Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 23
23ÞRIÐJUDAGUR 6. janúar 2004 LOKSINS SIGUR Quentin Richardson fagnar hér einni af körfum sínum gegn Lakers. Breyttir tímar í LA? KÖRFUBOLTI Ófáir brandarar hafa verið sagðir í gegnum tíðina á kostnað LA Clippers, annars NBA-körfuboltaliðsins frá Los Angeles. Clippers hefur verið eitt af allra lélegustu liðum deildar- innar undanfarin ár á sama tíma og nágrannarnir í Lakers hafa unnið NBA-titilinn tvisvar sinnum og ávallt verið með bestu liðun- um. Clippers-liðið hefur staðið sig aðeins betur í vetur og vann það langþráða afrek í fyrrinótt að vinna loksins Lakers, 101-98, fyrsta sigur sinn á stóra bróður í tvö ár og aðeins þann þriðja í síð- ustu 24 árum. Lakers hafði unnið 73 af 91 leik liðanna frá því að Clippers flutti til LA og síðan Phil Jackson tók við Lakers-liðinu höfðu Kobe Bryant og félagar unnið 14 af 16 leikjum. Það mun- aði reyndar mikið um það að hvorki Shaquille O’Neal eða Karl Malone léku með vegna meiðsla og hefur Lakers tapað 4 af 5 leikj- um sínum frá því að Malone meiddist en vann 20 af 25 leikjum fyrir það áfall. ■ DAGNÝ LINDA KRISTJÁNSDÓTTIR Meiddist á æfingu um helgina. Dagný Linda Kristjánsdóttir: Meiddist á æfingu SKÍÐI Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir slasaðist á æfingu fyrir risasvigskeppni sem fram fór í Megeve í Frakklandi á sunnudag. Sjúkraþjálfari sænska landsliðsins og læknir þess bandaríska skoðuðu Dagnýju á sunnudagskvöld og ótt- ast að hún hafi slitið liðbönd í vin- stra hnénu. Dagný fór til Austurríkis í gær og fer í dag á læknastofu sem sér- hæfir sig í hnémeiðslum, þar sem hún verður mynduð og skoðuð. Ef hún þarf að fara í aðgerð verður hún framkvæmd í Austurríki. Dagný hefur tekið þátt í fjórum heimsbikarmótum í vetur. Hún keppti í risasvigi og bruni í Lake Louise í Kanada og í bruni í St. Moritz í Sviss. ■ Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra á afmælisári: Guðrún Lilja fékk Sjómannabikarinn ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA Hafnfirðingur- inn Guðrún Lilja Sigurðardóttir, sem er enn aðeins 14 ára, fékk Sjómannabikarinn annað árið í röð á árlegu Nýárssundmóti Íþróttasambands fatlaðra sem fram fór um helgina í 21. sinn í Sundhöll Reykjavíkur. Sjómanna- bikarinn er gefinn af Sigmari Ólasyni, sjómanni frá Reyðar- firði. Sigmar hefur reyndar gefið tvo bikara til mótsins þar sem Birkir Rúnar Gunnarsson vann bikarinn til eignar fyrir ellefu árum en Sigmar var þá fljótur til að gefa annan í staðinn sem er enn í notkun. Um 60 keppendur kepptu í Sundhöllinni á sunnu- daginn en á mótinu stígur fram framtíðarafreksfólk úr röðum fatlaðra og þar hefur sundfólk á borð við Kristínu Rós Hákonar- dóttur og Bjarka Birgisson keppt í sínum fyrstu sundum. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra var heiðursgesturinn á mótinu og afhenti hann verðlaun mótsins, sem var með glæsileg- asta móti að þessu sinni; skátar frá Skátafélaginu Kópum stóðu heið- ursvörð og Ólafur Már Ásgeirsson sá um tónlistarflutning fyrir móts- setningu. Á mótinu kepptu börn og unglingar og athygli vekur alltaf flokkur byrjenda þar sem keppt er í 25 m frjálsri aðferð, þar sem nota má hjálpartæki, kúta, korka og sumir hafa aðstoðarfólk sér við hlið í sundinu. 19. maí 2004 verður Íþrótta- samband fatlaðra 25 ára og þetta mót var fyrsta verkefni ÍF á af- mælisárinu. Í tilefni þess var öll- um keppendum afhentur bolur sem hannaður var í tilefni 25 ára afmælisárs ÍF. ■ ÚRSLIT Í STIGAKEPPNI UM SJÓMANNABIKARINN 1. Guðrún Lilja Sigurðardóttir SH/ÍFR 50 m flugsund 547 stig 2. Jóna Dagbjört Pétursdóttir ÍFR 50 m skriðsund 524 stig 3. Karen Björg Gísladóttir Fjörður 50 m bringusund 489 stig GUÐRÚN VANN BIKARINN AFTUR Hafnfirðingurinn Guðrún Lilja Sigurðardótt- ir vann Sjómannabikarinn annað árið í röð á árlegu Nýárssundmóti Íþróttasambands fatlaðra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.