Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 12
Munurinn á fortíðinni og sam-tímanum er að samtíminn ber framtíðina í skauti sér. Framtíð for- tíðarinnar er hins vegar þegar fædd og fermd og þar af leiðandi hvorki ógnvekjandi né getur af sér nokkra eftirvæntingu eða loforð. En þetta vita svo sem allir. Annað sem aðgreinir framtíð samtímans og framtíð fortíðarinnar er að framtíð samtímans er óútreiknanleg. Framtíð fortíðarinn- ar er hins vegar bæði mælanleg og augljós. Hún liggur eins og þráð- bein lína frá fortíðinni að samtím- anum. En þetta vita svo sem allir líka. En úr því allir vita þetta kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að það er eins og þessir sömu allir hafi gert með sér samkomulag um að tala eins og þeir viti ekki af þessum mun á framtíð samtímans og framtíð for- tíðarinnar. Sem er dálítið skrítið þar sem flestir þessara allra er nokkuð leiknir í skildagatíð og hafa unun af að velta fyrir sér hvað ef þetta hefði ekki gerst eða ef eitthvað annað hefði orðið með öðrum hætti en raun varð á. Hvað þá? Þrátt fyrir alla þessa þekkingu og reynslu er algengast að menn hugsi svo um framtíðina að hún sé drifin áfram af fortíðinni fremur en samtímanum. Að miðað við þróun- ina frá því fyrir svona skömmu síð- an megi gera ráð fyrir að staðan verði þessi eftir jafn skamman tíma. Ef fram sem horfir, heitir það á íbygginni íslensku. En þótt klukk- an tifi áfram á jöfnum hraða og jörðin snúist um sólu af fyrirsjáan- legri nákvæmni er fátt í mannheim- um sem er hægt að reiða sig á. Þar getur hvaðeina skyndilega staðnað sem áður var á góðu skriði og það sem virkaði dautt og rotið orðið sprelllifandi að nýju öllum að óvör- um. Bein lína er jafn fágæt í mann- heimum og hvert annað form lín- unnar; umgjörð okkar er ekki rúðu- strikað blað heldur víravirki. Kannski er það af óöryggis- kennd sem við viljum helst af öllu láta sem framtíðin sé spegilmynd fortíðarinnar; að hún sé fremur kunn og útreiknanleg en óþekkt og óútreiknanleg. Maðurinn getur sætt sig við eymdarástand svo framar- lega sem hann þekkir það. Hann ótt- ast hins vegar hið ókunna, hversu kræsilegt sem það getur orðið. Hon- um er því meiri huggun í að ganga til daufrar en kunnrar framtíðar en óljósrar framtíðar. En einmitt vegna þess að fram- tíðin býr í skauti samtímans fram- kallar maðurinn þá framtíð sem hann sækist eftir. Fyrsti vísir hennar verður til í hugum okkar og við hvert skref okkar styrkjum við mynd hennar. Því er það svo að ef sagan endurtekur sig í sífellu er það vegna þess að við kjósum framtíð sem svipar til fortíðarinn- ar. Ef við gerðum það ekki gætum við eignast hverja aðra þá framtíð sem við kysum okkur – eins bjarta og við vildum. Vilji væri það eina sem þyrfti. ■ Viðskiptabankarnir eru mikil-vægar stofnanir sem varð- veita fé almennings og ber þeim að standa skil á því. Það er því frumskylda viðskiptabanka að hafa vaðið fyrir neðan sig og tefla í engu á tæpasta vað með ákvarð- anir sínar. Það er með ólíkindum að fylgjast með forsvarsmönnum ýmissa bankastofnana sem hafa til skamms tíma talist virtrar bankastofnanir, teygja sig langt til þess að fara í kringum gildandi lög og almennt viðskiptasiðferði. Á blábrún siðferðis Landsmönnum er í fersku minni þegar forsvarsmenn Kaup- þings Búnaðarbanka gengu fram af þjóðinni með stórtækum kaup- réttarákvæðum. Einnig má minna á mikinn hagnað Kaupþings á sama tíma og lífeyrissjóðir, sem fyrirtækinu var treyst til að gæta og ávaxta, töp- uðu stórfé. Það sem þó vekur sérstaka furðu er þegar ákveðið er að tefla á tæp- asta vað með mál sem virðast lítilsverð s.s. „nýtt“ nafn Kaupþings Bún- aðarbanka, KB banki, og gera lágkúrulega til- raun til að yfir- taka þjóðþekkta s k a m m s t ö f u n sem Kaupfélag Borgfirðinga hefur kennt sig við í marga áratugi. Forsvarsmenn Kaupþings Bún- aðarbanka virðast vera gjarnir á að vera á blábrún þess sem er lög- legt og siðlegt í samfélaginu og jafnvel fara fram af brúninni. Nýjasta tiltæki þeirra er kauptil- boðið í SPRON. Eignir sparisjóð- anna byggjast annars vegar á framlagi svokallaðra stofnfjáreig- enda og hins vegar að stærstum hluta á þeim verðmætum sem traustir viðskiptavinir hafa myndað með ábatasömum við- skiptum við sparisjóðina. Nú er það svo að við breytingu á spari- sjóði í hlutafélag, þá eignast stofnfjáreigendur hlut í félaginu í samræmi við það sem þeir lögðu inn í sparisjóðinn og sá hluti sem hefur orðið til vegna traustra við- skipta verður eign sjálfseignar- stofnunar. Arður stofnfjáreigenda Það má hafa ýmsar skoðanir á því hvort það sé siðlegt að svokall- aðir stofnfjáreigendur hagnist á sölu SPRON, en til þess var aldrei ætlast og almenningi stóð ekki til boða að gerast stofnfjáreigandi í sparisjóðunum. Í mínum huga leikur ekki nokkur vafi á því að það sé verið að fara á svig við lög þegar stofnfjáreigendur eiga að fá rúmlega tvöfalt hærra verð fyrir sinn hlut í SPRON saman- borið við það sem á að greiða fyr- ir þá eign sem á að koma í hlut sjálfseignarstofnunarinnar. Ýmsir, m.a. þingmenn s.s. Ein- ar Kristinn Guðfinnsson, sem vilja láta taka sig alvarlega, hafa reynt að réttlæta þetta tvöfalda verð með því að vísa í lagatexta sem segir eitthvað á þá leið að stofnfjáreigendur eigi ekki að bera skarðan hlut frá borði við breytingu á sparisjóði yfir í hlut- félag. Nú liggur ljóst fyrir að stofnfjáreigendur eru að fá marg- falda þá upphæð sem þeir lögðu inn sem stofnfé í SPRON og þá er með ólíkindum að reynt sé að bera þessi rök á borð fyrir almenning fyrir því að þetta tvöfalda verð sé réttlætanlegt með einhverjum hætti. Sparisjóðirnir eru víða mikil- vægar stofnanir á landsbyggðinni og er SPRON mikilvægur hlekkur í samstarfi sparisjóðanna s.s. starfrækslu sameiginlegrar þjón- ustu við sparisjóðina. Vissulega má færa rök fyrir því að starf- ræksla SPRON skipti ekki höfuð- máli fyrir atvinnulíf Reykvíkinga. Engu að síður hljóta stjórnvöld að horfa til þess að ef SPRON er rif- inn út úr keðju sparisjóðanna, hljóti það að raska strarfsgrund- velli sparisjóða um land allt. Kíki brugðið fyrir blinda augað Þessa varnarstöðu sem spari- sjóðirnir eru nú í má rekja allt til ársins 2001 þegar sparisjóðunum var veitt leyfi til þess að breyta rekstrarformi sínu í hlutafélög. Í kjölfar þess var gerð tilraun til þess að yfirtaka SPRON og fór fyrir þeirri aðför Pétur H. Blön- dal. Pétri virðist vart sjálfrátt þegar hann veit af fé og hvað þá ef hann getur kallað það fé án hirðis og virðist vera friðlaus af þrá í að koma höndum yfir það. Í kjölfarið var gerð breyting á lög- um að frumkvæði núverandi við- skiptaráðherra til þess að koma í veg fyrir yfirtöku á SPRON. Á yfirlýsingum viðskiptaráðherra á síðustu tveimur vikum er nú að heyra að hún sjái ekkert athuga- vert við yfirtöku Kaupþings Búnaðarbanka sem lögunum sem sett voru að frumkvæði hennar var ætlað að koma í veg fyrir. Viðskiptaráðherra var á sín- um tíma fullur efasemdar og vandlætingar á háttsemi Péturs fyrir rúmu ári, að vinna að því að Búnaðarbankinn yfirtæki SPRON, en nú sér hún ekkert at- hugavert við sambærilega yfir- töku. Eina sem hefur breyst er að viðskiptaráðherra hefur í millitíðinni ráðstafað Búnaðar- bankanum til styrktarmanna Framsóknarflokksins og þá er hægt að bregða kíkinum fyrir blinda augað. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um það sem framtíðin ber í skauti sér. 12 6. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Undarlegar voru yfirlýsingarJóhönnu Sigurðardóttur í fréttum Stöðvar 2 í upphafi nýs árs. Tilefnið reyndist boðaðar breytingar á húsnæðislána- kerfinu. Sá Jóhanna þeim allt til foráttu og féll svo í kunnuglegan farveg með skömmum og hróp- um um vonsku Framsóknar- manna. Ekkert af þessu er nein nýlunda en fróðlegt er að spá ögn í samanburðarfræði Jóhönnu á húsnæðismálum fyrr og nú. Er engu líkara en hún beri saman appelsínur og epli en komist svo að þeirri niðurstöðu að þetta séu melónur. Lítum á nokkrar full- yrðingar í ávaxtakörfu Jóhönnu. „Framsóknarmenn hafa alltaf kappkostað að eyðileggja hús- næðiskerfið.“ „Þeir bjuggu til biðlistakerfi 1986.“ Þeir lögðu nið- ur félagslegu íbúðirnar.“ „Nú ætla þeir að leggja niður húsbréfa- kerfið og færa inn í bankana.“ Ljótt er ef satt er. Ekkert af þessu á sér hins vegar stoðir í raunveruleikanum. Þetta eru bara melónur Jóhönnu. Breyttur fjármagns- markaður Árið 1986 var bið eftir afgreiðslu lána. Sú bið átti hins vegar ekki rætur í kerfinu sjálfu heldur þeirri staðreynd að fjármagn í umferð var af einkar skornum skammti. Umhverfið í dag er allt annað. Fjármagn flæð- ir um þjóðfélagið og léttilega gengur að útvega það fjármagn sem þarf til m i k i l v æ g r a verkefna á borð við húsnæðislán. Þessi breyting á fjármálamark- aði hefur ekki síst orðið vegna stöðugrar efna- hagsstjórnar, at- vinnuuppbygg- ingar og annarra þátta sem ríkis- stjórn Fram- sóknarflokks og S j á l f s t æ ð i s - flokks hefur stuðlað að síð- ustu átta árin rúmlega. Marg- ar þær ákvarð- anir stjórnar- flokkanna, er leitt hafa til hinna jákvæðu b r e y t i n g a , mættu harðri andstöðu Jó- hönnu Sigurðar- dóttur. Fólk fær að ráða sjálft Félagslegar íbúðir eru enn til staðar. Sú breyting hefur hins vegar orðið á fyrirkomulagi þeirra að í stað þess að byggja sérstakar íbúðir í einni þyrpingu og kalla félagslegar fá lánveit- endur slíkra íbúða að ákveða sjálfir hvar þeir kaupa og hvern- ig þær eru innréttaðar. Kerfi Jó- hönnu skilaði fullbúnum íbúðum og fólki var beinlínis bannað að vinna sjálft í þeim. Nú dreifast hinar félagslegu íbúðir um þjóð- félagið, fólk getur sparað sér fé með eigin vinnu – fær m.ö.o. að ráða sér dálítið sjálft. Það kallar Jóhanna að eyðileggja kerfi fé- lagslegra íbúða. Hvað með 25% afföllin? Húsbréfakerfið (sem Jóhanna kom á) er að mörgu leyti gott fyr- irkomulag. Á því eru hins vegar ýmsir annmarkar. Þúsundir lán- takenda eru enn að greiða af þeim afföllum er urðu á sölu hús- bréfa – allt upp í 25%. Sá sem fékk milljón í húsbréfum fékk aðeins 750 þúsund í peningum. Og nú eru einhverjir að selja bréfin á yfirverði. Þessu er ein- faldlega verið að breyta þannig að sá sem fær milljón í lán fær líka milljón í peningum. Boðuð breyting felur ekki í sér að Húsnæðisstofnun verði lögð niður. Hún mun áfram gegna því mikilvæga hlutverki að annast út- færsluna á grundvelli ríkis- ábyrgðar lánanna. Þaðan munu svo viðskiptin dreifast til selj- enda, fasteignasala, banka og ann- arra – rétt eins og í núverandi kerfi. Hærri lán, lægri vextir, eng- in afföll Rétt er að vekja athygli á því að flestir er málið varðar eru jákvæðir gagnvart boðuðum breytingum. Nema Jóhanna Sigurðardóttir. Fólk sér nefni- lega að breytingarnar munu leiða til: lána án affalla, hærri lána (fyrsta skref að 90% lán- um), lægri vaxta og skilvirkara kerfis. Þessu öllu mótmælir Jó- hanna. Hún vill halda í afföllin, ekki hækka lánin og ríghalda í háa vexti. Aðra ályktun er ekki hægt að draga af yfirlýsingum hennar því þetta er kjarni þeirra breytinga sem félags- málaráðherra hefur boðað. Þó Jóhanna Sigurðardóttir hafi staðið að ýmsum ágætum málum í sinni tíð sem ráðherra má hún ekki festast svo í for- tíðarhyggju og blindu ofstæki gegn Framsókn að eðlilegar breytingar í þágu fólksins mæti andstöðu hennar einnar. Aldrei hafa fleiri einstaklingar og fjöl- skyldur tekið húsnæðislán. Aldrei hafa endurgreiðslur verið jafn skilvísar og nú. Með hækkun hámarkslána, skil- virkara fyrirkomulagi og lægri lánavöxtum er lagður grunnur að enn betra kerfi fyrir fólkið. Mín vegna má Jóhanna leggjast gegn því og kalla skemmdar- verk. Orð hennar dæma sig sjálf. Neytendur munu hins vegar gleðjast. ■ Bandaríkjamenn og Georgía „Mikhaíl Saakasvíli sem líklegast þykir að hafi unnið forseta- kosningarnar í gær er mikill þjóð- ernissinni og hefur gagnrýnt fyrr- verandi forseta, Edvard Sjevard- nadze, fyrir að hafa ekki endur- heimt landsvæðin Suður-Ossetíu og Abkhazíu undir georgíska stjórn. Margir eru þó efins um að Saakasvíli geti komið á réttlátri stjórn í landinu. Hann hefur talað mjög gegn vinsamlegum sam- skiptum við Rússa og því gæti ástandið orðið hálfu eldfimara en áður. Líklegt þykir hins vegar að bandarísk stjórnvöld séu ánægð með skiptin því að þótt þau hafi lengst af stutt við bakið á Sjevardnadze brugðust þau ókvæða við í fyrra þegar Sjevard- nadze samdi við Gazprom, rúss- neska ríkisolíufyrirtækið, um inn- flutning á olíu til Georgíu. Banda- rísk stjórnvöld hafa unnið mark- visst að því að ná yfirráðum yfir olíulindum á þessu svæði og reynt að halda Rússum utan við olíuleit, t.d. í Kaspíahafinu. Samningur Sjevardnadzes við Rússa kynni að hafa sent hann út í kuldann og er reyndar mun lík- legri orsök stefnubreytingar Bandaríkjamanna en kosninga- svindlið í nóvember.“ - KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Á WWW.MURINN.IS Svipuð hróp og áður „Strax og fréttist, að Hannes Hólmsteinn væri að skrifa ævi- sögu Halldórs Laxness var engu líkara en sprengja hefði fallið í ákveðinn hóp manna og viðbrögð einstaklinga innan hans hafa síðan minnt á hrópin, sem gerð voru að Kristmanni, þegar hann vogaði sér að styðja Keflavíkur- samninginn.“ - BJÖRN BJARNASON Á WWW.BJORN.IS Um daginnog veginn HJÁLMAR ÁRNASON ■ alþingismaður skrifar um breytingar á húsnæðislána- kerfinu. Ávaxtakarfa Jóhönnu ■ Af Netinu ■ Bréf til blaðsins Blinda augað Framtíð í skauti samtímans „Sparisjóð- irnir eru víða mikilvægar stofnanir á landsbyggð- inni og er SPRON mikil- vægur hlekk- ur í samstarfi sparisjóð- anna... „Aldrei hafa fleiri einstak- lingar og fjöl- skyldur tekið húsnæðislán. Aldrei hafa endurgreiðsl- ur verið jafn skilvísar og nú. Með hækkun há- markslána, skilvirkara fyr- irkomulægi og lægri lánavöxtum er lagður grunnur að enn betra kerfi fyrir fólk- ið. Öryrkjar Svanur hringdi: Ég er öryrki og einn þeirra semhafa orðið undir í lífinu. Ég horfði á áramótaávarp forsætis- ráðherra þar sem fram kom, að allir væru jafnir. En það er ekki þannig. Hann er að skaffa sér fleiri hundruð milljónir í eftir- laun. Sjálfur hef ég enga slíka tryggingu. Ég hef stutt Sjálfstæðisflokk- inn í flestum málum, fremur en vinstrisinna. En þetta finnst mér fara út yfir öll mörk, þegar for- sætisráðherra gerir slíkt. ■ Aðsendar greinar Fréttablaðið tekur við aðsendumgreinum. Greinarnar eiga að vera á bilinu 3.000 til 3.500 slög með bilum í word count sem finna má undir liðnum Tools í word-skjali. Senda skal greinarnar á netfangið kolbrun@frettabladid.is ásamt mynd af greinarhöfundi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til þess að velja og hafna og stytta greinar. ■ Umræðan SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ■ alþingismaður skrifar um viðskiptasiðferði bankastofnana.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.