Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 12
Ífebrúar verða 100 ár liðin frá því aðÍslendingar fengu heimastjórn. Heimastjórnin - eins og stjórnar- skráin frá 1874 - hafði fremur jákvæð áhrif á sjálfsmynd einstaklinganna í samfélaginu en að henni tækist að bæta stjórnsýslu landsins eða laga- setningu svo nokkru næmi. Stjórn- málaátök heimastjórnaráranna mörk- uðust að harðvítugum persónuátökum og eldheitum deilum um það sem fjarskinn hefur kennt okkur að skipti litlu fyrir framgang samfélagsins. Stjórnmálabaráttan var þá - sem oft síðar - fyrst og fremst átök um valda- stóla og aðstöðu sem eldra og fallið fyrirkomulag skyldi eftir. En þessir sigrar í sjálfstæðisbaráttunni vöktu með landsmönnum trú á framtíðina; ekki aðeins framtíð landsins eða þjóð- arinnar heldur trú á nú gæfist hverj- um einstaklingi færi á að móta líf sitt, reyna á krafta sína og upplag, skapa sér starfsvettvang, finna áhugamál- um sínum farveg og uppskera í takt við framlag sitt. Í niðurnjörvuðu sam- félagi vistabanda og annarra hafta, sem miðuðust að því að halda sam- félagsgerðinni óbreyttri, þurfti mik- inn kjark - nánast fífldirfsku - til að sækja sér þann rétt að fá að móta eig- ið líf og framtíð. Um aldamótin þar- síðustu urðu ekki aðeins kaflaskipti í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga heldur var samfélagið að ganga í gegnum mikil straumhvörf af öðrum ástæð- um; bændasamfélagið var að láta und- an fyrir borgaralegu samfélagi. Fyrstu áratugir síðustu aldar urðu því magnaðir tímar á Íslandi þótt stjórnmálin væru sérdeilis vitlaus. Þrátt fyrir sjálfstæðisbaráttuna þá voru Íslendingar enn ekki orðnir lam- aðir af þjóðernishyggju og tóku virk- an þátt bæði í viðskiptum og menn- ingu okkar heimshluta. Skáldin og rit- höfundarnir vildu skrifa fyrir heim- inn, athafnaskáldin vildu tengjast við- skiptum nágrannalandanna og til landsins streymdu vörur og lífsgæði sem þjóðin hafði áður þurft að neita sér um. Og hugmyndaheimur okkar var alþjóðlegri en hann síðar varð. Kotbændur smituðust af frelsisþrá tímans, broddborgarar af guðspeki og indverskum fræðum og íslenskar konur háðu frelsisbaráttu sína á líkan hátt og á svipuðum tíma og kynsystur þeirra í Evrópu. Það var ekki fyrr en í kreppunni sem landið fór að ein- angrast og valkostir samfélagsins að þrengjast. Ástæða þess átti svipaðar rætur og uppgangur fasisma í Evrópu - óttinn við kommúníska byltingu. Í krepp- unni skapaðist undarleg staða þar sem borgarastéttin taldi sig hafa hag af sterkara ríkisvaldi. Og þróunin varð sú að samfélagið varð sífellt miðstýrðara og vatt sig að lokum í ill- leysanlegan hnút kringum hina borg- aralegu stjórnmálaflokka. Á meðan flestar þjóðir komust hratt og örugglega út úr svipuðu bak- falli á leið sinni til opins, kraftmikils og lýðræðislegs samfélags gekk okk- ur Íslendingum það hægt. Það var vart fyrr en um 1980 að rofaði til og enn erum við að glíma við hugsun og hugmyndir sem rekja má til þessa ástands. Kannski myndi það hjálpa okkur á aldarafmæli heimastjórnar að meta að verðleikum samfélags- breytingarnar sem urðu um svipað leyti og heimastjórnin hófst og gæta okkur á að rugla þessu tvennu ekki saman. ■ Nýlega voru birtar niðurstöðurrannsóknar sem Steinunn Hrafnsdóttur, lektor í félagsráð- gjöf við Háskóla Íslands, og Hild- ur Bergsdóttir félagsráðgjafa- nemi gerðu á vegum Rauða Kross Íslands. Hún fjallaði um framlag og efnahagslegt mikilvægi sjálf- boðastarfa á árinu 2002. Í rannsókninni kom fram að sjálfboðaliðar Rauða Krossins lögðu samtals um 66.411 klukku- stundir að mörkum á árinu 2002. Hver króna sem kostuð var til sjálfboðastarfs kom þrefalt til baka. Þar sem rannsóknin náði ekki til nema lítils hluts sjálfboða- liða er líklegt að hlutfallið sé hærra. Af hverju að vinna sjálf- boðastarf? Allir hafa sér áhugamál, og sjálfboðastarf hjá Rauða Krossin- um er mitt áhugamál, allt eins og handbolti er áhugamál nágrann- ans, og fuglaskoðun er áhugamál konunnar á móti. Það vill bara svo vel til að í leiðinni læt ég gott af mér leiða. Í gegnum minn sjálfboðaliðaferil hef ég lært skyndihjálp og er í dag orðin leiðbeinandi í skyndi- hjálp, farið á allskyns námskeið sem kenna mér að koma fram, tala fyrir framan fólk. Eins hef ég lært að rökstyðja mitt mál og taka þátt í fundum þegar ég sit í stjórn- um og nefndum. En það sem skipt- ir mestu máli er fólkið sem ég er að vinna með, allt er þetta frábært fólk, fólk úr öllum áttum, úr mis- munandi skólum, með mismun- andi menntun frá því að vera í grunnskóla og til þess að vera bú- inn með sína menntun og vera kominn út í atvinnulífið. Auðvitað eru ekki allir að vinna þarna eingöngu vegna áhugans, það er margt fólk sem vinnur sjálfboðastarf vegna þess að það vill láta gott af sér leiða. Auk þess eru líklega enn fleiri ástæður sem ég ætla ekki að nefna hér. Þið get- ið líklega fundið þær út frá ykkur sjálfum. Í dag er hægt að láta gott af sér leiða með því til dæmis að hringja í neyðarlínu Rauða Krossins og styrkja íbúa Írans eftir þessa hrikalegu jarðskjálfta. Margt hægt að gera Það er margt sem hægt er að gera, ef maður hefur áhuga á því að vinna sjálfboðið starf, og nefni ég hér nokkur verkefni innan Ungmennahreyfingar Rauða Kross Íslands (URKÍ) þar sem ég þekki það starf best. Innan URKÍ starfar ungt fólk sem hefur áhuga á því að vinna að mannúðarmálum í anda hugsjóna og grundvallarmarkmiða Rauða Kross hreyfingarinnar. Ef maður hefur ekki áhuga á því að sinna skyndihjálp, taka þátt í alþjóðlegu verkefni, eða að að- stoða einhvern við heimanám, þá er t.d. hægt að vera leiðbeinandi í hlutverkaleiknum – á flótta –, eða vinna með ofvirkum börnum, taka þátt í landsmótum eða alþjóðleg- um sumarbúðum. Allt eru þetta verkefni sem eru í gangi hjá URKÍ í dag, og svo mætti lengi telja. Mesta starfið er á höfuðborg- arsvæðinu í dag, en út á lands- byggðinni eru fulltrúar URKÍ sem hægt er að hafa samband við bæði í gegnum heimsíðuna okkar og deildir. Þeir sem búa í Reykja- vík geta haft samband í síma 551 8800. Heimasíðan okkar gefur upplýsingar um hvað er í gangi innan hreyfingarinnar www.red- cross.is/urki Hvert er þitt áhugamál? Hafðu samband. Gleðilegt nýtt ár ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um samfélagsbreytingar og heimastjórn. 12 2. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Eins og venjulega spunnustfjörugar umræður milli stjórnmálaforingjanna á gamlárs- dag þegar þeir fóru á milli ljós- vakamiðlanna og gerðu upp árið, líðandi stund og framtíðina. Þessi fyrirferð leiðtoganna breytist raunar ekki mikið ár frá ári og sami andinn og stíllinn svífur yfir vötnunum - í orði kveðnu eru menn á léttu nótunum en undir niðri má greina glóandi pólitískan hraunmöttulinn sem annað slagið brýst upp á yfirborðið. Fyrir rúmu ári sáum við þetta þegar Össur Skarphéðinsson og Davíð Oddsson kölluð hvern annan dóna í lands- frægum tvíleik í Kryddsíldinni á Stöð 2. Í fyrradag virtist þetta ætla að endurtaka sig á svipuðum stað og tíma í útsendingunni, en þessir for- ingjar sáu hins vegar að sér og hættu að hrópast á rétt áður en það varð yfirgengilega vandræðalegt. Tilefni orðaskaks þeirra Davíðs og Össurar að þessu sinni var spurn- ingin um eignarhald fjölmiðla og hvort nauðsynlegt væri að setja um það sérstakar reglur. Í sjálfu sér er ekki nema gott eitt um það að segja að þessir ágætu stjórnmálaforingjar skuli kallast á í áramótaþætti þar sem auk þess er ætlast til að menn séu skemmtilegir og láti hitt og þetta flakka. Það vek- ur hins vegar með manni dálítinn ugg að ýmislegt bendir til að um- ræðan og hugsanleg lagasetning um þetta stórmál, muni einkennast af þessum „minns“ og „þinns“ stíl. Það væri hins vegar afskaplega misráð- ið ef svo yrði. Íslensk stjórnmál (eins og raun- ar víða annars staðar) hafa mjög ríka tilhneigingu til að enda í skot- gröfum þar sem menn skipta sér upp í fylkingar líkt og á íþrótta- kappleik. Það hafa orðið miklar breytingar í þjóðfélaginu, einkum á sviði viðskipta og valdatengsla þar sem nýtt auðmagn hefur komið til og riðlað gamalgróinni þjóðfélags- skipan. Með nokkurri einföldun má segja að í pólitíkinni hefur umræð- an þróast þannig að hægrimenn hafa haft tilhneigingu til að skipa sér í lið með gamla auðmagninu og ýmsir miðju eða vinstri menn hafa farið í skotgrafirnar með nýja auð- magninu og haldið uppi nánast skil- yrðislausum vörnum fyrir það. Fjölmargar spurningar Fjölmiðlar gegna mjög sérstöku hlutverki í þjóðfélaginu og það er auðvitað full ástæða til að fara reglulega yfir það hvort setja beri skorður við eignarhaldi eins og tíðkast mjög víða. Hins vegar má sú endurskoðun ekki fara fram undir formerkjum skotgrafahern- aðar eða átaka viðskiptapólitískra blokka. Þessi umræða er ekki sér- íslensk, heldur alþjóðleg. Í hinni alþjóðlegu umræðu eru það lýð- ræðisrökin sem skipta máli, spurn- ingin um að tryggja eðlileg skoð- anaskipti og sem mesta fjölbreytni í fjölmiðlum. Og það getur verið mjög flókið mál. Fjölmiðlar eru fyrirtæki og þurfa að hafa tryggar rekstrarforsendur, sem margir eigendur segja að náist aðeins með samþjöppun eignarhalds og hag- ræðingu. Skorður við samþjöppun gætu þannig beinlínis leitt til minni fjölbreytni. Hvert á hlut- verk ríkisins að vera? Á þá ríkið að fara út af fjölmiðlamarkaði eða jafnvel að koma í ríkari mæli inn á hann? Á t.d. að taka upp blaða- styrki líkt og á Norðurlöndunum þar sem næst stærsta blaðinu á til- teknu markaðssæði (Mogganum?!) er hjálpað fjárhagslega til að ekki verði valtað yfir það? Er kannski hægt að ná lýðræðismarkmiðum með því að tryggja stöðu og sjálf- stæði blaðamanna gagnvart eig- endum sínum eins og dr. Herdís Þorgeirsdóttir hefur talað um? Þannig mætti lengi telja upp spurningar, sem skipta máli í þessu samhengi. En til að geta fjallað um þær af viti er það alger forsenda, að menn að fari upp úr skotgröfunum. Nefnd um eignarhald Tómas Ingi Olrich, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd fyrir nokkrum dögum til að gera tillögur varðandi þetta mál. Nefndin fékk átta vikur til að ljúka störfum! Það er lítill tími fyrir svo vandasamt verk og þessi flýtir veldur tortryggni. Það vinnur að vísu gegn tortryggninni að í nefn- inni eru grandvarir einstaklingar, sem breytir þó ekki því að sam- setning hennar, bæði pólitísk og fagleg, hefur þegar vakið upp spurningar og grunsemdir um að skotgrafasjónarmiðin hafi ráðið för hjá ráðherranum. Þær efa- semdir magnast upp þegar haft er í huga að komin var fram í þinginu tillaga frá þingmanni Vinstri grænna um sambærilega nefnd, sem þá hefði væntanlega verið skipuð með öðrum hætti og starfað á vegum þingsins en ekki fram- kvæmdavaldsins. Full ástæða er til að halda því máli til streitu með einhverjum hætti, enda nauðsyn- legt að fá víðtæka sátt um þetta mál. Eins og svo oft áður mun það því koma til kasta Alþingis - vænt- anlega á þessu vorþingi - að taka afstöðu til þess hvort sérstakrar lagasetningar er þörf varðandi eignarhald á fjölmiðlum. Brýnt er að þingmenn nái að hefja sig upp yfir dægurþrasið og ræði þetta mál fyrst og fremst út frá lýðræð- issjónarmiði og hagsmunum heild- arinnar, en ekki út frá þröngum flokkshagsmunum eða hagsmun- um einhverra viðskiptablokka sem þeir kunna að tengjast. ■ Minnisstæðir stjórnmála- viðburðir 2003 Besta leikfléttan: Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur sömdu áfram um stjórnarsamstarf. Versti afleikurinn: Sjórnarand- staðan hljóp frá samkomulagi um eftirlaunamál forseta Íslands, ráð- herra og þingmanna. Sigurvegarinn: Davíð Oddsson myndaði ríkisstjórn í fjórða sinn á 12 árum. Taparinn: Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir kvaddi árið í Fréttablaðinu 31. desember: Nei, ég geri ekki ráð fyrir að sakna stjórnmálanna á Íslandi,“ sagði Ingibjörg Sólrún hlæjandi... Áhrifamesta atvikið: Davíð Odds- son tók inneign sína úr Kaupþingi Búnaðarbanka. Vanmetnasta ákvörðunin: Bæjar- stjórn Garðabæjar samdi um einkarekinn grunnskóla án kröfu um skólagjöld. BJÖRN BJARNASON AF VEFNUM WWW.BJORN.IS Skotgrafa- pólitíkin ■ Af Netinu ■ Bréf til blaðsins Sjálfboðaliða- starf er gefandi 1904 Stjórnmála- ástand Kristján Sig. Kristjánsson, félagi í Framsóknarflokknum, skrifar: Fyrir stuttu ritaði ég smágreinum sjónvarpsþátt HHG um HKL í FB og hef verið að velta fyr- ir mér tilveru bókarinnar um sama efni í framhaldinu. Niðurstaða mín er: Sjónvarpsþátturinn, ritun bókar- innar, innihald, efnistök, útgáfa, rit- dómurinn í Mbl. og tilnefning til bókmenntaverðlauna, vitnar aðeins um eitt, stjórnmálaástandið á Ís- landi. Bókin er ekki á neinn hátt inn- legg í bókmenntir eða bók- menntaumræðu. Að það þurfi ósvíf- ið fólk og Helgu Kress og Gauta Kristmannsson til að benda á að keisarinn sá ber vitnar aðeins um stjórnmálaástand. Þegar sonur Sjáseskús meig yfir veisluföngin hlógu viðstaddir ekki af skemmtun heldur af stjórnmála- ástæðum. Uday og Kúsay voru báð- ir með háskólagráður og annar þeirra rak sjónvarpið og hefur ef- laust gert fræðsluþætti líka, það segir ekkert um hæfileika en mikið um stjórnmálaástand. Skipun rit- skoðunarnefndar á vegum mennta- málaráðuneytis með reyndan áburðarjálk úr gagnagrunnsmálinu að forhleypi vitnar um stjórnmála- ástand, þar á að þvinga fram með lögum ritstjórnarstefnu ríkissjón- varpsins og er viðbótaraðför að stjórnarskránni. Þegar ríkisskatt- stjóri lýsi endurskoðendur og við- skiptamógúla bófa fyrir að gera það sem þeir hafa verið að gera löglega næstliðinn 2000 ár er það sama ástand. Út frá því stjórnmála- ástandi er „ljóst við hvaða fyrirtæki er átt“ og hver eru undanskilin þeg- ar rætt er um einokun sem þarf að bregðast við með lagasetningu. Við- skiptafélög stjórnarflokkanna munu áfram fá að reka „rúnings- stefnu“ í þágu almannahagsmuna. Það vitnar um sama stjórnmála- ástand þegar fréttastjóri sjónvarps- ins í kosningatalningunni lítur með brostnum vonum á varafréttastjór- ann og segir „við erum að tapa“? Ótalin er beiting lögreglu og ann- arra eftirlitsstofnana til viðhalds á margnefndu stjórnmálaástandi. ■ BIRGIR GUÐMUNDS- SON ■ skrifar um skrifar um eignarhald á fjölmiðlum. Um daginnog veginn Umræðan ÞÓRA KRISTÍN ÁSGERIS- DÓTTIR ■ formaður Ung- mennahreyfingar Rauða Kross Ís- lands skrifar um sjálfboðaliðastarf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.