Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 18
18 7. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Rannsóknir vantar á íslenskutáknmáli og táknmálstúlka vantar mjög mikið hér á landi,“ seg- ir Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði við Háskóla Íslands. Rannveig var ráðin lektor í ársbyrj- un 2002. Það var að hennar mati mikilvægt skref að Háskólinn við- urkenndi táknmál sem fræðigrein þannig að lagður var grunnur að rannsóknum í táknmáli. Annað mik- ilvægt skref er að táknmál verði viðurkennt sem móðurmál heyrnar- lausra. Frumvarp þess efnis var lagt fyrir Alþingi fyrir jól. Rannveig segir námið í tákn- málsfræði aðallega snúast um að ná færni í málinu og læra málfræði en líka læra um menningu og sögu heyrnarlausra. Það er nokkurn veg- inn sama samsetning náms og í öðr- um tungumálum sem kennd eru við Háskólann. Munurinn er að það er tiltölulega nýtt að táknmál sé kennt á háskólastigi og kennt yfirhöfuð. „Ekki var farið að líta á táknmál sem mál fyrr en 1960,“ segir Rann- veig og bætir við að 1880 hafi tákn- mál verið bannað í heiminum. Viðurkenning á stöðu táknmáls- ins hefur haft jákvæðar breytingar í för með sér, að sögn Rannveigar. „Það er mikilvægt að skilja þá sögu sem býr að baki táknmálinu, sem er saga kúgunar. Á því tímabili sem það var bannað var til dæmis slegið á hendur heyrnarlauss fólks þegar það talaði táknmál, það átti bara að lesa af vörum.“ Rannveig segir að heyrnarlausir hafi upplifað einangrun, skilnings- leysi og misrétti. Þeir hafi til dæm- is ekki sama aðgang að útvarpi og sjónvarpi og aðrir. Rannveig segir þó ýmislegt hafa breyst til batnaðar. „1964 fæddust nokkuð mörg heyrn- arlaus börn hér á landi og sá ár- gangur hefur barist ötullega fyrir bættum rétti.“ En betur má ef duga skal og Rannveig segir til dæmis mikilvægt að túlkaþjónusta við heyrnarlausa verði aukin, sem krefst bæði aukinna fjárframlaga og að fleiri læri táknmálstúlkun. ■ Enskuskóli Erlu Ara auglýsir enskunám í Hafnarfirði – Fyrir fullorðna - 10 getustig - áhersla á tal – Fyrir 12-17 ára - 3 getustig - áhersla á málfr. og lesskilning Skráning stendur yfir daglega í síma 891 7576 Sumarið 2004 verður sem fyrr boðið upp á námsferðir til Englands Sjá nánari upplýsingar og myndir á www.simnet.is/erlaara Táknmálsfræði hefur veriðkennd í Háskóla Íslands í nokkur ár og í vor útskrifast þriðji hópur táknmálstúlka sem lært hefur táknmálsfræði á há- skólastigi. Fréttablaðið leit við í tíma í táknmálstúlkun þar sem verið var að æfa nemendur í að túlka táknmál yfir á íslensku. Sex nemendur voru mættir í tímann, en sjö munu útskrifast í vor. Að sögn Júlíu Guðnýjar Hreins- dóttur, sem er önnur þeirra sem kenna túlkunina, er mikil þörf fyr- ir táknmálstúlka á Íslandi. Nem- endurnir, allt konur, taka undir þetta og segja að í raun sé beðið eftir að þær útskrifist. Þær segja námið mjög krefjandi og sérstak- lega reyni túlkunin á. „Túlkurinn þarf að vera alveg hlutlaus. Þannig afsalar hann eiginlega hluta af sjálfum sér þegar hann er að sinna sínu starfi,“ benda þær á. „Túlkun- in krefst líka ákveðinna leikrænna hæfileika – táknmál byggir mikið á svipbrigðum.“ Þær segja sam- vinnu í hópnum mjög mikilvæga í túlkuninni: „En hún gengur sem betur fer mjög vel.“ Heyrnarlausir eru mjög háðir túlkum í samskiptum sínum við aðra Íslendinga – en þrátt fyrir það hefur ekki miklu fjármagni verið veitt í táknmálstúlkun og segja þær það vera gagnrýnis- vert. „Það hefur ekki verið mikill skilningur á þörfum heyrnar- lausra þó að það sé að breytast,“ segir Júlía. En hver var ástæða þess að nemendurnir völdu sér þessa námsbraut í Háskólanum? „Mig langaði að prófa eitthvað nýtt,“ heyrist, „mér fannst málið mjög fallegt,“ bætir önnur við. Þær eru sammála um að þekking þeirra á táknmáli hafi verið af skornum skammti þegar þær hófu námið í Háskólanum. „Það er alls konar misskilningur um táknmál út- breiddur, til dæmis að það sé alls staðar í heiminum það sama,“ segja þær og bæta við að það hafi mjög mikla þýðingu að kenna mál- ið í Háskólanum, það stuðli að auk- inni þekkingu á tungumálinu. Þær stöllur eru mjög ánægðar með að hafa valið þetta nám, „það kemur inn á svo margt og er þannig mjög gagnlegt.“ Þörfin á vinnuafli þeirra er líka mjög mikil, bæta þær við og vilja í leiðinni hvetja karlmenn til að kynna sér málið: „Það vantar karlmenn í táknmáls- túlkun hér á landi, það eru ýmsar aðstæður sem geta komið upp þar sem karlmönnum þætti gott að geta leitað til karlkyns túlka.“ ■ Nemendur í táknmálsfræði í Háskóla Íslands: Krefjandi nám en skemmtilegt JÚLÍA GUÐNÝ HREINSDÓTTIR Er Íslendingum að góðu kunn sem fréttaþulur í táknmálsfréttum sjónvarpsins en sinnir kennslu í táknmálstúlkun í Háskólanum auk þess að vinna á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra. Nýtt heimilisfang: Tryggvagata 8, sími: 552-3870. Fax: 562-3820. hefjast 19. janúar. Innritun í síma 552 3870 5.-17. janúar. • Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna • Einkatímar - Taltímar • Námskeið fyrir börn • Viðskiptafranska • Lagafranska • Kennum í fyrirtækjum. Netfang: af@ismennt.is. Veffang: http://af.ismennt.is. ÁHUGASAMIR NEMENDUR Þær Guðný Björk Þorvaldsdóttir, Birna Hlín Guðjónsdóttir, Þórný B. Jakobsdóttir, Ástbjörg Rut Jónsdóttir, Ásta Baldursdóttir og Lilja Þórhallsdóttir voru í hrókasamræðum á táknmáli þegar Fréttablaðið leit við í tíma. RANNVEIG SVERRISDÓTTIR Er lektor í táknmálsfræði við Háskóla Ís- lands. Táknmálsfræði við HÍ mikilvægt skref fyrir stöðu heyrnarlausra: Heyrnarlausir í einangrun FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Foreldrar - Sýnum ábyrgð Áfengi má ekki selja, veita eða afhenda ungmennum undir 20 ára aldri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.