Fréttablaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 1
LÖGREGLUMÁL Hópur ungra manna réðist til inngöngu í hús við Flóka- götu rétt fyrir klukkan tvö í fyrri- nótt. Mennirnir, sem voru fimm til átta talsins, voru vopnaðir exi, kylfum og skammbyssu, sem síðar kom í ljós að var eftirlíking. Lögreglan handtók mann um tvítugt á heimili hans um kvöld- matarleytið í gær eftir að ábend- ingar bárust. Hann hefur játað árásina og að sögn Óskar Sigurðs- sonar rannsóknarlögreglumanns liggur fyrir hverjir voru með hon- um að verki. Átti hann von á að mennirnir yrðu handteknir fljót- lega, en þegar blaðið fór í prentun var enn verið að leita að þeim. Gestir voru á heimilinu þegar innrásin var gerð. Mennirnir réð- ust að fólkinu, börðu og höfðu í hótunum. Virtust þeir vera að leita að manni sem ekki var í íbúð- inni. Að því búnu létu þeir sig hverfa. Samkvæmt upplýsingum blaðsins greip um sig mikil skelf- ing meðal fólksins vegna innrás- arinnar en enginn þeirra slasaðist alvarlega. Árás mannanna svipar til að- ferða sem handrukkarar nota gjarnan. Óskar segir ekkert benda til, á þessu sigi málsins, að árásin tengdist fíkniefnum. Karl Steinar Valsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn segir þróunina vera að færast á alvarlegt stig ef skotvopn eru notuð til að ógna fólki. „Það er erfitt að henda reið- ur á hvort um er að ræða alvöru- vopn. Við höfum ekki fundið mik- ið af skotvopnum í aðgerðum okk- ar við fíkniefnaheiminn.“ Karl Steinar segir ekki treysta sér til að segja til um hvort að- gerðum handrukkara sé að fjölga. „Við fáum ekki að vita um öll þau tilfelli sem eiga sér stað. Hluti af ógnuninni felst í að fórnarlömb láti yfirvöld ekki vita.“ Síðastliðið haust réðist hópur ungra manna inn í íbúð í Selja- hverfi. Mennirnir brutu allt og brömluðu og börðu íbúa með golf- kylfu. Karl Steinar segir um ein- angruð tilfelli að ræða. Erfitt sé að tengja húsbrot af þessu tagi saman. „Sum hver eru þræl- alvarleg. Í grunninn finnst mér þetta sýna ótrúlega siðblindu og virðingarleysi. Hvað fer í gegnum huga þessara einstaklinga sem ráðast inn á heimili og leggja hendur á fólk, er ómögulegt að segja til um. Eins og það birtist okkur eru gerendur í allflestum tilfellum karlmenn á aldrinum 20 til 30 ára.“ Sjá nánar bls. 2 kolbrun@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 22 Leikhús 22 Myndlist 22 Íþróttir 19 Sjónvarp 24 MÁNUDAGUR ÞRETTÁNDAGLEÐI Kveikt verður í þrettándabrennu á Gufunessvæðinu klukkan 20 í kvöld. Klukkan 19.50 verður farin blysför frá Gylfaflöt að brennunni. Álfakóngur, álfadrottning og aðrar kynja- verur taka þátt í göngunni. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VANTAR VEÐRIÐ Það er eiginlega ekk- ert veður á landinu. Vindurinn rétt bærist, stöku dropar falla úr lofti og hitinn hvorki fugl né fiskur. Varið ykkur hins vegar á hálkunni. Sjá síðu 6. góð ráð ● markaður í uppsveiflu ▲ FYLGIR BLAÐINU Í DAG Dómkirkjan í uppáhaldi Sigurður A. Magnússon: 5. janúar 2004 – 4. tölublað – 4. árgangur ● brandari sem fór yfir strikið Britney Spears: ▲ SÍÐA 22 Giftist æskuvini á fylliríi ● stórtónleikar í salnum Jónas Ingimundarson: ▲ SÍÐA 23 Rótarý opnar Salinn góð ráð ● bílasala 2004 Fólk vanmetur sögu bílsins bílar o.fl. Kristmundur Árnason: ▲ SÍÐA 20 ENGIN LÖG BROTIN Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra þvertekur fyrir það að ríkið sé að brjóta lög á sjúklingum með því að endurgreiða þeim ekki útlagðan kostn- að vegna sérfræðiþjónustu. Enginn samn- ingur sé í gildi. Sjá síðu 2 VALDAFLUTNINGUR UNDIRBÚ- INN Stefnt er að því að öll völd í Írak verði komin í hendur heimamanna fyrir 30. júní. Fjölmörg álitamál þarf að leysa sem m.a. varða stjórnskipulag í Írak og lagalega stöðu bandaríska hernámsliðsins. Sjá síðu 6 LENT Á MARS Bandaríska könnunar- farið Spirit lenti á Mars í gær. Farið hefur þegar sent frá sér fjölda mynda sem sýna grýtt og eyðilegt landslag. Spirit er ætlað að aka um plánetuna í leit að vísbendingum um skilyrði til lífs. Sjá síðu 4 HÆTT VIÐ NIÐURRIF Eigendur Aust- urbæjar, gamla Austurbæjarbíós, hafa boðið Húsfriðunarnefnd húsið til sölu. Mikil styr hefur staðið um framtíð hússins. Sjá síðu 2 GEORGÍA Lögfræðingurinn Mikhail Saakashvili vann yfirburðasigur í forsetakosningunum sem fram fóru í Georgíu í gær, ef marka má útgönguspár erlendra eftirlits- manna. Saakashvili er talinn hafa fengið hátt í 86% greiddra atkvæða. Skömmu eftir að kjörstöðum var lokað ávarpaði Saakashvili georgísku þjóðina og lýsti sig sig- urvegara kosninganna. „Ég vil þakka allri þjóðinni og stuðnings- mönnum mínum,“ sagði Saakashvili sem var í forystuhlut- verki í uppreisninni sem leiddi til afsagnar Eduards Shevardnadze, fyrrum forseta. Kjörsókn var óvenjumikil en fimmtíu prósent kosningabærra manna urðu að neyta atkvæðisrétt- ar síns til að kosningarnar teldust gildar. Fjöldi manna var í framboði en enginn þeirra var talinn eiga möguleika á að sigra Saakashvili. Aðspurður sagðist Shevardnadze hafa greitt Saakashvili atkvæði sitt. „Hann er ungur, kraftmikill og vel menntaður,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Saakashvili stundaði nám við Kólumbía-háskóla í New York. Hann er giftur hollenskri konu og talar fjölda tungumála. Nokkur hundruð erlendir eftir- litsmenn fylgdust með kosningun- um. Þrír Íslendingar sinntu eftir- liti fyrir hönd Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu. ■ Vopnaðir karlmenn ruddust inn á heimili Fimm til átta menn réðust vopnaðir byssu, exi og kylfum inn á heimili við Flókagötu í fyrrinótt. Einn handtekinn í gærkvöld. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn segir alvarlega þróun eiga sér stað. Húsbrot beri vott um siðblindu og virðingarleysi. Forsetakosningar í Georgíu: Saakashvili vann yfirburðasigur BLAIR Í BASRA Tony Blair, forsætisráðherra Breta, þakkaði breskum hermönnum í Basra fyrir framlag sitt í stríðinu í Írak. A P M YN D Tony Blair til Írak: Óvænt heimsókn ÍRAK, AP Tony Blair, forsætisráð- herra Breta, þakkaði breskum her- mönnum fyrir þátttökuna í inn- rásinni í Írak þegar hann fór í óvænta heimsókn til Basra gær. Um 10.000 breskir hermenn eru í Basra. Blair hefur verið í jólaleyfi í Egyptalandi og flaug hann þaðan með herflugvél til Basra, næst- stærstu borgar Írak. Forsætis- ráðherrann lýsti ánægju sinni með það að hernámsliðinu skyldi hafa tekist að steypa Saddam Hussein af stóli þar sem meintar tilraunir hans til að þróa gereyðingarvopn hefðu ógnað öryggi heimsbyggðarinnar. ■ NÝKJÖRINN FORSETI Saakashvili bíður það erfiða verkefni að byggja upp land sem er á barmi efnahags- hruns, koma á pólitískum stöðugleika og uppræta spillingu. Meðallestur 25-49 Höfuðborgarsvæðið NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í okt. ‘03 FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ 75% 56% RÉÐUST INN Í HÚS Á FLÓKAGÖTU Karl Steinar Valsson er uggandi yfir þeirri þróun að skotvopn séu notuð sem ógn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.