Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 35
SUNNUDAGUR 9. nóvember 2003 ATH ! Hægt er a› hafa hla›bor›i› minna í sni›um og á lægra ver›i ef sent er heim e›a á vinnusta›. B o › i › e r u p p á j ó l a h l a › b o r › á s a m t t r ú b a d o r á e f t i r f a r a n d i d ö g u m : 2 1 . - 2 3 . , 2 8 . - 3 0 . n ó v e m b e r • 5 . - 7 . , 1 2 . - 1 4 . , 1 9 . - 2 1 . d e s e m b e r . S a l u r i n n t e k u r a l l t a › 1 5 0 m a n n s í s æ t i • P ö n t u n a r s í m a r : 8 2 0 4 3 9 1 o g 8 2 0 4 3 8 1 P ó s t b a r i n n B a r - G r i l l • P ó s t h ú s s t r æ t i 1 3 • 1 0 1 R e y k j a v í k • S í m i 5 6 2 7 8 3 0 w w w . p o s t b a r i n n . i s • p o s t b a r i n n @ p o s t b a r i n n . i s Heitt • Marinera› lambalæri • Hunangsgljá› kalkúnabringa • Sósa • Grænmeti • Kartöflu- og seljurótarmús • Uppstúf me› kartöflum Eftirréttir • Vanillubollur • Ris a la mandle • Súkkula›ikaka • Smákökur Súpa & Brau› • Jóla aspassúpa • Ítölsk brau› • Rúgbrau› • Laufabrau› • Smjör • Aioli • Tappanade • Tómatmauk • Ólífur Kalt • 3 tegundir af síld • Roastbeef a› ítölskum hætti • Kalkúnabringa “Tappanade“ • Karry kókos sjávar- réttasalat • Reykt laxarúlla me› kryddu›um rjómaosti • Hangikjöt • Jólaskinka • Sjávarréttapaté • Saltfisk-tartar J ó l a h l a › b o r › í v e i s l u s a l P ó s t b a r s i n s Vín hússins kostar a›eins 1.990 kr. flaskan E i n u n g i s 3.980 kr. á m a n n Samstarf þeirra Leifs Breið-fjörð og Sigríðar Jóhannsdótt- ur hófst fyrir rúmum þremur ára- tugum. Leifur er kunnur fyrir glerlistaverk sín en Sigríður hef- ur helgað sig veflistinni. „Ég byrjaði sem aðstoðarkona Leifs í steinda glerinu árið 1971,“ segir Sigríður. Hún hefur aðstoð- að eiginmann sinn í glerlistinni allar götur síðan. Á móti hefur Leifur svo aðstoðað Sigríði í veflistinni. „Við teiknum verkin saman, en ég sé svo um alla vinnuna í kring- um vefnaðinn. Klassískur mynd- vefnaður er gífurlega seinleg vinna,“ segir Sigríður. „Þetta er þolinmæðisvinna en ég hef mjög mikla ánægju af þessu og myndi ekki vilja vinna neitt annað.“ Í gær var opnuð sýning á 21 veflistarverki eftir þau í Gerðar- safni í Kópavogi. Elstu verkin á sýningunni eru frá árinu 1985 en nýjust er myndröðin Hefðarkonur og Merkismenn, en það eru mannamyndir sem þau hafa unnið að undanfarin tvö ár. „Við köllum þetta Hefðarkonur og Merkismenn. Það hljómar svo vel á enskunni, Ladies and Gentlemen.“ Sigríður segir engar sérstakar fyrirmyndir vera að manna- myndunum, þótt ýmsir telji sig geta þekkt vissar persónur í þeim. „Þetta eru myndir af þessum sjálfsörugga manni og frama- konum sem vita alveg hvað þær vilja. En samt er viss dulúð á bak við þær.“ Veflistarverk eftir þau Sigríði og Leif er að finna víða í kirkjum landsins. Þau hafa mikið einbeitt sér að kirkjulist, en þessi mynd- röð er alveg utan við það svið listarinnar. ■ Aðstoða hvort annað ■ TÓNLIST EINN MERKISMANNA LEIFS OG SIGRÍÐAR Sýning á veflistarverkum þeirra hjóna hefur verið opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi.  Í Ásmundarsafni stendur yfir sýning- in Ásmundur Sveinsson - Nútímamað- urinn. Þetta er yfirlitssýning haldin í til- efni af 20 ára afmæli Ásmundarsafns. Hún stendur til 20. maí.  Gunnar Örn sýnir myndröð sem hann kallar Sálir í Hallgrímskirkju.  Í Gerðubergi stendur yfir yfirlitssýn- ing á verkum leirlistakonunnar Koggu.  Á Mokkakaffi stendur yfir myndlist- arsýningin Peep Show, þar sem Jóna Thors sýnir verk sín.  Myndbandsinnsetningin BASE eftir Spessa og Erik Pauser stendur yfir í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b.  Afmælissýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar stendur til 30. nóvember.  Myndlistasýning Nini Tang stendur nú yfir í Gallerí Sævars Karls.  Á Kjarvalsstöðum standa yfir sýn- ingarnar Ferðafuða og Kjarvalsstaðir í 30 ár.  Einkasýning Kristins Pálmasonar stendur yfir í Listasafni Reykjanesbæj- ar. Henni lýkur 7. desember.  Samsýning á verkum félaga Meist- ara Jakobs er í Norræna húsinu.  Myndverk eftir Valgerði Briem eru til sýnis í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akra- nesi. Sýningunni lýkur 16. nóvember.  Sýning á myndskreytingum úr bók- inni Lilja í garði listmálarans stendur yfir í Safni Ásgríms Jónssonar.  Í Þjóðarbókhlöðunni standa nú yfir þrjár sýningar: Smekkleysusýningin Humar eða frægð, sýning um Land- nemann mikla, Stephan G. Stephans- son, og sýning um Óskar Ingimarsson, sagnfræðing, þýðanda og þul.  Hinn þekkti bandaríski listamaður David Diviney er með sýninguna „Foxfire“ í Kling og Bang gallerí, Lauga- vegi 23.  Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýn- ing á verkum eftir Karl Guðmundsson og Rósu Kristínu Júlíusdóttur. Þetta er þriðja sýningin í röð myndlistarsýninga listahátíðarinnar List án landamæra.  Opnuð hefur verið sýning í Barna- spítala Hringsins á myndum sem gerð- ar hafa verið í listasmiðjunni Gagn og gaman í Gerðubergi í Reykjavík.  Í Vestursal Gerðarsafns í Kópavogi opnuðu í gær þau Sigríður Jóhannsdótt- ir og Leifur Breiðfjörð sýningu á 21 veflistaverki. Á neðri hæðinni stendur einnig yfir sýning Huldu Stefánsdóttur, Leiftur. Í austursal efri hæðarinnar eru valin málverk úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur, sem hefur að geyma margar af perlum frumherja íslenskrar málaralistar.  Í Ljósmyndasafni ReykjavíkurÝá 6. hæð í Grófarhúsinu stendur yfir yfirlits- sýning á verkum Magnúsar Ólafssonar (1862-1937), eins helsta frumherja í ís- lenskri ljósmyndun.  Í skartgripabúðinni Mariella, Skóla- vörðustíg 12, stendur yfir sýning á perl- um og ýmsu er þeim viðkemur.  Þórdís Þórðardóttir, listakona á Eyrarbakka, sýnir vatnslita, pastel og tepokamyndir í Rauða húsinu, Eyrar- bakka. Sýningin stendur til 19. nóvem- ber.  Á bókasafni Háskólans á Akureyri stendur yfir sýning Stefáns Jónssonar myndlistarmanns. Sýningin, sem Stefán nefnir „Listaverkahrúga“ stendur fram í miðjan nóvember. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.