Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 10
10 4. janúar 2004 SUNNUDAGUR Á þessum degi árið 1999 varevran tekin upp. Það er í fyrsta sinn síðan Karlamagnús ríkti að tekinn er upp sameigin- legur gjaldmiðill fyrir Evrópu. Ellefu þjóðir, með um 290 millj- ónir íbúa, tóku upp evruna í von um að auka sameiningu Evrópu og stuðla að aukinni hagsæld efna- hagskerfisins. Við lokun markaða fyrsta daginn var evran metin á 1,17 dollara og virtist gefa góð fyrirheit um mikla samkeppni við gjaldmiðil Banda- ríkjanna. Evran náði þó ekki sér- stöku flugi til að byrja með og höfðu ýmsir litla trú á gjaldmiðlin- um. Undanfarið hefur hún þó styrkst gagnvart dollarnum og slegið hvert metið af fætur öðru. Það bendir til þess að markaðurinn hafi aukna trú á þessum umdeilda gjaldmiðli. Evrumyntin, sem er meðal ann- ars skreytt með myndum af evrópskum arkitektúr og merki Evrópusambandsins, kom út á ný- ársdag árið 2002. Í júlí sama ár leysti evran endanlega af hólmi gjaldmiðla á borð við mörk, franka, lírur, peseta, florin, drökmur, írska pundið, austurríska schillinginn og escudos. Framtíð hennar er þó enn óráðin en hún á mikið undir því að stór hagkerfi eins og það breska taki hana upp. ■ Erna Hafdís Jóhannesdóttir, Asparfelli 6, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 30. desember. Regína Benediktsdóttir, Hraunbæ 192, Reykjavík, lést á hjartadeild Land- spítalans mánudaginn 29. desember. Jónína Davíðsdóttir lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, mið- vikudaginn 31. desember. Ingibjörg Kristjana Kristjánsdóttir, Tjarnarbraut 5, Hafnarfirði, lést á Sólvangi í Hafnarfirði fimmtudaginn 1. janúar. Kristín Ermenreksdóttir, Grýtubakka 22, Reykjavík, lést í Danmörku mánu- daginn 29. desember. Guðný Sigríður Sigurðardóttir, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu að morgni gamlársdags. Ásgeir Bjarnason í Ásgarði, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 29. desember. Þorbjörg Eiríksdóttir lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð, föstudaginn 2. jan- úar. Sigurlaug Jónasdóttir, húsmæðrakenn- ari og listmálari frá Öxney, Hjarðarhaga 32, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 30. desember. Guðfinna Sigurdórsdóttir lést á Land- spítalanum á gamlársdag. Stefanía Sigurjónsdóttir, lést á hjúkrun- ardeild elliheimilisins Grundar miðviku- daginn 31. desember, gamlársdag. Ólöf Óskarsdóttir lést á Landspítalan- um við Hringbraut að morgni föstudags- ins 2. janúar. Erling Örn Pétursson, frá Sauðárkróki, lést á líknardeild Landspítalans miðviku- daginn 24. desember. Magnea Dóra Magnúsdóttir, Granda- vegi 47, áður Tjarnargötu 9, Sandgerði, lést á gamlársdag á Landspítalanum Ég reikna með að afmælisdag-urinn verði nokkuð góður,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistar- maður sem er 59 ára í dag. „Vana- lega býður konan mín til góðan mat handa mér og kannski fæ ég að kokka með henni. Við skipt- umst svolítið á að elda þó hún sjái um megnið af því. Það eru engar hefðir sem við höfum á afmælum, nema einna helst að fara rólega. Í dag verður því bara rólegheit og góður matur í faðmi fjölskyldunn- ar.“ Gunnar er ekkert á því að slaka á í tónlistinni þó svo að aldurinn færist yfir líkt og hjá öllum öðr- um. „Það líður að því að fara að slaka á, en ég held áfram eitthvað í viðbót. Jólatörnin er búin þetta árið, en Hljómar eru að spila hverja einustu helgi í janúar. Ég man ekki eftir að svo hafi verið áður þannig að það er nóg að gera hjá okkur. Þetta er hörkutörn sem er bara gaman. Við vorum að spila á nýársnótt á Hótel Sögu þar sem ‘68 kynslóðin kom saman. Þar var fullt dansgólf til fjögur um morg- uninn, þannig að sú kynslóð er ekkert að slaka á og enn í fullu fjöri.“ Hljómar eru líka í fullu fjöri og eru meira að segja að ræða málin um hvort ekki sé hægt að safna saman efni á nýjan disk. En Gunnar er ekki bara í Hljómum, hann er einnig að spila öðru hvoru með Ríó tríóinu og Guitar Islancio, ásamt þeim Birni Thoroddsen og Jóni Rafnssyni. „Svo er ég alltaf að semja. Ég hef reyndar ekki haft mikinn tíma til þess upp á síðkastið því það er ekki nóg að gera diskinn, það þarf að taka þátt í að koma honum til fólksins.“ Eitt eftirminnilegasta af- mæli Gunnars er þegar hann varð fimmtugur og hélt veglegt afmæli á Hótel Íslandi. „Það voru um fimm hundruð manns sem komu. Vinir mínir voru þarna og sungu fyrir mig lögin mín. Það var skemmtileg stemning.“ ■ MICHAEL STIPE Söngvari R.E.M. er fæddur 1960. 4. janúar ■ Þetta gerðist 1850 Fyrsti bandaríska skautafélagið er stofnað. 1884 Sósalistafélagið Fabian Society er stofnað í London. 1896 Utah verður 45. ríki Bandaríkj- anna. 1936 Fyrsti poppvinsældarlistinn er birtur í Billboard-tímaritinu. 1948 Bretar veita Burma sjálfstæði. 1960 Franska skáldið Albert Camus deyr í bílslysi. Hann var 46 ára. 1965 CBS kaupir fyrirtækið sem framleiðir Fender gítara fyrir 13 milljónir dollara. 1965 T.S. Eliot deyr 76 ára. 1974 Nixon Bandaríkjaforseti neitar að afhenda upptökur og skjöl sem Watergate-nefndin fer fram á. 1990 Manuel Noriega, fyrrum leið- togi í Panama, kemur fyrir rétt í Bandaríkjunum sakaður um eiturlyfjainnflutning. EVRAN Tekin upp í ellefu löndum árið 1999. Evran tekin upp EVRAN ■ Um 290 milljónir íbúar ellefu þjóða taka upp evruna. 4. janúar 1999 Það líður að því að slaka á Nýtt heimilisfang: Tryggvagata 8, sími: 552-3870. Fax: 562-3820. hefjast 19. janúar. Innritun í síma 552 3870 5.-17. janúar. • Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna • Einkatímar - Taltímar • Námskeið fyrir börn • Viðskiptafranska • Lagafranska • Kennum í fyrirtækjum. Netfang: af@ismennt.is. Veffang: http://af.ismennt.is. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hjálmfríður Ólöf Þorsteinsdóttir frá Neðri Miðvík í Aðalvík síðast til heimilis í Skipholti 49, Reykjavík sem andaðist 20. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 5. janúar kl. 10.30 Borgþór S. Kjærnested Ragnheiður Kjærnested Ásmundur Jónsson Erna Kjærnested Gunnar Benediktsson ömmubörn og langömmubörn Fyrsti vinsældarlistinn birtur Bandarískir tónlistarmennþykja vart menn með mönn- um nema að hafa átt lag á Bill- board-listanum. Hann er vand- lega unninn af markaðsmönnum og þykir einn sá marktækasti þar í landi. Í dag eru listarnir margir og skiptast meðal annars eftir tónlistarstefnum. Billboard-tímaritið varð fyrst til þess að láta útbúa vinsældar- lista eftir sölu á landsvísu en hann birtist þann 4. janúar 1936. Vinsældarlistarnir eiga þannig 68 ára afmæli í dag. ■ BILLBOARD Svona lítur listinn vanalega út í Billboard en hann kemur út á mánarfresti. Þessi er frá því í nóvember árið 2002. Þá var Santana á toppnum. Afmæli GUNNAR ÞÓRÐARSON ■ 59 ára, hefur engar afmælishefðir. GUNNAR ÞÓRÐARSON Sprækur mjög og spilar með Hljómum allar helgar í janúar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ■ Andlát

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.