Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 24 Sjónvarp 28 SUNNUDAGUR GRINDAVÍK MÆTIR NJARÐVÍK Sex leikir verða í Intersport-deildinni í körfu- bolta klukkan 19.15. Liðin sem mætast eru: Haukar - KFÍ, Hamar - Keflavík, UMFN - UMFG, ÍR - Þór Þorlákshöfn, Breiðablik - KR og Snæfell - Tindastóll. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HLÝTT OG BLAUTT Það verður svaka- lega hált þar sem vatnið hvílir á ísnum. Sennilega tekur nú mestan snjóinn upp á láglendi. Sjá síðu 6 4. janúar 2004 – 3. tölublað – 4. árgangur 148 LÉTUST Í FLUGSLYSI Ekkert bendir til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða þegar egypsk farþegaþota hrapaði í Rauða- hafið með þeim afleiðingum að 148 manns fórust, þar á meðal fjöldi barna. Sjá síðu 2 ORÐLAUS VEGNA FÁKUNNÁTTU Jón G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON, segist nánast orðlaus yfir skrifum Hjálmars Árnasonar þingmanns þar sem hann segir eigið fé sparisjóðsins vera níu milljarða króna. Sjá síðu 2 ÍHUGAR MÁLSÓKN Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, segir lögfræðinga sína vera fara yfir ummæli forsætisráðherra í Kryddsíld Stöðvar 2 með tilliti til hugsanlegrar málsóknar. Sjá síðu 4 KONU BJARGAÐ Lögreglumaður sýndi mikið þrekvirki þegar hann bjargaði konu úr brennandi íbúð á Skúlagötu. Stöðvarstjóri hjá slökkviliðinu segir mikið lán að ekki fór ver. Munað gat um einn andardrátt. Sjá síðu 6 KRAFTAVERK Í ÍRAN Konu á tíræðisaldri var bjargað á lífi úr rústum Bam í Íran tæpum níu sólahringum eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir borgina. Sérþjálfaðir leitarhundar fundu konuna en það tók um þrjár klukkustundir að grafa hana úr rústunum. Talsmaður yfirvalda segir björgunina vera kraftaverk. Sjá nánar bls. 4 Segja ríkið brjóta lög Læknar segja að verið sé að brjóta lög á sjúklingum með því að endurgreiða þeim ekki sérfræðiþjón- ustu. Samninganefnd ráðuneytisins segir lækna vilja að almannatryggingakerfið verði lagt niður. HEILBRIGÐISMÁL Sú skoðun, að ríkið sé að brjóta lög á sjúklingum með því að endurgreiða þeim ekki vegna læknisverka sérfræðinga meðan enginn samningur er í gildi við Tryggingastofnun, kom fram á félagsfundi í Læknafélagi Reykjavíkur í gær. Fundurinn lýsti yfir fullum stuðningi við þá ákvörðun samninganefndar félagsins að hafna fyrirliggjandi tillögum heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins um samn- ing fyrir sérgreinalækna þann 31. desember sl. Gunnar Ásmundsson, fram- kvæmdastjóri Læknafélagsins, sagði að mikill einhugur hefði ríkt á fundinum. „Læknar líta svo á að boltinn sé hjá yfirvöldum,“ sagði hann og bætti við að engir fundir hefðu verið boðaðir. Deilan væri því „stál í stál.“ Hún snerist um að læknar vildu ekki semja atvinnuréttindi sín frá sér, né heldur rétt sjúk- linga til þess að velja sér lækni og kaupa læknisþjónustu utan kerfisins ef þeim byði svo við að horfa. Þetta atriði tengdist öðr- um atriðum samningsins. Ríkið væri tvímælalaust að brjóta lög á sjúklingum fengju þeir ekki end- urgreitt fyrir sérfræðiþjónustu sem þeir þyrftu nú að greiða að fullu. Garðar Garðarsson, formaður samninganefndar heilbrigðis- ráðuneytisins, sagði að staðan yrði rædd á fundi nefndarinnar á morgun. jss@frettabladid.is Sjá nánar bls. 2 FORSETAFRÚIN Dorrit ræðir opinskátt um samband sitt við forsetann í viðtalinu við Haaretz. Dorrit Moussaieff: Aldrei sátt við Ísrael VIÐTAL Í opinskáu viðtali við ísra- elska blaðið Haaretz gagnrýnir Dor- rit Moussaieff forsetafrú ísraelsk stjórnvöld og bókstafstrúarmenn harðlega. Dorrit segist telja að eina leiðin til að tryggja framfarir í Ísrael og velferð þegnanna sé að aðskilja trú og ríki. Ef það verði ekki gert muni strangtrúuðum fjölga. Þeir muni síðan þröngva fram vilja sínum með þeim afleiðingum að Ísrael muni hverfa aftur til miðalda. Dorrit segist vera meiri Íslend- ingur en Ísraeli eða Englendingur. „Ef eitthvað slæmt kæmi fyrir Ísland myndi það særa mig per- sónulega. Ég hef aldrei haft þessa tilfinningu fyrir landi og þjóð áður. Í gegnum allt mitt líf hef ég verið eins og sígauni. Jafnvel þó ég hafi búið í Englandi um árabil þá hef ég aldrei haft þjóðernistilfinningar gagnvart því landi og ég hef aldrei verið sátt við Ísrael.“ Sjá nánar bls. 4 Hvað býr í árinu 2004? Stjörnuspekingur, talnaspekingur og tvær spákonur spá fyrir um atburði komandi árs í blaðinu dag. Það er rauður þráður í spádómum þeirra að mikið umrót verði á Íslandi í haust þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra. SÍÐUR 16–17 ▲ Menningin er hreyfiafl Þórunn Sigurðardóttir er listrænn stjórnandi Listahátíðar, en hátíðin verður árleg frá og með þessu ári. Í viðtali við Fréttablaðið talar hún um menningarlífið, störf sín að menningarmálum og komandi hátíð. i i li j i i í , í i l f i. Í i li i l i l i lífi , f í i l i í . Árið 2003 einkenndist af miklum hræringum í íslensku viðskiptalífi. Fréttablaðið fékk forystumenn í viðskiptum til þess að meta síðasta ár og rýna í þróunina framundan. SÍÐUR 18–19 ▲ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P SÍÐUR 12–13 ▲ Viðskiptalíf á tímamótum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.