Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 12
12 4. janúar 2004 SUNNUDAGUR V ið sk ip ta fr ét ti r á su nn ud eg i Evrópukjör á fasteignalánum fyrir einstaklinga Tímamót á íslenskum lánamarkaði Fasteignalán Landsbankans á Evrópukjörum eru umtalsverð og raunhæf kjarabót sem opnar einstaklingum nýja og hagkvæma leið til að láta drauminn rætast. Leitaðu nánari upplýsinga um Fasteignalán á Evrópukjörum hjá ráðgjafa okkar í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 og í Fasteignaþjónustu Landsbankans Lágmúla 9. ÍSL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 32 09 1 2/ 20 03 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 32 09 1 2/ 20 03 www.landsbanki.is FREYÐANDI MARKAÐUR DAX-vísitalan í Frankfurt náði hæsta gildi sínu á árinu síðasta viðskiptadag ársins. Verðbréfamiðlarar víða um heim geta glaðst þessi áramót, enda helstu vísitölur heimsins hækkað töluvert á árinu eftir mögur þrjú ár þar á undan. Íslenskir fjármálamenn geta líka glaðst yfir góðu gengið síðasta árs, því úrvals- vísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 56,38%. Þessir þýsku verðbréfamiðlarar létu ekki hvetja sig frekar og opnuð eina Moët & Chandon til að kveðja gott viðskiptaár. Viðskiptalíf á tímamótum Liðið ár var viðburðaríkt í viðskiptalífinu. Bankar og fjárfestingarfélög voru áberandi innanlands. Þá er athyglisvert að fylgjast með vaxandi útrás íslenskra fyrirtækja. Búast má við að fjármálastofnanir og fjár- festingarfélög verði áberandi árið 2004. Þá munu útrásarverkefnin enn sem fyrr ráða miklu um gengi við- skiptalífsins. Forkólfar nokkurra gerenda í íslensku viðskiptalífi gera upp árið og horfa fram á veginn. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka: Hræringar snúist um verðmætasköpun Árið 2003 var einstaklega við-burðaríkt í viðskiptalífinu hér á landi. Uppstokkanir sem einkenndu árið má augljóslega setja í samhengi við einka- væðingu ríkisviðskiptabank- anna og breyttu samkeppnisum- hverfi á innlendum markaði. Liðið ár var því í senn bæði spennandi og viðburðaríkt og ekki miklar líkur á því að árið 2004 standist því á sporði að því leyti. Allar slíkar hræringar eiga fyrst og fremst að snúast um aukna verðmætasköpun, en í sumum tilvikum virðist mér breytingarnar lítið meira en um- pökkun frá því sem áður var. Hins vegar er það ljóst að við stefnum í rétta átt. Eins og margítrekað hefur komið fram að undanförnu fylgja auknu frelsi í viðskiptum einnig skyldur sem fyrirtækin þurfa að horfast í augu við og mæta. Það verður eitt viðfangsefna ársins 2004 að eiga málefnalega umræðu um valdsvið, ábyrgð og umbun í atvinnulífinu og hvernig góðri fyrirtækjastjórnun eigi að vera háttað. Við hjá Íslandsbanka hlökkum til að takast á við viðfangsefni okkar á árinu. Þau snúa einkum að því að laga okkur að stöðugum breytingum í okkar starfs- umhverfi og stuðla að frekari framförum í fjármálaþjónustu. Mikilvægur liður í því er sam- þætting trygginga- og bankaþjón- ustu með kaupum Íslandsbanka á Sjóvá Almennum. Í kjölfar þeirra munu viðskiptavinir okkar eiga kost á betri kjörum og yfirsýn yfir öll sín fjármál og njóta enn öflugri ráðgjafar og þjónustu. Við þau stóru orð ætlum við að standa. Nýlega tók Íslandsbanki forystu á húsnæðislánamarkaði þegar við kynntum nýja tegund húsnæðis- lána handa íslenskum heimilum sem samsett eru úr krónum og er- lendum myntum. Með því er stórt skref stigið í þá átt að almenning- ur á Íslandi eigi kost á að njóta kjara eins og best þekkist í ná- grannlöndum okkar í þeim út- gjaldalið sem jafnan er stærstur, þ.e. afborganir af húsnæði. Ég er bjartsýnn á árið 2004. Almennt er bjart yfir í efnahags- lífinu innanlands, þótt nokkrar greinar eigi í erfiðleikum. Æski- legt væri að íslenska krónan styrkist ekki umfram það sem nú er vegna ruðningsáhrifa af stór- iðjuframkvæmdum, því slíkt set- ur verulegan þrýsting á útflutn- ingsgreinarnar og myndi draga úr getu þeirra og styrk. Og þótt ófriður geisi alltof víða á alþjóða- vettvangi er almennt að birta til í heimsbúskapnum. Ég vona að hagur allra muni styrkjast og batna á því ári sem nú gengur í hönd. ■ BJARNI ÁRMANNSSON Það verður eitt viðfangsefna ársins 2004 að eiga málefnalega umræðu um valdsvið, ábyrgð og umbun í atvinnulífinu og hvernig góðri fyrirtækjastjórnun eigi að vera háttað. Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco: Varð stærsta félagið Árið 2003 var mjög viðburðaríktár í íslensku atvinnulífi. Árið einkenndist af miklum breytingum á eignarhaldi fyrirtækja. Þá liðu nánast undir lok rótgrónar valda- blokkir auk þess sem greina mátti virkari þátttöku fyrrum ríkisbanka í umbreytingu á íslensku atvinnu- lífi. Árið 2004 mun án efa mótast af þeim breytingum sem áttu sér stað á árinu 2003. Árið mun því líklega einkennast af meiri hraða, áfram- haldandi breytingum á eignarhaldi og jafnvel meiri samþjöppun. Þá er líklegt að fleiri fyrirtæki sjái tæki- færi í skráningu á hlutabréfamark- aði á Íslandi. Hvað varðar Pharmaco þá náði félagið þeim sögulega áfanga á árinu 2003 að verða verðmætasta félag landsins. Sennilega hefði fáa órað fyrir því að hægt væri að byggja upp alþjóðlegt lyfjafyrir- tæki á Íslandi á svo skömmum tíma. Mikill innri vöxtur hefur einkennt reksturinn undanfarin ár á mörkuðum í Vestur Evrópu. Þá hefur Pharmaco stofnað og fjárfest í um 14 félögum erlendis á sama tíma. Á árinu 2004 er stefnt að áfram- haldandi útrás Pharmaco og unnið að skráningu félagsins á hluta- bréfamarkaðinn í London. Við það skref mun Pharmaco lúta þeim kröfum sem gerðar eru í stærstu kauphöll Evrópu. Starfsemin verð- ur því löguð að þeim kröfum sem þar ríkja. Pharmaco er nú með eigin starfsemi í 17 löndum og er því minna háð hagsveiflum í einstök- um löndum. Við horfum til þess að sækja áfram inn á nýja markaði eins og fyrri ár. Einnig mun Pharmaco efla sölunet félagsins enn frekar með stofnun eigin sölu- skrifstofa á Norðurlöndunum og í Mið-Evrópu. Eitt af meginmark- miðum ársins verður að efla enn sókn inn á Bandaríkjamarkað, meðal annars með því að fjölga lyfjum í þróun fyrir markaðinn. Þá höfum við sett okkur metnaðar- full markmið um innri vöxt með markaðssetningu nýrra lyfja og búist er við að sala félagsins inn á markaði Vestur-Evrópu muni aukast frá árinu 2004. ■ RÓBERT WESSMAN Á árinu 2004 er stefnt að áframhaldandi útrás Pharmaco og unnið að skráningu félagsins á hlutabréfamarkaðinn í London. Við það skref mun Pharmaco lúta þeim kröfum sem gerðar eru í stærstu kauphöll Evrópu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.