Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 2
2 7. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR „Nei, mér hefur ekki dottið það í hug enda hef ég takmarkaða sönghæfileika. Ég er algjörlega laglaus þótt ég hafi fallega rödd.“ Jón Gnarr hefur á undanförnum árum látið til sín taka á mörgum listsviðum. Hann er rithöfundur, grínisti, leikari og listmálari. Sönglistin hefur hins vegar setið á hakanum. Spurningdagsins Jón, þú hefur ekki íhugað að taka þátt í Idol? Salan á Brimi: Rætt við alla sem hafa áhuga VIÐSKIPTI Fulltrúar Eimskipafélags- ins og Landsbankans héldu áfram í gær að ræða við þá sem áhuga hafa á að kaupa eignir útgerðarfélagsins Brims. „Þetta eru alls um 20 aðilar sem hafa sett sig í samband og sýnt einstökum eignum Brims áhuga. Við munum ræða við alla.“ Magnús segir að þessar viðræð- ur verði kláraðar áður en lengra verði haldið. Formlegar viðræður við Granda og heimamenn á Akra- nesi muni því halda áfram þegar búið sé að ræða við alla. Heimamenn á Skagaströnd hafa rætt við Landsbankann og Eimskip um örlög Skagstrendings. „Við lýstum áhuga okkar, en það hefur ekkert verið ákveðið. Fyrir- tækið er geysilega mikilvægt fyrir okkur, enda helmingur fólks á Skagaströnd sem vinnur hjá fyrir- tækinu. Restin er afleidd störf af þessari starfsemi.“ Þá hafa KEA og Þorsteinn Vil- helmsson lýst áhuga á Útgerðar- félagi Akureyringa. Líklegast er talið að aðkoma Þorsteins verði í gegnum fjárfestingarfélagið Afl, sem hann á ásamt Landsbankanum og fleiri fjárfestum. ■ House of Fraser: Orðrómi hafnað VIÐSKIPTI Tom Hunter, sem á 10% í bresku verslanakeðjunni House of Fraser, vísar á bug orðrómi um að verið sé að undirbúa nýtt yfirtökutilboð. Baugur á um 11% í House of Fraser og þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki á breska markaðnum um að Baugur hafi í hyggju ásamt Hunter að taka yfir verslanakeðjuna. Hunter gerði á sínum tíma tilboð í keðjuna á 82 pens fyrir hlutinn. Því tilboði var hafnað. Gengi bréfa House of Fraser var 96 pens á hlut í gær. ■ BANDARÍSK SENDINEFND Bandarísk stjórnvöld hafa sent hóp sér- fræðinga til Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn: Segjast vilja semja frið SUÐUR-KÓREA Yfirvöld í Norður- Kóreu hafa boðist til að fresta til- raunum og framleiðslu á kjarn- orkuvopnum í tilraun til að semja frið við Bandaríkin. Í yfirlýsingu sem birt var af ríkisreknu frétta- stofunni KCNA kalla stjórnvöld tilboð sitt „djarfa tilslökun“. Þau segjast vonast til þess að Banda- ríkin taki Norður-Kóreu út af list- anum yfir þau lönd sem fjár- magna hryðjuverkastarfsemi og aflétti viðskiptaþvingunum. Bandaríkjamenn hafa ítrekað lýst því yfir að þeir muni ekki gefa eftir fyrr en Norður-Kóreu- menn hafa hætt algerlega við kjarnorkuáætlun sína. Nefnd bandarískra sérfræðinga er á leið til höfuðborgarinnar Pyongyang og mun hún að líkindum heim- sækja kjarnorkuverið umdeilda í Yongbyon. Vonir eru bundnar við það að viðræður sex landa, sem miða að því að leysa deilurnar um kjarn- orkuáætlun Norður-Kóreumanna, geti hafist að nýju í febrúar. ■ LEITARMENN Fjöldi franskra hermanna tekur þátt í leit- inni að flaki Boeing 737-vélar egypska flugfélagsins Flash Airlines. Leitað að flaki flugvélar: Flugritinn fundinn EGYPTALAND, AP Annar flugriti egypsku farþegavélarinnar sem hrapaði í Rauða hafið um helgina er fundinn. Leitarmönnum hefur þó ekki tekist að komast að flug- ritanum þar sem hann liggur á of miklu dýpi. Talið er að flugritinn liggi 600 til 800 metra fyrir neðan yfirborð sjávar og að sögn leitarmanna verður að nota sérstakan hátækni- búnað til að ná honum á þurrt land. Alls fórust 148 manns þegar flugvél egypska flugfélagsins Flash Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Sharm el-Sheik. Flest- ir þeirra sem létust voru franskir ferðamenn og hafa yfirvöld í Frakklandi sent 500 manns til Egyptalands til að aðstoða heima- menn. ■ MENNTAMÁL Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands hefur á undanförnum mánuðum unnið að vandaðri úttekt um menntareikninga, að tilhlutan stéttarfélagsins Eflingar, VR og Starfsmenntaráðs. Markmiðið er þannig að efla símenntun og jafna aðstöðu launafólks í þjóðfélaginu til menntunar með því að gera því kleift að nýta sérstaka skatta- afslætti og vaxtatekjur til uppsöfn- unar á menntareikningum. Hag- fræðistofnun kynnti niðurstöður út- tektarinnar á blaðamannafundi í gær. Fram kom að hlutfall þeirra sem höfðu lokið framhaldsskóla- námi á Íslandi var mun lægra en á hinum Norðurlöndunum. Brottfall úr framhaldsskólunum er talið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag þar sem möguleikar og hæfileikar margra einstaklinga eru ekki nýttir sem skyldi vegna skorts á menntun og fagþálfun. Hagfræðistofnun tel- ur að færa megi fyrir því rök að nauðsyn sé á nýjum úrræðum í menntamálum sem nái sérstaklega til þeirra sem hafi ekki farið í fram- haldsskóla en vilji mennta sig. Í þessu sambandi er stungið upp á sérstökum sparnaðarreikningum, eða menntareikningum, sem viðbót- arkosti við þá möguleika sem felast í starfsmenntasjóðunum og öðrum símenntunarverkefnum innan verkalýðsfélaganna. Þannig yrði tekið fast hlutfall af launum hvers starfsmanns og til viðbótar gæti komið mótframlag atvinnurekenda, sem síðan yrði ávaxtað í séreignar- sjóði þar til viðkomandi launþegi ákveður að nýta sér innistæðuna til að sækja sér menntun eða þjálfun. Ef launþegi hefur hins vegar ekki nýtt sér sparnaðinn þegar hann fer af vinnumarkaði getur hann nýtt hann sem lífeyrissparnað, sam- kvæmt grunnhugmyndinni um menntareikninga. „Stór hluti lágtekjufólks og at- vinnulausra á Íslandi á stutta skóla- göngu að baki og því gætu aukin tækifæri til menntunar skipt sköp- um. Að meðaltali greiða yfirvöld um 440 þúsund krónur á ári með hverjum framhaldsskólanema og 590 þúsund krónur með hverjum háskólanema. Því er umhugsunar- vert hvort yfirvöld hafi ekki ákveðnum skyldum að gegna gagn- vart þeim launamönnum sem hafa hætt skólagöngu að loknum grunn- skóla og hafa áhuga á að bæta við sig þekkingu síðar á lífsleiðinni,“ segir í skýrslunni. bryndis@frettabladid.is Myrti eiginkonu og börn: Á valdi djöfulsins HEBRON, AP Palestínumaður á fer- tugsaldri heldur því fram að hann hafi verið haldinn illum anda þeg- ar hann stakk konu sína og þrjú börn til bana. Eid Rajabi drap eiginkonu sína, tvær dætur á unglingsaldri og níu ára son á heimili fjölskyldunnar í þorpi skammt frá Hebron á Vest- urbakkanum. Þrettán ára sonur liggur með lífshættulega áverka á sjúkrahúsi í Hebron. Nágrannar Rajabi heyrðu neyðaróp fórnarlambanna og brutust inn í íbúðina. Tókst þeim að bjarga fimm börnum ómeiddum. Þegar lögreglan kom á staðinn gaf Rajabi þá skýringu að hann hefði verið á valdi djöf- ulsins. Hann gengst nú undir geðrannsókn á sjúkrahúsi í Jerúsalem. ■ MAGNÚS GUNNARSSON Stjórnarformaður Eimskipafélagsins mun ásamt Landsbankanum ræða við alla þá sem sýnt hafa eignum Brims áhuga. Alls eru það um 20 aðilar. VIÐSKIPTI Samningar við KB banka um þátt bankans í lánum Norður- ljósa eru langt komnir. Skarphéð- inn Berg Steinarsson, stjórnar- formaður Norðurljósa, segir að þar með stefni í að Landsbankinn taki forystu varðandi skuldir félagsins. Hann segir að með þessu hilli undir lok samninga um sambankalánið. Í framhaldi af frágangi skulda félagsins verður hlutafé Norður- ljósa hækkað. Skarphéðinn segir engar ákvarðanir varðandi nýja hluthafa liggja fyrir. „Það er ein- faldlega vegna þess að þessi hluti fjármögnunarinnar hefur tekið allan okkar tíma.“ Þótt meginlínurnar í uppgjöri KB banka og Landsbanka á sam- bankaláni Norðurljósa liggi fyrir eru nokkur atriði enn óleyst. Fundur er í lánanefnd Landsbankans í dag þar sem slíkur samningur yrði sam- þykktur. Ólíklegt er talið að það náist að ganga frá samkomulagi bankanna fyrir þann fund. End- anleg afgreiðsla yrði þá að viku liðinni. ■ LÁNAMÁLIN SKÝRAST Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarfor- maður Norðurljósa, segir hilla undir lok vinnu við samninga um lán félagsins. Næsta skref er að auka hlutafé. Lán Norðurljósa: Landsbankinn að taka við Ríkið styðji launa- menn til náms Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir umhugsunarvert hvort yfirvöld hafi ekki ákveðnum skyldum að gegna gagnvart þeim sem hafa hætt skólagöngu að loknum grunnskóla. Stungið upp á menntareikningi. Ísland Danmörk Finnland Svíþjóð Noregur HLUTFALL ÞEIRRA SEM ERU 25-31 ÁRS OG LUKU FRAM- HALDSSKÓLANÁMI ÁRIÐ 2001 Á NORÐURLÖNDUM 61% 86% 87% 91% 93% HAGFRÆÐISTOFNUN HÍ Á blaðamannafundi kynnti stofnunin tillögur um svokallaða menntareikninga, sem miða að því að efla símenntun og jafna aðstöðu launafólks til menntunar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HLUTHAFAR PARMALAT FARA Í MÁL Hluthafar í ítalska stórfyrir- tækinu Parmalat ætla að fara í mál við fyrirtækið fyrir að blekkja fjárfesta. Hluthafarnir krefjast sem svarar yfir 70 millj- örðum íslenskra króna í bætur. Æðstu stjórnendur fyrirtækisins sæta nú lögreglurannsókn vegna meintra fjársvika. Þeir eru sak- aðir um að hafa dregið sér hund- ruð milljarða króna. ■ Evrópa Bílvelta við Klaustur: Ökumenn óku framhjá slysinu LÖGREGLUFRÉTTIR Bíll fór út af og hvolfdi á þjóðvegi eitt, um tíu kílómetra austan Kirkjubæjar- klausturs, skömmu eftir klukkan 14 í gær. Í bílnum var kona ásamt tveimur sonum sínum. Konan var í beltum og börnin í réttum öryggisbúnaði og hlutu þau engin meiðsl í óhappinu. Þar sem bíllinn dældaðist nokkuð í óhappinu gengu hurðir til þannig að ekki var hægt að opna bílinn innan frá. Konan og synir hennar þurftu því að bíða eftir utanaðkomandi aðstoð til þess að komast út og óku nokkrir bílar framhjá án þess að aðgæta um ástand farþega í bílnum. Helga Björg Ragnarsdóttir, ökumaður bílsins, segir að hún hafi setið inni í bílnum í fimm til tíu mínútur „Ég var föst þarna inni og var vona að einhver myndi stoppa til að hjálpa mér að komast út en það gerðist ekki,“ segir hún. Það voru svo nokkrir bændur úr grenndinni sem komu Helgu og sonum hennar til aðstoðar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.