Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 32
32 9. nóvember 2003 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 6 7 8 9 10 11 12 MARS Sunnudagur Nottingham Forest: Brynjar í byrjunarliði FÓTBOLTI Brynjar Björn Gunnars- son lék allan leikinn þegar Nott- ingham Forest sem gerði jafntefli við Watford á City Ground í gær. Brynjar var síðast í byrjunarlið- inu um miðjan ágúst þegar Forest tapaði 3-0 fyrir Reading á útivelli. Heiðar Helguson er enn á sjúkra- lista og lék því ekki með Watford. Eugen Bopp skoraði mark Forest snemma í seinni hálfleik en Lee Cook jafnaði fyrir gestina undir lokin. Ívar Ingimarsson var í byrjun- arliði Reading sem sigraði Wigan 1-0 á heimavelli. Andy Hughes skoraði markið tuttugu mínútum fyrir leikslok. John Filan, mark- vörður Wigan, var rekinn af velli á lokamínútunni fyrir að hand- leika boltann utan vítateigs. WBA lenti 3-0 undir gegn West Ham á útivelli en vann að lokum 4-3. Brian Deane skoraði tvö mörk fyrir West Ham og eitt fyrir gest- ina. Jermain Defoe skoraði strax á fyrstu mínútu fyrir heimaliðið en var rekinn af velli rétt fyrir hlé. Rob Hulse skoraði tvisvar fyrir WBA en Lee Hughes setti sigurmark þeirra þrettán mínút- um fyrir leikslok. ■ FÓTBOLTI Arsenal sigraði Totten- ham 2-1 í uppgjöri Lundúnafélag- anna á Highbury í gær. Totten- ham, sem hefur ekki unnið á Highbury í áratug, komst yfir á fimmtu mínútu þegar Darren Anderton skoraði. Arsenal átti lengi vel erfitt með að skapa sér færi og virtust þreyttir eftir Evr- ópuleikinn í vikunni. „Þeir gáfu allt í leikinn gegn Dynamo Kiyev á miðvikudag og það sást, en þeir hafa mjög mikinn viljastyrk,“ sagði Arsene Wenger, fram- kvæmdastjóri Arsenal. Robert Pires jafnaði fyrir Arsenal um miðjan seinni hálfleik og Svíinn Fredrik Ljungberg skorði sigur- mark þeirra þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Með sigrinum náði Arsenal fjögurra stiga forystu á Chelsea sem mætir Newcastle á heima- velli í dag. Manchester United, sem er stigi á eftir Chelsea, heim- sækir Liverpool. Hermann Hreiðarsson lék all- an leikinn þegar Charlton vann Fulham 3-1 á heimavelli. Graham Stuart skoraði þegar á tíundu mín- útu fyrir Charlton og Jonatan Jo- hansson bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik. Middlesbrough vann Aston Villa 2-0 á útivelli. Boudewijn Zenden, sem er í láni frá Chelsea, skoraði í fyrri hálfleik og fékk vítaspyrnu í þeim seinni sem Michael Ricketts skoraði úr. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn en seinni hálf- leikurinn var algjört grín,“ sagði Peter Reid, framkvæmdastjóri Leeds eftir 6-1 tapið fyrir Portsmouth á Fratton Park. Þetta var fimmti tapleikur Leeds í röð. Arsenal jók forskotið Arsenal vann nágrannaslaginn við Tottenham. Portsmouth burstaði Leeds. ARSENAL Leikmenn Arsenal fagna sigurmarki Fredrik Ljungberg. LEIKIR  15.00 FH og Stjarnan keppa í Kaplakrika í RE/MAX-deild kvenna í handbolta.  16.00 Breiðablik og Selfoss keppa í Smáranum í suðurriðli RE/MAX-deildar karla í handbolta.  17.00 Grótta/KR fær Hauka í heimsókn á Seltjarnarnesið í RE/MAX- deild kvenna í handbolta.  17.00 FH tekur á móti Stjörnunni í Kaplakrika í suðurriðli RE/MAX-deildar karla í handbolta.  17.00 Afturelding leikur við Val að Varmá í norðurriðli RE/MAX-deildar karla í handbolta.  19.15 Keflavík og Hamar leika í Keflavík í Hópbílabikar karla í körfubolta.  20.00 Haukar keppa við Vardar Skopje að Ásvöllum í Meistaradeild Evr- ópu í handbolta. SJÓNVARP  13.40 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Liverpool og Manchester United.  15.55 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Chelsea og Newcastle United.  17.00 Markaregn á RÚV. Sýndir verða valdir kaflar úr leikjum 12. um- ferðar í þýska fótboltanum.  18.00 Hnefaleikar á Sýn. Útsend- ing frá hnefaleikakeppni í Las Vegas. Á meðal þeirra sem mættust voru Roy Jo- nes Jr. og Antonio Tarver.  19.30 Meistaradeildin í hand- bolta á Sýn. Bein útsending frá leik Hauka og Vardar Skopje.  21.25 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  21.40 Helgarsportið á RÚV. Fjallað um helstu íþróttaviðburði helgarinnar. BRYNJAR BJÖRN GUNNARSSON Var í byrjunarliði í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Ólympíuleikarnir í Aþenu: Áfall fyrir Bandaríkin HAFNABOLTI „Ég trúi þessu ekki,“ sagði Tom Lasorda, sem þjálfaði Ólympíumeistara Bandaríkja- manna í hafnabolta árið 2000. „Það er áfall og smán að Bandaríkin eigi ekki lið á Ólympíuleikunum.“ Bandaríkjamenn töpuðu 2-1 fyr- ir Mexíkóum í undankeppninni á föstudag og eiga ekki lengur mögu- leika á sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu á næsta ári. „Hafnabolti er bandarískur leik- ur. Hann er ekki leikur Japana, Kúbana, Kóreumanna eða Ítala.“ sagði Lasorda. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.