Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 6
6 4. janúar 2004 SUNNUDAGUR ■ Evrópa PAPANDREOU LÍKLEGUR Líklegt þykir að George Papandreou, nú- verandi utanrík- isráðherra Grikklands, verði forsætis- ráðherraefni sósíalistaflokks- ins í komandi kosningum sem fram eiga að fara í byrjun maí. Papandreou hefur ítrekað mælst langvinsælasta forsætis- ráðherraefni flokksins í skoðana- könnunum en bæði faðir hans og afi hafa gengt embætti forsætis- ráðherra Grikklands. FÆKKUN DAUÐASLYSA Sam- kvæmt skýrslu spænska umferð- arráðsins létust 4.032 í umferð- arslysum á þjóðvegum Spánar á síðasta ári, eða sex færri en á ár- inu 2002. Dauðaslysin urðu í alls 3.446 umferðaróhöppum en í þeim slasaðist auk þess 2.061 mjög alvarlega. Tölurnar ná að- eins til slysa utan þéttbýlis. TYRKI FRAMSELDUR Bandarísk stjórnvöld hafa framselt Tyrkj- ann, Huseyin Yildirim, til Tyrk- lands en umræddur Yildirim, sem vann sem vélvirki hjá bandaríska hernum vestanhafs, var árið 1989 dæmdur í lífstíðar- fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa afhent austur-þýskum og sovéskum njósnurum hernaðar- leg leyniskjöl á dögum kalda stríðsins. Veistusvarið? 1Hvað heitir íslenski sjálfboðaliðinnsem særðist í mótmælaaðgerðum í þorpinu Búdrus á Vesturbakkanum? 2Hver strengdi það áramótaheit aðvera duglegri við að fara út að hlaupa á nýja árinu? 3Hverjir kölluðu það fulla vinnu, allandaginn, og mikla fórn að vera opinber fígúra í laugardagsblaði Fréttablaðsins? Svörin eru á bls. 30 BRUNI „Það hringdi dyrasíminn hjá mér og rödd sagði mér að koma strax út því eldur væri kviknaður í stigaganginum. Ég stóð þá í nátt- kjólnum, greip jakka og veski, klæddi mig í skó og flýtti mér út,“ segir Jónína Sísí Bender, íbúðar- eigandi á Skúlagötu. Jónína býr ofan við íbúðina sem eldurinn kom upp í. Hún segir að lítill reykur hafi verið í stigaganginum þegar hún hljóp út. „Ég hugsaði aðeins eitt - að komast út.“ Jónína segist hafa dáðst að störfum slökkviliðsins og lögregl- unnar þar sem hún stóð fyrir utan. „Ég get aldrei fullþakkað þessum björgunaraðilum hvað þeir sýndu mikið hugrekki. Ekki síst vil ég koma þökkum til ungrar konu í lögregluliðinu sem vék ekki frá mér þangað til sonur minn sótti mig.“ Jónína segist einnig vilja koma þökkum til vegfarandans sem tilkynnti um brunann. „Það má segja að hann hafi bjargað lífi okkar allra.“ Unnur Guðjónsdóttir er annar íbúðareigandi á Skúlagötu og býr á 1. hæð. „Ég hljóp út á náttkjól og inniskóm þegar lögreglan bankaði upp hjá mér og sagði að eldur hefði kviknað. Það er vissulega óþægileg tilfinning að fá svona til- kynningar og ég er hálf eftir mig.“ Hún segist ekki finna fyrir neinu óöryggi eftir þessa lífs- reynslu. Til standi að setja upp eldvarnarhurðir. ■ Konu bjargað úr brennandi íbúð Lögreglumaður sýndi mikið þrekvirki þegar hann bjargaði konu úr brennandi íbúð. Stöðvar- stjóri hjá slökkviliðinu segir mikið lán að ekki fór ver. Munað gat um einn andardrátt. BRUNI Lögreglumaðurinn Arnar Þór Egilsson sýndi mikið þrek- virki þegar hann bjargaði konu úr brennandi íbúð á Skúlagötu í Reykjavík í gærmorgun. Vegfar- andi tilkynnti um eldinn klukkan 9.14. Lögreglumenn voru fyrstir á staðinn og tóku til við að rýma íbúðirnar í stigaganginum. Eldur- inn kom upp í íbúð á 2. hæð og heyrði Arnar Þór konu kalla úr íbúðinni: „Ég kemst ekki út“. Við það sparkar hann upp hurðinni og á móti kemur mikill og svartur reykur. Arnar Þór lagðist á fjórar fætur, skreið inn í íbúðina og fann konuna í eldhúsinu. Hún hafði þá villst um íbúðina og gengið í öfuga átt frá útidyrahurðinni. Arnar Þór náði að draga konuna úr brenn- andi íbúðinni. Mikill reykur var á stigaganginum eftir að Arnar Þór hafði sparkað upp hurðinni og þurftu lögreglumenn frá að hver- fa. Áður höfðu þeir komið öllum íbúum í stigaganginum út. Höskuldur Einarsson stöðvar- stjóri hjá slökkviliði höfuðborgar- svæðisins segir Arnar Þór hafa unnið mikið þrekvirki. „Lögreglu- maðurinn og konan áttu erfitt með að komast úr svörtum reyknum. Bæði urðu fyrir reykeitrun og var komið undir læknishendur. Það mátti ekki tæpara standa fyrir manninn að bregðast við án þess að hafa viðeigandi tæki. En það stend- ur enginn fyrir framan dyr þaðan sem kallað er á hjálp án þess að bregðast við.“ Höskuldur segir að reykurinn sem myndaðist við brun- ann hafi verið mjög eitraður. Mikil gerviefni séu að finna á flestum heimilum. „Það gat munað um einn andardrátt.“ Hann segir mikið lán hafa hvílt yfir Arnari Þór og kon- unni. „Með því að sparka upp hurð- inni komst súrefni inn í íbúðina. Af því hefði getað kviknað í reyknum og reyksprenging orðið í íbúðinni.“ Eldsupptök eru ókunn en grun- ur leikur á að kviknað hafi í út frá sjónvarpstæki. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Þrír voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reyk- eitrun. Íbúðin sem eldurinn kom upp er illa farin vegna reyks og sóts. Betur fór með aðrar íbúðir í stigaganginum. Líðan konunnar sem bjargað var er með ágætum að sögn vakt- hafandi læknis á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi. Þá var Arnar Þór fljótur að jafna sig en að sögn varðstjóra lögreglunnar í Reykja- vík var hann kominn á vakt eftir hádegi í gær. Móðir konunnar sem Arnar Þór bjargaði hafði samband við Fréttablaðið og vildi koma þökk- um til hans og vegfarandans sem tilkynnti um eldinn. kolbrun@frettabladid.is s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m G E R Ð U F R Á B Æ R K A U P ! afsláttur af völdum tegundum 20-50% JÓNÍNA S. BENDER „Ég get aldrei fullþakkað þessum björgun- araðilum hvað þeir sýndu mikið hugrekki.“ Stóð á náttkjólnum þegar tilkynnt var um eldinn: Hugsaði aðeins um að komast út BRUNI Á SKÚLAGÖTU Lögreglan í Reykjavík og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins máttu vel við una eftir vel heppnað björgunarstarf þegar eldur kviknað í íbúð á Skúlagötu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.