Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 38
Blaðauki Fréttablaðsins um undirbúning jólanna jólin koma Jólabókafló ðið er í Office 1 ! SKEIFUNNI SMÁRALIND AKUREYRI EKKI BARA SUMAR 6M öndlugjöfin gleymist stundum og það er nú hálfleiðinlegt að standa uppi á aðfangadag án hennar. Í dag væri þess vegna sniðugt fyrir möndlujólasveina að ganga bara frá sínum málum og ákveða bara og kaupa möndlugjöfina. Kannski er ekki vitlaust að ganga úr skugga um að heil mandla fyrirfinnist í eldhússkápnum, hana má ekki vanta. Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: jol@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. ■ Bakað til jóla Afi minn átti heima í Keflavíkog við fórum í Stapann á jóla- böll nokkur ár í röð,“ segir Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona. „Ég var nú svo lítil að ég man þetta óskýrt en þarna voru jólasveinar og stórt jólatré sem við gengum í kringum. Ég man líka eftir namm- inu, maður fékk alltaf nammipoka þegar ballið var búið og tók með sér heim. Við fórum þrjú systkin- in, vorum í fínum fötum, og svo var jólaboð hjá afa á eftir.“ Regína Ósk segir að hún hafi líka farið á jólaböll í skólanum, en þau eru henni ekki jafn minnis- stæð. „Það er ekki svo langt síðan ég kom aftur í Stapann og sá þá að þetta hús, sem mér fannst svo mik- ill geimur, er ekki jafn stórt og það var í minningunni.“ Regína Ósk er hálfgert jóla- barn, á afmæli 21. desember, en man ekki eftir því að það hafi vald- ið henni miklu hugarangri. „Þegar ég var yngri var alltaf haldið af- mæli. Allar konurnar í hverfinu voru dauðfegnar að losna við börn- in í nokkra tíma svona rétt fyrir jólin. En ég man að ég fékk mikið af jólaskrauti í afmælisgjöf. Mér fannst það bara æðislegt að fá glerjólasveina og svoleiðis og átti alltaf flottasta jólaskrautið á heim- ilinu. Nú í seinni tíð gleymist af- mælið mitt frekar. Nema ég haldi upp á það, sem mér finnst voða gaman að gera.“ Regína Ósk er nú með litla fjórtán mánaða stelpu sem er að fara á sitt fyrsta jólaball næstu helgi. „Við förum á jólaball hjá dagmömmunni og svo annað 4. jan- úar hjá Samskipum. Hún er búin að fá fínan kjól fyrir ballið og hitt- ir örugglega jólasveina en er að- eins of ung fyrir nammi. Það er gaman að upplifa þetta aftur í gegnum börnin, ég hef ekkert ver- ið að hugsa um jólaböll undanfarin ár.“ ■ Jólaböll fyrr og nú: Gaman að upplifa þetta aftur gegnum börnin Mynd: Gunnar Karlsson fyrir Jólahefti Rauða krossins. Vísurnar eru eftir Jóhannes úr Kötlum og teknar upp úr bókinni Jólin koma sem gefin var út af Máli og menningu. Hurðaskellir Sjöundi var Hurðaskellir, - sá var nokkuð klúr, ef fólkið vildi í rökkrinu fá sér vænan dúr. Hann var ekki sérlega hnugginn yfir því, þó harkalega marraði hjörunum í. Til byggða í nótt Fallegt stálúr með Sircon steinum VERÐ: 17.900 SMÁRALIND • SÍMI 555 7711 Dalbraut 3, 105 Rvk., s: 567 7773, og um kvöld og helgar s: 897 2800 TILBOÐ Í DESEM BER Í Jóla- pakkann Lofthreinsi- og rakatæki margar tegundir ilmefna einnig lyktareyðandi (t.d. skötulykt) Ekki filter eða sía Hrein þjónusta ehf. Mörkinni 3 • s: 588 0640 Opið mán.- föst. kl. 11 til 18 laugard. kl. 11 - 15 www.casa.is Frábærar jólagjafir TÍGLAKÖKUR 4 1/2-5 dl hveiti 1 dl sykur 200 g smjör BRAGÐEFNI: 2 tsk. vanillusykur 2 msk. kakó Hveiti, sykriog smjöri er blandað létt saman. Skipt í tvennt, vanillan sett í annan helm- inginn og kakóið í hinn. Hvor hluti hnoðaður og rúllaður út í tvær lengjur. Lengjurnar eru síðan lagðar saman þannig að litirnir stangist á og þrýst vel saman. Látnar kólna um stund en síðan skornar í þunnar kökur og bakaðar í miðjum ofni í ca. 10 mínútur. ■ REGÍNA ÓSK ÓSKARSDÓTTIR Man alltaf eftir jólaböllunum í Stapanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.