Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 4
4 4. janúar 2004 SUNNUDAGUR Hvernig fannst þér áramóta- skaupið? Spurning dagsins í dag: Hver vinnur Idol stjörnuleit? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 28% 22% Slakt 43%Ömurlegt Ágætt Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ATVINNUMÁL „Þetta er atvinnu- rógur, þar sem stefnt virðist að því leynt og ljóst að reyna að eyðileggja þessi fyrirtæki og trú- verðugleika þeirra,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, aðspurður um viðbrögð vegna ummæla Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra í Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag. Þar ræddi forsætisráðherra meðal annars um „samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla“. Í þættinum lét hann þau orð falla að hann hefði horft á hvernig Fréttablaðið og DV væru „misnot- uð frá degi til dags, alla daga“ af Baugsfeðgum, eins og það var orðað í þættinum. Forsætisráð- herra kvaðst hafa „séð til viðkom- andi, þeir misnota sína fjölmiðla þannig að það vekur mér sérstak- ar áhyggjur...“ Jón Ásgeir sagðist vera orðinn langþreyttur á árásum forsætis- ráðherra. Þetta væri ekki í fyrsta né annað skipti sem hann sætti þeim. „Það vakir ekkert annað fyrir manninum heldur en að reyna að skemma sem mest fyrir þessum fyrirtækjum,“ sagði Jón Ásgeir. „Þessar árásir virðast gerðar til þess að varpa rýrð á trúverðug- leika umræddra fyrirtækja og um leið að rýra möguleika þeirra til að reka sig. En hann virðist ekki geta fært nein haldbær rök fyrir sínu máli, né nefnt bein dæmi því til stuðnings. Málflutningur hans er því afar veikur og í raun ótrú- legt að hann skuli halda þessu fram með þessum hætti.“ Jón Ásgeir sagði ennfremur að lögfræðingar sínir væru að fara yfir málið um helgina með tilliti til hugsanlegrar málsóknar vegna ummælanna. Niðurstöðu þeirra mætti vænta á mánudag eða þriðjudag. jss@frettabladid.is Segir Ísrael trúar- legt alræðisríki Dorrit Moussaieff gagnrýnir ísraelsk stjórnvöld og bókstafstrúarmenn harðlega í viðtali við dagblaðið Haaretz. Meiri Íslendingur en Ísraeli eða Englendingur. Varð ástfanginn af forsetanum í skíðaferð í Aspen. VIÐTAL „Ísrael er ekki lýðræðis- ríki,“ segir Dorrit Moussaieff for- setafrú aðspurð hvers vegna henni finnist hún vera meiri Ís- lendingur en Ísraeli. „Ísrael er trúarlegt alræðisríki. Þegar ég heimsæki landið ásamt vinum mínum get ég ekki fengið mér kaffibolla með mjólk eftir að hafa borðað hamborgara á hótelinu. Ég má ekki ferðast á laugardögum og ekki borða humar.“ Dorrit vísar hér til þess að samkvæmt helgisiðum gyðinga má ekki blanda saman mjólkur- afurðum og kjöti í sömu máltíð- inni og bannað er að borða skel- fisk. Þá má ekki ferðast á laugar- degi sem er helgidagur gyðinga. Dorrit segist sjálf vera trúuð en henni líki ekki sú trúarlega kúgun sem ríki í Ísrael. Hún segir að eina vonin fyrir Ísrael sé að að- skilja ríki og trú og að ísraelskir bókstafstrúarmenn þurfi að byrja að vinna í staðinn fyrir að eyða öllum sínum tíma í að læra. „Algengt er að litið sé á íslams- ka bókstafstrúarmenn sem slæma en hver myrti Yitzhak Rabin? Gyðingur. Við getum kennt okkur sjálfum um okkar vandamál en ekki Palestínumönnum. Hver er munurinn á því þegar islömskum konum er gert að ganga með slæðu fyrir andlitinu og því þegar ísraelskum bókstafstrúarkonum er gert að ganga með hárkollu?“ spyr Dorrit. Hún segir að haldi áfram sem horfi muni strangtrúuðu fólki fjölga í Ísrael. „Það mun síðan þröngva sínum vilja á þjóðina með þeim afleið- ingum að Ísrael mun hverfa aftur til miðalda.“ Í viðtalinu segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, það sína skoðun að á svæðinu eigi að vera tvö ríki. Palestínumenn eigi að fá að stofna sitt eigið ríki. Hann segir hins vegar Palestínu- menn vera sjálfum sér verstir og að sjálfsmorðsárásir þeirra skaði málstað þeirra. Í viðtalinu sem er langt og yfir- gripsmikið ræðir Dorrit mikið um samband sitt við Ólaf Ragnar. Hún segir að fyrst þegar hún hafi hitt hann hafi henni ekki líkað sér- lega vel við hann. Hún hafi hins vegar orðið ástfangin af honum í skíðaferð í Aspen í Colorado í Bandaríkjunum. Hún segir að í eitt ár hafi hún átt í leynilegu ást- arsambandi við forsetann. Á þeim tíma hafi Íslendingar haldið að hún væri nemandi í heimsókn hjá dætrum Ólafs Ragnars. Dorrit segist ekki hafa vitað af því fyrirfram þegar Ólafur Ragn- ar opinberaði samband þeirra í sjónvarpsviðtali í september 1999. Þá segir hún að hún hefði ekki gifst forsetanum gegn vilja þjóðarinnar. Niðurstöður skoð- anakannana sem sýnt hafi að meirihluti þjóðarinnar vildi að forsetinn giftist hafi verið mikil- vægar. ■ FJÓRIR HERMENN DREPNIR Í KASMÍR Meintir íslamskir víga- menn drápu fjóra indverska her- menn og særðu 28 hermenn og óbreytta borgarar í tveimur árás- um í indverska hluta Kasmír. Her- inn skaut tvo árás- armenn til bana. Herskáir múslím- ar berjast fyrir sjálfstæði Kasmír eða samruna við Pakistan. KÍNVERJAR KAUPA BÍLA Íbúar Pek- ing í Kína keyptu yfir 400.000 nýja bíla á síðasta ári sem er 56,6% aukning frá árinu 2002. Þessi mikla bílaeign hefur í för með sér gífurlegt umferðaröngþveiti enda hafa litlar úrbætur verið gerðar á vegakerfi borgarinnar. NABLUS Ísraelskir hermenn fylgjast með palestínsk- um lækni gera að sárum landa síns sem særðist þegar herinn skaut á syrgjendur í jarðaför í Nablus. Skotið á mótmælendur: Þrír féllu VESTURBAKKINN, AP Þrír Palest- ínumenn féllu þegar ísraelskar hersveitir hófu að skjóta á mót- mælendur í borginni Nablus á Vesturbakkanum. Að sögn hersins höfðu mennirnir þrír kastað grjóti og eldsprengjum í hermennina. Fáeinum klukkustundum síðar skutu hermenn á syrgjendur í jarðarför þremenninganna með þeim afleiðingum að fjórir menn særðust, einn þeirra alvarlega. Í yfirlýsingu frá Ísraelsher kemur fram að skotið hafi verið á tvo vopnaða menn í jarðarförinni. Ísraelskar hersveitir hafa gert ítrekuð áhlaup á Nablus á síðustu tveimur vikum með það að mark- miði að uppræta starfsemi víga- samtaka í borginni. ■ Banaslys í umferðinni: 23 létust á síðasta ári SLYS Tuttugu og þrír létust í um- ferðarslysum árið 2003 í tuttugu slysum samkvæmt bráðabirgða- tölum Umferðarstofu. Ellefu þeirra sem létust voru ökumenn bifreiða, níu farþegar og þrír gangandi vegfarendur. Níu létust í árekstrum, í tíu til- fellum var um að ræða útafakstur. Þá var í þrígang ekið á gangandi vegfarendur og í einu tilviki var ekið á mannvirki. Þrettán karl- menn létust, átta konur og tvö börn. Sautján létust í dreifbýli, en sex í þéttbýli, þar af tveir í Reykjavík. Báðir voru gangandi vegfarendur. Á árinu 2002 létust 29 manns í 22 umferðarslysum. ■ ALDURSSKIPTING LÁTINNA Í UMFERÐINNI ÁRIÐ 2003 Aldur Fjöldi 0–6 ára 0 7–13 ára 2 15–16 ára 0 17–20 ára 2 21–24 ára 3 25–64 ára 9 65 ára> 7 ÍRAN, AP Konu á tíræðisaldri var bjargað á lífi úr rústum Bam í Íran tæpum níu sólahringum eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir borgina. Sérþjálfaðir leitarhundar fundu konuna en það tók um þrjár klukkustundir að grafa hana úr rústunum. Konan var með meðvit- und og gat talað við björgunar- menn. Talsmaður Rauða hálf- mánans segir að hún sé vel á sig komin og hún hafi ekki hlotið neina áverka. „Enginn bjóst við því að hún væri á lífi. Þetta er kraftaverk,“ sagði Asadollah Iranmanesh, talsmaður yfirvalda í Kerman-héraði. Sérfræðingar segja að það sé afar óvenjulegt að fólk lifi lengur en þrjá daga fast í rústum án vatns og matar. Yfirvöld hafa staðfest að að minnsta kosti 29.700 hafi fallið í jarðskjálftanum. Sameinuðu þjóð- irnar hafa varað við því að margir þeirra sem lifðu af þurfi á sér- fræðiaðstoð að halda til að takast á við geðtruflanir sem geti fylgt því að missa ástvini sína og heim- ili. Frönsk og þýsk hjálparsamtök hafa sent um 130 geðlækna og sál- fræðinga til Bam til að aðstoða íbúana. Um 40 ráðgjafar á vegum Rauða hálfmánans eru á jarð- skjálftasvæðinu. ■ Enn gerast kraftaverk í Íran: Konu á tíræðisaldri bjargað úr rústum KRAFTAVERK Sharbanou Mazandarani ræðir við frétta- mann á sjúkrahúsi í Bam. Mazandarani er við góða heilsu eftir að hafa legið í tæpa níu sólahringa í rústunum. ■ Asía YFIR 2000 FLUGELDAVERKSMIÐJ- UM LOKAÐ Yfirvöld í Shaanxi-hér- aði í norðanverðu Kína hafa ákveð- ið að loka yfir 2000 flugeldaverk- smiðjum í kjölfar mannskæðra slysa sem hafa átt sér stað á síð- ustu dögum og vikum. Ríkisstjórn Kína hefur komið á fót eftirlits- sveitum til að hafa eftirlit með flugeldaverksmiðjum landsins. ■ Asía MÓTMÆLI Meðlimir Falun Gong mótmæltu við Stjórnarráðið fyrir tveimur árum. Umboðsmaður Alþingis: Ekki brotið á Falun Gong STJÓRNMÁL Umboðsmaður Alþingis telur að ekki hafi verið brotið á stjórnarskrárvörnum rétti með- lima Falun Gong til að mótmæla þegar forseti Kína kom í heim- sókn til landsins fyrir tveimur árum. Kvörtunin sem umboðsmanni Alþingis barst var í átta liðum. Hann vísaði öllum þeirra frá nema þeim sem beinist að ákvörð- un stjórnvalda að synja Falun Gong iðkendum um aðgang að flugvélum á leið til Íslands á flug- völlum í Evrópu og Norður- Ameríku. Forsætisráðherra hefur verið sent bréf þar sem hann er krafinn frekari rökstuðnings á þeirri ákvörðun. Ekkert er sett út á það þegar Falun Gong liðum var meinaður aðgangur í landið á Keflavíkur- flugvelli. Þá telur umboðsmaður að ekki hafi verið brotið á mann- réttindum þeirra þegar þeir voru færðir í gæsluvarðhald í Njarðvíkurskóla á meðan þeir biðu úrskurðar um landvistar- leyfi. ■ FORSETAHJÓNIN Dorrit Moussaieff segir að fyrst þegar hún hafi hitt hann hafi henni ekki líkað sérlega vel við Ólaf Ragnar Grímsson forseta. Hún hafi hins vegar orðið ástfangin af honum í skíðaferð í Aspen í Colorado í Bandaríkjunum. Jón Ásgeir Jóhannesson íhugar málsókn á hendur forsætisráðherra: Þetta er atvinnurógur DAVÍÐ ODDSSON Jón Ásgeir segist vera orðinn langþreyttur á árásum forsætisráðherra. 7%Frábært

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.