Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 34
■ ■ KVIKMYNDIR  Sjá www.kvikmyndir.is Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800 Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900 Háskólabíó, s. 530 1919 Laugarásbíó, s. 553 2075 Regnboginn, s. 551 9000 Smárabíó, s. 564 0000 Sambíóin Keflavík, s. 421 1170 Sambíóin Akureyri, s. 461 4666 Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500  14.00 Norska kvikmyndin Glerbrot verður sýnd í Barnabíói í Norræna hús- inu. Ókeypis aðgangur!  15.00 Tsapajev nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Mynd þessi var gerð í Sovétríkjunum 1934 og voru leikstjórar svonefndir Vassílíev-bræður. Enskur texti. Ókeypis aðgangur. ■ ■ TÓNLEIKAR  15.00 Eftirmiðdagsjazz á Hótel Borg á Jazzhátíð Reykjavíkur. Trompet- stjarnan Ingrid Jensen leikur með orgel- tríóinu B3, sem er skipað þeim Ásgeiri J. Ásgeirssyni gítarleikara, Agnari Má Magnússyni hammondorganista og Eric Qvick trommara.  16.00 Caritas á Íslandi efnir til styrktartónleika fyrir Sjónarhól, sérstök börn til betra lífs, í Kristskirkju við Landakot. Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Guðný Guð- mundsóttir fiðluleikari, Áshildur Har- aldsdóttir flautuleikari, stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margretar Pálmadóttur, Gunnar Kvaran sellóleik- ari og Ulrik Ólason orgelleikari.  17.00 Unglingakór Dómkirkjunnar og Stúlknakór Bústaðakirkju halda tónleika í Dómkirkjunni. Flutt verður kirkjuleg tónlist og veraldleg og þekkt ís- lensk og erlend þjóðlög.  17.00 Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna heldur tónleika í Seltjarnarnes- kirkju. Leikinn verður Brandenborgar- konsert nr. 3 efitr Johann Sebastian Bach, fagottkonsert í C-dúr eftir Vivaldi og Haffnersinfónían eftir Mozart. Stjórn- andi á tónleikunum er Ingvar Jónasson og einleikari á fagott er Sigríður Krist- jánsdóttir.  20.30 Lokatónleikar Jazzhátíðar Reykjavíkur 2003 verða í Austurbæ við Snorrabraut. Fram kemur sönghópurinn New York Voices ásamt Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Darmons Meader. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner á stóra sviði Þjóðleik- hússins.  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren á stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  17.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner á stóra sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir Gaukshreiðrið í Valaskjálf á Eg- ilsstöðum í leikstjórn Odds Bjarna Þor- kelssonar.  20.00 Púntila og Matti eftir Bertolt Brecht á stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 CommonNonsense, byggt á myndlist Ilmar Stefánsdóttur, er sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins.  20.00 Veislan á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins.  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson er sýnt í Frumleik- húsinu í Keflavík. ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Kitty H. M. Waage opnar myndlistarsýningu í félagsmiðstöðinni Árskógum 4, Reykjavík. Opið hús frá 10-16 alla virka daga. ■ ■ SKEMMTANIR  20.00 Capri-tríó leikur fyrir dansi í Ásgarði, Glæsibæ.  Richard Scoobie og Gunnar Bjarni (JBJ) verða með tónleika á Gauknum. ■ ■ ÚTIVIST  11.00 Ferðafélag Íslands efnir til gönguferðar í Byrgin norðan Grindavík- ur. Í Grindavík verður Saltfisksetur Íslands heimsótt, en sjálf gangan hefst við Húsa- tóftir og gengið verður um Byrgin að Eld- vörpum. Ferðinni lýkur við Bláa lónið. Far- arstjóri Þórunn Þórðardóttir. Brottför frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. ■ ■ FUNDIR  15.30 Félagið Ísland-Palestína boðar til fundar í Norræna húsinu á al- þjóðlegum baráttudegi gegn aðskilnað- armúrnum á Vesturbakkanum. ■ ■ SAMKOMUR  17.00 Hátíðarsamkoma verður í húsi KFUM og K við Holtaveg kl. 17 í til- efni kristniboðsdagsins. Ungt fólk frá kirkjunni okkar í Kenýju segir frá lífi og starfi í Pókot. Hinn vinsæli Kangakvar- tett syngur og Ómar Ragnarsson, fréttamaður, segir frá ferð sinni til Eþíóp- íu. Að samkomu lokinni gefst fólki tæki- færi á að smakka eþíópískan mat.  Sunnudagar eru barnadagar í aðal- safni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15 og í dag verður myndbandið Brúðubíll- inn sýnt á fyrstu hæð. ■ ■ MESSUR  11.00 Jazzmessa verður Kópa- vogskirkju á Jazzhátíð Reykjavíkur. Sálmar Lúthers í flutningi Björns Thoroddsen á gítar, Stefáns Stefáns- sonar á saxa, Jóns Rafnssonar á bassa, Eric Qvick á trommur. Dr. Sigurjón A. Eyjólfsson þjónar fyrir altari og segir frá afstöðu Lúthers til tónlistar. ■ ■ SÝNINGAR  Í Listasafninu á Akureyri voru í gær opnaðar tvær sýningar. Blómrof nefnist sýning á málverkum Eggerts Péturs- sonar í austur- og miðsal safnsins. Í vestursal sýnir Aaron Michel innsetn- ingu á skúlptúrum og teikningum sem hann kallar Minningar og heimilda- söfn.  Í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39, sýnir Ágústa Oddsdóttir verkið „365 sinnum“. Í kjallara sýnir svo Margrét O. Leópoldsdóttir innsetinguna „Sjó- gangur“.  Anna Snædís Sigmarsdóttir opnaði í gær sýninguna Undirheimar heimilis- ins í sýningarsal Íslenskrar grafíkur, sem er hafnarmegin í Hafnarhúsinu.  Listasafn Einars Jónssonar er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.  Íslensk og alþjóðleg samtímalistaverk eru til sýnis í Safni, Laugavegi 37. 34 9. nóvember 2003 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 6 7 8 9 10 11 12 NÓVEMBER Sunnudagur Fyrsta kvikmyndin sem samditónlist við var Hitaveituævin- týrið eftir Þorgeir Þorgeirson. Þá var þetta ein mínúta hér, fimmtán sekúndur þar og svoleiðis, þannig að það hefur kannski ekki neina heildstæða mynd,“ segir Jón Ás- geirsson tónskáld. „Aftur á móti þegar ég samdi fyrir Hafið núna síðast þá vildi Baltasar að ég semdi eitt lag sem hægt væri að spila sem gegnumgangandi melódíu í myndinni. Þetta lag átti að mynda andstæðu við myndina. Upp úr því samdi ég svo flautukonsert, en hann hefur ekki verið spilaður ennþá.“ Í kvöld verða tónleikar í Salnum í Kópavogi, þar sem KaSa hópurinn flytur kvikmynda- og leikhústónlist eftir Jón. Fyrst verða fluttir verða kaflar úr tveimur konsertum eftir Jón, öðrum fyrir horn, hinum fyrir víólu. Stef í báðum þessum konsert- um voru samin fyrir kvikmyndir. Að því búnu er komið að leikhús- tónlistinni. Flutt verður Lax- nesssyrpa með lögum sem Jón samdi fyrir leiksýninguna Heims- ljós, sem gerð var eftir samnefndri sögu Halldór Laxness. Sum þessara laga hafa notið mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. „Ég útsetti þessi lög sérstaklega fyrir KaSahópinn núna. Fólk hefur mikið viljað syngja þessi lög, sum þeirra. Maður hefur samt enga hug- mynd um það hvaða lög ganga í fólk. Sjálfum fannst mér eitt af þessum lögum vera best og Lax- ness fannst það líka. En það hefur enginn tekið eftir því lagi.“ Loks verða flutt atriði úr óperu Jóns, Galdra-Lofti, frá árinu 1994. Þar verður Jón í hlutverki sögu- manns, en þau Elín Ósk Óskarsdótt- ir sópran, Bergþór Pálsson baritón og Þorgeir Andrésson tenór sjá um sönginn. Tónleikarnir í Salnum eru af- mælistónleikar í tilefni af 75 ára af- mæli Jóns. „Afmælið mitt er löngu liðið en þau vildu hafa þetta svona. Maður á víst að vera orðinn gamall og virðu- legur borgari.“ Jón Ásgeirsson er samt enn að semja tónlist á fullu. „Þetta er geðveiki sem eykst með aldrinum. Ég er að semja óp- eru óperu núna, en tafðist við það því ég þurfti að klára þrjá strengjakvartetta og tvo konser- ta. Þá beið óperan rétt á með- an.“ ■ Bókið hópa núna! Keramik fyrir alla, Laugavegi 48b, sími 552 2882, www.keramik.is Opið alla virka daga kl. 11-18, laugardaga 13-17, opið hús miðvikudagskvöld kl. 20-23. Hvernig fannst þér í Keramik fyrir alla? - Við fórum í bekkjarferð úr skólanum og allir voru í sjöunda himni Sigrún úr foreldraráði. NEW YORK VOICES Söngvararnir Darmon Meader, Kim Nazarian, Peter Eldridge og Lauren Kinhan skipa New York Voices sönghópinn. New York Voices hefur farið sigurför um heiminn undanfarin ár. Meaders hefur útsett klassísk jazzlög og söngdansa fyrir sönghópinn og stórsveit og er ekki að efa að það verður heitt í kolunum á lokatónleikum Jazzhátíðar. Jazz fyrir alla sem unna heitri sveiflu. Austurbær kl. 20:30 - kr. 2.900 ÁSAMT STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR    GrammyverðlaunahafarnirÍ kvöld Forsala aðgöngumiða í JAPIS Laugavegi og Uppplýsingmiðstöð Ferðamanna, Aðalstræti 2. www.ReykjavikJazz.com/ Íkvöld mun Hlín Agnarsdóttir,rithöfundur og leikstjóri, mæta niður í Borgarleikhús og spjalla við gesti um óðalsbóndann Púntila og áfengisfíkn hans á undan leik- sýningunni Púntila bóndi og Matti vinnumaður eftir Berthold Brecht. Í bók Hlínar, Að láta lífið rætast, fjallar hún um Púntila bónda í tengslum við viðfangsefni bókarinnar sem er ástarsaga að- standenda áfengissjúklinga en Hlín skrifaði lokaritgerð í leik- stjóranámi á sínum tíma um lit- ríka persónu Púntila og hann kem- ur fyrir í einum kafla bókar henn- ar. Spjallið verður í forsal leik- hússins en salurinn opnar klukkan 19. Sýningin, sem fékk þrjár til- nefningar til Grímuverðlaunanna síðastliðið vor, hefst klukkan 20 en í aðalhlutverkum eru Theodór Júlíusson, Bergur Þór Ingólfsson og Harpa Arnardóttir. ■ HLÍN AGNARSDÓTTIR Spjallar við gesti um áfengisfíkn Púntila bónda í forsal Borgarleikhússins á undan sýningu Spjall um áfengisfíkn ■ TÓNLIST Geðveiki sem eykst með aldrinum KASA-HÓPURINN Jón Ásgeirsson tónskáld vantar á myndina, en hann verður í aðalhlutverki á tónleikum hópsins í Salnum í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.