Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2003, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 18.12.2003, Qupperneq 62
Eina ósk 58 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR Þetta eru sundgleraugu meðstyrkleika í sundglerinu,“ segir Sigurður Óli Sigurðsson, eigandi gleraugnarverslunarinnar Ég C í Kópavogi sem selur sundgleraugu fyrir sjóndapra. „Þessi gleraugu eru mjög sniðug fyrir fólk sem er með háan styrkleika og notar þar af leiðandi dýr gleraugu. Það er mikið af steinefnum í heita vatninu sem er notað í sundlaugunum og þá getur myndast flekkur á gleraugun sem þau nota dags daglega.“ Sigurður, sem hefur selt sund- gleraugun frá 1996, segir ekki alltof marga vita af sundgleraugunum þó selur hann alltaf slatta af þeim á hverju ári. Sundgleraugu fyrir sjón- dapra kosta tæpar fjögur þúsund krónur. „Gleraugun endast ágætlega,“ segir Sigurður Óli. „Þau eru ekki í súpergæðum en eru góð fyrir fólk sem er mjög fjær- eða nærsýnt. Þau þurfa þá ekki að nota gleraugun sem þau nota dagsdaglega.“ ■ „Ef ég ætti eina ósk myndi ég útrýma hungri og styrjöldum í heiminum,“ segir Pétur Blöndal þingmaður. Hrósið ... fær Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fyrir að gefa ungum og efnilegum handknatt- leiksmönnum tækifæri með landsliðinu. Fréttiraf fólki Sundgleraugu fyrir sjóndapra í dag Dorrit bölvað í Flugleiðavél Ólafsvíkingurinn keypti ekki ástina Davíð vill drepa Saddam Fallegt stálúr með Sircon steinum Kosið um jólalag ársins Rás 2 og Skífan standa samanað jólalagakeppni sem hófst 1. desember. Ríflega fjörutíu jólalög skiluðu sér inn í keppnina og sex þeirra voru valin til að keppa til úrslita en lögin hafa verið í spilun á Rás 2 að undanförnu. Hægt er að kjósa í jólalaga- keppninni með því að fara á heimasíðurnar www.jol.is eða www.ruv.is og á heimasíðu Rásar 2 er hægt að hlusta á öll lögin. Mikill fjöldi hefur nú þegar kosið í netkosningu og í gegnum Texta- varpið en hægt er að kjósa á síðu 255. Dómnefnd skipuð dagskrár- gerðarfólki Rásar 2 hefur endan- legt úrslitavald í keppninni ásamt þeim atkvæðum sem falla í net- kosningu. Dómnefndina skipa þau Hrafnhildur Halldórsdóttir, Guðni Már Henningsson og Freyr Eyjólfsson. Jólalag ársins verður gert op- inbert á Rás 2 um hálffjögurleytið á morgun en sigurvegarinn hlýtur að launum PlayStation-leikja- tölvu, ársmiða fyrir tvo í Sambíó- in, úttekt í Skífunni og það er aldrei að vita nema útgáfusamn- ingur fylgi í kjölfarið á sigrinum. ■ HELGI HRAFN JÓNSSON Er orðinn vel þekktur í djasssenunni í Austurríki. Hann flytur frumsamið lag í keppninni sem hann nefnir Jólalag. ÞÓREY HEIÐDAL Þekktust fyrir að syngja í undankeppni Eurovision en nú syngur hún ásamt Kungfú og þau flytja lagið Gemmér jól. JOE JOE Trúbadorast ósjaldan í Austurstræti og flyt- ur jólalagið Jólasveinn í keppninni. BUFF Buffararnir er þekktir fyrir almennan hress- leika og Jólaboð er framlag þeirra í jóla- lagaflóruna. BREIÐBANDIÐ Hvað er það við jólin? nefnist jólalag Breiðbandsins en það hljóta að vera með- mæli með bandinu að það á rætur að rekja til bítlabæjarins Keflavíkur. GUNNLAUG R. SIGURÐARDÓTTIR Hún kemur frá Vestmannaeyjum og syngur Jólastjörnuna. Lagið er eftir Sigurð Óskarsson. SUNDGLERAUGU MEÐ STYRK Sundgleraugu fyrir sjóndapra hafa fengist á Íslandi síðan 1996. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Charles Cullen. Gamli Lóðsinn. It’s a Wonderful Life. Lárétt: 1 þvaður, 5 málmi, 6 öfug röð, 7 tveir eins, 8 gerast, 9 í lagi, 10 bensínfyr- irtæki, 12 verkfæri, 13 ónotaður, 15 tónn, 16 flenna, 18 stofnun. Lóðrétt: 1 mjög reiða, 2 fataefni, 3 fimmtíu og einn, 4 tignarmaðurinn, 6 hlíf, 8 sjáðu til, 11 á heima, 14 blóm, 17 átt. 1 7 8 9 10 11 13 16 17 18 14 15 12 2 3 4 5 6 Lausn. Lárétt: 1bull,5ál,6sr, 7ll,8 ske,9ókei,10ob,12orf, 13nýr, 15mi, 16drós,18safn. Lóðrétt: 1bálvonda,2ull,3li,4greifinn, 6skerm,8sko,11býr, 14rós,17sa. Um fátt er meira rætt en viðtalsem þeir Sigmar Guðmundsson og Kristján Kristjánsson áttu við Davíð Oddsson forsætisráðherra í Kastljósinu á dögunum. Þóttu þeir óvenju beinskeyttir í spurningum sínum og mun það hafa fallið í mis- jafnan jarðveg í röðum harðra Davíðssinna. Það sem menn hins vegar gantast með á kaffistofum nú er að Davíð notaði orðið förtidspen- sjón „eins og Daninn segir“ um hið umdeilda eftirlaunafrumvarp. Þeir sem eru forframaðir í Danmörku segja að orðið förtidspensjón þýði örorkubætur þar í landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.