Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 2
2 2. janúar 2004 FÖSTUDAGUR „No comment.“ Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður leikstýrði Áramótaskaupinu 2001 og 2002. Í ár var því leikstýrt af Ágústi Guðmundssyni. Spurningdagsins Hvernig fannst þér Skaupið? ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir Endurgreiðslur til sjúklinga í uppnámi Tryggingastofnun greiðir ekki fyrir þjónustu samningslausra sérfræð- inga eftir að slitnaði upp úr viðræðum á gamlársdag. Formaður Lækna- félagsins segir samningsdrögin vera óviðunandi. HEILBRIGÐISMÁL Enginn samningur er í gildi á milli Tryggingastofn- unnar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur um greiðslur fyrir sérfræðiþjónustu. Sökum þessa ríkir óvissa um hvort sjúklingar fái endurgreitt fyrir læknisþjón- ustu sem samningslausir sérfræð- ingar inna af hendi. Sérfræðingarnir ætla hins veg- ar að halda venjubundinni starf- semi áfram. Þeir telja að sjúkling- ar hafi rétt á endurgreiðslu frá Trygginga- stofnun jafnvel þó samningar séu ekki í gildi en á meðan þetta ástand varir þurfa sjúklingar að greiða fullt verð fyrir læknisverk. Upp úr samningum slitnaði á gamlársdag. Tryggingastofnun segir í fréttatilkynningu að ástæða viðræðuslita sé sú að samningamenn Læknafélagsins hafi ekki treyst sér til að taka af- stöðu til fyrirliggjandi samnings- draga. Ekki náðist í Karl Steinar Guðnason, forstjóra Trygginga- stofnunar, í gær. Óskar Einarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir að ástæða þess að upp úr samn- ingum slitnaði hafi verið að samn- inganefnd lækni hafi ekki fellt sig við þau samningsdrög sem fyrir lágu. „Þeir lögðu fyrir okkur til- lögur að samningi. Þær tillögur voru mjög áþekkar því sem þeir höfðu lagt fram áður og við höfð- um á þeim tíma sagt að við teldum þær óásættanlegar og að við gæt- um ekki fengið félagsmenn okkar til að samþykkja þær. Í raun og veru fannst okkur við ekki ná neinu áleiðis,“ segir Óskar. Að sögn Óskars geta læknarnir ekki fellt sig við þá kröfu að lækn- ar afsali sér rétti til þess að taka til meðhöndlunar sjúklinga án milligöngu Tryggingastofnunar en Hæstiréttur felldi í vetur dóm sem staðfestir rétt sjúklinga til að fyrirgera sér endurgreiðslurétti frá Tryggingastofnun og borga fullt verð úr eigin vasa fyrir læknisþjónustu. Boðað hefur verið til félags- fundar í Læknafélagi Reykjavík- ur á morgun þar sem rætt verður um stöðu mála. thkjart@frettabladid.is FÓLK „Við skulum segja að ég hafi ekki dáðst mikið að flugeldunum þessi áramótin,“ segir Anna Margrét Þorláksdóttir sem eign- aðist sitt þriðja barn að morgni nýársdags. Barnið, heilbrigð fjórtán marka og 52 sentímetra stúlka, var fyrsta barnið sem fæddist á árinu, klukkan nítján mínútur í átta í gærmorgun. Anna Margrét og Róbert Sverrisson voru að vonum afskap- lega ánægð með yngsta fjöl- skyldumeðliminnn þegar rætt var við þau í gær. Stúlkubarnið lét vita af komu sinni meira og minna allt gamlárskvöld að sögn móður sinnar. Anna Margrét sagði líðan sína og stúlkunnar litlu vera góða en sagði að þær væru báðar af- skaplega þreyttar. Foreldrar stúlkunnar hafa ver- ið að íhuga nafn á dóttur sína að undanförnu. Anna Margrét sagði það örugglega ekki hafa áhrif á nafngiftina að barnið reyndist fyrsta barn ársins. Aðspurð hvort foreldrarnir hygðust bæta enn frekar í fjölskylduna sagðist móð- irin, hlæjandi, alla vega vera hætt í bili. ■ ÞEIR SEM VORU HEIÐRAÐIR Riddarakrossinn var veittur fjórtán einstaklingum. Riddarakrossinn: 14 sæmdir heiðursmerki VIÐURKENNING Ólafur Ragnar Grímsson sæmdi fjórtán einstakl- inga heiðursmerki hinnar ís- lensku fálkaorðu við athöfn á Bessastöðum í gær. Ólafur Stefánsson, sem valinn var íþróttamaður ársins 2003, fékk riddarakross fyrir afrek í íþróttum, Gunnar Dal, heimspek- ingur og rithöfundur, fyrir rit- störf og framlag til íslenskrar menningar og Ragnheiður Sigurð- ardóttir fyrir framlag til barna- hjúkrunar. Aðrir sem voru heiðraðir eru Bryndís Tómasdóttir, Elín Sigur- laug Sigurðardóttir, Ellert Eiríks- son, Finnbogi Eyjólfsson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Hörður Ás- kelsson, Margrét Gísladóttir for- vörður, Sigurður Guðmundsson, Tryggvi Gíslason og Þorsteinn Ingi Sigfússon. ■ Innbrot að Kárahnjúkum: Rúmri milljón stolið LÖGREGLUFRÉTTIR Peningum og vör- um, samtals að andvirði um einn- ar og hálfrar milljónar króna, var stolið úr söluturni á virkjunar- svæðinu við Kárahnjúka. Þetta er í annað skipti á innan við mánuði sem brotist er inn í eina af þrem- ur verslunum skosks fyrirtækis á svæðinu. Þar sem vegir við Kárahnjúka voru ófærir um það leyti sem inn- brotið var framið telur lögreglan á Egilsstöðum, sem rannsakar málið, ólíklegt að utanaðkomandi aðilar séu sekir um ránið. Rann- sóknin beinist því fyrst og fremst að starfsmönnum við Kára- hnjúka. ■ FÆRRI HRINGDU Í NEYÐARLÍNU Færri leituðu aðstoðar hjá Neyð- arlínunni um þessi áramót en áramótin á undan. Varðstjóri Neyðarlínunnar segir mál manna að þessi áramót hafi verið mun rólegri en áramótin árinu áður. KVIKNAÐI Í ÞVOTTAVÉL Eldur kviknaði í þvottavél á annarri hæð Hótels Reykjavíkur við Rauðarárstíg í gær. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkyn- nt um eldinn klukkan hálf eitt og sendi tvo slökkvibíla á staðinn auk körfubíls. Litlar sem engar skemmdir hlutust af og var her- bergið reyklosað. ÞETTA ER BANNAÐ Reykingabann tók gildi í Hollandi um áramótin. Reykingar: Bannaðar á almannafæri HOLLAND Lög um bann við reyking- um á almenningsstöðum eins og járnbrautarstöðvum og lestum, salernum og skrifstofum tóku gildi í Hollandi um áramótin. Lög- in banna reykingar á vinnustöð- um, nema í sérstökum reykinga- herbergjum með loftræstikerfi, en vinnuveitendur eru þó ekki skyldaðir til þess að útbúa slík herbergi. Leyfi þeir reykingar taka þeir áhættuna á að verða sektaðir en hótel, barir og veit- ingastaðir fá aðlögunarfrest til næstu áramóta. Samkvæmt nýrri skoðanakönn- un reykir um þriðjungur Hollend- inga, en þjóðin telur sextán millj- ónir. Í Evrópu er hlutfallið hærra í þremur löndum, sem eru Spánn, Grikkland og Þýskaland. ■ BÍLL FEYKTIST ÚT AF VEGI Er- lendur ferðamaður slapp með skrekkinn eftir að vindhviða feykti bílnum hans út af veginum fyrri hluta dags í gær. Lögreglan á Grundarfirði dró bíl mannsins aftur upp á veg og var hann óskemmdur. BLÓÐUGUR EFTIR LÍKAMSÁRÁS Karlmaður kom alblóðugur inn á lögreglustöðina á Ísafirði í fyrri- nótt eftir að ráðist var á hann. Maðurinn lagði fram kæru í gær- dag. Að öðru leyti var mjög ró- legt yfir Ísfirðingum um áramót- in að sögn lögreglu. RÓLEGT Á NORÐURLANDI Rólegt var yfir Norðlendingum um ára- mótin að sögn lögreglu. Á Sauðár- króki stillti lögreglan til friðar eftir að slagsmál brutust út milli tveggja einstaklinga. Þá bárust lögreglunni á Siglufirði nokkrar kvartanir yfir að flugeldum væri skotið upp fram undir morgun. Rólegt var á Húsavík og eins á Akureyri. BRUTU RÚÐUR Hópur unglinga braut rúður í íþróttahúsinu við Seljaskóla í fyrrinótt en hljóp í burtu þegar lögregla kom á stað- inn. Rúður voru einnig brotnar í Hólabrekkuskóla og Fossvogs- skóla. FYRSTA BARN ÁRSINS Í FAÐMI FJÖLSKYLDUNNAR Foreldrarnir Anna Margrét Þorláksdóttir og Róbert Sverrisson eru afar stoltir af litlu stúlkunni sem reyndist fyrsta barn ársins 2004. Á myndinni eru eldri systkinin Ingvar Örn 13 ára og Hjördís Lilja fjögurra ára. Fyrsta barn ársins 2004 fæddist í Reykjavík: Stúlka fyrsta barn ársins ÍRAK Að minnsta kosti átta manns létu lífið og meira en þrjátíu slös- uðust þegar bílsprengja sprakk utan við veitingastað í Karrada- hverfi í nágrenni miðborgar Bagdad, höfuðborgar Íraks á gamlárskvöld. Íraska lögreglan sagði að sjálfsmorðsárásarmaður hafi lagt bíl sínum utan við veitingastaðinn og að félagi hans hafi síðan verið handtekinn inni á staðnum. Þetta gerðist þrátt fyrir herta öryggis- gæslu í borginni um áramótin vegna ótta við hryðjuverkaárásir. Um fjörutíu gestir voru inni á veitingastaðnum þegar sprengjan sprakk en meðal þeirra sem slös- uðust í árásinni voru þrír blaða- menn bandaríska dagblaðsins Los Angeles Times auk fimm annarra starfsmanna blaðsins í Írak. Sprengjan var mjög öflug og myndaðist gígur þar sem hún sprakk auk þess sem nálægar byggingar urðu fyrir skemmdum. „Þetta var hræðilegt. Glerbrot flugu um allt og veitingasalurinn var í rúst. Fólkið tættist í sundur,“ sagði Basam Sarhan, einn starfs- manna veitingahússins. Enginn hafði lýst ábyrgð á árásinni í gærdag. ■ HERMAÐUR Í ÍRAK Ekkert lát varð á árásum yfir áramótin. Sjálfsmorðsárás í Bagdad: Átta manns létu lífið SAMNINGAR ERU EKKI Í GILDI VIÐ EFTIRFARANDI HÓPA LÆKNA: Almenna lyflækna, augnlækna, barnageðlækna, barnalækna, blóðfræðinga, bæklunarlækna, efnaskipta- og innkirtlalækna, endurhæfingarlækna, geðlækna, gigtarlækna, háls-, nef- og eyrnalækna, hjartalækna, húðlækna, krabbameins- lækna, kvensjúkdómalækna, lungnalækna, lýtalækna, sérfræðinga í meltingarsjúkdómum, nýrnalækna, ofnæmis- og ónæmislækna, skurðlækna, smitsjúkdómalækna, svæfingarlækna, taugalækna, þvagfæraskurðlækna og öldrunarlækna. „Í raun og veru fannst okkur við ekki ná neinu áleiðis. AUGNLÆKNINGAR Meðal þeirra sem eru ekki lengur með samning við Tryggingastofnun ríkisins eru augnlæknar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.