember 2003 HANDBOLTI HK tapaði 31-25 fyrir sænska félagin Drott í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa í handbolta. Svíarnir náðu mest tíu marka forskoti en HK lagaði stöðuna undir lokin. „Við vorum 16-12 undir í hálf- leik,“ sagði Árni Stefánsson, þjálf- ari HK. „Þeir byrjuðu seinni hálf- leikinn mjög vel og voru komnir með tíu marka mun þegar ellefu mínútur voru eftir. Þá tókum við leikhlé og breyttum vörninni og náðum að klára í bakkann og minnka muninn í fimm mörk en þeir skoruðu síðasta markið.“ „Hraðaupphlaup þeirra gengu vel upp,“ sagði Árni. „Við vorum að missa boltann eftir skot sem voru ekki nægilega góð. Svo vor- um við reknir út af trekk í trekk og þeir nýttu sér liðsmuninn mjög vel. Þegar við við náðum að kom- ast aftur í vörnina vorum við að spila hana mjög vel.“ Spánverjinn Diego Perez skor- aði flest mörk Drott en Árni segir að HK hafi átt í mestum erfiðleik- um með hornamanninn, Tobias Küller, sem skoraði átta mörk. Al- exander Arnarsson skoraði sex mörk fyrir HK en Augustas Strazdas, Andrius Rackauskas og Elías Már Halldórsson fimm mörk hver. HK þarf að vinna upp sex marka forystu Drott í seinni leiknum í Digranesi um næstu helgi. „Það er allt hægt. Þetta er hörkugott lið, eitt sterkasta lið Svíþjóðar,“ sagði Árni. „Þetta verður erfitt en við ætlum að reyna að slá þá út. Það er allt hægt með góðum stuðningi áhorfenda. Það er líka rétt að segja frá því að það var um hundrað manna hópur sem fylgdi okkur hingað og studdi frábærlega við bakið á okkur í leiknum.“ ■ HK HK þarf að vinna upp sex marka forystu Drott í seinni leiknum í Digranesi um næstu helgi. Árni Stefánsson segir að allt sé hægt með góðum stuðningi áhorfenda. Evrópukeppni bikarhafa Sex marka tap HK í Svíþjóð FÓTBOLTI Leikurinn gegn Manchester United er stærsti leikur okkar á tímabilinu,“ segir Steven Gerrard, fyrirliði Liver- pool. Erkifjendurnir eigast við í dag á Old Trafford, heimavelli Englandsmeistaranna, og að vanda er búist við hörkuviður- eign. Liverpool hefur átt erfitt upp- dráttar á tímabilinu. Liðið er átta stigum á eftir United og þrettán stigum á eftir toppliði Arsenal. Fyrirliðinn er sannfærður um að Liverpool nái hagstæðum úrslit- um í dag. „Bæði lið ætla sér sæti í Meist- aradeildinni og þetta eru þau lið sem hafa skarað fram úr síðustu áratugi,“ segir Gerrard. „Við höf- um átt góða leiki gegn United og ég er viss um að sama verður upp á teningnum í dag. Við megum ekki við því að tapa fleiri leikjum svo við þurfum á sigri að halda.“ Diego Forlan, framherji United, og Jerzy Dudek, mark- vörður Liverpool, voru í sviðsljós- inu síðast þegar liðin áttust við á Anfield. Forlan var hetja United þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri. Hann fékk hins vegar mikla hjálp frá Dudek sem átti einn ver- sta leik sinn síðan hann kom til Liverpool. Pólski markvörðurinn missti meðal annars boltann í gegnum klof sér og í kjölfarið virtist sem hann hefði misst allt sjálfstraust. Chris Kirkland leysti hann því af í næstu leikjum. „Jerzy sneri tvíefldur til leiks eftir mistökin,“ sagði Gerrard. „Hann hefur verið frábær þetta tímabil og ef hann heldur svona áfram gefur hann öðrum leik- mönnum tóninn.“ Chelsea mætir Newcastle á heimavelli. Lærisveinar Claudio Ranieri vonast til að fylgja eftir 4- 0 stórsigri á Lazio í Meistaradeild- inni. „Leikmenn mínir ná betur sam- an með hverjum deginum sem líð- ur,“ sagði Ranieri. „Við erum vax- andi lið með sterka leikmenn.“ Það er að vanda óvíst hvaða liði Ranieri teflir fram. Eiður Smári Guðjohnsen stóð sig vel í síðasta leik og fær kannski tækifæri í byrjunarliðinu. Hann hefur skor- að fjögur mörk í síðustu tveimur deildarleikjum gegn Newcastle. ■ EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Hefur skorað fjögur mörk í síðust tveimur deildarleikjum gegn Newcastle. LEIKIR DAGSINS: Liverpool - Man Utd Man City - Leicester City Chelsea - Newcastle Megum ekki tapa fleiri leikjum Búist við hörkuviðureign þegar Liverpool sæk- ir Manchester United heim. Megum ekki við því að tapa segir fyrirliði Liverpool. FORLAN FAGNAÐ Diego Forlan hefur verið á skotskónum fyrir Manchester United í síðustu leikjum. Hann skoraði sigurmark United gegn Liverpool í deildinni í fyrra. FÓTBOLTI Dick Advocaat, lands- liðsþjálfari Hollands, ætlar ekki að láta Ruud Van Nistelrooy, framherja Manchester United, byrja leikinn á móti Skotum í umspili um laust sæti á Evrópu- mótinu í knattspyrnu. Landsliðsþjálfarinn sá van Nistelrooy skora tvisvar í leik United og Rangers í Meistara- deild Evrópu á þriðjudag en segir frammistöðu framherjans ekki breyta neinu um val sitt á byrjunarliðinu. Líklegt þykir að Patrick Kluivert byrji inn á þó hann hafi aðeins skorað eitt mark fyrir Barcelona á leiktíð- inni. „Ég hef sagt það áður að van Nistelrooy og Kluivert geta ekki leikið saman gegn Skot- um,“ sagði Advocaat sem þykir líklegur til að stilla upp Rafael Van der Vaart, leikmanni Ajax, við hlið Kluiverts. Þar að auki getur landsliðsþjálfarinn kallað til Roy McKaay, Pierre van Hooijdonk og Jimmy Floyd Hasselbaink. Skotar verða án fyrirliðans Paul Lambert sem er meiddur á ökkla. Fyrri leikurinn fer fram þann 15. nóvember í Hampden en sá síðari fjórum dögum síðar í Hollandi. ■ RUUD VAN NISTELROOY Van Nistelrooy datt út úr landsliðhópnum eftir að hann brást illa við að vera tekinn af velli gegn Tékklandi í undankeppninni. Ruud Van Nistelrooy: Ekki í náðinni Norska bikarkeppnin: Kolbotn tapaði FÓTBOLTI Kolbotn tapaði óvænt fyr- ir Medkila í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar í gær. Kolbotn varð í öðru sæti úrvalsdeildarinn- ar í sumar en Medkila var í öðru sæti 1. deildar. Katrín Jónsdóttir lék síðustu 22 mínúturnar með Kolbotn. Leikurinn fór fram á Ullevaal stadion að viðstöddum rúmlega sex þúsund áhorfendum. Stine Frantzen skoraði fyrsta markið fyrir Medkila en Tonje Hansen jafnaði skömmu síðar fyrir Kol- botn. Anneli Giske skoraði sigur- mark Medkila snemma í seinni hálfleik. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.