Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 32 Sjónvarp 36 LAUGARDAGUR TOPPLIÐIÐ MÆTIR KR Þrír leikir fara fram í 1. deild kvenna í körfubolta. Njarðvík tekur á móti ÍS klukkan 14 og á sama tíma leikur topplið ÍR gegn KR í Seljaskóla. Klukkan 17.15 mætir Keflavík liðið Grindavíkur á heimavelli. DAGURINN Í DAG AÐGERÐALÍTIÐ VEÐUR Það bætir þó heldur í vind vestanlands þegar á daginn líður. Hlýtt í dag og á morgun svo kann að kólna lítið eitt. Sjá síðu 6. 3. janúar 2004 – 2. tölublað – 4. árgangur EFASEMDIR VEGNA UMMÆLA Lögmaður Jóns Ólafssonar efast um að lögregla geti rannsakað skattamál Jóns vandræðalaust vegna orða forsætisráð- herra. Lögregla segir málið það stærsta sinnar tegundar. Sjá síðu 2 ÓSÁTT VIÐ BREYTINGAR Jóhanna Sigurðardóttir segir hugmyndir um breyt- ingar á húsnæðislánakerfinu vera lið í að færa kerfið úr höndum ríkis til einkaaðila. Bankarnir muni mala gull og kjör til almennings ekki batna. Sjá síðu 4 AFLÝSA FLUGI Flugfélagið British Airways aflýsti flugi frá Lundúnum til Was- hington í Bandaríkjunum í gær, annan dag- inn í röð. Fluginu var aflýst af öryggis- ástæðum. Sjá síðu 2 ÓTTAST UM ÍSLENSKA SJÓMENN Ekkert flutningaskip siglir undir íslenskum fána lengur. Stjórnarmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur óttast að Eimskip og Samskip hendi íslenskum sjómönnum fljótlega í land og ráði erlenda í þeirra stað. Sjá síðu 8 Simmi og Jói: Barnabókahöfundurinn Philip Pullman nýtur mikilla vinsælda hjá öllum nema strangtrúuðum kirkjunnar mönnum. SÍÐA 24 ▲ Bækur: Allir vilja vera frægir MÓTMÆLI Tvítug íslensk kona, Saga Ásgeirsdóttir, fékk gúmmíkúlu í fót- inn þegar hún var að mótmæla byggingu ísraelsks varnarmúrs í þorpinu Búdrus á Vesturbakkanum á nýársdag. Að sögn friðarsamtak- anna ISM notaði ísraelski herinn táragas og gúmmíkúlur til að brjóta á bak aftur friðsamleg mótmæli þorpsbúa og erlendra sjálfboðaliða. „Ég var skotin af tíu til fimmtán metra færi,“ segir Saga. „Ég er bólgin á löppinni og finn mikið til en ég get gengið.“ Saga segist ekki hafa leitað sér læknishjálpar enda sé það nánast ógerlegt á þessu svæði. Hún ítrekar að gúmmíkúlur Ísraelsmanna geti verið mjög hættulegar, þetta séu stálkúlur með plasthúð og þær geti jafnvel valdið dauða ef skotið er af stuttu færi. Saga viðurkennir að henni hafi verið töluvert brugðið. „Maður er undir miklu álagi hérna og það er erfitt að átta sig á þessu. En það er langt frá því að ég sjái eftir að hafa komið,“ segir hún. Til harðra átaka kom milli hers og heimamanna í Búdrus á gamlárs- dag. Þá var fjöldi mótmælenda handtekinn og voru þeir að eigin sögn beittir miklu harðræði af ísra- elskum yfirvöldum. „Þetta var svakalegt á gamlársdag og ég var orðin raunverulega hrædd um að ég myndi hugsanlega deyja,“ segir Saga sem kom ekki til Búdrus fyrr en á nýársdag. „Þegar við komum í þorpið var mikið af fjölmiðlafólki á svæðinu vegna atburðanna á gamlársdag. Ég held að ísraelsku hermennirnir hafi að vissu leyti verið hræddir við fjölmiðlana“. Að sögn Sögu gekk allt vel til að byrja með en svo fór hermönnunum að fjölga og landamæralögreglan mætti á svæðið. Mótmælendurnir urðu órólegir og óttuðust að verða króaðir inni. Þegar herinn tók að skjóta gúmmíkúlum og táragasi að fólkinu lagði það á flótta. Fimmtán Palestínumenn særðust auk tveggja erlendra sjálfboðaliða. Saga, sem stóð á milli heimamanna og hersins, fékk gúmmíkúlu í fótinn og ungur Svíi varð einnig fyrir skoti. Þrátt fyrir allt lætur Saga vel af dvölinni í Búdrus. „Það var ótrúlega gott að koma hingað því þetta er fyrsta þorpið sem við komum í þar sem er virkilegur baráttuandi í heimamönnum.“ Saga er nú í bæn- um Deir Dallout en ætlar aftur til Búdrus á morgun til að taka þátt í frekari mótmælaaðgerðum. Tveir ungir Íslendingar eru nú á hernumdu svæðum Palestínu við sjálfboðaliðastörf ásamt Sögu, þau Finnbogi Vikar Guðmundsson og Steinunn Gunnlaugsdóttir. ■ komu óvænt í heimsókn Forsetahjónin: ▲ SÍÐA 38 Snæddu á Hjálpræðishernum er 29 ára Sölvi Blöndal: ▲ SÍÐA 16 Vöru- talningarbarn chelsea leikur gegn watford Íslendingaslagur: ▲ SÍÐA 32 Eiður og Heiðar mætast kvikmyndauppgjör ársins Kvikmyndir: ▲ SÍÐA 18 Blóðugt ár framhaldsmynda Þótt enn eigi eftir að velja Idol-popp- stjörnuna er ljóst að umsjónarmennirnir Simmi og Jói eru þegar orðnir stórstjörnur. ▲ SÍÐA 22 Óttaðist um lífið Íslenskur sjálfboðaliði á hernumdum svæðum Palestínu, Saga Ásgeirsdóttir, særðist í mót- mælaaðgerðum í þorpinu Búdrus á Vesturbakkanum. Friðsamlegar mótmælaaðgerðir heima- manna og erlendra sjálfboðaliða voru brotnar á bak aftur með hörku. Meðallestur 25-49 Höfuðborgarsvæðið NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í okt. ‘03 FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ 75% 56% Höfundurinn sem ögrar kirkjunni Bandarískar borgir: Flest morð í Chicago CHICAGO, AP Chicago nýtur þess vafasama heiðurs að vera sú borg í Bandaríkjunum þar sem flest morð voru framin á síðasta ári. Engu að síður fækkaði morðum í borginni úr 648 árið 2002 niður í 599 árið 2003. Chicago, sem er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna, var einnig í efsta sæti þessa alræmda lista 2001. Í fyrra var það aftur á móti Los Angeles sem átti vinninginn með 658 morð. Í New York, sem er næst- um því þrisvar sinnum fjölmennari en Chicago, voru framin 596 morð á síðasta ári Þess má geta að árið 1990 voru framin 2.245 morð í New York. Lögregluyfirvöld í Chicago kenna glæpagengjum, mikilli byssueign og eiturlyfjum um háa tíðni morða. ■ Deila sérfræðilækna og Tryggingastofnunar ríkisins: Engir fundir og deilan í hnút SÉRFRÆÐILÆKNAR „Við buðum samn- inganefnd heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins í byrjun desember að framlengja þágildandi samning óbreyttan, út þetta ár. Nefndin vildi hins vegar að við gæfum eftir rétt- indi sem áréttuð voru í dómi Hæsta- réttar frá 11. desember 2003. Í dómnum felst viðurkenning á rétti lækna til að taka sjúklinga til með- ferðar án greiðsluþátttöku Trygg- ingastofnunar ríkisins, ef sjúkling- ur óskar þess, en einnig í raun við- urkenning á rétti sjúklinga til að kaupa sér læknisþjónustu án afskipta hins opinbera. Á þetta gát- um við ekki fallist,“ sagði Óskar Einarsson, formaður samninga- nefndar sérfræðilækna. Enginn samningur er nú í gildi milli sérfræðilækna og stofnunar- innar eftir að slitnaði upp úr við- ræðum um nýjan samning um greiðsluþátttöku Tryggingastofnun- ar í sérfræðilæknishjálp. Sjúklingar verða því að bera all- an kostnað sjálfir, leiti þeir til sér- fræðinga. Dæmi eru um að kostnað- ur af heimsókn til sérfræðings hafi margfaldast. Til dæmis kostar við- tal hjá barnalækni nú 4000 krónur en kostaði 1000 krónur fyrir áramót. Þá eru einhver dæmi um að sjúk- lingar hafi frestað heimsóknum til sérfræðinga. „Sérfræðilæknarnir eiga næsta leik, þeir ætla að ræða málin hjá sér og við bíðum viðbragða frá þeim,“ sagði Garðar Garðarsson, formaður samninganefndar heilbrigðisráðu- neytisins. Sérfræðilæknar fara yfir stöðu málsins á félagsfundi í dag. ■                  ÚTSÖLUR Margar verslanir hófu útsölur í gær. Ekki voru allar verslanir komnar á fullt skrið enda vörutalningar í mörgum þeirra. Búast má við að enn fleiri verslanir bætist í hópinn í dag. Sjá nánar á bls. 6. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SAGA OG STEINUNN Saga Ásgeirsdóttir og Steinunn Gunnlaugs- dóttir hafa sinnt sjálfboðastörfum á her- numdum svæðum Palestínu síðan fyrir jól. VEÐRIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.