Fréttablaðið - 18.12.2003, Síða 28

Fréttablaðið - 18.12.2003, Síða 28
tíska o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur t ísku Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: tiska@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Gleðileg jól Tíska • Gæði • Betra verðSími 5 88 44 22 • www.hm.is Hársport Allt fyrir hárið og föt í stíl 10% afsláttur af nýjum fötum Kjóll áður kr. 8.900 nú kr. 6.900 Buxur áður kr. 7.900 nú kr. 7.100 Toppur áður kr. 3.900 nú kr. 3.500 Hraunbæ 102, s. 567 3530 Opið 9-18 mán -mið. 9-20 fim og fös - 10-16 laugardaga Prinsessan verslun í Mjódd, s. 567 4727 www.prinsessan.is J ó l a k j ó l a r og drengjaspariföt Brúðarkjólaleiga Katrínar í Mjódd Síðkjólar í úrvali - Sala og leiga Nýir brúðarkjólar frá: Amanda Wyatt. D’Zage, Maggi Sotero. Mori Lee og Sincerity væntanlegir. Útsala á eldri kjólum. HEF HAFIÐ STÖRF Á HÁRGREIÐSLUSTOFUNNI SALON REYKJAVÍK Bíð alla gamla og nýja viðskiptavini velkomna. Karen Haraldsdóttir Hárgreiðslumeistari. Álfheimum 74 - Glæsibær - Sími: 568 5305 Áramótagreiðslur: Gamaldags og glæsilegt Gamlárskvöld er rétti tíminn tilað skarta sínu fegursta, draga fram síðkjólinn sem alltaf annars er allt of fínn og leyfa dramatík- inni að ráða svolítið. Rétta hár- greiðslan getur gert gæfumuninn en þær sem klikkuðu á því að panta sér tíma á stofu í tíma þurfa ekki að örvænta. Við fengum hár- greiðslukonur frá Hárhönnun til að sýna okkur tvær einfaldar hár- greiðslur sem gefa hátíðlegt yfir- bragð. Þetta á að vera hægt að gera heima og hér gildir bara að prófa sig áfram. Við komum inn á stofuna á annasömum degi og í miðri jóla- ösinni. Haft er uppi á tveimur ungum fyrirsætum og hafist handa. Hárgreiðslan tekur ekki langan tíma, enda fjöldi viðskipta- vina sem þarf sína þjónustu. „Við ætlum að gera svolítið gamaldags og rómantíska greiðslu,“ segir Olga Björg Más- dóttir hárgreiðslumeistari sem rekur stofuna Hárhönnun. „Við ætlum að breyta aðeins til frá háum og mjóum greiðslum sem hafa verið svo áberandi undanfar- ið og reyna að fá meiri mýkt í þetta.“ Olga segir að hártískan í dag sé mjög breið. „Það er áfram sídd í hárinu en við sjáum áhrif frá pönki, sjöunda og níunda ára- tugnum. Hárið getur verið slétt eða liðað.“ Byrjað er á því að þvo hár fyr- irsætanna. Svo er það blásið eftir að settir hafa verið Aveda olíu- dropar sem mýkja hárið og gefa glans. Hárið er svo sléttað með sléttujárni. „Það er mikilvægt að setja vax í hárið strax í upphafi svo það verði viðráðanlegt,“ seg- ir Olga. Byrjað er á að túbera í rótina, allan hnakkann og aðeins til hlið- ar. „Það er betra að túbera meira en minna. Þetta á að halda uppi greiðslunni og það er alltaf hægt að greiða túberinguna úr,“ segir Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir, sem sér um að greiða ljóshærðu fyrir- sætunni. Hún tekur tvo lokka frá sitt hvoru megin. Síðan rúllar hún hárinu upp að aftan eins og pylsu og festir niður með hár- spennum. Lokkana til hliðar not- ar hún til að vefja utan um snúð- inn. Útkoman er greiðsla sem er í senn glæsileg og hæfilega kæru- leysisleg. Það er svo undir hverj- um og einum komið hversu mikla vinnu þeir leggja í að laga hárið til. „Þetta má alveg vera smá úfið,“ segir Þórhildur Ýr og úðar lakki yfir greiðsluna að lokum. Olga notar svipaða aðferð til að greiða dökkhærðu fyrirsæt- unni, túberar hárið mjög mikið undir og í rótina, rúllar upp hár- inu og festir að lokum niður með hárspennum. „Aðalatriðið er að nota efni í hárið til að geta mótað það,“ segir hún. „Það er líka gott að túbera aðeins í toppinn til að fá fyllingu.“ Fyrirsæturnar voru síðan farðaðar létt á stofunni, með Aveda snyrtivörum, en förðun- arfræðingurinn Kristín Hákon- ardóttir segist vilja hafa útlit þeirra sem náttúrulegast. Olga mælir með því að nota gamla kamba eða hárskraut til að lífga upp á greiðslur. „Það er tilvalið að kíkja í skartgripaskrínið hennar ömmu eða í Spútnik og finna eitthvað fallegt. Því þótt stelpur séu með gamaldags greiðslu þurfa þær ekki endi- lega að vera í dragfínum kjól- um, þær geta jafnvel verið í gallabuxum. Það er einmitt þetta sambland ólíkra hluta sem er svo skemmtilegt.“ ■ S: 551 6688 Njóttu lífsins HÁRGREIÐSLAN TEKUR EKKI LANGAN TÍMA Lögð er áhersla á að hún sé einföld og fljótleg. FYRIRSÆTURNAR EFTIR GREIÐSLU Voru einnig farðaðar með Aveda snyrtivörum. FYRIRSÆTURNAR FYRIR GREIÐSLU Nauðsynlegt er að hafa dálitla sídd í hárinu fyrir þessa hárgreiðslu. TVEIR LOKKAR ERU TEKNIR FRÁ TIL HLIÐANNA Og hárinu rúllað upp eins og pylsu að aftan. HÁRIÐ ER MÓTAÐ MEÐ HÖNDUNUM Mikilvægt er að nota vax áður en hafist er handa. HÁRSKRAUT Nú er um að gera að lífga upp á hár- greiðsluna með skrauti af einhverju tagi. Þá er sniðugt að lauma fallegu hár- skrauti í pakkann hjá ungu dömunni. Þetta fjaðraskraut fæst í Búðinni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.