Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Líður best á Grikklandi www. .is Taktu þátt í spjallinu á ... Bakhliðin Á AGLI HELGASYNI Hvernig ertu núna? Stressaður. Of mikið að gera. Hæð: 179. Vantar 1 sentímetra. Augnlitur: Grágrænn. Starf: Þáttastjórnandi, blaðamaður. Stjörnumerki: Sporðdreki. Hjúskaparstaða: Bý með konu. Hvaðan ertu? Úr vesturbænum. Helsta afrek: Að eignast Kára. Helstu veikleikar: Óþolinmæði. Ekki spurning. Ertu í bókinni Íslenskir samtíma- menn? Nei, svaraði ekki spurninga- listanum, fannst hann asnalegur. Helstu kostir: Held ég sé yfirleitt almennilegur við fólk. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Silfrið, er alltaf að hugsa um það. Uppáhaldsútvarpsþátturinn: Spegill- inn og þættir með Jakobi Bjarnari. Mestu vonbrigði lífsins: Hefði átt að mennta mig betur. Og læra á hljóð- færi. Hobbí: Tónlist, bækur, ferðalög, kannski lífsmáti fremur en hobbí. Jeppi eða sportbíll: Sportbíll. Handbolti eða fótbolti: Hiklaust fótbolti. Bingó eða gömlu dansana: Dans. Hljómar eða Trúbrot? Tvær frábær- ar hljómsveitir. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Kristniboðslæknir. Skelfilegasta lífsreynslan: Enn ólifuð. Hver er fyndnastur? Steinn Ármann. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Konan mín er best. Trúir þú á drauga? Held ekki. Hvaða dýr vildirðu helst vera: Ætli sé ekki ágætt að vera grís, svona þangað til... Hvort vildirðu heldur vera Dan Rather eða Larry King? Báðir mjög leiðinlegir. Áttu gæludýr? Nei, ekki mikið fyrir dýr. Hvar líður þér best? Á Grikklandi. SkjárEinn býður þér góðan eftir- launasamning fyrir að koma aftur með Silfrið þangað. Hverju svarar þú? Er búið að skipta um eigendur? Besta bók í heimi: Moby Dick. Næst á dagskrá: Þáttur um helgina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.