Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 1
OLÍUFÉLÖGIN Slitnað hefur upp úr sáttaviðræðum fulltrúa olíufélag- anna og Samkeppnisstofnunar. Fulltrúarnir funduðu í gær en að loknum þeim fundi voru menn sammála um að ekki væri ástæða til að boða til annars fundar. Samkvæmt heimildum blaðsins strönduðu viðræðurnar á því að ekki náðist sátt um hugsanlega upphæð fjársektar sem lögð verð- ur á olíufélögin og mun mikið bera í milli. Samkvæmt samkeppnis- lögum geta sektir numið allt að 10% af ársveltu fyrirtækis. Samanlögð velta olíufélaganna er á bilinu 40 til 45 milljarðar króna og ef sektin yrði 10% af veltu myndi hún því nema 4 til 4,5 millj- örðum króna. Heimildir herma að í viðræðum olíufélaganna og Samkeppnis- stofnunar hafi verið rætt um sekt- ir upp á hundruð milljóna. Nú þeg- ar búið er að slíta viðræðunum eru menn ekki lengur bundnir af þeim og því ekkert sem útilokar að sekt- irnar verði hærri en rætt var um. Fulltrúar olíufélaganna og Samkeppnisstofnunar höfðu átt í viðræðum allt síðan Samkeppnis- stofnun birti seinni frumskýrslu sína um meint samráð olíufélag- anna í byrjun desember. Sam- kvæmt heimildum blaðsins hafa verið haldnir fimm fundir. Í dag er staða málsins sú að Samkeppn- isstofnun bíður eftir andmælum frá olíufélögunum vegna skýrsl- unnar. Félögin hafa frest til 15. febrúar, en munu líklega senda Samkeppnisstofnun formlega beiðni um aukinn frest eftir helgi. Ef olíufélögin og Samkeppnis- stofnun ná ekki sáttum verður að teljast líklegt að málið muni fara fyrir samkeppnisráð og síðan hugsanlega dómstóla. ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 31 Sjónvarp 36 FIMMTUDAGUR BARIST Í BIKARNUM Fjórir leikir verða í bikarkeppni karla í körfubolta. Klukkan 19.15 mætast: Grindavík - Fjölnir, Njarðvík - Hamar og Tindastóll - Snæfell. Klukkan 20.30 taka Haukar á móti Keflavík. Klukkan 18.30 sækir Njarðvík Hauka heim í bikarkeppni kvenna. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 8. janúar 2004 – 7. tölublað – 4. árgangur ● 33 ára í dag Dóra Takefusa: ▲ SÍÐA 20 Gleymir stundum aldrinum ● gefur út lausnina Sveinbjörn B. Thorarensen: ▲ SÍÐA 26 Dj Shadow norðursins ● til sölu á netinu Femin.is: ▲ SÍÐA 39 Sjálfsvarnar- flauta fyrir konur VIÐSKIPTALÍFIÐ SKOÐAÐ Viðskipta- ráðherra hyggst skipa nefnd til að skoða samkeppni innanlands og hvernig megi efla skilvirkni og traust viðskiptalífsins. Hugsanlegt að viðskiptalífið sjálft leiðrétti ójafnvægi sem kunni tímabundið að mynd- ast innan þess. Sjá síðu 2 KURTEIS ÞJÓFUR Þjófur á ósamstæð- um skóm braust inn á veitingastaðinn Shooters í Kópavogi. Öryggisvörður mætti manninum, sem sagðist vera starfsmaður. Sjá síðu 4 JÁTAÐI MORÐ Mijailo Mijailovic, meint- ur morðingi sænska utanríkisráðherrans Önnu Lindh, hefur játað á sig verknaðinn. Búist er við því að réttarhöld yfir Mijailovic hefjist þegar í næstu viku. Sjá síðu 6 HÚSNÆÐISLÁNAKERFIÐ Á gamlárs- dag tilkynnti félagsmálaráðuneytið fyrirhug- aðar breytingar á húsnæðislánakerfinu. Fréttablaðið hefur unnið úttekt á málinu, en stefnt er að afnámi húsbréfakerfisins fyrir 1. júlí. Sjá síðu 14-15 ● francesco scavullo ● útsölur Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir: ▲ SÍÐUR 22 til 23 Alltaf í brúnu gollunni tíska o.fl. ENN STORMUR Á VESTFJÖRÐUM En veður víðast skaplegt annars staðar. Úr- koma á víð og dreif en léttir til með aust- urströndinni sídegis. Úrkoma í Reykjavík ætti að verða minniháttar. Sjá síðu 6 Meðallestur 25-49 Höfuðborgarsvæðið NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í okt. ‘03 FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ 75% 56% ROK Í KEFLAVÍK Ungur skólastrákur í Reykjanesbæ heldur um húfuna svo hún fjúki ekki, en nokkuð hvassviðri var á suðvesturhorni landsins í gær. Auk hvassviðrisins hefur mikil hálka verið á höfuðborgarsvæðinu og mun nokkur fjöldi fólks hafa leitað til heilsugæslu- stöðva og á slysadeildir eftir að hafa fallið í hálkunni. Varað við hryðjuverkum: Árásir þriðja hvern mánuð SINGAPÚR, AP Búast má við því að hryðjuverkasamtökin al-Kaída eigi eftir að standa fyrir hryðju- verkaárásum á þriggja mánaða fresti á þessu ári, að sögn sér- fræðings í alþjóðlegri hryðju- verkastarfsemi. Hann varar jafnframt við því að Vestur- landabúum muni stafa vaxandi ógn af öðrum herskáum öfga- samtökum með tengsl við al- Kaída. Rohan Gunaratna, höfundur bókarinnar „Inside al-Qaida: Global Network of Terror“, seg- ir að Vesturlandabúar geti átt von á fleiri mannskæðum hryðjuverkum á borð við árás- irnar 11. september 2001. Hann bendir þó á að hryðjuverka- menn muni að líkindum einbeita sér að sjálfsmorðsárásum þar sem sprengjum er komið fyrir í bifreiðum. ■ Verkfallsboðun er í undirbúningi Starfsgreinasambandið undirbýr boðun verkfalls hjá félagsmönnum sem starfa hjá ríkinu. Fátt kom út úr samningafundi deilenda í gær en annar fundur er boðaður á mánudag. Stefnir í verkföll um miðjan febrúar náist ekki saman fyrir þann tíma. KJARASAMNINGAR „Langlundargeð okkar gagnvart ríkinu nær ekki lengra en út næstu viku, þá er það þrotið. Í raun og veru eru því ekki nema þrjár til fjórar vikur til stefnu þar til menn lenda í átök- um. Við erum þegar farnir að und- irbúa öflun verkfallsheimilda, enda töluverður aðdragandi að slíkri aðgerð,“ sagði Halldór Björnsson, formaður Starfs- greinasambands Íslands. Samninganefndir Starfsgreina- sambandsins og ríkisins þinguðu í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær um gerð nýs kjarasamnings. „Það kom út af fyrir sig ekkert nýtt fram á fundinum annað en það að samninganefnd ríkisins lofaði að leggja í næstu viku fram gögn um samanburð á launum ríkisstarfsmanna sem eru annars vegar félagsmenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins og hins vegar BSRB,“ sagði Halldór. Í samanburði á kjörum þessara hópa verður sérstaklega horft til lífeyrisréttinda. Starfsgreinasam- bandið og önnur aðildarfélög ASÍ leggja þunga áherslu á að lífeyris- réttindi alls launafólks verði sam- ræmd við lífeyrisréttindi í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis- ins. Samræming lífeyrisréttinda hefur verið baráttumál ASÍ um langa hríð og var hnykkt á kröf- unni þegar frumvarp um eftir- launaréttindi æðstu ráðamanna ríkisins var samþykkt á Alþingi fyrir jólaleyfi. Þungt er í samn- ingamönnum verkalýðshreyfing- arinnar vegna þess hve illa hefur gengið að fá skýr svör um lífeyris- málin. „Við munum ganga eftir því í næstu viku að fá svör frá samn- inganefnd ríkisins um jöfnun líf- eyrisréttindanna, auk annars. Í kjölfarið tökum við sólarhæðina á ný og þar með endanlega ákvörð- un um öflun verkfallsheimilda,“ sagði Halldór Björnsson, formað- ur Starfsgreinasambandsins. Verkfallsboðun félagsmanna Alþýðusambandsins sem starfa hjá ríkinu tekur nokkurn tíma. Afla þarf heimilda hjá hverju félagi fyrir sig og gæti það, ásamt boðun verkfalls, tekið þrjár til fjórar vikur. Fari allt á versta veg skella verkföll starfsmanna ASÍ hjá ríkinu á um miðjan febrúar. Sjá nánar bls. 4 the@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Viðræðum olíufélaga og Samkeppnisstofnunar slitið: Rætt var um hundraða milljóna króna sektir DEILT UM SEKTARUPPHÆÐ Ekki náðist sátt um hugsanlega upphæð fjársektar sem lögð verður á olíufélögin og mun mikið bera í milli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.