Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 14
14 4. janúar 2004 SUNNUDAGUR ■ Viðskipti Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar. Verður ár mikilla breytinga Árið 2003 var eins og síðustu árviðburðaríkt í íslensku atvinnu og viðskiptalífi. Það sem helst kemur upp í hugann þegar litið er tilbaka yfir árið er sala ríkisbank- anna og vel heppnuð sameining Kaupþings og Búnaðarbanka í kjölfarið. Sala bankanna leiddi beint og óbeint til mikillar upp- stokkunar á eignarhaldi margra af stærstu fyrirtækjum landsins sem var að mörgu leyti orðið tímabært en vonandi mun breytt eignarhald leiða til nýrra áherslna í rekstri þessara félaga á komandi ári. Ég held að árið 2004 verði ár mikilla breytinga í íslensku viðskiptalífi svona rétt eins og fyrri ár og al- mennt séð er ég bjartsýnn á ís- lensk efnhagslíf á nýju ári. Það sem stendur mér efst í huga þegar kemur að rekstri Bakkavör Group á árinu 2003 er sala sjávarútvegshluta félagsins til Fram Foods á miðju ári. Með þessum umbreytingum lauk af- skiptum Bakkavör Group af ís- lenskum sjávarútvegi sem félagið byggði sína starfsemi upphaflega á. Árið 2004 lítur vel út fyrir rekstur Bakkavör Group og mun félagið láta til sín taka af miklum krafti á mörkuðum þess í tilbúnum kældum réttum. ■ ÁGÚST GUÐMUNDSSON Sala sjávarútvegshluta Bakkavör Group til Fram Foods á miðju ári er efst í huga. Með þessum umbreytingum lauk afskiptum Bakkavör Group af íslenskum sjávarútvegi sem félagið byggði sína starfsemi upphaflega á. Þórður Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri Straums fjárfestingarbanka: Hagstæð skilyrði til sóknar Árið 2003 var mjög viðburða-ríkt ár og á margan hátt minnisstætt. Verðmæti stærstu fyrirtækja landsins sem skráð eru í Kauphöll Íslands hækkaði mikið, en úrvalsvísitalan hækk- aði um rúm 56% á nýliðnu ári. Segja má að árið hafi jafnframt einkennst af einkavæðingu rík- isbankanna. Einnig setti svip sinn á árið töluverðar breyting- ar á eignarhaldi í mörgum stór- um fyrirtækjum samhliða inn- komu nýrra fjárfesta á markað- inn. Almennt má segja að aukin bjartsýni hafi einkennt við- skiptalífið. Árið 2003 var mjög viðburða- ríkt og hagstætt Straumi fjár- festingarbanka. Það sem er minnisstæðast á árinu 2003 er án efa sú ákvörðun að Straumur sótti um starfsleyfi sem fjár- festingarbanki ásamt því að fjárhagsleg staða félagsins styrktist við yfirtöku tveggja fyrirtækja. Það færði félaginu aukinn styrk til frekari sóknar og uppbyggingar á næstu árum. Ég vænti þess að árið 2004 verði Straumi fjárfestingar- banka og hluthöfum hans hag- stætt en það verður fyrsta starfsár félagsins sem fjárfest- ingarbanki. Það opnar ný tæki- færi til sóknar fyrir félagið sem verður spennandi viðfangsefni og jafnframt verður starfssvið félagsins útvíkkað. Því get ég ekki annað en verið bjartsýnn á komandi ár. Það umhverfi sem fjármála- fyrirtæki starfa í nú til dags er að mörgu leyti hagfellt. Stöðug- leiki er í efnahagslífinu, vænt- ingar eru um aukna verðmæta- sköpun og umhverfi fyrirtækja almennt gott. Afkoma fyrir- tækja á fjármálamarkaði markast mjög af ytri skilyrðum. Ég tel almennt að vænta megi góðs af viðskiptalífinu á nýbyrj- uðu ári. Viðskiptalífið býr við hagstæð skilyrði í efnahags- lífinu og væntingar eru um aukna verðmætasköpun. Ríkið áformar að einkavæða eitt stærsta fyrirtæki landsins, Landssímann, og jafnframt munu þær breytingar sem áttu sér stað á árinu 2003 hafa áhrif á komandi ár. Fróðlegt verður að fylgjast með þróun markaðarins á þessu ári þar sem búið er að byggja inn í verð margra fyrir- tækja miklar væntingar um aukin verðmæti. Nú í upphafi árs voru kynntar breytingar á húsbréfkerfinu sem færir enn frekara líf í skuldabréfamarkaðinn og sú breyting gæti aukið áhuga er- lendra fjárfesta enn frekar á þeim markaði. Því má segja að strax á fyrstu dögum þessa árs hafi tónninn verið sleginn. Ég met horfur fyrir árið 2004 góðar. Um áramótin urðu marg- ir kjarasamningar lausir en það er mikilvægt fyrir íslenskt efna- hagslíf hver niðurstaða þeirra samninga verður. Mestu skiptir að niðurstaða þeirra og stjórn efnahagsmála verði með þeim hætti að það takist að varðveita þann stöðugleika sem einkennt hefur efnahagslífið. ■ Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands: Enn frekari umbreytingar og útrásir Framundan er atburðaríkt ár ííslensku viðskiptalífi. Að baki er ár sem einkenndist af umbreyt- ingum sem fylgdu í kjölfar sölu ríkisins á Landsbankanum og Búnaðarbankanum til einkaaðila. Breytingar liðins árs hafa gert ís- lenskt atvinnulíf öflugra og lík- legra til árangurs á hinum alþjóð- lega vettvangi viðskiptalífsins. Betur má ef duga skal og því verða að mínum dómi frekari um- breytingar á komandi ári - aukin hagræðing í rekstri, bætt þjón- usta við viðskiptamenn og mark- vissari útrás þeirra fyrirtækja sem í nánustu framtíð verða burðarásinn í íslensku atvinnulífi. Sjálfur er ég þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þeim breytingum sem orðið hafa og ég segði ósatt ef ég viður- kenndi ekki að hafa á stundum haft gaman af leiknum. Skömmu eftir að ég var kjörinn í bankaráð Landsbankans í febrú- ar var ég spurður um hvaða aug- um ég liti framtíðina í fjármála- heiminum. Ég svaraði að ég héldi að það yrði einhver tiltekt, sam- runi og samvinna í fjármálaheim- inum og að Landsbankinn vildi vera í lykilhlutverki í þeirri þró- un. Það má segja að þetta hafi gengið eftir. Þá lagði ég einnig áherslu á að bankinn myndi efla útibú og var það þvert ofan í spár manna um að útibúum yrði fækk- að með tilkomu einkaaðila. Enda hefur það orðið raunin að bankinn hefur endurbætt útibúanet sitt og sinnir nú einstaklingum í við- skiptabankaþjónustu betur en áður. Þá er ljóst að framundan er mikil samkeppni fjármálastofn- ana um viðskipti við einstaklinga. Landsbankinn hefur frá því í vor boðið fasteignalán til einstaklinga vegna íbúðakaupa á Englandi fyr- ir milligöngu dótturfélags síns, Heritable Bank í London. Bankinn hefur í framhaldi af því ákveðið að bjóða á fyrsta starfsdegi nýs árs íslenskum viðskiptavinum sínum almenn fjárfestingarlán á Evrópukjörum. Þar eru á ferðinni samkeppnishæf íbúðalán fyrir all- an almenning í landinu á sam- bærilegum kjörum og fólk nýtur í nágrannalöndum okkar. Þessi lán eru vísbending um það sem koma skal í þjónustu Landsbankans við almenning á Íslandi. Hlutverk banka hefur verið til umræðu á liðnu ári. Það er skoðun mín að bankar eigi fyrst og fremst að veita einstakling- um og fyrirtækjum fjármála- þjónustu. Engu síður er það hlut- verk fjárfestingarbanka að nýta styrk sinn og beita sér fyrir að- gerðum sem að mati bankans efla og styrkja fyrirtæki. Í þeim tilgangi er eðlilegt að bankar gangi tímabundið í hóp hluthafa og hafi frumkvæði að nauðsyn- legum umbreytingum. Fjárfest- ingarstarfsemi Landsbankans á liðnu ári hefur haft það helst að markmiði að efla og styrkja við- komandi fyrirtæki og gera þau hæfari til að takast á við alþjóð- lega samkeppni. Í knattspyrn- unni er það keppikefli allra liða í Evrópu að ná árangri í meistara- deildinni. Þannig hugsa menn í fótboltanum - þeir leika til sig- urs. Íslensk fyrirtæki eiga að hafa kraft og burði til að ná ár- angri í meistaradeild atvinnu- lífsins. Landsbankinn mun styðja fyrirtæki í þessari við- leitni og satt best að segja verð ég fyrir vonbrigðum ef við Ís- lendingar náum ekki að landa nokkrum sigrum á árinu 2004. ■ bsa.is Skemmuvegur 6 200 Kópavogur Sími: 587-1280 Bréfsími: 587-1285 Netfang: bsa@bsa.is ÓSKUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR UM LAND ALLT. GLEÐILEGS NÝS ÁRS OG ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á LIÐNUM ÁRUM ÞÓRÐUR MÁR JÓHANNESSON Fróðlegt að fylgjast með þróun markaðarins á þessu ári þar sem búið er að byggja inn í verð margra fyrirtækja miklar væntingar um aukin verðmæti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON Fjárfestingarstarfsemi Landsbankans á liðnu ári hefur haft það helst að markmiði að efla og styrkja viðkomandi fyrirtæki og gera þau hæfari til að takast á við alþjóðlega samkeppni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.