Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 1
HÚSNÆÐISLÁN Hámarkslán sem íbúðakaupendur geta fengið hjá Íbúðalánasjóði hækka um mitt næsta ár. Vonir eru bundnar við að vextir húsnæðislána lækki við það að stjórnvöld bjóða fjármögnun húsnæðislána út á almennum markaði. Útboðið verður sniðið að alþjóðlegum fjármálamarkaði til að ná niður vöxtum. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra telur þessar breytingar vera mikilvægt skref í þá átt að framfylgja ákvörðunum sem kynntar voru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar í vor um að hækka hlutfall og fjárhæð hús- næðislána. „Við erum þarna að stíga eitt skrefið enn í þá átt, eins og fjallað er um í okkar stjórnar- sáttmála,“ segir Árni. Stefnt er að því að útgáfu hús- bréfa og húsnæðisbréfa verði hætt frá og með 1. júlí en þess í stað muni Íbúðalánasjóður bjóða út á almennum markaði nýjan flokk húsnæðisskuldabréfa sem nefnist íbúðabréf. Stefnt er að því að sníða hin nýju bréf að alþjóð- legum fjármálamarkaði. „Í sinni einföldustu mynd þýðir þetta að húsbréfin, sem hafa þjón- að vel sínum tilgangi bæði í hús- næðiskerfinu og uppbyggingu verðbréfamarkaðar, munu heyra sögunni til og með því sú áhætta sem húsnæðiskaupendur hafa borið í formi affallanna. Í staðinn koma þessir stóru skuldabréfa- flokkar sem ættu að geta haft áhrif til vaxtalækkunar,“ segir félagsmálaráðherra. Hallur Magnússon, verkefna- stjóri hjá félagsmálaráðuneytinu, telur líklegt að vextir til fast- eignakaupenda muni lækka við þessa breytingu á húsnæðislána- kerfinu og færist nær alþjóðleg- um vöxtum en nú er. Félagsmálaráðherra segir að áhugi erlendra fjárfesta á ríkis- tryggðum íslenskum skuldabréf- um þyki benda til þess að hægt sé að ná niður vöxtum á húsnæðis- lánum. Félagsmálaráðuneytið hefur einnig hækkað hámarkslán fyrir nýtt húsnæði úr níu í 9,7 milljónir og fyrir notað húsnæði úr átta í 9,2 milljónir. Þá hafa vextir á viðbót- arlánum verið lækkaðir úr 5,6% í 5,3%. thkjart@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 FÖSTUDAGUR hollur fiskur ● til hnífs og skeiðar ▲ SÍÐUR 16-17 matur o.fl. Grænkryddað kjöt sérkennilegast Steingrímur J. Sigfússon: MIÐALDRA UNGLINGAHLJÓM- SVEIT Pops koma saman og leika á Kringlukránni í kvöld og annað kvöld. Þeir hafa haft fyrir vana að koma saman tvær helgar í janúar ár hvert en láta sér nægja eina helgi nú. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HÆGT HLÝNANDI VEÐUR Fyrst um suðvestanvert landið en síðan ætti að vera orðið frostlaust um allt á morgun. Það má búast við allnokkrum vindi með Suður- og Vesturlandinu. Sjá síðu 6. 2. janúar 2004 – 1. tölublað – 4. árgangur ● framkvæmdabókin 2004 Þorsteinn Garðarsson: ▲ SÍÐA 31 Skipulag á nýju ári ● nýr aðstoðarmaður þorgerðar katrínar Steingrímur Sigurgeirsson: ▲ SÍÐA 14 Í ráðuneyti mennta og menningar ● sala íslenskrar tónlistar Björgvin Halldórsson: ▲ SÍÐA 18 Nær hann gullinu? FYRSTA BARNIÐ Í REYKJAVÍK Stúlkubarn sem fæddist í Reykjavík í gær- morgun var fyrsta barn ársins. Stúlkan lét finna fyrir sér á gamlárskvöld og gaf móður sinni lítið færi á að fylgjast með flugelda- sýningunni. Sjá síðu 2 EKKERT GREITT Tryggingastofnun end- urgreiðir ekki lengur lækniskostnað vegna heimsókna sjúklinga til sérfræðinga. Samn- ingur stofnunarinnar við læknana rann út um áramót og því greiðir stofnunin ekkert fyrr en semst á ný. Sjá síðu 2 FUNDUST Á LÍFI Björgunarmenn á jarðskjálftasvæðunum í Íran fundu í gær fertugan karlmann sem hafði grafist undir rústum í jarðskjálftanum. Ellefu hafa bjarg- ast síðustu daga. Sjá síðu 8 ÓLÍK SÝN Ólafur Ragnar Grímsson for- seti varaði við því að frumherjar í atvinnulífi gætu flúið land ef íslensk stjórnvöld gengju of hart að þeim. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra varaði við því að frelsi í viðskipta- lífi mætti ekki verða of mikið. Sjá síðu 10 ÍSRAEL Áætlanir Ísraelsmanna um frekari uppbyggingu landnema- byggða í Gólanhæðum hafa verið harðlega gagnrýndar víða um heim, en ísraelsk stjórnvöld kynntu í gær áætlanir um að byggja 900 ný heimili á svæðinu sem hertekið var frá Sýrlending- um árið 1967. Frakkar eru meðal þeirra sem harðast hafa gagnrýnt áætlunina og hafa hvatt Ísraelsmenn til þess að hætta við hana enda standist áætlunin engan veginn alþjóðleg lög auk þess sem hún setji friðar- ferlið í uppnám. Sýrlensk stjórnvöld fordæmdu áætlunina í gær og sögðu hana sanna að ríkisstjórn Ariels Sharon væri helsta hindrunin fyrir friði á svæðinu, en gangi þessi 60 milljón dollara áætlun Ísraelsmanna eftir mun íbúum í Gólanhæðum fjölga um fimmtíu prósent á næstu þrem- ur árum. Bashar al-Assad, forseti Sýr- lands, sagði að deiluna um yfirráð- in í Gólanhæðum ætti að leysa með viðræðum á alþjóðlegum laga- grundvelli. Beiting hervalds, eins og Ísraelsmenn ætluðu sér, gerði aðeins illt verra. Yisrael Katz, landbúnaðar- ráðherra Ísraels, sagði í gær að með áætluninni væri verið að senda út ákveðin skilaboð um að Gólanhæðir væru óaðskiljanleg- ur hluti Ísraels. ■ Húsnæðislánin hækka og vextir af þeim lækka Ríkisstjórnin hefur samþykkt breytingar á húsnæðislánakerfinu sem fela í sér að upphæð lána hækkar. Breytingar á formi lánanna eiga að leiða til þess að vextir til kaupenda húsnæðis lækka. Ísraelar hyggja á frekari uppbyggingu í Gólanhæðum: Sagðar draga úr friðarlíkum Meðallestur fólks á föstudögum NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í okt. ‘03 FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ 75% 53%            OLÍU SKVETT Á BRENNU Á NESKAUPSSTAÐ Áramótin fóru friðsamlega fram að þessu sinni, sums staðar svo mjög að menn muna vart annað. Á Neskaupsstað voru ungir björgunarsveitarmenn naktir að ofan þegar þeir skvettu olíu á brennuna. Í gegnum tíðina hafa þeir gjarnan skellt sér í sjóinn á eftir. Sjá síðu 4 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E G Handtaka í Moskvu: Sagðist vera bin Laden RÚSSLAND Lögreglan í Moskvu hand- tók í gærmorgun mann sem hélt því fram að hann væri hryðjuverkafor- inginn Osama bin Laden. Maðurinn hafði hagað sér ein- kennilega í einni af neðanjarðalestum borgarinnar og var því kallað á lög- regluna sem hand- tók manninn á næstu lestarstöð. Þegar maðurinn var beðinn um skilríki sagðist hann heita Osama bin Laden og að hann væri eftirlýst- ur af Bandaríkjamönnum. Lögregl- an lét ekki blekkjast og var maður- inn fluttur á næsta geðveikrahæli þar sem hann dvelur nú.■ BASHAR AL-ASSAD Assad Sýrlandsforseti segir að leysa eigi deiluna um Gólanhæðir með viðræðum. MÁNAÐARLEGAR AFBORGANIR AF HVERRI MILLJÓN Í 25 ÁR VIÐ ÓLÍKT VAXTASTIG.* 5,1% 5.904 (70.848 á ári) 4,9% 5.788 (69.456 á ári) 4,7% 5.672 (68.064 á ári) 4,5% 5.558 (66.696 á ári) *Miðað við jafngreiðslulán með 1% lántökugjaldi og núverandi verðlag. Útreikningur samkvæmt lánareiknivél www.bi.is. SJÁLFUR BIN LADEN Hann reyndist ekki á ferð í Moskvu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.