Fréttablaðið - 06.01.2004, Qupperneq 8
8 6. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR
■ Lögreglufréttir
148 fórust þegar flugvél hrapaði í Rauðahafið:
Flugfélagið á svörtum lista í Sviss
BERN, AP Björgunarmenn leita enn
að líkamsleifum þeirra sem fórust
þegar Boeing 737 farþegaþota
egypska flugfélagsins Flash
Airlines hrapaði í Rauðahafið á
laugardaginn. Flugmálayfirvöld í
Sviss bönnuðu Flash að lenda á
flugvöllum landsins fyrir rúmu
ári síðan þar sem félagið uppfyllti
ekki öryggiskröfur.
148 manns fórust þegar vélin,
sem var á leið frá Sharm el-Sheik
í Egyptalandi til Parísar, hrapaði í
sjóinn skömmu eftir flugtak.
Björgunarmenn hafa aðeins fund-
ið brot af flaki vélarinnar og örfá
lík en óttast er að hákarlar hafi
étið líkamsleifar farþeganna.
Flugriti vélarinnar er einnig
ófundinn en Frakkar hafa sent
herflugvélar og kafbát til Sharm
el-Sheik til að aðstoða heimamenn
við leitina.
Að sögn svissneskra yfirvalda
voru gerðar fjölmargar athuga-
semdir við öryggisbúnað vélar
Flash sem lenti á flugvellinum í
Zürich í október 2002. Í kjölfarið
var félagið sett á bannlista. Í sama
mánuði kom upp eldur í hreyfli
vélar Flash yfir Grikklandi.
Egypskir embættismenn fullyrða
að vélin sem hrapaði í Rauðahafið
hafi farið í gegnum reglubundið
eftirlit áður en hún fór í loftið og
engrar bilunar hafi orðið vart. ■
HJÁLP „Við verðum hluti af teymi
sem danski Rauði krossinn er með.
Þeir eru miklir sérfræðingar í
áfallahjálp og kreppuvinnu,“ segir
Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrun-
arfræðingur og starfsmaður Rauða
kross Íslands, sem fer ásamt Jó-
hanni Thoroddsen sálfræðingi til
Írans á morgun til að sinna áfalla-
hjálp og öðru hjálparstarfi í borg-
inni Bam, sem að miklu leyti er í
rúst eftir jarðskjálftann sem þar
varð um jólin. Talið er að rúmlega
30 þúsund manns hafi farist. Sigrún
Árnadóttir, framkvæmdastjóri
Rauða krossins, segir að hluti af
þeim tæplega fimm milljónum
króna sem Rauði krossinn á Íslandi
safnaði meðal almennings verði not-
aður til að senda Guðbjörgu og Jó-
hann til Írans þar sem þeirra hlut-
verk verði meðal annars að meta
þörfina fyrir áfallahjálp og andlega
aðhlynningu.
„Mikil neyð er á svæðinu þar
sem um 70 þúsund manns hafast við
í tjöldum. Þarna eru við störf um sjö
þúsund sjálfboðaliðar sem starfa
við afar erfiðar aðstæður. Á jarð-
skjálftasvæðinu er kalt og mikillar
þreytu gætir meðal hjálparstarfs-
manna,“ segir Sigrún.
Guðbjörg segist ekki kvíða starf-
inu að öðru leyti en því sem tengist
því að fara á ókunnugan stað.
„En það er mikill stuðningur af
því að við förum tvö. Við munum
kenna meðlimum íranska Rauða
hálmánans áfallahjálp en þess utan
sinna beinni áfallahjálp og
fræðslu,“ segir hún. Guðbjörg hefur
mikla reynslu af áfallahjálp og síð-
asta vor var hún í Írak, skömmu eft-
ir innrás Bandaríkjamanna.
„Ég var þar í sex vikur á vegum
Alþjóða Rauða krossins að meta
ástand geðheilbrigðismála. Þar var
ástandið af mannavöldum og ekki
hægt að líkja saman náttúruham-
förum og því sem gerist af manna-
völdum eins og í Írak. En báðar að-
stæður eru hörmulegar,“ segir hún.
Hún segir að samfélögin í Írak
og Íran séu ólík að því leyti að Íran-
ar séu strangtrúaðri. „Ég reikna
með að þurfa að hylja hár mitt með
slæðu,“ segir Guðbjörg. Hún segist
ekki vera í vafa um að áfallahjálp
komi að gagni undir þeim kringum-
stæðum sem nú ríkja í Íran.
„Ég var í Kosovo árið 1999. Þar
sá ég það hvað svona vinna getur
haft góð áhrif. Í sálgæslunni eru
ákveðnir þættir sem eiga við alla,
hvar sem er í heiminum,“ segir
Guðbjörg.
rt@frettabladid.is
Innbrot í Keflavík:
Skotvopn
enn ófundin
SKOTVOPN Þremur haglabyssum og
þremur rifflum var stolið í innbroti
í íbúðarhús í Keflavík í haust.
Eftir vopnað rán, sem framið
var í Bónus í Kópavogi í byrjun
desember, afhentu ræningjarnir
tvo riffla. Ennþá er tveggja vopna
úr innbrotinu í Keflavík leitað.
Ræningjarnir vildu ekki gefa upp
hverjir hefðu fengið vopnin,
haglabyssu og riffil. Ránið í Bón-
us er upplýst en þar sem skot-
vopnin eru ófundin er málinu ekki
lokið. Skotvopnin voru ekki
geymd í þar til gerðum skáp, sem
þarf að gera ef vopnin eru fjögur
eða fleiri. ■
HABL Á FILIPPSEYJUM Heilbrigð-
isyfirvöld á Filippseyjum hafa
sett hjón á fimmtugsaldri í sótt-
kví vegna gruns um að þau hafi
smitast af bráðalungnabólgu.
Bæði eru með sýkingu í öndunar-
færum sem veldur hita og verkj-
um. Konan hafði nýlega ferðast
til Hong Kong. Það mun taka tvo
til þrjá daga að skera úr um það
hvort hjónin eru smituð.
YFIR 200 LÁTNIR VEGNA KULDA Á
þriðja hundrað Bangladesa hafa
látist vegna kulda á undanförnum
dögum. Flestir hinna látnu voru
börn eða gamalmenni sem bjuggu
í moldarkofum og höfðu ekki efni
á hlýjum fötum og ábreiðum.
Meðalhiti á svæðinu hefur verið
um níu gráður á celsíus. ■
ÚRSLITIN KUNNGERÐ
Úrslit kosninganna voru skeggrædd víða í
höfuðborginni Tíblisi.
Nýkjörinn forseti Georgíu:
Lofar
róttækum
breytingum
GEORGÍA, AP Mikhail Saakashvili,
nýkjörinn forseti Georgíu, hefur
heitið því að koma á pólitískum
stöðugleika, útrýminga spillingu
og stuðla að friði og velmegun í
landinu. Fyrstu tölur benda til
þess að Saakashvili hafi unnið yf-
irburðasigur í kosningunum með
95% greiddra atkvæða.
Lögfræðingurinn Saakashvili
var í forystuhlutverki í mótmæla-
aðgerðum sem leiddu til afsagnar
Eduards Shevardnadzes, fyrrum
forseta, í nóvember. Hans bíður
nú það erfiða verkefni að endur-
reisa efnahagskerfi landsins, sem
hrundi í kjölfar falls Sovétríkj-
anna. „Ég mun gera mitt besta en
það er ekki hægt að gera allt á ein-
um degi,“ segir Saakashvili. ■
ENSKA ER OKKAR MÁL
Enskunámskeið að hefjast.
• Okkar vinsælu talnámskeið -7 vikur.
• Kennt á mismunandi stigum.
• Kennt: Kl. 9:00, 10:30, 17:20, 19:00 og 20:40.
• Frítt kunnáttumat og ráðgjöf.
Við bjóðum einnig upp á enskunámskeið víða um land.
Hringdu í síma
588 0303
Faxafeni 8
www.enskuskolinn.is
enskuskolinn@simnet.isJohn O´Neill Julie InghamSandra Eaton Robert WilliamsMaxwell Ditta
Flugeldar-Flugeldar-Flugeldar
Skotkökur, rakettur, blys (hand og stand),
víti, froskar fjölsk.pakkar o.m.fl
Erum með opið á Smáratorgi
við hlið Mc Donalds frá 10-22.
Dúndurverð!!!
Heitt á könnunni.
L I O N S F L U G E L D A R .
Reykjanesbær:
Sprengdu
rúðu í skóla
LÖGREGLAN Þrír fimmtán ára
piltar límdu kínverjasprengjur á
rúðu í Holtaskóla í Keflavík og
sprengdu þær síðan, með þeim
afleiðingum að rúðan brotnaði.
Tilkynnt var um athæfi þeirra
laust eftir miðnætti á sunnudag.
Skömmu síðar náði lögreglan
piltunum, sem viðurkenndu að
hafa kveikt sprenginguna. Haft
var samband við foreldra pilt-
anna, sem sóttu þá á lögreglu-
stöðina. ■
Indland og Pakistan:
Leiðtogarnir áttu fund
LEITAÐ Í SJÓNUM
Egypskur björgunarmaður heldur á skóm
sem fundust í sjónum þar sem flugvélin
fórst.
LEIÐTOGAR HEILSAST
Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, og Musharraf, forseti Pakistans, takast í hendur að
loknum fundi í Íslamabad í gær.
PAKISTAN, AP Leiðtogar Pakistans og
Indlands áttu í gær rúmlega
tveggja klukkustunda fund til þess
að ræða um stöðu sameiginlegra
mála ríkjanna. Indland og Pakistan
hafa háð tvö stríð frá því löndin
öðluðust sjálfstæði frá Bretlandi
árið 1947 en þar að auki margoft
verið á barmi stríðsátaka.
Fundur leiðtoganna tveggja er
álitinn skref í átt að auknum
stöðugleika á svæðinu en þeir
Pervez Musharraf, forseti Pakist-
ans, og Atal Vajpayee, forsætisráð-
herra Indlands, eru báðir á ráð-
stefnu Suður-Asíu ríkja sem haldin
er í Íslamabad í Pakistan.
Fulltrúar Musharrafs lýstu
ánægju sinni með fundinn en ind-
verskir embættismenn voru var-
kárari og vildu lítt tjá sig um efni
fundarins.
Deilur ríkjanna snúast um yfir-
ráð yfir landamærahéraðinu
Kasmír, sem nú tilheyrir Indlandi.
Pakistanar gera kröfu um yfirráð
á svæðinu þar sem flestir íbúanna
eru múslimar. ■
■ Asía
TIL ÍRANS
Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur heldur á morgun til Írans til að veita fólki á
jarðskjálftasvæði áfallahjálp.
Veita áfallahjálp í Íran
Guðbjörg Sveinsdóttir fer til jarðskjálftasvæðanna í Íran á morgun ásamt
Jóhanni Thoroddsen. Guðbjörg var í Írak síðasta vor. Framkvæmda-
stjóri Rauða krossins segir að um 70 þúsund manns hafist við í tjöldum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A
TRUKKUR LOKAÐI VEGINUM 25
tonna kísilbíll sem var að flytja
kísil frá kísiliðjunni í Mývatns-
sveit til Húsavíkur lenti þvert á
veginum á Grímsstaðahálsi í gær.
Loka þurfti veginum í á þriðja
tíma á meðan unnið var á stóru
vinnutæki við að rétta bílinn af.
Þarf ekki að setja þetta á
námskrá?
„Ég væri ekki að gegna skyldum
mínum sem foreldri ef ég kenndi
börnum mínum ekki að um-
gangast krókódíla.“
Ævintýramaðurinn Steve Irwin.
Morgunblaðið, 5. janúar.
Herkænska Davíðs?
„Engu er líkara en að hann sé
að reyna að tryggja að hver sú
frétt sem kann að koma sér illa
við hann verði lesin í ankanna-
legu ljósi.“
Guðmundur Andri Thorsson um Davíð Oddsson.
Fréttablaðið, 5. janúar.
Þessir Frammarar!
„Sömuleiðis virðist það vera
plagsiður hjá Framsóknar-
flokknum að svíkja hvert
einasta kosningaloforð.“
Össur Skarphéðinsson um framsóknarmenn.
Fréttablaðið, 5. janúar.
Orðrétt