Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 22
22 2. janúar 2004 FÖSTUDAGUR ÞUNG HÖGG FRÁ ÞUNGUM Súmóglímumaðurinn Yokozuna Akebona og fyrrum NFL-leikmaðurinn Bob Sapp sjást hér berjast í íþróttinni K-1, sem er blanda af karate, tae kvondo og sparkboxi, í Nagoya í Japan á gamlársdag. Sapp vann bardagann á tæknilegu rothöggi. Bardagaíþróttir Landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason: Ekki til Sturm Graz FÓTBOLTI Landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason fer ekki til austurríska félagsins Sturm Graz eins og lengi var útlit fyrir. Árni Gautur er laus mála hjá Rosen- borg eftir að samningur hans við norska félagið Rosenborg rann út um áramótin. Sturm Graz fékk til sín austurríska landsliðsmark- vörðinn Thomas Mandl frá Austria Wien. Mandl hefur átt erfitt með að komast í lið hjá Austria eftir af félagið keypti Joey Didulica frá Ajax. Markvörðurinn sem Árni Gaut- ur átti að leysa af hólmi, Belginn Filip De Wilde, gekk til liðs við Ís- lendingafélagið Lokeren á nýárs- dag. Árni Gautur sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það hefði slitnað upp úr samningaviðræðun- um við Sturm Graz fyrir tveimur dögum. „Það var eiginlega meira að þeirra frumkvæði heldur en míns. Ég get samt ekki sagt að ég hafi verið yfir mig spenntur yfir þessu tilboði og vonandi hefur þetta bara eitthvað gott í för með sér. Ég er orðinn atvinnulaus núna og umboðsmaður minn er á fullu að finna félag fyrir mig. Ég get ekki sagt að ég sé orðinn örvæntingar- fullur en þetta ástand er leiðinlegt til lengdar,“ sagði Árni Gautur Arason. ■ Hafa áhyggjur af bullunum Breska lögreglan telur að skipuleggjendur Evrópukeppninnar í Portú- gal hafi ekki sýnt næga aðgæslu við sölu miða á leiki keppninnar og ótt- ast óspektir þekktra knattspyrnubullna frá Englandi FÓTBOLTI Miðasalan á leiki í Evr- ópukeppninni í Portúgal í júní hef- ur verið heldur tilviljunarkennd og óttast breska lögreglan að þekktar knattspyrnubullur muni streyma til Portúgal eftir að hafa náð að tryggja sér miða. Það getur því orðið svo að ofbeldi og önnur villimannsleg hegðun muni setja svip sinn á borgirnar þar sem leikirnir fara fram vegna lélegrar skipulagningar af hálfu þeirra sem seldu miðana. Breska lögreglan telur að margar knattspyrnubullur, sem eru á svarta listanum hjá þeim, hafi náð að tryggja sér miða þar sem Portúgalarnir gera ekkert til að koma í veg fyrir að þeir fái miða. Portúgalarnir hafa ítrekað hundsað ráðleggingar bresku lög- reglunnar og hafa nú selt áttatíu þúsund miða í gegnum Netið. Eng- inn veit hver fær þessa miða í hendurnar og einhverjir þeirra gætu hafa lent hjá knattspyrnu- bullum sem ætla til Portúgals í öðrum erindagjörðum en að horfa á fótbolta. „Við höfum ekki hugmynd um hvort einhverjir af hinum þekktu vandræðagemlingum hafi keypt miða á leikina í gegnum Netið,“ sagði talsmaður bresku lögregl- unnar í samtali við dagblaðið The Times. „Við munum vinna með portúgölskum yfirvöldum við að reyna að fjarlæga bullurnar en ég er hræddur um að við höfum misst af lestinni.“ Enskar knattspyrnubullur eru þekktar um víða veröld fyrir að vera þær verstu sem fyrirfinnast og þær hafa ekki legið á liði sínu á þessu ári. Þrír menn voru skotnir og einn stunginn í tengslum við leik Englendinga og Liechten- steina í undankeppni EM í mars og mánuði seinna voru yfir fimm- tíu menn handteknir fyrir leik gegn Tyrkjum eftir að þeir höfðu lent í götuslagsmálum við lögregl- una og kastað flöskum, barstólum og fleiru lauslegu í átt að laganna vörðum. Breska lögreglan hefur lista undir höndum sem flestar af al- ræmdustu knattspyrnubullunum eru á. Hún hefur sagt að þeim verði fylgt eftir þegar þeir stíga út fyrir þröskuldinn á heimili sínu þegar líður að keppninni í Portúgal. ■ Enska 1. deildin: Betts og Jeffs löglegir FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Tom Betts og miðjumaðurinn Ian Jeffs, sem léku með Eyjamönn- um á síðasta tímabili, eru nú loks- ins orðnir löglegir með enska 1. deildarliðinu Crewe Alexandra. Betts og Jeffs kláruðu Lands- bankadeildina með Eyjamönnum og komu því út eftir leikmanna- markaðnum lokaði þann 1. sept- ember síðastliðinn. Þeir urðu því að bíða þar til í gær til að mega spila með Crewe en leikmannamarkaðurinn opn- aði á nýjan leik í gær. Betts og Jeffs voru báðir í lykilhlutverki hjá Eyjamönnum sem sluppu naumlega við fall en Betts á góða möguleika á því að komast í liðið samkvæmt net- miðlinum skysports.com þar sem margir varnarmanna liðsins eru meiddir. ■ FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í knatt- spyrnu mun spila vináttuleik gegn lettneska landsliðinu í Riga 29. apr- íl næstkomandi. Leikurinn fer fram á alþjóðlegum leikdegi þannig að íslenska liðið ætti að geta stillt upp sína sterkasta liði. Ásgeir Sigur- vinsson, þjálfari liðsins, sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri kærkomið að fá þennan leik sem væri liður í undirbúningi Letta fyrir úrslitakeppni EM í Portúgal en þetta verður í fyrsta sinn sem Lettar taka þátt í úrslitum stór- móts. „Við skuldum þeim leik frá því fyrir nokkrum árum og þessi dag- setning hentar báðum þjóðum vel. Ég á von á hörkuleik enda er mik- ið undir hjá Lettum. Við munum stilla upp okkar sterkasta liði í leiknum því að hann er á alþjóð- legum landsleikjadegi þar sem fé- lagsliðin verða að sleppa mönn- um,“ sagði Ásgeir. Hann sagði jafnframt að það væri verið að vinna í því að fá vináttuleiki á al- þjóðlegum leikdögum í febrúar og mars en ekkert væri enn ör- uggt í þeim efnum. ■ FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn Ríkharður Daðason er ekki enn búinn að finna sér lið en hann ákvað að taka ekki tilboði norska liðsins Frederikstad um eins árs samning í desember. Ríkharður sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að umboðsmaður hans væri að athuga markaðinn erlendis og að hann vildi fyrst skoða hvort hann kæmist út áður en hann færi að kíkja í kringum sig á Íslandi. „Auðvitað kitlar það að spila úti en ég gæti alveg eins hugsað mér að fara að vinna og nýta mér þá menntun sem ég aflaði mér fyrir löngu síðan,“ sagði Ríkharð- ur en hann er menntaður sem hagfræðingur frá Columbia- háskólanum í New York. Ríkharð- ur sagðist aðspurður ekki hafa rætt við nein íslensk félög enn sem komið er enda vildi hann fyrst ganga úr skugga um hvort hann kæmist að úti. „Ég nenni ekki að fara í samningaviðræður við einhver lið á Íslandi til þess eins að hætta þeim síðan ef eitt- hvað kemur upp úti. Ég mun væntanlega bíða fram í miðjan janúar og sjá hvað gerist en ef ekkert gerist á þeim tíma þá mun ég að öllum líkindum spila í Ís- landi,“ sagði Ríkharður. ■ Þýski handboltinn: Gylfi með níu mörk HANDBOLTI Gylfi Gylfason skoraði níu mörk fyrir lið sitt Wilhelms- havener þegar það beið lægri hlut fyrir Flensburg, 33-31, í þýsku 1. deildinni. Snorri Steinn Guðjóns- son skoraði fimm mörk og var markahæstur hjá Grosswallstadt sem tapaði stórt fyrir Kiel, 34-18, á útivelli. Gunnar Berg Viktorsson skor- aði fimm mörk og Róbert Sig- hvatsson skoraði þrjú þegar Wetzlar gerði jafntefli, 30-30, gegn Wallau-Massenheim. Einar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Wallau. Guðjón Valur Sig- urðsson skoraði fimm mörk fyrir Essen sem vann Göppingen, 28- 25, á útivelli. Jaleisky Garcia skoraði einnig fimm mörk fyrir Göppingen. ■ ÁRNI GAUTUR ARASON Laus allra mála hjá Rosenborg en gengur erfiðlega að finna nýtt félag. RÍKHARÐUR DAÐASON Ríkharður hefur verið orðaður við KR en segist ekki hafa rætt við forráðamenn félagsins. Knattspyrnumaðurinn Ríkharður Daðason: Ekkert í deiglunni ÁSGEIR SIGURVINSSON Ásgeir býst við hörkuleik gegn Lettum í lok apríl. Íslenska landsliðið í knattspyrnu: Leikið við Letta í apríl JOHN TERRY John Terry vill klára ferilinn hjá Chelsea. John Terry: Vill klára ferilinn hjá Chelsea FÓTBOLTI Varnarmaðurinn sterki John Terry segist vilja klára feril- inn hjá Chelsea en hann á eftir þrjú ár af samningi sínum. „Ég hef sagt forráðamönnum liðsins að ég sé tilbúinn til að skrifa und- ir til lífstíðar. Þetta er mitt félag og ég hef engan áhuga á því að spila fyrir annað lið,“ sagði þessi sterki varnarmaður í breskum fjölmiðlum. Terry hefur spilað frábærlega með Chelsea það sem af er keppn- istímabilinu og mun að öllum lík- indum spila við hlið Sols Camp- bell í vörn enska landsliðsins á EM í Portúgal ef banninu á Rio Ferdinand verður ekki stytt. Hann segir að hann elski að vinna með Caludio Ranieri, knattspyrnustjóra liðsins, sem hafi hjálpað honum gífurlega. „Mér líður afskaplega vel hérna, ég er með knattspyrnu- stjóra sem trúir á mig og í liði sem getur barist við Manchester United og Arsenal um titilinn á næstu árum. ■ Ellert Jón Björnsson: Spilar ekki með Val FÓTBOLTI Ellert Jón Björnsson mun ekki leika með Valsmönnum í 1. deildinni á næsta tímabili. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri í samningavið- ræðum við Skagamenn þessa dag- ana og að hann vonaðist til að niður- staða kæmist í það mál fljótlega. „Ég mun ekki spila með Val á næsta ári, það er alveg á hreinu,“ sagði Ellert Jón. Hann gekk til liðs við Valsmenn seinni hluta tíma- bilsins í fyrra eftir að hafa átt í vandræðum með að komast í Skagaliðið. ■ ENSKAR BULLUR Á FLEYGIFERÐ Enskir „knattspyrnuáhugamenn“ sjást hér elta kollega sinn frá Frakklandi í Evrópukeppni í Hollandi og Belgíu árið 2000, væntanlega til að berja hann til óbóta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.