Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 24
24 6. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR KOBE BRYANT Kobe Bryant skoraði 44 stig fyrir Los Ang- eles Lakers gegn Los Angeles Clippers á sunnudag. Það dugði þó skammt því Clippers vann 101-98. Körfubolti Haukaliðið í Intersport-deildinni byrjar árið vel: Skoraði 44 stig á síðustu 10 mínútunum KÖRFUBOLTI Haukar byrjuðu nýja árið vel í Intersport-deildinni í körfubolta þegar þeir unnu 47 stiga sigur á KFÍ á heimavelli sín- um á Ásvöllum á sunnudagskvöld- ið. Haukar, sem höfðu skorað 78,1 stig að meðaltali í leik fyrir jól, voru 40 stigum yfir meðaltali sínu í þessum leik og þar munaði mestu um stigaveislu liðsins í fjórða og síðasta leikhlutanum. Haukar skoruðu 44 stig síðustu 10 mínútur leiksins eða 4,4 stig að meðaltali á hverri mínútu. Ísfirð- ingar fengu alls 16 villur í leik- hlutanum og sendu Hafnfirðinga 23 sinnum á vítalínuna í þessum ótrúlega fjórða leikhluta sem inni- hélt 17 körfur, 22 villur, 36 víti og 68 stig og allt á aðeins tíu mínút- um. Vilhjálmur Steinarsson átti frábæran fjórða leikhluta í Haukaliðinu og skoraði þá alls 12 stig en hafði skorað samtals 14 stig í ellefu leikjum liðsins fyrir jól. Vilhjálmur hitti úr öllum fjór- um skotum sínum og 4 af 5 vítum og átti 2 stoðsendingar að auki en alls gerði hann 17 stig á 17 mínút- um í þessum leik. ■ Liverpool leikur við Newcastle Bikarmeistarar Arsenal leika þrjá bikarleiki við Middlesbrough á einni viku. FÓTBOLTI Þrír leikir í 4. umferð ensku bikarkeppninnar verða inn- byrðis viðureignir úrvalsdeildar- félaga. Liverpool fær Newcastle í heimsókn, Arsenal og Middles- brough leika á Highbury og Ev- erton keppir við Fulham í Liver- pool. Liverpool og Newcastle mætast í níunda sinn í bikarkeppninni. Liver- pool vann 4-0 á Anfield þegar félög- in mættust síðast í bikarnum fyrir 20 árum og 3-0 í úrslitaleik keppn- innar tíu árum áður. Newcastle hef- ur hins vegar ekki unnið Liverpool í bikarleik síðan 1924. Arsenal og Middlesbrough mætast þrisvar á einni viku í lok mánaðarins, tvisvar í undanúrslit- um deildabikarsins og í 4. umferð bikarkeppninnar. Arsenal vann bikarleik félaganna í Middles- brough fyrir tveimur árum og einnig árið 1998 en Middles- brough vann Arsenal síðast í bikarleik árið 1984. Everton hefur aldrei unnið Ful- ham í bikarkeppninni. Fulham vann Everton 2-1 í 5. umferð keppninnar veturinn 1974-75 og komst í úrslit í fyrsta og eina skiptið í sögu félagsins. Fulham sigraði einnig í viðureignum fé- laganna árin 1926 og 1948. Northampton eða Rotherham leika á heimavelli gegn Manchest- er United í næstu umferð. United hefur einu sinni áður mætt þess- um félögum í bikarkeppni. Árið 1966 vann United Rotherham 1-0 á útivelli eftir markalaust jafntefli á Old Trafford en fjórum árum síðar vann United Northampton 8-2 á útivelli. George Best kom ferskur úr löngu leikbanni og skoraði sex af mörkum United. Brynjar Björn Gunnarsson og félagar í Nottingham Forest fengu heimaleik gegn Sheffield United. Önnur Íslendingafélög eiga eftir að leika aukaleiki í 3. umferð. Chelsea og Watford mæt- ast að nýju í næstu viku en félag- ið sem sigrar fær útileik gegn 3. deildarfélaginu Southend United eða Scarborough, sem leikur í Nationwide Conference-deildinni. Reading leikur við Swansea ef það nær að vinna Preston, Stoke fær útileik gegn Birmingham ef það slær Wimbledon út úr keppninni og Úlfarnir leika við West Ham á heimavelli nái þeir að vinna Kidderminster eftir viku. ■ RIO FERDINAND Hefur tvær vikur til að ákveða hvort hann áfrýjar dómnum um átta mánaða leik- bann. Rio Ferdinand: Tvær vikur til stefnu FÓTBOLTI „Manchester United getur staðfest að lögmenn Rio Ferdinand hafa fengið skriflegar útskýringar frá knattspyrnusambandinu á niðurstöðum þess eftir yfirheyrsl- urnar 19. desember,“ segir í yfirlýs- ingu frá félaginu. „Leikmaðurinn hefur 14 daga til að ákveða hvort hann áfrýjar og þangað til gefur félagið ekki frekari yfirlýsingar.“ Lögmenn Ferdinand óskuðu eft- ir skriflegum útskýringum eftir að dómur féll. „Nefndin hefur lagt mikla vinnu um jól og áramót í að ljúka við 32 síðna plagg sem útskýr- ir ítarlega rökin fyrir dómnum,“ sagði talsmaður nefndarinnar. „Lögmenn nefndarinnar lögðu loka- hönd á gögnin og nefndin lagði blessun sína yfir þau áður en hún sendi þau til Manchester United. Það var augljóslega ætlun okkar að tryggja að skýrslan útskýrði alla þætti og það tókst á fimm vinnu- dögum eftir að Manchester United setti fram ósk um skriflegar út- skýringar.“ Átta mánaða leikbann Rio Ferdinand átti að hefjast á mánu- daginn en það dregst meðan Ferdinand og United hugsa næsta leik sinn. Ferdinand getur því leik- ið með United gegn Úlfunum annan laugardag. ■ SKORUÐU SAMAN 23 STIG Haukamennirnir Þórður Gunnþórs- son og Vilhjálmur Steinarsson skor- uðu saman 23 af 44 stigum liðsins í fjórða leikhluta gegn KFÍ. STIG HAUKA Í FJÓRÐA LEIK- HLUTANUM Vilhjálmur Steinarsson 12 (1,4) Þórður Gunnþórsson 11 (5,8) Ingvar Þór Guðjónsson 9 (4,2) Marel Guðlaugsson 5 (6,5) Michael Manciel 3 (27,3) Kristinn Jónasson 2 (4,7) Sævar Ingi Haraldsson 2 (8,7) * Innan sviga er meðalskor leikmanna fyrir jól TÖLFRÆÐI HAUKA OG KFÍ Í 4. LEIKHLUTA 44 Stig skoruð 24 17/12 (71%) Skotnýting 13/5 (38%) 23/19 (83%) Vítanýting 13/13 (100%) 6 Villur 16 LEIKIR 4. UMFERÐAR Arsenal - Middlesbrough Birmingham - Wimbledon eða Stoke City Burnley - Gillingham Coventry - Accrington eða Colchester Everton - Fulham Ipswich - Sunderland Kiddermister eða Wolves - West Ham Liverpool - Newcastle United Luton - Tranmere eða Bolton Man. City eða Leicester City - Tottenham Northampton eða Rotherham - Man. Utd. Nottingham Forest - Sheffield United Portsmouth - Barnsley eða Scunthorpe Southend eða Scarborough - Watford eða Chelsea Swansea - Preston eða Reading Telford - Millwall ARSENAL Bikarmeistararnir leika við Middlesbrough í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. AUKALEIKIR 3. UMFERÐAR Þriðjudagur 13. janúar Bolton - Tranmere Colchester - Accrington Reading - Preston Rotherham - Northampton Scunthorpe - Barnsley Stoke - Wimbledon Wolves - Kidderminster MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR Chelsea - Watford Leicester - Man City Scarborough - Southend hvað?hvar?hvenær? 3 4 5 6 7 8 9 JANÚAR Þriðjudagur  15.05 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Stöð 2.  17.50 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.20 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  18.50 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  19.45 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Aston Villa og Portsmouth.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.30 NFL-tilþrif á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.