Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 25
 19.15 KR og Grindavík keppa í DHL-Höllinni í bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í körfubolta kvenna.  19.15 Grótta/KR keppir við ÍBV á Seltjarnarnesi í RE/MAX deild kvenna í handbolta.  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað verð- ur um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.30 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti West World) á Sýn.  19.00 US PGA Tour 2003 á Sýn. Þáttur um bandarísku mótaröðina 2003.  19.45 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Chelsea og Liver- pool á Sýn.  22.30 UEFA Champions League á Sýn. Útsending frá leik Manchest- er United og Porto í átta liða úr- slitum Meistaradeildarinnar 1997.  22.50 Handboltakvöld á RÚV. 25MIÐVIKUDAGUR 7. janúar 2004 hvað?hvar?hvenær? 4 5 6 7 8 9 10 JANÚAR Föstudagur Laugavegi 53, simi. 552 3737 ÚTSALAN HEFST Í DAG OPIÐ 9-19 Kvennalið Fylkis/ÍR í handbolta lagt niður: Þrjátíu manns sögðu nei HANDBOLTI Ekkert verður af frek- ari þáttöku kvennaliðs Fylkis/ÍR í RE/MAX-deildinni í handbolta. Stjórn Fylkis/ÍR ákvað á fundi í gærkvöld að það væri best fyrir alla aðila að draga liðið úr keppni þar sem enginn fékkst til þess að þjálfa liðið. Finnbogi Grétar Sigurbjörns- son sagði upp störfum sem þjálf- ari liðsins 10. desember síðastlið- in og hefur stjórn félagsins síðan leitað dyrum og dyngjum að nýj- um þjálfara en án árangurs. Alls var rætt við þrjátíu þjálfara en enginn þeirra hafði áhuga á starf- inu. Það var þungt í Þór Ottesen, formanni Fylkis/ÍR, þegar Frétta- blaðið ræddi við hann í gær. „Ég get ekki neitað því að þetta eru mikil vonbrigði, bæði fyrir fé- lagið og mig persónulega. Ég hef barist lengi fyrir því að halda úti kvennahandbolta, fyrst hjá ÍR og síðan hérna hjá Fylki/ÍR, og ég er eiginlega gráti næst yfir því að þurfa að leggja þetta niður því það var metnaður fyrir því að halda starfinu gangandi en enginn þjálf- ari fékkst til þess að stýra stelpun- um. Samt höfðum við rætt við þrjátíu þjálfara.“ Þór segir þó bót í máli að með því að leggja deildina niður núna hafi stúlkurnar í liðinu góðan tíma til þess að finna sér nýtt félag. Það hafi ekki verið hægt að bjóða þeim upp á þetta ástand lengur. ■ Alex Ferguson: Samur við sig FÓTBOLTI „Við vorum mjög óánægð- ir þegar við fréttum það að einn af okkar leikmönnum hefði heimsótt annað félag í leyfisleysi,“ sagði Harry van Raaij, forseti PSV Eind- hoven. Van Raaij sagði að United hefði haft samband við PSV fyrir nokkrum mánuðum vegna Robben en félagið hafi ekkert vitað af heimsókn Robben til United. „Ég bjóst við símhringingu frá United en Alex Ferguson virðist samur við sig.“ United keypti bæði Jaap Stam og Ruud van Nistelrooy af PSV. „Samskipti mín við United vegna sölunnar á Ruud van Nistelrooy og Jaap Stam voru á góðum nótum en ekki samskiptin við Ferguson,“ sagði van Raaij. „Ég skynja ná- kvæmlega sömu aðgerðir nú og þegar hann bar víurnar í hina tvo. Ég ræddi við David Gill, stjórnar- formann Manchester United, eftir að ég frétti af heimsókninni. Hann var hálf skömmustulegur en sagði að foreldrar Robben hefðu átt frumkvæðið.“ Van Raaij fannst fimm millj- ónir punda ekki raunhæft verð fyrir Robben. „Fyrir þennan pen- ing geta þeir fengið áritaða treyju frá Robben og ekkert meira.“ ■ Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir: Áfram hjá KR FÓTBOLTI Nú er orðið ljóst að Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir munu spila áfram með KR á næsta sumri í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Kristinn Kjærne- sted, stjórnarmaður í KR Sporti, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að tvíburarnir myndu skrifa undir eins árs samning við félagið í dag. Kristinn sagði að leikmannahóp- urinn hjá KR væri að verða full- mótaður eftir að Arnar, Bjarki og Veigar Páll höfðu skrifað undir. Bjarki Gunnlaugsson sagði í sam- tali við Fréttablaðið í gær að þeir bræður hefðu aldrei haft neitt annað í huga en að spila áfram með KR. „Við tókum okkur góðan tíma, æfðum sjálfir og vorum ekkert að stressa okkur á að skrifa undir samning. Nú er hins vegar allt klappað og klárt og við hlökkum til tímabilsins,“ sagði Bjarki. ■ Leikur Owen gegn Chelsea? Michael Owen gæti leikið með Liverpool að nýju eftir sex vikna fjar- veru. Hernan Crespo tekur líklega stöðu Adrian Mutu í liði Chelsea. FÓTBOLTI Tuttugustu umferð ensku úrvalsdeildinnarinnar lýkur í kvöld með níu leikjum. Þá mætast að nýju félögin sem léku á fyrsta degi leiktíðarinnar í ágúst. Chelsea fær Liverpool í heim- sókn á Stamford Bridge en Lundúnafélagið sigraði 2-1 á An- field í haust. Hernan Crespo hefur náð sér eftir veikindi og tekur lík- lega stöðu Adrian Mutu, sem hef- ur ekki skorað í síðustu tólf leikj- um með Chelsea. Carlo Cudicini leikur að nýju í marki Chelsea en hann missti af heimaleiknum gegn Portsmouth og bikarleiknum gegn Watford vegna meiðsla. Damien Duff, Emmanuel Petit og Juan Sebastian Veron eru hins vegar enn meiddir. Liverpool á í talsvert meiri vandræðum vegna meiðsla en þar á bæ eru menn þó vongóðir um að Michael Owen leiki með að nýju eftir sex vikna fjarveru. Steven Gerrard, Milan Baros, Jamie Carragher, Steve Finnan og Chris Kirkland eru enn meiddir. Arsenal heimsækir Everton, sem hefur ekki tapað á heimavelli frá því Chelsea vann 1-0 á Goodi- son Park í byrjun nóvember. Ekki verður ljóst fyrr en skömmu fyrir leik hvort heimaliðið geti teflt fram sínu sterkasta liði því Alan Stubbs, Thomas Gravesen og Duncan Ferguson meiddust í bik- arleiknum gegn Norwich á laug- ardag. Arsenal verður án Dennis Bergkamp sem er meiddur á kálfa og Sylvain Wiltord meiddist á ökkla á æfingu. Javi Moreno þreytir líklega frumraun sína með Bolton gegn Manchester United í kvöld. „Hann hefur aðeins leikið átta leiki í vet- ur og við verðum að fara varlega vegna leikæfingar hans,“ sagði Sam Allardyce, framkvæmda- stjóri Bolton. „En hann stendur sig vonandi vel.“ Manchester United hefur unnið alla sjö leikina síðan Paul Scholes byrjaði að leika að nýju eftir meiðsli og Sam Allardyce er ekki í vafa um mikilvægi hans. „Það er ekki til betri miðjumaður í heiminum,“ sagði Allardyce. „Hann veit hvað hann ætlar að gera við boltann áður en hann fær hann. Það er í raun ekki hægt að láta gæta hans vegna þess að við vitum aldrei alveg hvernig hann leikur. Hann byrjar kannski í einhverri stöðu en fer úr henni án þess að nokk- ur taki eftir og birtist svo allt í einu í vítateignum.“ ■ ALEX FERGUSON Forseti PSV Eindhoven er ósáttur við fram- göngu Ferguson. ARNAR OG BJARKI GUNNLAUGSSYNIR Tvíburarnir verða áfram í herbúðum KR í eitt ár í viðbót. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHSEN Chelsea mætir Liverpool á Stamford Bridge í kvöld. LEIKIR KVÖLDSINS Bolton - Man. United 20.00 Chelsea - Liverpool 20.00 Everton - Arsenal 20.00 Man. - Charlton 19.45 Middlesbrough - Fulham 19.45 Newcastle - Leeds 19.45 Southampton - Leicester 19.45 Tottenham - Birmingham 19.45 Wolves - Blackburn 19.45 STAÐAN Man. United 19 15 1 3 38:13 46 Arsenal 19 13 6 0 35:12 45 Chelsea 19 13 3 3 36:16 42 Charlton 19 8 6 5 27:22 30 Fulham 19 8 4 7 30:26 28 Liverpool 18 7 5 6 28:21 26 Newcastle 19 6 8 5 26:22 26 Southampton 19 7 5 7 18:15 26 Birmingham 18 7 5 6 16:20 26 Aston Villa 19 6 6 7 19:23 24 Everton 19 6 5 8 23:25 23 Bolton 19 5 8 6 20:28 23 Man. City 19 5 6 8 27:27 21 Blackburn 19 6 310 26:29 21 Middlesbrough 18 5 6 7 14:18 21 Portsmouth 19 5 410 20:28 19 Leicester 19 4 6 9 28:31 18 Tottenham 19 5 311 19:29 18 Leeds 19 4 510 18:40 17 Wolves 18 3 510 16:39 14 Í töfluna vantar leik Aston Villa og Portsmouth í gærkvöldi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.