Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 6
6 2. janúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Afríka Veistusvarið? 1Hvað heitir nýi menntamála-ráðherrann? 2Hversu miklu fé hefur SaddamHussein dregið sér? 3Hvað heitir íþróttamaður ársins2003? Svörin eru á bls. 30 Biskup lýsir áhyggjum af stöðu barna: Börn orðin afgangsstærð ÁVARP „Það virðist enginn tími fyr- ir börnin. Þau verða fórnarlömb lífsgæðakapphlaupsins. Vanlíðan barnanna, kvíði og vonleysi ber því vitni, og alls konar dæmi um vanrækslu sem börnin okkar líða. Það er auðvelt að skella skuldinni á kerfið en er ekki eitthvað að hvað varðar gildismat okkar sjál- fra?“ sagði séra Karl Sigurbjörns- son biskup í nýárspredikun sinni. Hann sagði börnin mikilvægustu auðlind landsins en sú auðlind virtist afgangsstærð á Íslandi. „Hagtölur segja að við séum í hópi ríkustu þjóða heims. En virð- umst þó ekki hafa efni á börnum. Þau virðast vera fyrir,“ sagði biskup og spurði hvort það bæri ekki vott um andlega fátækt. Hann gerði fjölda fóstureyðinga einnig að umræðuefni. „En hvaða sögu segja að meðaltali 900 fóstureyðingar á ári af félagsleg- um ástæðum? Það er á tuttugu ára bili sama og allir íbúar Kópa- vogs,“ sagði Karl en kvaðst ekki dæma mæðurnar sem hefðu þurft að axla þessa ákvörðun. Lands- menn þyrftu hins vegar að gefa þessu gaum. ■ FÉLAGSMÁL Uppbygging nýs félags skipstjórnarmanna sem verður til við sameiningu þriggja félaga þeirra er ekki nægilega lýðræðis- leg,“ segir Grétar Mar Jónsson, fyrrum formaður Farmanna- og fiskimannsambandsins. „Í fyrsta lagi ætla þeir að vera áfram í vinnu sem eru starfandi hjá félögunum. Í öðru lagi ætla þeir að vera með listakosningar, þannig að ef menn ætla að bjóða sig fram þurfa þeir 50 manns á lista. Til viðbót- ar þessu ætlar þetta nýja félag að búa til starfs- stjórn, sem er ekki óvenjulegt í byrjun, en hún á að vera til fjögurra ára,“ segir Grétar Mar og telur þetta fráhrind- andi fyrir önnur félög sem hafi áhuga á að koma að þessu. „Þetta er að mínu mati til þess að smærri félög í kringum landið eigi ekki kost á því að koma að svona.“ „Það er ekkert verið að spara í rekstri. Það er verið að tala um, ef eitthvað er, meiri rekstrar- kostnað og minni fagleg vinnu- brögð. Ég hefði haldið að ef ætti að ná einhverjum árangri með svona sameiningu ætti að segja þeim upp sem fyrir væru. Síðan væri formaðurinn í fullu starfi og réði með sér lögfræðing og hag- fræðing til starfa.“ Eiríkur Jónsson, formaður Fé- lags íslenskra skipstjórnar- manna, segist hafa farið í gegnum þessa umræðu við Grétar Mar við fyrri sameiningarviðræður. „Yf- irbyggingin verður síst of stór. Þó það verði þrír starfsmenn vil ég meina að það geri okkur betur í stakk búna að sinna þeim málum sem hefur ekki verið sinnt til þessa. Mér finnst skrýtið ef menn vilja ekki hafa starfsmenn í þeim félögum sem þeir stofna.“ Eiríkur segist skilja gagnrýni á listakosningu en ákveðið hafi verið að fara þá leið eftir langa umhugsun. Hún þurfi ekki að vera verri fyrir endurnýjun en önnur form. „Það er eflaust til betra kerfi en þá þarf bara að ræða það og finna það.“ „Markmiðið er að allir skip- stjórnarmenn á Íslandi verði í einu félagi,“ segir Eiríkur um sameininguna. „Það er alveg ljóst að skipstjórnarmönnum, eins og öðrum sjómönnum er að fækka. Þetta er ákveðinn varnarleikur gagnvart því.“ brynjolfur@frettabladid.is STUBBS-BRÆÐUR Í JÁRNUM Bræðurnir voru handteknir vegna gruns um tengsl við hryðjuverkamenn. Bræðrum vísað úr landi: Grunaðir um græsku FILIPPSEYJAR Stjórnvöld á Filipps- eyjum hafa ákveðið að reka tvo bandaríska bræður úr landi en þeir voru handteknir fyrr í mán- uðinum vegna gruns um tengsl við múslimska hryðjuverkamenn. Mennirnir, sem heita James og Michael Ray Stubbs, voru hand- teknir 13. desember og hafa við yfirheyrslur neitað öllum ásökun- um um tengsl við hryðjuverka- menn, en grunur leikur á að þeir hafi verið í tengslum við liðsmenn al-Kaída. Að sögn embættismanna eru bræðurnir einnig grunaðir um að hafa verið í tengslum við liðs- menn Jemaah Islamiah-samtak- anna, sem staðið hafa fyrir þjálf- un filippeyskra skæruliða í suður- hluta landsins og hafi bræðurnir verið á ferðinni til og frá Filipps- eyjum allt frá því í upphafi síð- asta árs. ■ SKIPAÐ ÚR LANDI Skæruliðar Þjóðfrelsishreyfingarinnar í Búrúndí hafa skipað Simoni Ntamwana, yfirmanni kaþólsku kirkjunnar í landinu, að koma sér úr landi innan 30 daga eftir að hann sakaði hreyfinguna um að hafa staðið að morðinu á sendi- herra Páfagarðs í Búrúndí á mánudaginn. Þjóðfrelsishreyfing- in neitar að bera ábyrgð á morð- inu. ÁTTA BRETAR FÓRUST Átta Bret- ar fórust í umferðarslysi í Suður- Afríku á gamlársdag. Slysið varð í Natal-þjóðgarðinum nálægt bænum Bergville og var fólkið, fimm karlmenn og þrjár konur, á ferð í smárútu þegar gangandi vegfarandi hljóp í veg fyrir rút- una. Þegar bílstjórinn brást við lenti rútan á hvolfi utan vegar. Bílstjórinn og þrír aðrir farþegar sluppu lítið meiddir en vegfar- andinn lést. TRÚBOÐI DREPINN Bandarískur 62 ára gamall trúboði var skotinn til bana í Kenýa á gamlársdag að- eins mánuði eftir að hann kom til landsins. Morðinginn braust inn í hús trúboðans vopnaður sjálf- virkum riffli og heimtaði banda- ríska dollara en hóf skothríð þeg- ar trúboðinn ætlaði að afhenda honum peningana. Morðingjans er nú leitað. Fjarðabyggð: Fjárfestingar þrefaldast SVEITARSTJÓRNARMÁL Framkvæmt verður í Fjarðabyggð fyrir 1,3 milljarða króna í ár til að mæta íbúafjölgun og búa í haginn fyrir byggingu álvers. Hin gríðarlega uppbygging sem framundan er á næstu árum í Fjarðabyggð vegna álversfram- kvæmda einkennir fjárhagsáætl- un sveitarfélagsins fyrir næsta ár. Lætur nærri að fjárfestingar Fjarðabyggðar þrefaldist milli ára um leið og sveitarfélagið eyk- ur skuldir sínar allverulega. Sem fyrr eru fræðslumál fjárfrekasti málaflokkurinn. Tekjur af bygg- ingarleyfisgjöldum álvers Alcoa nema um 30 milljónum króna og verður mestum hluta þeirra var- ið til sérverkefna sem tengjast álversuppbyggingunni. ■ AFGANSKI HERINN Fjöldi afganskra hermanna lagði banda- ríska hernum lið í nýafstaðinni herferð gegn uppreisnarmönnum. Herferð gegn uppreisnarmönnum: Yfir hundrað handteknir KABÚL, AP Bandaríski herinn segist hafa drepið tíu meinta uppreisn- armenn og handtekið á annað hundrað til viðbótar á undanförn- um fjórum vikum. Tveir afgansk- ir hermenn féllu og tveir óbreytt- ir borgarar og tveir bandarískir hermenn særðust í átökum við uppreisnarmenn á þessu tímabili. Fjögurra vikna herferð gegn uppreisnarmönnum talibana og al-Kaída í sunnan- og austanverðu Afganistan lauk á mánudaginn. Á þriðja þúsund hermenn tóku þátt í aðgerðunum sem miðuðu að því að hrekja uppreisnarmenn úr fylgsnum sínum og koma í veg fyrir að þeir trufluðu stjórnar- skrárviðræður ráðamanna í Kabúl. ■ Bjargað úr sjálfheldu: Fastur undir bókahrúgu NEW YORK, AP Karlmaður á fimm- tugsaldri lá fastur undir bunka af tímaritum og bókum í íbúðinni sinni í tvo sólahringa áður en slökkviliðs- menn og nágrannar hans komu hon- um til bjargar. Patrice Moore, sem er götusali, hafði staflað upp bókum, tímaritum og dagblöðum meðfram öllum veggjum í íbúðinni. Svo virðist sem hann hafi staðið uppréttur í miðju herbergi þegar staflinn hrundi yfir hann. Nágranni Moores kom að hon- um tveimur dögum síðar og tók það yfir hálftíma að grafa hann upp úr hrúgunni. Hann var fluttur á sjúkrahús með áverka á fæti. ■ Uppbygging nýja félagsins gagnrýnd Grétar Mar Jónsson gagnrýnir uppbyggingu nýs félags skipstjórnar- manna og segir hana ólýðræðislega. Formaður Félags íslenskra skipstjórn- armanna vísar því á bug og segir félagið verða öflugt og lýðræðislegt. „Þó það verði þrír starfsmenn vil ég meina að það geri okk- ur betur í stakk búna að sinna þeim málum sem hefur ekki verið sinnt til þessa. GRÉTAR MAR JÓNSSON Segir uppbyggingu nýs félags skipstjórnarmanna ekki nógu lýðræðislega og til þess fallna að koma í veg fyrir að smærri félög gangi til liðs við það. SÉRA KARL SIGURBJÖRNSSON BISKUP Hefur áhyggjur af stöðu barna sem virðist afgangsstærð í íslensku þjóðfélagi. FARÞEGAR FLEIRI EN BÚIST VAR VIÐ 136.100 manns flugu með flugvélum Iceland Express á síð- asta ári, fyrsta starfsári fyrir- tækisins, og er það umfram væntingar. Meðalsætanýting yfir árið var 75% en varð best 94,5% í ágúst. Að meðaltali flutti flug- félagið 443 farþega dag hvern. ■ Flug

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.