Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 20
20 4. janúar 2004 SUNNUDAGUR Hver er maðurinn? Málverk vikunnar Stafagátan 17 254 1 23 1616 11325 6 8923 21427 13 23 16 14 2 15 24 17 9 29 8 14 2 2 8 1 12 12 7 15 16 16 8 9 15 30 22 25 1 8 23 16 11827 6 896 3 17 5 81425 228 32612 16 16 8 1 23 14122519 128 8 138203112822161125 23 22 10 1 8 26 15 15 1 8 27 2325421 GÁTAN hér að ofan er í ætt við svonefnda hjartagátu sem margir kannast við. Gefið er eitt orð og stafina í því orði seturðu í gátuna þar sem sömu tölustafi er að finna. Það er svo þitt að finna aðra stafi og þegar því er lokið er auðvelt að fylla út lausnarorðið hér fyrir neðan sem er kvenmannsnafn. Í gátunni er að finna alla stafi íslenska stafrófsins nema c, z, q og w. Lausnarorð síðustu gátu var: Hrólfur LAUSNARORÐIÐ ER: 15 8 14 17 28 24 16 J ATA Krossgátan Lárétt: 2 fer sparlega með, 6 sjófuglar, 7 ávítir, 9 hremmir, 12 grindverk, 13 atvinna, 15 reikningsskil, 18 rík, 20 næðingur, 22 ferskeytla, 23 glóðaði. Lóðrétt: 1 sterk löngun, 2 fyrirboði, 3 fuglar, 4 torskilið, 5 eimur, 8 leynileg ráðagerð, 10 dráp, 11 truflar, 12 marglytta, 13 kvæði, 14 hefur fána uppi, 16 reyna, 17 risa, 19 kvensel, 21 kusk. 1 14 21 17 1110 16 23 20 15 22 18 13 8 15 6 19 12 7 432 5 Lausn. Lárétt:2treinir, 6álkur, 7áminnir, 9gómar, 12handrið,13lifibrauð,15uppgjör, 18auðug,20gjóstur, 22staka,23ristaði. Lóðrétt:1þrá,2teikn,3ernir, 4ráðgáta,5gufa,8ráðabrugg,10morð,11raskar, 12hvelja,13ljóð,14flaggar, 16prófa,17jötni, 19urtu, 21ryk. Brautryðjand- inn Ásgrímur Um hann er spurt á blaðsíðu 16og er hann þar lifandi kominn, Björn Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra. Honum er lýst sem leitandi manni, víðsýnum og skarp- greindum af samferðarmönnum sínum sem allir eru sammála um að hann sé traustur maður. Björn bregður á leik á heimasíðu sinni, en þá síðu sem fékk sérstök vefsíðu- verðlaun á síðasta ári fyrir besta einstaklingsvefinn, og rifjar upp í fáum dráttum það sem mark- verðast var að hans mati á árinu 2003. Fréttablaðið hvetur alla til að slá inn slóðina www.bjorn.is og kynnast því hvernig árið 2003 var í huga Björns. ■ Björn Bjarnason Málverk vikunnar er sjálfsmyndÁsgríms Jónssonar (1876– 1958) sem er eitt af stærstu nöfnun- um í íslenskri listasögu. Ásgrímur varð fyrstur íslenskra málara til að gera myndlistina að aðalstarfi. Árið 1897 hélt hann til Kaupmannahafn- ar þar sem hann stundaði nám við Konunglega listaháskólann 1900– 1903. „Ásgrímur dvaldist ytra til ársins 1909, en síðasta árið hafði hann vetursetu á Ítalíu. Á leið sinni til og frá Ítalíu kom hann við í Berlín og Weimar í Þýskalandi og sá m.a. verk frönsku impressjónistana sem höfðu djúp áhrif á hann,“ segir á vef Listasafns Íslands um þennan mikla meistara. Þar segir einnig að hin íslenska náttúra hafi frá upphafi verið aðal- viðfangsefni Ásgríms og hann hafi lagt grunninn að íslenskri lands- lagslist. „Sýn hans á náttúruna var mótuð af rómantík 19. aldar og henni var hann trúr, þótt áherslur og vinnuaðferðir breyttust á hart- nær 60 ára listamannsferli. Ásgrím- ur vann enn fremur brautryðjanda- starf við myndskreytingar íslenskra þjóðsagna og ævintýra og er einn mikilvirkasti þjóðsagna- teiknari Íslendinga.“ Ásgrímur dvaldi löngum stund- um í náttúrunni sjálfri og málaði þar með vatnslitum og olíulitum. „Framan af var hann natúralisman- um trúr, en laust fyrir 1930 fór áhrifa impressjónismans að gæta í verkum hans. Eftir 1940 urðu vinnubrögðin sjálfsprottnari en áður og verkin einkenndust af litsterkum expressjónisma.“ ■ ÁSGRÍMUR JÓNSSON Sjálfsmynd sem er frá aldamótaárinu 1900. Þetta er í þann mund sem Ásgrímur heldur utan til Kaupmannahafnar til náms.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.