Fréttablaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 24
20 5. janúar 2004 MÁNUDAGUR Á FLUGI Þýski skíðastökkvarinn Georg Spaeth á æfingu á Bergisel-stökkpallinum í Inns- bruck í Austurríki. Skíðastökk RALL Finninn Ari Vatanen (Nissan) sigraði í fjórða áfanganum í París–Dakar rallinu í gær. Keppend- ur óku frá Tanger til Er Rachidia í Marokkó, samtals 753 kílómetra, en áfanginn var jafnframt sá fyrsti af fjórtán sem fram fara í Afríku. Vatanen hefur fjórum sinnum sigraði í París–Dakar rallinu og sigr- aði í gær í 50. sinn á sérleið í þessu ralli. Hann var tíu sekúndum á und- an Frakkanum Stephane Peterhan- sel (Mitsubishi) en Ítalinn Miki Bi- asion (Mitsubishi) varð þriðji 33 sekúndum á eftir Finnanum. Peter- hansel jók forskot sitt samanlagt á Biasion eftir áfangann í gær en Frakkinn náði forystunni í rallinu eftir áfangann milli Castellón á Spáni og Tanger á laugardag. Vatanen er enn í fjórða sæti þrátt fyrir sigurinn í gær. Fabrizio Meoni (KTM) sigraði í fjórða áfanga í keppni mótórhjóla. Hann var 43 sekúndum á undan Alfie Cox (KTM) en Isidre Esteve Pujol (KTM) varð þriðji. Richard Sainct (KTM) meistari síðasta árs lenti í óhappi þegar hann hafði ekið um fimm kílómetra af sérleiðinni. Hann hélt áfram þrátt fyrir nokkrar skemmdir á hjólinu en varð í 29. sæti tæpum sjö mínútum á eftir Meoni. Firdaus Kabirov (Kamaz) sigr- aði í keppni trukkanna en Gerardus De Rooy (DAF) varð annar sautján sekúndum á eftir. De Rooy heldur samt forystunni og er þrettán sekúndum á eftir Kabirov. Vladimir Tchaguine (Kamaz), sigurvegari síðasta árs, varð þriðji í keppninni í gær. ■ BLAK Íslenska kvennalandsliðið í blaki tapaði 3-1 fyrir Skotum á laugardag. Leikurinn var liður í forkeppni Evrópumóts C-þjóða og fór fram í Dublin á Írlandi. Skotar unnu fyrstu hrinuna 25-23, Íslend- ingar unnu þá næst 25-18 en Skot- ar unnu tvær síðustu hrinurnar 25-20, 25-18. Íslenska landsliðið spilaði mjög vel á köflum, sérstaklega sóknar- lega, en samhæfingu vantaði í liðið auk þess sem tvær sterkustu landsliðskonurnar, þær Fríða Sig- urðardóttir og Natalia Gomqina, voru ekki með. Liðið var því hálf vængbrotið en það var einkum móttökumistök sem urðu liðinu að falli að þessu sinni. Að sögn lands- liðsþjálfarans Petrúnar Bj. Jóns- dóttur var liðsheildin engu að síður fín og góð stemning í hópnum. Írar unnu Grændlendinga 3-0 nokkuð örugglega í hinum leikn- um á laugardag. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í keppnina í Luxemborg í júní. ■ FÓTBOLTI Arsenal hóf titilvörn sína í ensku bikarkeppninn með glæsi- brag. Bikarmeistarar síðustu tveggja ára unnu Leeds 4-1 á úti- velli og virðast líklegir til að sigra í keppninni þriðja árið í röð. Ekkert félag hefur orðið bikarmeistari þrjú ár í röð síðan Blackburn Rovers sigraði árin 1884, 1885 og 1886. Leikurinn byrjaði þó ekki gæfu- lega fyrir Arsenal. Markvörðurinn Jens Lehmann gerði slæm mistök snemma leiks sem kostuðu mark. Lehmann fékk boltann inn í teiginn frá Sol Campbell og virtist hafa nægan tíma til að leika boltanum á samherja. Hann uggði ekki að sér og tókst Mark Viduka að komast inn í spyrnu Lehmanns og skora. Leikmenn Arsenal létu þetta ekki hagga ró sinni og jöfnuðu um tuttugu mínútum síðar. Fredrik Lj- ungberg sótti upp hægri kantinn og sendi boltann fyrir markið. Thi- erry Henry tók við sendingunni og skoraði með viðstöðulausu skoti úr miðjum teig. Edu kom Arsenal yfir sjö mínútum síðar. Henry lék inn í teiginn vinstra megin og sendi fyr- ir markið. Edu renndi sér í boltann og skoraði með skoti rétt fyrir utan markteig. Arsenal bætti tveimur mörkum við undir lokin. Robert Pires skor- aði eftir sendingu frá Thierry Henry og á lokamínútunni lagði Pires upp fjórða markið fyrir Kolo Turre skoraði af stuttu færi. „Við höfum ekki sett upp neinn óskalista vegna þess að við erum alls staðar með í baráttunni,“ sagði Arsene Wenger, fram- kvæmdastjóri Arsenal, eftir leik- inn. Arsenal er í öðru sæti deildar- innar, er komið í undanúrslit deildabikarsins, í sextán liða úr- slit meistaradeildarinnar og komst með sigrinum á Leeds í 4. umferð bikarkeppninnar. „Við reynum bara að sigra í næsta leik.“ ■ FÓTBOLTI „Ég held að það stefni í þá átt og ég held að við fáum vetrar- hlé á næsta ári,“ sagði Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal. Wenger styður hug- mynd landsliðsþjálfarans Sven-Göran Eriksson um vetr- arhlé. Eriksson stakk fyrst upp á þessu eftir HM 2002 en hann sagði að nokkrir leik- menn landsliðsins hafi ver- ið útkeyrðir í keppn- inni eftir langt og strangt keppnis- tímabil. „Ég held að Sven sé harð- á k v e ð - inn í að fá vetr- arhlé og ég get skilið það þar sem það tengist árangri landsliðsins í keppni,“ sagði Wenger. „Eftirvæntingin er meiri en áður á Englandi,“ sagði Wen- ger. „Þeir urðu heims- meistarar í rúgbí og af hverju ættu þeir ekki að geta það í fótbolta.“ Mest- ar líkur eru á þriggja vikna hléi í janúar en litlar líkur eru á að frí yfir jólin verði samþykkt. „Ég held að við getum fundið sam- komulag sem virðir hefðir en gerir samt ráð fyrir hléi. Það væru mistök að hafa hléið um jól.“ ■            ! "#$ %& &'&( ) & *  PARÍS-DAKAR Stephane Peterhansel og Jean-Paul Cottret á Mitsubishi hafa forystuna eftir fjóra áfan- ga í París-Dakar rallinu. París–Dakar rallið: Fimmtugasti sigur Vatanen  16.40 Helgarsportið á RÚV.  18.00 Ensku mörkin á Sýn.  18.30 Spænsku mörkin á Sýn.  19.30 NFL-tilþrif Sýn. Svipmyndir úr leikjum helgarinnar í ameríska fót- boltanum.  20.00 Enski boltinn á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.30 Ensku mörkin á Sýn.  23.00 Spænsku mörkin á Sýn. Blaklandslið kvenna: Tap fyrir Skotum THIERRY HENRY Átti frábæran leik gegn Leeds. Enska knattspyrnan: Vetrarhlé á næsta ári? ARSENE WENGER Spáir því að gert verði vetrarhlé á næstu leik- tíð í enska boltanum. hvað?hvar?hvenær? 2 3 4 5 6 7 8 JANÚAR Föstudagur Öruggt hjá Arsenal Thierry Henry skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Arsenal vann Leeds 4-1.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.