Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 26
■ ■ TÓNLEIKAR  19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands verður með Vínartónleika í Háskóla- bíói. Hljómsveitarstjóri er Ernst Kovacic. ■ ■ LEIKLIST  Meistarinn og Margaríta verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. ■ ■ FYRIRLESTRAR  16.30 Jocelyn Chanussot prófess- or flytur fyrirlestur um „ólínulega síun stafrænna margþátta mynda” í húsa- kynnum Verkfræðideildar Háskóla Ís- lands, VR-2, stofu 158. Fyrirlesturinn er á vegum IEEE á Íslandi, rafmagns- og tölvuverkfræðiskorar Háskóla Íslands og RVFÍ. ■ ■ FUNDIR  16.30 Málstofa Landverndar um mat á umhverfisáhrifum verður haldin í Norræna húsinu. Fjallað verður um til- lögur umhverfisráðherra um breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Sigríður Auður Arnardóttir, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, Aðalheiður Jó- hannsdóttir, lögfræðingur og aðjúnkt við HÍ, Hilmar Malmquist líffræðingur og Katrín Theodórsdóttir lögmaður flytja er- indi. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. 26 7. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 4 5 6 7 8 9 10 JANÚAR Miðvikudagur Hann er mjög skemmtilegurþessi djöfull hans Búlgakovs. Hans fílósófía er svolítið heill- andi. Hann lifir í þessari trú að hið góða geti ekki þrifist án hins illa, þessar andstæður styðji hver aðra og séu báðar nauðsynlegar,“ segir Hilmar Jónsson leikstjóri, sem í kvöld frumsýnir leikgerð sína af Meistaranum og Margar- ítu. „En það er fullt af von þarna líka. Örlög manna eru einhvern veginn í þeirra eigin höndum, finnst manni. Þeir geta stjórnað örlögum sínum svolítið með breytni sinni. Að minnsta kosti eru þeir sem eru til friðs látnir að mestu í friði.“ Hilmar segir bók Búlgakovs hafa blundað með sér alveg frá því hann las hana fyrst. „Hún er einhvern veginn þannig að þeir sem þekkja hana taka miklu ástfóstri við hana. Það hefur líka alltaf legið í loftinu að gerð yrði leikgerð eftir henni hér á landi. Maður hefur heyrt ýmsan orðróm um það alltaf af og til al- veg frá því Ingibjörg þýddi hana. Svo allt í einu virtist tíminn vera kominn og ég bara dreif mig í þetta.“ Bók Búlgakovs er margslungin og því óhjákvæmilegt að velja og hafna þegar hún er sett á svið í leikhúsi. Hilmar fór þá leið að fylgja meginþræði bókarinnar og leggja áherslu á nokkrar persón- ur. „Grunnþráðurinn finnst mér vera þessi heimsókn djöfulsins til Moskvu og þær afleiðingar sem það hefur fyrir þá sem lenda í klónum á honum. Í framhaldi af því kynnumst við Meistaranum og Margarítu og þeirra saga er sögð, sem tvinnast svo saman við erindi djöfulsins til Moskvu. Samhliða því er píslarsagan sögð í útgáfu Búlgakovs. Ég ákvað að hafa það allt undir og reyna að halda þess- um þræði, þótt það séu annars margar smásögur sem Búlgakov segir í bókinni. Til dæmis eru töluvert fleiri í Moskvu sem lenda í klónum á djöflinum, en í sjálfu sér er óþarfi að segja þær allar.“ Með hlutverk Wolands, eins og djöfullinn nefnist í frásögn Búlga- kovs, fer Kristján Franklín Magn- ús. Margrét Vilhálmsdóttir leikur Margarítu. Önnur hlutverk eru í höndum þeirra Egils Heiðars Ant- ons Pálssonar, Erlings Jóhannes- sonar, Hjálmars Hjálmarssonar, Elmu Lísu Gunnarsdóttur, Jóns Páls Eyjólfssonar, Sólveigar Guð- mundsdóttur og Páls S. Pálssonar. Hljóðfæraleikarar úr Lúðrasveit- inni Svani setja einnig skemmti- legan svip á sýninguna. ■ ■ LEIKSÝNING Fjandinn á ferli Óviðjafnanleg Vínartónlist Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Í KVÖLD, MIÐVIKUDAGSKVÖLD KL. 19:30 – LAUS SÆTI FIMMTUDAGINN 8. JANÚAR KL. 19:30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖSTUDAGINN 9. JANÚAR KL. 19:30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 10. JANÚAR KL. 17:00 – UPPSELT Hljómsveitarstjóri ::: Ernst Kovacic Einsöngvari ::: Sigrún Pálmadóttir HRINGDU NÚNA OG TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Miðasala í í síma 562 9700 www.idno.is Fös. 9. jan. kl. 20:00 -laus sæti Lau. 17. jan. kl. 20:00 -laus sæti Fös. 23. jan. kl. 20:00 -laus sæti Miðvikudagur 7. jan - frumsýning - uppselt Laugardagur 10. jan. - nokkur sæti laus Fimmtudagur 15. jan. Laugardagur 17. jan. Laugardagur 24. jan. HAFNARFJARÐARLE IKHÚSIÐ Vínarsveifla Sinfóníunnar Sigrún Pálmadóttir sópran verð-ur í aðalhlutverki á hinum ár- legu Vínartónleikum Sinfóníunn- ar, sem verða haldnir í Háskóla- bíói í kvöld næstu þrjú kvöld. Þar hljóma hinar sígildu dægurperlur eftir Johann og Josef Strauss ásamt verkum eftir Gounaud, Lehar og fleiri meistara Vínar- sveiflunnar. Þetta er í fyrsta skipti sem Sig- rún syngur opinberlega á þetta stórum tónleikum hér á landi. Undanfarin fjögur og hálft ár hef- ur hún búið í Þýskalandi, fyrstu tvö árin í námi, en hefur síðan verið fastráðin við Óperuna í Bonn. „Ég er að syngja þar Nætur- drottninguna í Töfraflautunni til dæmis, og Grétu í Hans og Grétu. Og ég verð þarna einnig næsta leikár, er búin að fá samning um það.“ Óperan í Bonn bryddaði einnig upp á þeirri nýbreytni að svið- setja óratoríuna Sál eftir Händel, sem annars er sjaldnast flutt í leikrænum búningi frekar en aðr- ar óratoríur. Þar fer Sigrún með sópranhlutverkið Merab. „Svo erum við núna að æfa Æv- intýri Hoffmanns eftir Offen- bach, þar sem ég syng Ólympíu.“ Ef marka má þessi veigamiklu hlutverk, sem henni er treyst fyr- ir í Bonn, ætti henni ekki að verða skotaskuld úr því að renna sér í gegnum nokkrar Vínarperlur fyr- ir hina fjölmörgu og eldheitu að- dáendur þeirrar tónlistar. „Ég er hér á landi bara út af þessum tónleikum. Þetta er svo létt og skemmtileg tónlist sem gengur í flesta.“ ■ LOGNIÐ Á UNDAN STORMINUM Rússarnir Berlíos og Besdomí eiga sér einskis ills von, og alls ekki á Fjandanum sjálfum, þar sem þeir sitja djúpt sokknir í heimspekilegar samræður á bekk í Moskvu. ■ TÓNLEIKAR SIGRÚN PÁLMADÓTTIR Hefur verið að syngja Næturdrottninguna og fleiri stór hlutverk úti í Bonn. Kemur hingað til lands að syngja á árlegum Vínartónleikum Sinfóníunnar. ÓLÖF RÚN SKÚLADÓTTIR Stundin mín er í fallegu veðriá gæðingnum mínum, gjarn- an ein úti í náttúrunni. Þannig finnst mér gott að slaka á og hugsa um lífið og tilveruna hvort sem er að vetrar- eða sum- arlagi. Einnig finnst mér mjög notalegt að sitja fyrir framan arininn með fjölskyldunni á góðri stundu og stundum tekst að fá ró þó að heimilismenn séu frá þriggja ára og upp úr,“ segir Ólöf Rún Skúladóttir fjölmiðla- kona. Stundinmín! JÓLIN KVÖDD Þrettaándabrennur voru haldnar víða um land í gær. Ýmsar kynjaverur létu sjá sig, svo sem álfar, jólasveinar, tröll og álfa- drottningar. Jólin hafa nú verið formlega kvödd og koma ekki aftur fyrr en að ári nema í Rússlandi því þar hófust jólin á miðnætti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.