Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 8
8 7. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Geymsla skotfæra fer batnandi: Byssur og skotfæri skulu aðskilin SKOTVOPN „Verið er að vinna að einni landsskrá yfir skotvopna- eign. Áður voru skrárnar tutt- ugu og sex, mismunandi vel gerðar,“ segir Snorri Sigurjóns- son hjá ríkilögreglustjóra. Hann segir því ekki hægt að gefa upp nákvæma tölu um fjölda skotvopna. Snorri segir að það muni taka nokkur ár að færa allar upplýs- ingarnar inn í nýja kerfið, þar sem víða vanti nákvæmar upp- lýsingar um vopnin. Skráin upp- færist þegar leyfishafar þurfa að breyta skírteinum sínum, þegar þeir kaupa og selja byss- ur og þegar leyfin eru endur- nýjuð. „Það er mjög nauðsynlegt að halda góða skrá yfir vopnaeign og getur komið að góðum notum við ýmsar aðstæður,“ segir Snorri. Hann segir það mjög skýrt í vopnalögum að skotvopn og skotfæri skuli geymd aðskil- in í læstum hirslum. Töluvert hafi verið gert af því að koma geymslu á skotvopnum til betri vegar. Þeim sem eiga fleiri en þrjú skotvopn ber skylda til að geyma þau í viðurkenndum skáp eða hirslum. ■ Fóturinn slitnaði af Stefán Jónsson kom í veg fyrir að skipsfélagi hans færi útbyrðis eftir að hann flækti fæturna í færi. Skipverjinn missti annan fótinn við ökkla. BJÖRGUN „Mér fannst eins og heil eilífð hefði liðið en öll atburðarás- in tók ekki nema um tuttugu og fimm sekúndur,“ segir Stefán Jónsson, sem kom skipsfélaga sín- um til bjargar eftir að fæturnir á honum festust í færi um borð í Eldhamri GK 13 á sunnudags- kvöld. Skipverj- inn missti hægri fót við ökkla og hinn fóturinn er mjög illa farinn. Maðurinn liggur á gjörgæsludeild Landspítala og að sögn vakthafandi læknis hefur hann farið í tvær aðgerðir og er líðan hans eftir atvikum góð. Eldhamar var um fimm mílur vestur af Garðskaga þegar slysið varð. Verið var að leggja neta- trossuna þegar skipverjinn flækti fæturna í færinu og dróst að lunn- ingunni á miklum hraða. Stefán náði að toga í færið á móti og kall- aði til skipsfélaga sinna að halda manninum. Á meðan stökk hann eftir hnífi. „Ég hékk allur út fyrir borðstokkinn til að skera í spott- ann og losa færið. Á meðan slitnar fóturinn af. Það versta var ópin í skipsfélaga mínum. Hann gerði sér grein fyrir því allan tímann hvað væri að gerast.“ Með þessu snarræði forðuðu skipsfélagarnir honum frá því að lenda í sjónum. Skipverjanum var komið í skjól og hlúðu félagarnir að hon- um. Þeir settu hækkun undir fæt- urna á honum og að því búnu batt Stefán ofan við báða fæturna til að stöðva blóðrásina. „Ég fann til verkjalyf en þau dugðu skammt,“ segir Stefán. Hann er ómyrkur í máli og segir eina aðalástæðuna fyrir því að morfín eða morfín- skylt efni var ekki um borð ágang fíkniefnaneytenda. Lyfjum sé stolið um leið og þau komi um borð. Þá sé skrifræði og ábyrgð skipstjórnenda svo mikil að menn veigri sér við að nálgast slík lyf um borð. Stefán hélt ró sinni allan tímann meðan á þessu gekk. „Ég hef stundað sjómennsku í þrettán ár og verið svo óheppinn að horfast í augu við dauðann eftir að hafa fengið á mig brotsjó í tvígang.“ Telur hann víst að yngri menn og óreyndari hefðu frosið, en sjálfur er hann tuttugu og átta ára gamall. kolbrun@frettabladid.is Systur léku sér með riffil: Ung stúlka varð fyrir voðaskoti SLYS Níu ára gömul stúlka varð fyrir voðaskoti og slasaðist al- varlega um klukkan hálf átta á mánudagskvöldið á Hallorms- stað á Héraði. Stúlkan liggur á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hring- braut. Hún er vakandi og ástand hennar stöðugt. Slysið varð þegar stúlkan og þrettán ára systir hennar voru að leika sér með riffil og skot hljóp úr honum og lenti í stúlkunni. Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum var stúlkan flutt alvar- lega slösuð á heilsugæslustöðina á Egilsstöðum þar sem hún fékk fyrstu aðhlynningu. Tveir læknar komu með sjúkraflugi frá Akureyri til Eg- ilsstaða og sjúkravél kom frá Reykjavík. Stúlkan var flutt á Landspítalann við Hringbraut. ■ Ísafjörður: Tónleikar fyrir fórnar- lömb JARÐSKJÁLFTAR Deildir Rauða kross- ins á Vestfjörðum standa ásamt trúbadornum Sigga Björns frá Flateyri fyr- ir styrktartón- leikum til hjálp- ar fórnarlömb- um jarðskjálft- ans í Íran á sunnudagskvöld kl. 20.30, í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar. Auk Sigga koma vestfirskir tónlistarmenn frá öllum byggðar- lögum á norðanverðum Vestfjörð- um fram og gefa vinnu sína. „Við Vestfirðingar höfum mikla samúð og skilning með fólk- inu í Íran sem nú á um sárt að binda. Þetta verður okkar framlag til að létta þeim lífið og sýna þeim samstöðu,“ segir Siggi Björns. ■ Skemmtilegu jazzballett og freestyle nám- skeiðin okkar hafa aldrei verið vinsælli. Nú skráum við í: JazzballettFreestyle Innritun í síma 553-0786 eftir kl. 12.00 Dugguvogi 12 *Leið 4 stoppar stutt frá • 5-7 ára • 8-10 ára • 11-13 ára • 14-16 ára • 17 ára og eldri - dansandi í 10 ár MAMBO ÚTSALAN ER HAFIN Allt að 70% afsláttur Tískuverslunin í Firðinum, Hafnarfirði, sími 5442044 SIGGI BJÖRNS Leikur í Hömrum. SKIPSFÉLAGAR Á ELDHAMRI GK 13 Stefán Sæmundur Jónsson til vinstri og Steinar Nói Kjartansson, sem einnig átti þátt í björguninni. LJ Ó SM YN D /G U Ð VE IG S IG U R LA U G Ó LA FS D Ó TT IR VÍSINDI Mikil kaffidrykkja getur dregið úr líkunum á því að fólk fái öldrunarsykursýki, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtist í lækna- ritinu Annals of Internal Med- icine. Samkvæmt rannsókninni er 50% minni hætta á því að karl- menn sem drekka yfir sex kaffi- bolla á dag fái sykursýki en þeir sem ekki drekka kaffi. Hjá kon- um er þessi munur um 30%. „Við höfum sterkar vísbending- ar um að venjulegt kaffi verji menn gegn sykursýki,“ segir Frank Hu, prófessor við Harvard-háskóla. Sérfræðingar benda þó á að frekari rannsókna sé þörf til að komast að því hvort það er í raun og veru kaff- ið sem ræður úrslitum eða eitt- hvað annað í fari einstakling- anna. ■ Ný rannsókn: Kaffi gegn sykursýki SKOTVOPN Nákvæm tala um fjölda skotvopna á Ís- landi er ekki til á meðan unnið er að sam- einingu og lagfæringu gamalla skráa. ■ Suður-Ameríka BROTIST INN Í FANGELSI Um fjörutíu þungvopnaðir menn brutust inn í fangelsi í Apatzingan í vestanverðu Mexíkó um miðja nótt og frelsuðu 25 fanga. Að minnsta kosti einn fangi féll fyrir hendi fangavarðar í skotbardaga. SJÖ LÁTNIR Í FANGAUPPÞOTI Að minnsta kosti sjö fangar létust og tveir verðir særðust í fangaupp- þoti í Puraquequara-fangelsinu í Amazon-ríki í Brasilíu. Vistmenn fangelsisins tóku fangavörð og lög- reglumann í gíslingu og tóku vopn þeirra. Óeirðaseggirnir myrtu tvo fanga en nokkrir féllu í skotbar- daga við lögreglu. Gíslarnir tveir eru alvarlega særðir. Fangauppþot eru nær daglegt brauð í Brasilíu þar sem öll fangelsi eru yfirfull og aðstæður fanganna óviðunandi. „Það versta var ópin í skipsfélaga mínum. Ekki borðað sig södd „Ég býst nú við að forsetinn og Dorrit hafi borðað sinn eigin jólamat annars staðar þó þau hafi látið svo lítið að borða með okkur hérna líka.“ Anne Maria Reinholdtsen, major á Hjálpræðis- hernum, um heimsókn forsetahjónanna. DV, 6. janúar. Peningarnir flæða „Fjármagn flæðir um þjóðfélag- ið og léttilega gengur að útvega það fjármagn sem þarf til mikil- vægra verkefna á borð við hús- næðislán.“ Hjálmar Árnason framsóknarmaður í Fréttablaðinu 6. janúar. Ónákvæmni þingmanna „Því miður gætir alltof oft mis- skilnings og ónákvæmni í yfir- lýsingum þingmanna um hlutafjárvæðingu SPRON...“ Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, í Morgunblaðinu 6. janúar. Orðrétt HOLLUR DRYKKUR Ný rannsókn bendir til þess að mikil kaffi- drykkja geti varið menn gegn sykursýki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.