Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 26
Í þessum ritum er fjallað af mjögmiklu skeytingarleysi um ein- staklinga í þessari heimsálfu,“ segir Kristín Loftsdóttir mannfræðingur, sem hefur kynnt sér ítarlega það sem skrifað var um Afríku hér á landi á 19. öld, meðal annars í tíma- ritum á borð við Skírni. „Að vísu er mikið af þeim frétt- um sem koma fram í Skírni mjög nákvæmar, eins og þegar sagt er frá stríði milli Búa og Englendinga. En þegar kemur að samfélögum Afr- íkubúa er fyrst og fremst verið að draga upp mynd af því sem þykir framandi og þar með spennandi.“ Kristín segist ekki hafa orðið vör við mikinn áhuga á Afríkubúum sjálfum í þessum textum: „Það er meira fjallað um tengsl Evrópubúa við Afríku. Í Skírni er til dæmis fjallað um hetjudáðir evrópskra landnema og könnuða, þessa evr- ópska karlmanns sem kannar Afr- íku og brýtur undir sig landið og íbúana. Allt þótti það mjög sjálfsagt og eðlilegt.“ Hugmyndir Íslendinga á 19. öld um Afríku voru að þessu leyti mjög svipaðar þeim hugmyndum sem Evrópubúar gerðu sér af Afríku. Kristín segir hins vegar athyglis- vert að þeir fordómar í íslenskum ritum um Afríkubúa séu að sumu leyti svipaðir þeim hugmyndum sem Evrópubúar gerðu sér um Íslend- inga, og vísar hún þar í rannsóknir Sumarliða Ísleifssonar sem hefur fjallað mjög ítarlega um ímynd Ís- lands í erlendum ferðabókum. Kristín ætlar að fjalla um þessi efni í fyrirlestri sem hún flytur í há- deginu í Norræna húsinu. Fyrirlest- ur hennar er þó aðeins hluti af stær- ra verkefni um ímynd Afríku á Ís- landi, sem hún hefur verið að vinna að undanfarið. „Markmið þess verkefnis er að skoða hvernig Afríka hefur birst í íslenskum heimildum og setja það í sögulegt samhengi.“ Kristín hefur í þessu skyni skoð- að umfjöllun um Afríku bæði í eldri heimildum en frá 19. öld og í yngri heimildum allt fram á síðustu ár, þar á meðal fjölmiðlaumræðu og námsbækur. ■ 26 6. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 3 4 5 6 7 8 9 JANÚAR Þriðjudagur Þegar fordómar þóttu sjálfsagðir Skráning stendur yfir á heimasíðu skólans, www.fa.is FJARNÁM ALLT ÁRIÐ Skólameistari Miðasala í í síma 562 9700 www.idno.is Fös. 9. jan. kl. 20:00 -laus sæti Lau. 17. jan. kl. 20:00 -laus sæti Fös. 23. jan. kl. 20:00 -laus sæti Myndlistarmennirnir RagnarKjartansson og Ásmundur Ásmundsson ætla að kveðja jólin í kvöld með ofurlitlum gjörningi í Gallerí Kling og Bang við Laugaveginn. „Við klæðum okkur upp sem jólasveinar og reynum að hafa þetta skemmtilegt,“ segir Ragn- ar og hvetur fólk til að taka börnin endilega með. „Það verð- ur enginn subbuskapur eða neitt slíkt. Þetta verða bara hressir jólakarlar.“ Þetta er í annað sinn sem þeir félagar eru með jólagjörning. Í fyrra voru þeir í Nýlistasafninu á Þorláksmessu, en hafa nú fært sig yfir á þrettándann og verða í Kling og Bang. „Þetta er að verða jólahefð hjá okkur.“ Hann segir gjörninginn í ár þó verða mjög frábrugðinn því sem var í Nýlistasafninu í fyrra. „Með nýju ári koma nýjar áherslur.“ Þeir Ragnar og Ásmundur hafa báðir stundað gjörninga töluvert, en hvor með sínum hætti. „Þessi jólagjörningur tengist vissulega því sem við höfum verið að gera, en í þessu samein- umst við,“ segir Ragnar, og er ekki fjarri því að jólasveina- gervið henti listamönnum seinni tíma býsna vel. „Já, eru ekki nútímalista- menn óttalegir jólasveinar?“ ■ Besta ráð sérhvers Íslendingsað vetrarlagi er að gá til veð- urs áður en haldið er í ferðalag,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins. Bestaráðið KRISTÍN LOFTSDÓTTIR MANNFRÆÐINGUR „Bláir menn og ljósar konur“ nefnist hádegisfyrirlestur henn- ar í Norræna húsinu, þar sem hún fjallar um ímynd Afríku í ís- lenskum ritum á 19. öld. Listrænir jólasveinar RAGNAR OG ÁSMUNDUR Hvetja fólk til að taka börnin með á þrett- ándagjörning í Gallerí Kling og Bang að Laugavegi 23. ■ MYNDLIST ■ ■ LEIKLIST  21.00 Fimbulvetur sýnir í allra síð- asta sinn Ójólaleikritið í nýja kaffi- og menningarhúsinu í elsta húsi Reykjavík- ur að Aðalstræti 10, þar sem áður var Vídalín og þar áður Fógetinn. Sjá fimbul- vetur.com ■ ■ SKEMMTANIR  21.00 Tangósveit lýðveldisins leik- ur fyrir dansi á tangóballi í Iðnó. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.05 Kristín Loftsdóttir mann- fræðingur flytur erindið „Bláir menn og ljósar konur” í Norræna húsinu, í fyrir- lestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, Hvað er (um)heimur? Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ■ ■ SAMKOMUR  16.30 Þrettándagleði HK verður haldin í Fagralundi við Furugrund í Kópavogi. Gleðin hefst með andlitsmál- un í Fagralundi. Klukkan 17 verður farið í skrúðgöngu í Fossvogsdalnum. Klukk- an 18 verður kveikt í bálkesti á malar- vellinum. Fjörkarlarnir skemmta og flug- eldasýning verður klukkan 18.30.  19.00 Þrettándahátíð á Ásvöllum í Hafnarfirði hefst um sjöleytið með blysför frá Suðurbæjarsundlaug, gengið verður í fylgd álfa og púka að Ásvöllum þar sem skemmtidagskrá hefst um kl. 19.45 á svæðinu fyrir framan íþróttahús- ið. Þar verður álfabrenna, söngur, glens og gaman. Skemmtuninni lýkur með veglegri flugeldasýningu í boði SPH um klukkan 21.  19.50 Þrettándagleði í Grafarvogi hefst með blysför frá vélamiðstöð Reykjavíkurborgarar við Gylfalöt kl. 19.50. Gengið verður að brennusvæð- inu ofan við Gufunesbæinn. Kveikt verð- ur í þrettándabrennunni á Gufunes- svæðinu kl. 20.00. Skátarnir stjórna fjöldasöng, þar sem álfadrottning og álfakóngur koma fram. Dagskránni lýkur svo með veglegri flugeldasýningu kl. 20.30. ■ ■ SÝNINGAR  21.00 Listamennirnir Ragnar Kjart- ansson og Ásmundur Ásmundsson verða með gerning í Gallerí Kling og Bang, Laugavegi 21, í tilefni þess að jól- unum er að ljúka. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. ■ FYRIRLESTUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.