Fréttablaðið - 18.12.2003, Qupperneq 35
FIMMTUDAGUR 18. desember 2003 31
Svartar og teinóttar buxur,
mikið úrval. Frábært verð
MUNIÐ GJAFABRÉF IN
Verið velkomnar
Mjódd - Sími 557 5900
Handtöskur og snyrtitöskur:
Undir áhrifum níunda áratugarins
Fylgihlutir geta skipt sköpumfyrir heildarmyndina og þær
sem fylgja tískunni hvað harð-
ast láta ekki hanka sig á smá-
atriðum. Skinhope, nýlegt ís-
lenskt fyrirtæki sem er með um-
boð fyrir Ziaja snyrtivörur, hef-
ur nú fengið umboð fyrir Cimi
snyrtitöskur og
C o n t e m p o
handtöskur.
Töskurnar
frá Con-
tempo fást í
m ö r g u m
g e r ð u m .
Heitasta stefnan inn í nýja árið
verður í málmkenndum efnum
en sumarlínan 2004 verður í stíl
níunda áratugarins þar sem
skærir litir; gulur, bleikur,
grænn og kóbaltblár, verða mest
áberandi. Hefðbundnari litir
eins og brúnn, beis og svartur
verða einnig
fáanlegir.
Z i a j a
framleiðir
lyf og náttúruleg fegrunarefni
fyrir umönnun andlits, líkama og
hárs. Vörurnar innihalda efni úr
náttúrunni á borð við jurtaseyði,
vítamín og
grasaolíu. ■
Handsmíðaðir skartgripir:
Áhersla lögð á öðruvísi skartgripi
Hringirnir í glugganum hjá Orgullsmiðum á Laugavegi
fanga athygli vegfarenda. Gull-
smiðirnir Kjartan Örn Kjartans-
son og Ástþór Helgason sérhæfa
sig í handsmíðuðum skartgripum
og meðal þeirra eru hringirnir en
þá prýða stórir og litríkir steinar.
„Hringirnir byrjuðu meira sem
útstilling. Fljótlega fóru þeir að
vekja eftirtekt, fyrst meðal út-
lendinga. Hringirnir fóru að selj-
ast og fljótlega urðum við uppi-
skroppa með steina.“ Kjartan fær
steinana frá Englandi. „Þegar við
föluðumst eftir steinunum í byrj-
un höfðu þeir ekki hreyfst í 20-30
ár. Þegar önnur pöntun barst svo
frá okkur skildi seljandinn ekkert
í hvað væri að gerast.“ Hringirnir
eru á misjöfnu verði, allt frá
16.000 til 400.000 þúsund krónur.
„Við vinnum alla skartgripi
frá grunni. Byrjum með plötu og
hugmyndin síðan smíðuð. Við
erum vissulega með hina klass-
ísku skartgripi en reynum að
finna aðrar leiðir frá þessu
venjulega og vinnum töluvert
með þrívídd.“
Kjartan og Ástþór smíða skart-
gripi fyrir karlmenn, hvort sem
er hringi eða ermahnappa. „Sem
dæmi um karlmannshring höfum
við notað óunninn demant í grófri
umgerð. Þá leggjum við áherslu á
öðruvísi ermahnappa og karl-
menn virðast kunna að meta það.
Þeir vilja frekar sleppa öðru
skarti og leggja áhersluna á erma-
hnappana.“
Kjartan segir verslun á borð
við Or gullsmiði taka tíma að festa
sig í sessi. „Á Laugaveginum sjá-
um við sama fólkið. Venjan er að
koma á bíl og leggja honum sem
næst fyrir fram ákveðinni versl-
un. Það er ekki fyrr en fólk gefur
sér tíma að ganga niður Lauga-
veginn og líta inn um glugga að
það sér fjölbreytnina sem er í
boði. Við höfum gaman að því sem
við erum að gera og það skilar sér
til viðskiptavina.“ ■
CIMI
SNYRTI-
TÖSKURNAR
Hannaðar til
að mæta
kröfum tísku-
iðnaðarins.
ÞAÐ HEITASTA Í
HANDTÖSKUM
Gull, kopar og
silfur.
ÖÐRUVÍSI ERMAHNAPPAR
„Karlmenn vilja öðruvísi ermahnappa.“
KJARTAN ÖRN KJARTANSSON
Allir skartgripir í versluninni eru handsmíð-
aðir frá grunni.
LITADÝRÐIN Á HRINGUNUM FRÁ OR
GULLSMIÐUM ER MIKIL
Fremst á myndinni er blár og tær Tópas
hringur.