Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 MIÐVIKUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HVASSVIÐRI VÍÐA UM LAND Það verður þó ekki alveg eins hvasst á Norður- og Austurlandi. Síðdegis hvessir á Vest- fjörðum en það dregur úr vindi sunnantil. Úrkomusvæðið nær líklega inn á landið eftir hádegi. Sjá síðu 6 7. janúar 2004 – 6. tölublað – 4. árgangur ● komin í útvarpið Anne Kristine Magnúsdóttir: ▲ SÍÐA 15 Mjaltakonan snýr aftur ● borðspil væntanlegt Dr. Gunni: ▲ SÍÐA 30 Popppunktur aftur í loftið STUÐNINGUR TIL NÁMS Hagfræði- stofnun Háskóla Íslands segir umhugsunar- vert hvort yfirvöld hafi ekki ákveðnum skyldum að gegna gagnvart þeim sem hafa hætt skólagöngu að loknum grunnskóla og vilja bæta við sig þekkingu. Sjá síðu 2 SLAPP VIÐ REFSINGU Rúmlega sjö mánuðir liðu frá því að stúlka lagði fram kæru um kynferðisbrot og þar til sakborn- ingur var kallaður fyrir hjá lögreglunni á Ísafirði og honum kynnt kæran. Sjá síðu 4 MIKIL ÁHRIF ERLENDRA LÁNA Aukin erlend lán draga úr virkni innlendrar hagstjórnar. Krónan er sterk og erlendir vextir lágir. Veikari króna og hækkandi erlendir vextir myndu þyngja greiðslubyrði verulega. Sjá síðu 6 SALAN Á BRIMI Fulltrúar Eimskipa- félagsins og Landsbankans héldu áfram í gær að ræða við þá sem áhuga hafa á að kaupa eignir Brims. Alls hafa 20 aðilar lýst áhuga. Sjá síðu 2 HEILBRIGÐISMÁL „Við vorum önnum kafnir við það í dag að gera samn- ing við sérfræðilækna og þeir samningar eru í höfn,“ sagði Garð- ar Garðarsson, formaður samn- inganefndar heilbrigðisráðuneyt- isins, í gærkvöldi. „Það eru fjöl- margir sérfræðilæknar sem vilja halda áfram að þjónusta sína sjúk- linga innan almannatrygginga- kerfisins,“ bætti hann við. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur nefndin samið við einstaka sérfræðilækna, en samningur þeirra við Tryggingastofnun ríkis- ins rann út um áramót. Deiluaðila hefur greint á um rétt sjúklinga til endurgreiðslu meðan enginn samningur væri í gildi. Heilbrigð- isráðuneytið hefur undirstrikað, vegna yfirlýsinga lækna um að sjúklingar eigi endurkröfurétt á ríkið, að Tryggingastofnun ríkis- ins sé „óheimilt samkvæmt lögum að endurgreiða sjúklingi kostnað vegna þjónustu sérfræðilækna nema í gildi sé samningur læknis og Tryggingastofnunar“. Vísar ráðuneytið til almannatrygginga- laganna þar sem fram kemur að sjúkratryggingar nái ekki til þjón- ustu sem veitt er utan sjúkrahúsa nema samið hafi verið um þá þjón- ustu. Sjúkratryggingaverndin sé þannig takmörkuð, eða skilyrt að þessu leyti. Fjölmargir höfðu samband við blaðið í gær, eftir að greint hafði verið frá að samningar hefðu tek- ist milli Tryggingastofnunar og einstakra sérfræðinga. Vildu les- endur gjarnan fá upplýsingar um hve ódýra sérfræðiþjónustu væri að fá. Garðar sagði að samning- arnir yrðu kynntir á allra næstu dögum. Sem stæði væri boðið upp á ódýra læknisþjónustu á heilsu- gæslustöðvum, Læknavaktinni á Smáratorgi, Barnalæknaþjónust- unni í Domus Medica og göngu- deildum sjúkrahúsanna, svo og á sjálfstætt starfandi rannsókna- og röntgenstofum. jss@fréttabladid.is Meðallestur fólks á miðvikudögum NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í okt. ‘03 FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ 66% 49% M YN D IR /V ÍK U R FR ÉT TI R Ofbeldisverk: Ótrúleg harka OFBELDI Aðferðir handrukkara eru óvægnar. Í fyrrinótt sætti maður misþyrmingum vegna meintrar skuldar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ekki um háa skuld að ræða. Hann var sóttur á heimili sitt af rukkurum. Fjórir menn hafa verið handteknir vegna þessa máls og eins vinkona mannsins. „Tölfræðin segir að ofbeldi í undirheimum hafi ekki aukist. Kærur vegna ofbeldis skipta hundruðum. Harkan er að verða meiri og áverkarnir alvarlegri. Áður voru menn að gefa hver öðrum á kjaftinn en ekki mikið meira en það,“ segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson hjá lögregl- unni í Reykjavík. „Við verðum ekki mikið varir við handrukkara en heyrum þess meira. Við drögum í efa sumt af því sem við heyrum,“ segir Sigurbjörn. Fórnarlömb handrukkara eru oft treg til þess að senda málið til yfirvalda af ótta við hefndaraðgerðir. Sjá nánar bls. 10 og 11 TOPPLIÐIÐ Í ELDLÍNUNNI Grótta/KR tekur á móti ÍBV klukkan 19.15 í Remax-deild kvenna í handbolta. Á sama tíma leika KR og Grindavík í bikarkeppni kvenna í körfubolta á heimavelli KR. Nauðlending í Keflavík: Missti afl í hreyfli NAUÐLENDING Bandarísk farþega- þota af gerðinni Boeing 777-200 nauðlenti á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum í gærkvöldi. Vélin, sem er í eigu United Airlines-flugfélagsins, var á leið frá Frankfurt til Washington með 249 manns um borð. Vélin lenti heilu og höldnu klukkan 20.16. Flugstjórn á Keflavíkurflug- velli fékk beiðni um nauðlend- ingu klukkan 19.25 eftir að vélin missti afl á öðrum hreyflinum. Björgunarsveitir, sjúkraflutn- ingamenn og lögregla voru í við- bragðsstöðu þegar vélin kom inn til lendingar. Um hundrað manns tóku þátt í viðbúnaðar- aðgerðum en viðbragðstími al- mannavarna mun vera um átta til tíu mínútur. Að minnsta kosti tvö skip á vegum Landsbjargar, Oddur V. Gíslason úr Sandgerði og Hannes Þ. Hafstein úr Reykjavík, voru komin úr höfn til þess að bregðast við ef illa færi við lendinguna. ■ Skotárás í Írak: Tveir Frakk- ar myrtir PARÍS, AP Tveir franskir starfsmenn hjá bandarísku verktakafyrirtæki voru skotnir til bana í vesturhluta Íraks. Mennirnir eru fyrstu Frakkarnir sem falla í Írak síðan ráðist var inn í landið í mars sl. Talsmaður franska utanríkisráðuneytisins seg- ir þá ekki hafa verið á skrá hjá frön- sku ræðismannsskrifstofunni. ■ enskuskóli í hafnarfirði ● breytingar á fnv Rannveig Sverrisdóttir: ▲ SÍÐUR 16-19 Kennir táknmáls- fræði við Háskólann nám o.fl. Önnum kafnir við samninga Samninganefnd heilbrigðisráðuneytisins var önnum kafin við að semja við einstaka sérfræðilækna í gær. Þeir samningar verða kynntir á allra næstu dögum, að sögn formanns nefndarinnar. ● sinfóníutónleikar í kvöld Sigrún Pálmadóttir: ▲ SÍÐA 26 Vínarsveifla MIKILL VIÐBÚNAÐUR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Á annað hundrað manns tók þátt í viðbúnaði vegna nauðlendingar Boeing 777-200 farþegaþotu á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Vélin lenti heilu og höldnu klukkan 20.16 en neyðarkall barst frá vélinni klukkan 19.25. Á innfelldu myndinni sjást flugvirkjar skoða annan hreyfil vélarinnar, en aflmissir í hreyfli orskaði nauðlendinguna. Sjóslys í Faxaflóa: Mannbjörg er Húni KE sökk SJÓSLYS Mannbjörg varð þegar Húni KE 4, fimm tonna bátur, sökk í Faxaflóa í gærkvöldi. Skipverja, sem var einn um borð, var bjargað um borð í Sól- borgina RE, skömmu eftir klukkan 21. Sólborginni var snúið við af siglingu sinni þegar beiðni barst til báta á nálægum slóðum að svipast eftir Húna. Þegar Fréttablaðið hafði samband í gærkvöldi við Ásgeir Baldvins- son, skipstjóra á Sólborginni, sagði hann að sjómaðurinn hefði verið orðinn nokkuð kaldur þeg- ar skipverjar á Sólborginni komu auga á hann. Annars sagði hann að sjómanninum hefði ekki orðið meint af volkinu og að hon- um heilsaðist ágætlega. Tilkynningaskyldan missti sjónar á Húna klukkan 19.47 í gær þegar báturinn datt út úr sjálfvirkri tilkynningaskyldu. Í fréttatilkynningu frá Lands- björg segir að Sólborgin hafi komið að slysstað klukkan 21.03. Þá sat skipverjinn á stefni báts- ins, sem maraði í hálfu kafi. Í fréttatilkynningunni frá Landsbjörg segir einnig að ekki hafi borist neyðarkall frá Húna, né önnur neyðarboð, og að það bendi til þess að óhappið hafi borið brátt að. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.