Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 13
13SUNNUDAGUR 4. janúar 2004 Á gamlársdag var slitið viðræðum milli samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur (LR) og samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis (HTR) um nýjan samning um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar ríkisins (TR) í sérfræðilæknishjálp. Slíkur samningur hefur verið í gildi frá árinu 1936 og tryggt almenningi greiðan aðgang að góðri og hagkvæmri sérfræðilæknisþjónustu. Ástæðan fyrir því að samningar tókust ekki er sú afstaða HTR að gera það að skil- yrði fyrir nýjum samningi að LR semji frá sér réttindi sem áréttuð voru í dómi Hæstarétt- ar frá 11.12.2003. Í dómnum felst viðurkenning á rétti lækna til að taka sjúklinga til meðferðar án greiðsluþátttöku TR, ef sjúklingur óskar þess, en einnig í raun viðurkenn- ing á rétti sjúklinga til að kaupa sér læknisþjónustu án afskipta hins opinbera. Samninganefnd LR hafði fullan vilja til að ná samningum og hafði gefið eftir í öll- um atriðum nema hvað varðaði atvinnufrelsi lækna, en HTR bauð í raun ekki uppá samninga heldur tilskipanir. TR hefur nú gefið til kynna í fréttatilkynningu að stofnuninni sé óheimilt að endurgreiða sjúklingum þann hluta af kostnaði við sérfræðilæknishjálp sem henni ber að greiða. TR getur ekki með þessum hætti afnumið tryggingarétt lands- manna sem kveðið er á um í almannatryggingalögum. Það er hlutverk TR að sjá til þess að landsmenn njóti almannatrygginga sinna. Sérfræðingar munu áfram sinna sjúklingum sínum eins og þeir hafa gert fram að þessu og vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld sjái sig um hönd og gangi sem fyrst til raunverulegra samningaviðræðna. Undirritaðir aðilar telja að sjúklingar eigi ótvíræðan rétt til endurgreiðslu á kostnaði við sérfræðilæknishjálp frá TR. Læknafélag Reykjavíkur Læknasetrið Mjódd Læknastöðin Glæsibæ Lækning í Lágmúla Læknahúsið, Domus Medica Læknastöðin Orkuhúsinu Yfirlýsing Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri Kaldbaks: Úrvinnsla í nýrri skák Seinast liðið ár náði sústrúktúrbreyting sem hefur orðið á íslensku viðskiptalífi að undanförnu hámarki. Afrakstur þessarar breytingar er meðal annars að mun fleiri aðilar eru nú leikendur í viðskiptalífinu en áður, auk þess sem gamlar valda- og vinalínur hafa fallið og nýjar myndast. Þetta hefur m.a. gert það að verkum að leikirnir á skákborðinu eru alls ekki eins útreiknanlegir og áður, sem von- andi verður til þess að aðilar viðskiptalífsins leggi meiri áherslu á raunverulegan árang- ur í starfi sínu fremur en „sýnd- arárangur“. Komandi ár mun því meðal annars einkennast af úrvinnslu úr þessari breyttu stöðu á mark- aðnum, nægir þar að vísa til þeirrar uppstokkunar sem nú stendur fyrir dyrum á Eim- skipafélaginu. Reyndar tel ég að niðurstaða hennar geti haft af- drifaríkar afleiðingar í för með sér á íslenskt viðskipta- og at- vinnulíf enda um afar flókið og vandmeðfarið verkefni að ræða. Auk þessa tel ég að komandi ár muni einkennast af áframhald- andi útrás fyrirtækja á erlenda markaði. Að þessu sögðu tel ég víst að árið standist samanburð við fyrra ár hvað viðburði áhrærir. ■ SIGURÐUR EINARSSON Hækkanir á íslenskum verðbréfamarkaði verða væntanlega minni en í fyrra. Íslensku útrásarfyrirtækin eru í mörgum spennandi verkefnum og árangur þeirra á eftir að skipta efnahagslífið á Íslandi miklu máli. Stærð og hæfni íslensku bankanna til þess að styðja við útrás atvinnulífsins verður æ mikilvægari. Sigurður Einarsson, formaður bankaráðs KB banka: Gjöfult ár framundan Nýliðið ár var viðskiptalífinuhagstætt. Segja má að það hafi framan af einkennst fyrst og fremst af miklum vænting- um um efnahagsuppsveiflu. Árið varð óvenjugott vegna mik- illa hækkana á verðbréfamörk- uðum, bæði hér heima og er- lendis, en það má hins vegar segja að hinn raunverulegi efna- hagsbati hafi ekki farið að koma fram fyrr en líða tók á seinni hluta ársins. Hins vegar veldur afkoman í útflutningsgreinun- um vonbrigðum og þar lék hin sterka staða krónunnar auðvitað talsvert stórt hlutverk. Ég á von á því að árið framundan verði gjöfult. Hækk- anir á íslenskum verðbréfa- markaði verða væntanlega minni en í fyrra en íslensku útrásarfyrirtækin eru í mörgum spennandi verkefnum og árang- ur þeirra á eftir að skipta efna- hagslífið á Íslandi miklu máli. Stærð og hæfni íslensku bank- anna til þess að styðja við útrás atvinnulífsins verður æ mikil- vægari og mér finnst ekki ósennilegt að það verði áfram- haldandi uppstokkun og hag- ræðing hjá fjármálafyrirtækj- unum til þess að þau verði sam- keppnishæfari en ella í alþjóð- legum samanburði. KB banki heilsar fyrsta heila starfsári sínu undir nýju nafni og merki. Það bíða bankans mörg spennandi verkefni og ég hlakka til að takast á við þau með því úrvalsstarfsfólki sem bankinn hefur innan vébanda sinna. Við ætlum okkur að efla þjónustuna innanlands með margvíslegum hætti og hyggj- um jafnframt á áframhaldandi vöxt á Norðurlöndunum. Við höfum náð góðum tökum á rekstri okkar erlendis og von- andi verður meiri friður á þessu ári en hinu síðasta í kringum þetta mikla uppbyggingarstarf. ■ EIRÍKUR S. JÓHANNSSON Gamlar valda- og vinalínur hafa fallið og nýjar myndast. Afrakstur breytinganna er að mun fleiri eru leikendur í viðskiptalífinu en áður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.